Ítölsk jólakaka 13. október 2005 15:02 Kakan er þétt og algert sælgæti fyrir þá sem kunna að meta hnetur á annað borð. Panforte di Siena Ítölsk jólakaka frá Siena Aðferð: 200 g möndlur (hýðislausar) - gróft saxaðar 100 g macademiahnetur - gróft saxaðar 100 g valhnetur - gróft saxaðar 100 g pecanhnetur - gróft saxaðar 300 g sykraður appelsínu- og sítrónubörkur 50 g þurrkaðar gráfíkjur 200 g sykur 100 g hunang (t.d. Acacia) 1/2 tsk. kanill 1/2 tsk. negull 1/2 tsk. koríander 1/2 tsk. múskat 1/2 tsk. engifer 2 msk. hveiti Flórsykur Ofninn er hitaður í 160 °C. Hnetur, möndlur og gráfíkjur eru saxaðar gróft. Allt sett í skál ásamt appelsínu- og sítrónuberki, kryddi og hveiti og blandað saman. Sykur og hunang er brætt saman í vatnsbaði á meðalhita og hrært í allan tímann meðan sykurinn bráðnar. Sykur- og hunangsblöndunni er hellt varlega út í hnetu- og ávaxtablönduna. Þessu öllu blandað vel saman. Form (um 25 cm. í þvermál) smurt vel eða settur bökunarpappír. Blöndunni er þjappað vel í formið. Deigið virðist vera óþétt og hrönglað en það á eftir að þéttast algjörlega í ofninum og bindast vel. Kakan bökuð um 40 mínútur. Gott er að taka kökuna fljótlega úr forminu. (Ekki gefast upp þó að kakan virðist klessast við botninn -- þarf bara smá lagni og þolinmæði) Það þarf að geyma kökuna í kæli lágmark nokkrar klukkustundir og helst sólarhring áður en hún er borin fram en þegar hún er tekin fram þá á að drussa vel af flórsykri yfir hana. Þessi kaka geymist í álpappír eða í loftþéttu boxi í kæliskáp í mánuð og má geyma í frysti í þrjá mánuði. Eftirréttir Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Kakan er þétt og algert sælgæti fyrir þá sem kunna að meta hnetur á annað borð. Panforte di Siena Ítölsk jólakaka frá Siena Aðferð: 200 g möndlur (hýðislausar) - gróft saxaðar 100 g macademiahnetur - gróft saxaðar 100 g valhnetur - gróft saxaðar 100 g pecanhnetur - gróft saxaðar 300 g sykraður appelsínu- og sítrónubörkur 50 g þurrkaðar gráfíkjur 200 g sykur 100 g hunang (t.d. Acacia) 1/2 tsk. kanill 1/2 tsk. negull 1/2 tsk. koríander 1/2 tsk. múskat 1/2 tsk. engifer 2 msk. hveiti Flórsykur Ofninn er hitaður í 160 °C. Hnetur, möndlur og gráfíkjur eru saxaðar gróft. Allt sett í skál ásamt appelsínu- og sítrónuberki, kryddi og hveiti og blandað saman. Sykur og hunang er brætt saman í vatnsbaði á meðalhita og hrært í allan tímann meðan sykurinn bráðnar. Sykur- og hunangsblöndunni er hellt varlega út í hnetu- og ávaxtablönduna. Þessu öllu blandað vel saman. Form (um 25 cm. í þvermál) smurt vel eða settur bökunarpappír. Blöndunni er þjappað vel í formið. Deigið virðist vera óþétt og hrönglað en það á eftir að þéttast algjörlega í ofninum og bindast vel. Kakan bökuð um 40 mínútur. Gott er að taka kökuna fljótlega úr forminu. (Ekki gefast upp þó að kakan virðist klessast við botninn -- þarf bara smá lagni og þolinmæði) Það þarf að geyma kökuna í kæli lágmark nokkrar klukkustundir og helst sólarhring áður en hún er borin fram en þegar hún er tekin fram þá á að drussa vel af flórsykri yfir hana. Þessi kaka geymist í álpappír eða í loftþéttu boxi í kæliskáp í mánuð og má geyma í frysti í þrjá mánuði.
Eftirréttir Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira