Halldór, Hannes og myndin af HKL 13. október 2005 15:02 Ég hef verið að blaða í ævisögu Halldórs Laxness eftir nafna hans Guðmundsson. Sé ekki betur en að þetta sé massíft verk - húðvandað. Þarna er mikið efni dregið saman, stundum í örfáar línur. Bókin hefði vísast getað verið miklu lengri. Halldór gæti sjálfsagt eytt restinni af ævinni í að skrifa ítarefni. En þetta er svosem alveg nóg í einum skammti - 800 blaðsíður. Fyrsta bindið hjá Hannesi var 600 síður - þá var Halldór ekki orðinn þrítugur. Myndin á blaðsíðu 413 vekur athygli manns - það fer eiginlega um mann að sjá þessa mynd. Hún segir jafn mikið og öll þessi orð sem hafa verið höfð um kommúnisma Halldórs Laxness. Þarna situr hann ásamt fjölda manns við Búkarín réttarhöldin í Moskvu 1938. Þau stóðu í tólf daga og segir í bókinni að Halldór hafi allan tímann setið á bekkjum ætluðum erlendum gestum og fylgst með þessu sjónarspili gegnum túlk. Til að koma Halldóri að þurfti að hafa samband við sjálfan Dimitrov, leiðtoga Komintern, alþjóðasambands kommúnista. Ég kalla Halldór Guðmundsson góðan að hafa fundið þessa mynd - hún er stórmerkileg heimild. Maður gæti ætlað að Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni sé nokkur vandi á höndum ef hann ætlar að toppa þetta. Að hans bíði lýjandi verk næstu tvö árin að klára ævisöguna. En samt er ennþá pláss fyrir Hannes. Aðferð hans er gjörólík því sem Halldór Guðmundsson gerir. Hannes er meira lausskrifandi, hefur meiri áhuga á bæjarslúðri og kjaftasögum - stundum slær það alveg út í íslenska fyndni hjá honum. Þannig ætti Hannes að geta fyllt enn út í myndina af Halldóri Laxness - ef einhver hefur áhuga lengur. --- --- --- Önnur nýútkomin bók vekur athygli mína, einfaldlega vegna þess að ég er sögupersóna í henni. Þetta er Fugl dagsins eftir Þorstein Guðmundsson, sem er aðallega þekktur fyrir að spauga með Fóstbræðrum. Þorsteinn nefndi þetta við mig og konu mína á Edduhátíðinni í fyrra - konan mín hvæsti á hann og sagði: "Við förum strax í mál!" Ég veit ekki hvort Þorsteinn tók mikið mark á henni, en hann mun hafa verið pínu áhyggjufullur yfir þessu. Það þurfti hann ekki að vera, þetta er skemmtileg bók hjá honum - líklega með betri skáldsögum sem eru að koma út fyrir jólin. Ég er heldur ekki persóna nema í óeiginlegri merkingu - það er til dæmis ekki kafað inn í heilabúið á mér og komið upp með einhverja kynóra (Steinar Bragi var víst á leiðinni með eitthvað svoleiðis fyrir nokkrum árum). Aðalsöguhetjan í bókinni starfar við Silfur Egils - á Skjá einum nota bene - er alltmúligmaður í þættinum, sér um að hringja í þátttakendur og búa til spurningar ofan í mig. I wish - segi ég bara. Söguhetjan er líka hinn raunverulegi höfundur þáttarins, eða eins og segir á blaðsíðu 64: "Hafði ég eitthvað sérstakt að gera á þessum tíma, það má auðvitað alveg spyrja sig að því. Mér hafði tekist að byggja upp einn merkilegasta og besta umræðuþátt í íslensku sjónvarpi fyrr og síðar, Silfur Egils....... Þátturinn væri heldur ekki svipur hjá sjón án Egils Helgasonar. Menn hafa oft spurt mig að þessu hvort ég hafi ráðið hann bara út á nafnið vegna þess að mig langaði alltaf að láta þáttinn heita Silfur Egils, löngu áður en ég ákvað að ráða Egil Helga sem þáttastjórnanda en það var bara skemmtileg tilviljun. Það var Egill Skalla-Grímsson sem lá að baki en ekki Egill Helga en ég hefði ekki getað verið heppnari með Egil. Hann var fæddur í hlutverkið og dansaði í höndunum á mér." Á endanum er ég farinn með þáttinn af Skjá einum og yfir á Stöð 2 og "gengur allt í haginn" eins og segir í bókinni, hef látið mig hverfa eftir að "höfundurinn" er hættur að láta mig vita fyrirfram hverjir eru gestir þáttarins eða ég fái yfirleitt að vita hvað ég eigi að segja... Gæti verið sniðugt? --- --- --- Í bók Þráins Bertelssonar Dauðans óvissi tími segir frá forsætisráðherra sem fer í heimsókn til Úkraínu þegar enginn annar vill fara þangað. Hjá Þráni heitir forsætisráðherrann Jökull Pétursson - hann er nokkuð auðþekkjanlegur fyrir lesendur bókarinnar. Ógeðið í Úkraínu heldur áfram. Nú hafa kosningar þar verið falsaðar með svívirðilegum hætti, eins og Pawel Bartoszek orðar það í ágætri grein á Deiglunni. Í niðurlagi greinarinnar segir: "Allar alþjóðlegar stofnanir sem fylgdust með kosningum gáfu þeim falleinkun. Erlendar ríkisstjórnir hafa lýst yfir miklum efasemdum með lögmæti þeirra. Hundruðir þúsunda mótmæla nú á götum borga í Vestur og Norður-Úkraínu. Menn vonast þannig til að endurtaka leikinn frá Serbíu og Georgíu. Fráfarandi forseti sagði undir kvöld að öryggissveitirnar byggju yfir nægilegum styrk til að stöðva "lögleysuna". Sem sagt menn munu skjóta á fólkið ef þess þarf." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun
Ég hef verið að blaða í ævisögu Halldórs Laxness eftir nafna hans Guðmundsson. Sé ekki betur en að þetta sé massíft verk - húðvandað. Þarna er mikið efni dregið saman, stundum í örfáar línur. Bókin hefði vísast getað verið miklu lengri. Halldór gæti sjálfsagt eytt restinni af ævinni í að skrifa ítarefni. En þetta er svosem alveg nóg í einum skammti - 800 blaðsíður. Fyrsta bindið hjá Hannesi var 600 síður - þá var Halldór ekki orðinn þrítugur. Myndin á blaðsíðu 413 vekur athygli manns - það fer eiginlega um mann að sjá þessa mynd. Hún segir jafn mikið og öll þessi orð sem hafa verið höfð um kommúnisma Halldórs Laxness. Þarna situr hann ásamt fjölda manns við Búkarín réttarhöldin í Moskvu 1938. Þau stóðu í tólf daga og segir í bókinni að Halldór hafi allan tímann setið á bekkjum ætluðum erlendum gestum og fylgst með þessu sjónarspili gegnum túlk. Til að koma Halldóri að þurfti að hafa samband við sjálfan Dimitrov, leiðtoga Komintern, alþjóðasambands kommúnista. Ég kalla Halldór Guðmundsson góðan að hafa fundið þessa mynd - hún er stórmerkileg heimild. Maður gæti ætlað að Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni sé nokkur vandi á höndum ef hann ætlar að toppa þetta. Að hans bíði lýjandi verk næstu tvö árin að klára ævisöguna. En samt er ennþá pláss fyrir Hannes. Aðferð hans er gjörólík því sem Halldór Guðmundsson gerir. Hannes er meira lausskrifandi, hefur meiri áhuga á bæjarslúðri og kjaftasögum - stundum slær það alveg út í íslenska fyndni hjá honum. Þannig ætti Hannes að geta fyllt enn út í myndina af Halldóri Laxness - ef einhver hefur áhuga lengur. --- --- --- Önnur nýútkomin bók vekur athygli mína, einfaldlega vegna þess að ég er sögupersóna í henni. Þetta er Fugl dagsins eftir Þorstein Guðmundsson, sem er aðallega þekktur fyrir að spauga með Fóstbræðrum. Þorsteinn nefndi þetta við mig og konu mína á Edduhátíðinni í fyrra - konan mín hvæsti á hann og sagði: "Við förum strax í mál!" Ég veit ekki hvort Þorsteinn tók mikið mark á henni, en hann mun hafa verið pínu áhyggjufullur yfir þessu. Það þurfti hann ekki að vera, þetta er skemmtileg bók hjá honum - líklega með betri skáldsögum sem eru að koma út fyrir jólin. Ég er heldur ekki persóna nema í óeiginlegri merkingu - það er til dæmis ekki kafað inn í heilabúið á mér og komið upp með einhverja kynóra (Steinar Bragi var víst á leiðinni með eitthvað svoleiðis fyrir nokkrum árum). Aðalsöguhetjan í bókinni starfar við Silfur Egils - á Skjá einum nota bene - er alltmúligmaður í þættinum, sér um að hringja í þátttakendur og búa til spurningar ofan í mig. I wish - segi ég bara. Söguhetjan er líka hinn raunverulegi höfundur þáttarins, eða eins og segir á blaðsíðu 64: "Hafði ég eitthvað sérstakt að gera á þessum tíma, það má auðvitað alveg spyrja sig að því. Mér hafði tekist að byggja upp einn merkilegasta og besta umræðuþátt í íslensku sjónvarpi fyrr og síðar, Silfur Egils....... Þátturinn væri heldur ekki svipur hjá sjón án Egils Helgasonar. Menn hafa oft spurt mig að þessu hvort ég hafi ráðið hann bara út á nafnið vegna þess að mig langaði alltaf að láta þáttinn heita Silfur Egils, löngu áður en ég ákvað að ráða Egil Helga sem þáttastjórnanda en það var bara skemmtileg tilviljun. Það var Egill Skalla-Grímsson sem lá að baki en ekki Egill Helga en ég hefði ekki getað verið heppnari með Egil. Hann var fæddur í hlutverkið og dansaði í höndunum á mér." Á endanum er ég farinn með þáttinn af Skjá einum og yfir á Stöð 2 og "gengur allt í haginn" eins og segir í bókinni, hef látið mig hverfa eftir að "höfundurinn" er hættur að láta mig vita fyrirfram hverjir eru gestir þáttarins eða ég fái yfirleitt að vita hvað ég eigi að segja... Gæti verið sniðugt? --- --- --- Í bók Þráins Bertelssonar Dauðans óvissi tími segir frá forsætisráðherra sem fer í heimsókn til Úkraínu þegar enginn annar vill fara þangað. Hjá Þráni heitir forsætisráðherrann Jökull Pétursson - hann er nokkuð auðþekkjanlegur fyrir lesendur bókarinnar. Ógeðið í Úkraínu heldur áfram. Nú hafa kosningar þar verið falsaðar með svívirðilegum hætti, eins og Pawel Bartoszek orðar það í ágætri grein á Deiglunni. Í niðurlagi greinarinnar segir: "Allar alþjóðlegar stofnanir sem fylgdust með kosningum gáfu þeim falleinkun. Erlendar ríkisstjórnir hafa lýst yfir miklum efasemdum með lögmæti þeirra. Hundruðir þúsunda mótmæla nú á götum borga í Vestur og Norður-Úkraínu. Menn vonast þannig til að endurtaka leikinn frá Serbíu og Georgíu. Fráfarandi forseti sagði undir kvöld að öryggissveitirnar byggju yfir nægilegum styrk til að stöðva "lögleysuna". Sem sagt menn munu skjóta á fólkið ef þess þarf."
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun