Samfylkingin og siðavendnin 9. nóvember 2004 00:01 Stundum fær maður tilfinningu - og svo kemur skoðanakönnun sem sannar að hún er rétt. Þegar leið á helgina fannst mér ég skynja að almenningsálitið væri að snúast með Þórólfi Árnasyni. Skýringin er væntanlega sú að mörgum finnst óhæfa að olíuskandallinn snúist aðallega um hann. En það breytir því ekki að Þórólfur er í vandræðalegri pólitískri stöðu. Það getur líka verið pínlegt fyrir R-listann að láta hann sitja áfram - og þá ekki síst fyrir Samfylkinguna. Guðmundur Árni Stefánsson og Mörður Árnason ganga báðir fram fyrir skjöldu og segja að Þórólfur eigi að halda áfram. Guðmundur Árni staðhæfir í Morgunblaðsgrein að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins segi aldrei af sér pólitískum ábyrgðarstörfum. Það er erfitt að sjá hvað þetta kemur málinu við. Er pólitík þá bara einhvers konar metingur milli flokka - þú segir ekki af þér og þá geri ég það ekki heldur? Eru gjörðir Sjálfstæðisflokksins allsherjarviðmið í siðferði íslenskra stjórnmála? Alveg burtséð frá því hvort Þórólfur á að segja af sér eða ekki, gæti áframhaldandi seta hans í stóli borgarstjórans komið sér illa fyrir Samfylkinguna. Hún hefur lagt ríka áherslu á siðavendni í stjórnmálum, talað ákaft gegn spillingu, en nú gæti trúverðugleiki hennar í því efni verið í uppnámi. Það verður varla erfitt að stinga upp í fulltrúa Samfylkingarinnar í umræðum um siðferðismál, þarf ekki annað en að segja - "já, en hvað með Þórólf?". Að því leyti er afstaða Guðmundar Árna og Marðar hæpin - næstum eins og tilraun til sjálfsgeldingar. Annars verður gaman að fylgjast með þessu pókerspili næstu dagana. Vinstri grænir hafa tekið mjög djúpt í árinni hvað varðar Þórólf, segja að hann verði að fara. Framsóknarmenn og samfylkingarfólk stendur sumt með honum - maður finnur að fleiri langar til að slást í hópinn í skjaldborginni. Hvaða áhrif hefur gallupkönnunin þar sem meirihluti borgarbúa styður Þórólf? Úrslitahótunin í R-listanum er alltaf sú sama: Viltu slíta samstarfinu og verða valdur að því að Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda í Reykjavík? Það er spurning hvort Vinstri grænir fái þessa spurningu ekki einmitt í andlitið í dag? --- --- --- Var ekki miðlunartillaga ríkissáttasemjara kolómöguleg? Mistök hjá manninum að leggja þetta fram - tilgangslaust og marklaust? Altént kemst maður varla hjá því að álykta svo af viðbrögðum kennarastéttarinnar. 92 prósent sögðu nei - það er býsna afdráttarlaust. Ég læt alveg vera hvað mér þykir Eiríkur Jónsson sjarmerandi foringi - en kennaraforystan hlýtur að koma allmiklu sterkari til baráttunnar nú en áður. Einhugurinn er ansi massífur - hitti vinkonu mína sem er kennari á kaffihúsi og stóðst eiginlega ekki mátið að segja við hana: Gott hjá ykkur, kennarar! Samstaðan er dyggð í svona verkfallsátökum. Hins vegar flökraði að mér í gær að það hefði verið taktískt klókt hjá kennurum að samþykkja að fresta verkfallinu í tvær vikur í viðbót. Ég er ekki viss um að tíminn hefði verið nægur til að ná samningum - hótunin um verkfall hefði þó allavega legið í loftinu - en það hefði getað virkað eins og einhvers konar sáttagjörð við sársvekkta foreldra. Viðsemjandinn hefði þá kannski setið uppi með skömmina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun
Stundum fær maður tilfinningu - og svo kemur skoðanakönnun sem sannar að hún er rétt. Þegar leið á helgina fannst mér ég skynja að almenningsálitið væri að snúast með Þórólfi Árnasyni. Skýringin er væntanlega sú að mörgum finnst óhæfa að olíuskandallinn snúist aðallega um hann. En það breytir því ekki að Þórólfur er í vandræðalegri pólitískri stöðu. Það getur líka verið pínlegt fyrir R-listann að láta hann sitja áfram - og þá ekki síst fyrir Samfylkinguna. Guðmundur Árni Stefánsson og Mörður Árnason ganga báðir fram fyrir skjöldu og segja að Þórólfur eigi að halda áfram. Guðmundur Árni staðhæfir í Morgunblaðsgrein að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins segi aldrei af sér pólitískum ábyrgðarstörfum. Það er erfitt að sjá hvað þetta kemur málinu við. Er pólitík þá bara einhvers konar metingur milli flokka - þú segir ekki af þér og þá geri ég það ekki heldur? Eru gjörðir Sjálfstæðisflokksins allsherjarviðmið í siðferði íslenskra stjórnmála? Alveg burtséð frá því hvort Þórólfur á að segja af sér eða ekki, gæti áframhaldandi seta hans í stóli borgarstjórans komið sér illa fyrir Samfylkinguna. Hún hefur lagt ríka áherslu á siðavendni í stjórnmálum, talað ákaft gegn spillingu, en nú gæti trúverðugleiki hennar í því efni verið í uppnámi. Það verður varla erfitt að stinga upp í fulltrúa Samfylkingarinnar í umræðum um siðferðismál, þarf ekki annað en að segja - "já, en hvað með Þórólf?". Að því leyti er afstaða Guðmundar Árna og Marðar hæpin - næstum eins og tilraun til sjálfsgeldingar. Annars verður gaman að fylgjast með þessu pókerspili næstu dagana. Vinstri grænir hafa tekið mjög djúpt í árinni hvað varðar Þórólf, segja að hann verði að fara. Framsóknarmenn og samfylkingarfólk stendur sumt með honum - maður finnur að fleiri langar til að slást í hópinn í skjaldborginni. Hvaða áhrif hefur gallupkönnunin þar sem meirihluti borgarbúa styður Þórólf? Úrslitahótunin í R-listanum er alltaf sú sama: Viltu slíta samstarfinu og verða valdur að því að Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda í Reykjavík? Það er spurning hvort Vinstri grænir fái þessa spurningu ekki einmitt í andlitið í dag? --- --- --- Var ekki miðlunartillaga ríkissáttasemjara kolómöguleg? Mistök hjá manninum að leggja þetta fram - tilgangslaust og marklaust? Altént kemst maður varla hjá því að álykta svo af viðbrögðum kennarastéttarinnar. 92 prósent sögðu nei - það er býsna afdráttarlaust. Ég læt alveg vera hvað mér þykir Eiríkur Jónsson sjarmerandi foringi - en kennaraforystan hlýtur að koma allmiklu sterkari til baráttunnar nú en áður. Einhugurinn er ansi massífur - hitti vinkonu mína sem er kennari á kaffihúsi og stóðst eiginlega ekki mátið að segja við hana: Gott hjá ykkur, kennarar! Samstaðan er dyggð í svona verkfallsátökum. Hins vegar flökraði að mér í gær að það hefði verið taktískt klókt hjá kennurum að samþykkja að fresta verkfallinu í tvær vikur í viðbót. Ég er ekki viss um að tíminn hefði verið nægur til að ná samningum - hótunin um verkfall hefði þó allavega legið í loftinu - en það hefði getað virkað eins og einhvers konar sáttagjörð við sársvekkta foreldra. Viðsemjandinn hefði þá kannski setið uppi með skömmina.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun