Fólk mun flýja 4. nóvember 2004 00:01 Fékk svohljóðandi sms eftir smá krókaleiðum frá Ameríku í gær, eftir að ljóst var að Bush hafði verið endurkjörinn: "Fólk mun flýja NY, LA ofl borgir, til Europe og Kanada." Merkilegt er að sjá hvernig íbúar Bandaríkjanna skiptast í tvær fylkingar, annars vegar fólkið við strendurnar, austanmegin og vestan, og hins vegar fólkið inni í landi. Það er talað um að siðferðisspurningar hafi ráðið úrslitum í kosningunum. Ég sé sjónvarpsstöðina Omega í móðu, en gat ekki greint betur en að þar væri rekin grimm kosningabarátta fyrir Bush. Á Omega ríkir menning Mið-Vesturríkjanna. Kannski skipti Íraksstríðið ekki svo miklu máli í kosningunum. Það er líka allt gert til að fela óskapnaðinn, mannfallið og glundroðann á svæðinu. Könnun sem var gerð af virtri stofnun, Programme on International Policy Attitudes, sýnir að mikill meirihluti stuðningsmanna Bush trúir því enn að Írak hafi haft tengsl við Al Queida, að Saddam Hussein hafi verið viðriðinn árásina 11. september og að hann hafi átt gereyðingarvopn. Að sama skapi kemur fram að stuðningsmenn demókrata eru betur upplýstir um heimsmálin. Náttúrlega vekur þetta skuggalegar spurningar um ástand fjölmiðlanna í guðseiginlandi. Hvers konar heilaþvottur er þar í gangi? Nú hef ég loks aðgang að Fox News - reyni kannski að kynna mér fréttaflutninginn þar þegar ég er í góðu formi. Fréttamenn sem veifa fánum eru tortryggilegir. "Patriotism is the last refuge of a scoundrel," eru fræg orð enska snillingsins Samuels Johnson. --- --- --- Ég tel mig ekki vera spámannlega vaxinn, þótt einu sinni hafi ég reyndar klætt mig upp sem Móses. Því hafði ég vaðið fyrir neðan mig og spáði báðum frambjóðendunum sigri. Í grein sem ég skrifaði í DV á laugardaginn sagði ég að Kerry myndi vinna. Á þriðjudagskvöldið var ég svo kominn í kosningaþátt á Stöð 2 og lýsti því yfir að ég teldi að Bush myndi hafa sigur. Þetta eru stjórnmálaskýringar sem gagn er að. --- --- --- Hinir miklu stuðningsmenn Íraksstríðsins, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, fagna sigri Bush. Davíð er sagður hafa sent Bush heillaóskaskeyti áður en úrslitin í kosningunum lágu ljóst fyrir - gat hreinlega ekki beðið. Það skiptir kannski máli hver er fyrstur með skeytið. Halldór er eðli sínu samkvæmt á aðeins lágstemmdari nótum en Davíð - segir í viðtali að Bush sé meiri foringi en margur hyggur. Það þarf auðvitað ákveðna forystuhæfileika til að leiða heiminn ofan í kviksyndi. --- --- ---- Nú stendur baráttan um að koma í veg fyrir að þriðji Bush-inn, Jeb, ríkisstjóri í Flórida, verði kosinn forseti næst. Hann er sagður ennþá vitlausari en bróðirinn. Arnold Schwarzenegger er líka nefndur. En hann er fæddur í útlöndum og er víst talinn of frjálslyndur fyrir repúblikanana í biblíubeltinu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fékk svohljóðandi sms eftir smá krókaleiðum frá Ameríku í gær, eftir að ljóst var að Bush hafði verið endurkjörinn: "Fólk mun flýja NY, LA ofl borgir, til Europe og Kanada." Merkilegt er að sjá hvernig íbúar Bandaríkjanna skiptast í tvær fylkingar, annars vegar fólkið við strendurnar, austanmegin og vestan, og hins vegar fólkið inni í landi. Það er talað um að siðferðisspurningar hafi ráðið úrslitum í kosningunum. Ég sé sjónvarpsstöðina Omega í móðu, en gat ekki greint betur en að þar væri rekin grimm kosningabarátta fyrir Bush. Á Omega ríkir menning Mið-Vesturríkjanna. Kannski skipti Íraksstríðið ekki svo miklu máli í kosningunum. Það er líka allt gert til að fela óskapnaðinn, mannfallið og glundroðann á svæðinu. Könnun sem var gerð af virtri stofnun, Programme on International Policy Attitudes, sýnir að mikill meirihluti stuðningsmanna Bush trúir því enn að Írak hafi haft tengsl við Al Queida, að Saddam Hussein hafi verið viðriðinn árásina 11. september og að hann hafi átt gereyðingarvopn. Að sama skapi kemur fram að stuðningsmenn demókrata eru betur upplýstir um heimsmálin. Náttúrlega vekur þetta skuggalegar spurningar um ástand fjölmiðlanna í guðseiginlandi. Hvers konar heilaþvottur er þar í gangi? Nú hef ég loks aðgang að Fox News - reyni kannski að kynna mér fréttaflutninginn þar þegar ég er í góðu formi. Fréttamenn sem veifa fánum eru tortryggilegir. "Patriotism is the last refuge of a scoundrel," eru fræg orð enska snillingsins Samuels Johnson. --- --- --- Ég tel mig ekki vera spámannlega vaxinn, þótt einu sinni hafi ég reyndar klætt mig upp sem Móses. Því hafði ég vaðið fyrir neðan mig og spáði báðum frambjóðendunum sigri. Í grein sem ég skrifaði í DV á laugardaginn sagði ég að Kerry myndi vinna. Á þriðjudagskvöldið var ég svo kominn í kosningaþátt á Stöð 2 og lýsti því yfir að ég teldi að Bush myndi hafa sigur. Þetta eru stjórnmálaskýringar sem gagn er að. --- --- --- Hinir miklu stuðningsmenn Íraksstríðsins, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, fagna sigri Bush. Davíð er sagður hafa sent Bush heillaóskaskeyti áður en úrslitin í kosningunum lágu ljóst fyrir - gat hreinlega ekki beðið. Það skiptir kannski máli hver er fyrstur með skeytið. Halldór er eðli sínu samkvæmt á aðeins lágstemmdari nótum en Davíð - segir í viðtali að Bush sé meiri foringi en margur hyggur. Það þarf auðvitað ákveðna forystuhæfileika til að leiða heiminn ofan í kviksyndi. --- --- ---- Nú stendur baráttan um að koma í veg fyrir að þriðji Bush-inn, Jeb, ríkisstjóri í Flórida, verði kosinn forseti næst. Hann er sagður ennþá vitlausari en bróðirinn. Arnold Schwarzenegger er líka nefndur. En hann er fæddur í útlöndum og er víst talinn of frjálslyndur fyrir repúblikanana í biblíubeltinu!