Aðför að atvinnuvegunum 5. desember 2004 00:01 Skiptar skoðanir eru um vaxtahækkun Seðlabankans frá því í síðustu viku. Einar Oddur Kristjánsson telur þær auka á ójafnvægið í samfélaginu og tefla framtíð atvinnuveganna í tvísýnu. Seðlabankastjóri segist ekki tjá sig um gagnrýni stjórnmálamanna á aðgerðir bankans. Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti talsvert í síðastliðinni viku og bar málið á góma í umræðum um fjárlög á Alþingi fyrir helgi. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýndi bankann harkalega vegna þeirra gengishækkana sem af framtakinu leiða. "Það hlýtur að vera mjög ámælisvert og ástæða til þess að tala til þessara manna í fullri alvöru," sagði hann á föstudaginn. Einar Oddur finnur vaxtahækkununum flest til foráttu. "Vaxtahækkanir auka á það ójafnvægi sem er í þessu þjóðfélagi. Gengið hækkar og setur framleiðsluatvinnuvegina alveg út á gaddinn," segir hann og kveðst ekki skilja hvers vegna Seðlabankinn hafi í tvö ár horft aðgerðalaus á viðskiptabankana taka hundruðir milljarða króna í erlendum lánum til að lána einstaklingum landinu. "Mér finnst þetta ofboðslegur glannaháttur," bætir hann við og segir að hægur vandi sé fyrir bankann að hækka kröfur um eiginfjárhlutfall lánastofnana eða beita svonefndri bindiskyldu þannig að stærri hluti fjármagns sé bundinn inni í bankanum. Engum dylst að þensluáhrifa er farið að gæta í samfélaginu, einkum vegna hækkunar eldsneytisverðs og íbúðarverðs. Einar telur orsök íbúðarverðs vera aukið framboð lánsfjár. "Seðlabankinn horfir á það brostnum augum að allt þetta fé streymi inn í landið. Síðan þykist þessi sami seðlabanki geta sagt okkur sem erum að halda utan um ríkisfjármálin til syndanna. Mér gremst þetta. Það verður að tala við þessa menn með tveimur hrútshornum," segir hann en telur þó ofmælt að hann hafi stungið upp á að bankastjórarnir yrðu reknir, því hafi hann eingöngu varpað fram í hálfkæringi í andsvörum. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði í samtali við blaðið að bankinn tjái sig aldrei um gagnrýni stjórnmálamanna á störf sín. Á þeirri reglu verði ekki gerð undantekning nú. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um vaxtahækkun Seðlabankans frá því í síðustu viku. Einar Oddur Kristjánsson telur þær auka á ójafnvægið í samfélaginu og tefla framtíð atvinnuveganna í tvísýnu. Seðlabankastjóri segist ekki tjá sig um gagnrýni stjórnmálamanna á aðgerðir bankans. Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti talsvert í síðastliðinni viku og bar málið á góma í umræðum um fjárlög á Alþingi fyrir helgi. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýndi bankann harkalega vegna þeirra gengishækkana sem af framtakinu leiða. "Það hlýtur að vera mjög ámælisvert og ástæða til þess að tala til þessara manna í fullri alvöru," sagði hann á föstudaginn. Einar Oddur finnur vaxtahækkununum flest til foráttu. "Vaxtahækkanir auka á það ójafnvægi sem er í þessu þjóðfélagi. Gengið hækkar og setur framleiðsluatvinnuvegina alveg út á gaddinn," segir hann og kveðst ekki skilja hvers vegna Seðlabankinn hafi í tvö ár horft aðgerðalaus á viðskiptabankana taka hundruðir milljarða króna í erlendum lánum til að lána einstaklingum landinu. "Mér finnst þetta ofboðslegur glannaháttur," bætir hann við og segir að hægur vandi sé fyrir bankann að hækka kröfur um eiginfjárhlutfall lánastofnana eða beita svonefndri bindiskyldu þannig að stærri hluti fjármagns sé bundinn inni í bankanum. Engum dylst að þensluáhrifa er farið að gæta í samfélaginu, einkum vegna hækkunar eldsneytisverðs og íbúðarverðs. Einar telur orsök íbúðarverðs vera aukið framboð lánsfjár. "Seðlabankinn horfir á það brostnum augum að allt þetta fé streymi inn í landið. Síðan þykist þessi sami seðlabanki geta sagt okkur sem erum að halda utan um ríkisfjármálin til syndanna. Mér gremst þetta. Það verður að tala við þessa menn með tveimur hrútshornum," segir hann en telur þó ofmælt að hann hafi stungið upp á að bankastjórarnir yrðu reknir, því hafi hann eingöngu varpað fram í hálfkæringi í andsvörum. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði í samtali við blaðið að bankinn tjái sig aldrei um gagnrýni stjórnmálamanna á störf sín. Á þeirri reglu verði ekki gerð undantekning nú.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Sjá meira