Afstaða Alþingis þarf að koma fram 22. nóvember 2004 00:01 Þó að liðin sé tæp vika frá fundi Davíðs Oddssonar og Colins Powell, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington eru landsmenn engu nær um það hver afstaða bandarískra stjórnvalda er til frambúðarskipulags varna á Íslandi. Eftir fund Davíðs Oddssonar og Bush forseta í Hvíta húsinu í sumar sem leið áttu margir von á því að hreyfing færi að komast á málið. En enn erum við engu nær um áform eða hugmyndir Bandaríkjamanna. Við vitum ekki hvort fundur utanríkisráðherranna á þriðjudaginn hafði einhverja merkingu eða þýðingu fyrir þá ósk ríkisstjórnar Íslands að Bandaríkjamenn haldi áfram uppi svokölluðum "trúverðugum loftvörnum" hér á landi. Af hálfu Bandaríkjamanna er ekki eitt orð sagt um fundinn og vakið hefur athygli hve varfærnislega utanríkisráðherra Íslands talaði að honum loknum. Það er ekki mikill sannfæringarkraftur á bak við orðalag eins og: "Mér finnst...", "Ég tel..." eða "Ég vona og treysti...", svo vitnað sé til ummæla ráðherrans á blaðamannafundi í lok viðræðnanna. Óhætt mun að slá því föstu að þorri landsmanna væri sáttur við áframhaldandi varnarsamstarf við Bandaríkin. Það hefur reynst okkur vel og skapað þjóðinni nauðsynlegt öryggi. En kalda stríðinu er lokið og óhjákvæmilegt er að varnarsamstarfið, verði því haldið áfram, lagi sig að breyttri heimsmynd. Um leið og við Íslendingar gerum þá kröfu til Bandaríkjamanna að þeir tali skýrt um mat sitt og skoðanir í þessu efni verða íslensk stjórnvöld einnig að vinna sína heimavinnu og gera bæði Bandaríkjastjórn og ekki síður sinni eigin þjóð grein fyrir því hvernig þau hugsa sér að vörnum landsins verði fyrirkomið næstu árin. Fram hefur komið að ríkisstjórnin er tilbúin að greiða ýmsan kostnað af rekstri Keflavíkurflugvallar sem fram til þessa hefur fallið á varnarliðið. Jafnframt virðist það vera ófrávíkjanleg krafa ríkisstjórnarinnar að hér verði verði áfram bandarískar orrustuþotur og flugbjörgunarsveit. Um það eru skiptar skoðanir að hve miklu leyti sú krafa byggir á raunsæju mati á nauðsynlegum varnarviðbúnaði á Íslandi. Engum dylst að inn í þetta mál spila einnig atvinnu- og fjárhagssjónarmið. Viðræðurnar við Bandaríkjamenn hafa verið undirbúnar af ráðherrum og embættismönnum. Svo virðist sem lítt hafi verið leitað eftir ráðgjöf utanríkismálanefndar Alþingis eða áliti einstakra nefndarmanna. Vekur það upp spurningar um pólitískt umboð fulltrúa okkar þegar á reynir. Óeðlilegt er að stefnan í jafn mikilvægum málaflokki sé mörkuð af embættismönnum og ráðherrum án þess að leitað sé eftir sjónarmiðum og tillögum alþingismanna. Eðlilegast og lýðræðislegast hefði verið að ríkisstjórnin hefði fyrir löngu haft frumkvæði að því að efna til markvissra umræðna á Alþingi um varnarmálin í þeim tilgangi að leita eftir pólitísku umboði frá þinginu um stefnu sem rík þverpólitísk samstaða gæti tekist um. Í ljósi þess að að enn eru margar vikur þar til þráðurinn verður tekinn upp að nýju í varnarmálaviðræðunum í Washington væri það skynsamleg leikur hjá ríkisstjórninni að efna sem fyrst til slíkra umræðna á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Þó að liðin sé tæp vika frá fundi Davíðs Oddssonar og Colins Powell, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington eru landsmenn engu nær um það hver afstaða bandarískra stjórnvalda er til frambúðarskipulags varna á Íslandi. Eftir fund Davíðs Oddssonar og Bush forseta í Hvíta húsinu í sumar sem leið áttu margir von á því að hreyfing færi að komast á málið. En enn erum við engu nær um áform eða hugmyndir Bandaríkjamanna. Við vitum ekki hvort fundur utanríkisráðherranna á þriðjudaginn hafði einhverja merkingu eða þýðingu fyrir þá ósk ríkisstjórnar Íslands að Bandaríkjamenn haldi áfram uppi svokölluðum "trúverðugum loftvörnum" hér á landi. Af hálfu Bandaríkjamanna er ekki eitt orð sagt um fundinn og vakið hefur athygli hve varfærnislega utanríkisráðherra Íslands talaði að honum loknum. Það er ekki mikill sannfæringarkraftur á bak við orðalag eins og: "Mér finnst...", "Ég tel..." eða "Ég vona og treysti...", svo vitnað sé til ummæla ráðherrans á blaðamannafundi í lok viðræðnanna. Óhætt mun að slá því föstu að þorri landsmanna væri sáttur við áframhaldandi varnarsamstarf við Bandaríkin. Það hefur reynst okkur vel og skapað þjóðinni nauðsynlegt öryggi. En kalda stríðinu er lokið og óhjákvæmilegt er að varnarsamstarfið, verði því haldið áfram, lagi sig að breyttri heimsmynd. Um leið og við Íslendingar gerum þá kröfu til Bandaríkjamanna að þeir tali skýrt um mat sitt og skoðanir í þessu efni verða íslensk stjórnvöld einnig að vinna sína heimavinnu og gera bæði Bandaríkjastjórn og ekki síður sinni eigin þjóð grein fyrir því hvernig þau hugsa sér að vörnum landsins verði fyrirkomið næstu árin. Fram hefur komið að ríkisstjórnin er tilbúin að greiða ýmsan kostnað af rekstri Keflavíkurflugvallar sem fram til þessa hefur fallið á varnarliðið. Jafnframt virðist það vera ófrávíkjanleg krafa ríkisstjórnarinnar að hér verði verði áfram bandarískar orrustuþotur og flugbjörgunarsveit. Um það eru skiptar skoðanir að hve miklu leyti sú krafa byggir á raunsæju mati á nauðsynlegum varnarviðbúnaði á Íslandi. Engum dylst að inn í þetta mál spila einnig atvinnu- og fjárhagssjónarmið. Viðræðurnar við Bandaríkjamenn hafa verið undirbúnar af ráðherrum og embættismönnum. Svo virðist sem lítt hafi verið leitað eftir ráðgjöf utanríkismálanefndar Alþingis eða áliti einstakra nefndarmanna. Vekur það upp spurningar um pólitískt umboð fulltrúa okkar þegar á reynir. Óeðlilegt er að stefnan í jafn mikilvægum málaflokki sé mörkuð af embættismönnum og ráðherrum án þess að leitað sé eftir sjónarmiðum og tillögum alþingismanna. Eðlilegast og lýðræðislegast hefði verið að ríkisstjórnin hefði fyrir löngu haft frumkvæði að því að efna til markvissra umræðna á Alþingi um varnarmálin í þeim tilgangi að leita eftir pólitísku umboði frá þinginu um stefnu sem rík þverpólitísk samstaða gæti tekist um. Í ljósi þess að að enn eru margar vikur þar til þráðurinn verður tekinn upp að nýju í varnarmálaviðræðunum í Washington væri það skynsamleg leikur hjá ríkisstjórninni að efna sem fyrst til slíkra umræðna á Alþingi.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun