Guðrún, Ólína, Dagur og Siggi 12. nóvember 2004 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á Stöð 2 á sunnudaginn eru Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi, Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður, Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, Ólafur Hannibalsson blaðamaður, Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur og hinn sögufrægi barnakennari Herdís Egilsdóttir. Einhverjir fleiri eiga sjálfsagt eftir að bætast í þennan hóp, en þess má geta að bæði Ólína og Guðrún Helgadóttir voru borgarfulltrúar í Reykjavík á sínum tíma. Það er nóg til að tala um í þættinum. Vitaskuld kreppuna í borgarstjórninni í Reykjavík og ráðningu Steinunnar Valdísar, olíumálin, forsögu þeirra og afleiðingar, lögin á kennaraverkfallið, beiðni Bobby Fischers um hæli á Íslandi, skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna, tillögu um að skipta um þjóðsöng á Íslandi og væntanlega eitthvað fleira. *Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á hádegi á sunnudag. Hann er svo endurtekin undir miðnætti sama kvöld, en einnig má skoða hann hér á vefTívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á Stöð 2 á sunnudaginn eru Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi, Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður, Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, Ólafur Hannibalsson blaðamaður, Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur og hinn sögufrægi barnakennari Herdís Egilsdóttir. Einhverjir fleiri eiga sjálfsagt eftir að bætast í þennan hóp, en þess má geta að bæði Ólína og Guðrún Helgadóttir voru borgarfulltrúar í Reykjavík á sínum tíma. Það er nóg til að tala um í þættinum. Vitaskuld kreppuna í borgarstjórninni í Reykjavík og ráðningu Steinunnar Valdísar, olíumálin, forsögu þeirra og afleiðingar, lögin á kennaraverkfallið, beiðni Bobby Fischers um hæli á Íslandi, skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna, tillögu um að skipta um þjóðsöng á Íslandi og væntanlega eitthvað fleira. *Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á hádegi á sunnudag. Hann er svo endurtekin undir miðnætti sama kvöld, en einnig má skoða hann hér á vefTívíinu.