Ísland í hlutverki áheyrnarfulltrú 31. október 2004 00:01 Forsætisráðherra Íslands og Noregs voru tveir einir boðaðir seinna til fundar þegar starfsbræður þeirra frá Norðurlöndunum þremur sem eiga aðild að Evrópusambandinu sátu fund ásamt forsætisráðherrum Eystrasaltsríkjanna í Stokkhólmi í gær. Fundurinn var haldinn í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem hefst í dag. Halldór Ásgrímsson segir að sér og Kjell Magne Bondevik hafi verið skýrt frá viðræðum hinna á hálftíma fundi eftir fund hinna sex, en síðan verði forsætisráðherrafundur Norðurlandanna fimm í dag. "Ég met mikils að hafa þennan möguleika á að fylgjast með en ég myndi kjósa að þetta væri á annan veg og við sætum allan fundinn." Halldór segir að samstarfið við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin innan Evrópusambandsins hafi nýst Íslandi vel, til dæmis í fiskimjölsmálinu. Hann sagði að strax á næstu vikum reyndi enn á þessa "hauka í horni" innan ESB þegar stækkun EES kæmist aftur á dagskrá þegar samningum við Búlgaríu og Rúmeníu um aðild að sambandinu lyki á næstu vikum. Ísland skilar af sér formennsku í norrænu ráðherranefndinni á fundi Norðurlandaráðs í dag og mun Halldór Ásgrímsson skýra frá árangri íslensku formennskunnar í ræðu sinni í dag. "Það hefur orðið talsverð framþróun í að ryðja úr vegi hindrunum í samskiptum borgara innan Norðurlandanna en þar hefur Poul Schlüter, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, tekið að sér sérstakt verkefni. Við höfum líka náð að styrkja samstarf Vestur-Norðurlanda. Þá hefur verið lagt í vinnu á sviði lýðræðisþróunar sem ég tel mjög gagnlega." Þing Norðurlandaráðs hefst í dag og lýkur á miðvikudag. Helstu mál á dagskrá þingsins eru einmitt hindranir í samskiptum innan Norðurlanda, vandi lýðræðis, sjálfbær þróun, samskipti við Eystrasaltsríki og Rússland og jafnréttismál svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma og Íslendingar láta af formennsku í samstarfi norrænna ráðherra, taka þeir við forystu í Norðurlandaráði og verður Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingu, næsti forseti. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Sjá meira
Forsætisráðherra Íslands og Noregs voru tveir einir boðaðir seinna til fundar þegar starfsbræður þeirra frá Norðurlöndunum þremur sem eiga aðild að Evrópusambandinu sátu fund ásamt forsætisráðherrum Eystrasaltsríkjanna í Stokkhólmi í gær. Fundurinn var haldinn í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem hefst í dag. Halldór Ásgrímsson segir að sér og Kjell Magne Bondevik hafi verið skýrt frá viðræðum hinna á hálftíma fundi eftir fund hinna sex, en síðan verði forsætisráðherrafundur Norðurlandanna fimm í dag. "Ég met mikils að hafa þennan möguleika á að fylgjast með en ég myndi kjósa að þetta væri á annan veg og við sætum allan fundinn." Halldór segir að samstarfið við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin innan Evrópusambandsins hafi nýst Íslandi vel, til dæmis í fiskimjölsmálinu. Hann sagði að strax á næstu vikum reyndi enn á þessa "hauka í horni" innan ESB þegar stækkun EES kæmist aftur á dagskrá þegar samningum við Búlgaríu og Rúmeníu um aðild að sambandinu lyki á næstu vikum. Ísland skilar af sér formennsku í norrænu ráðherranefndinni á fundi Norðurlandaráðs í dag og mun Halldór Ásgrímsson skýra frá árangri íslensku formennskunnar í ræðu sinni í dag. "Það hefur orðið talsverð framþróun í að ryðja úr vegi hindrunum í samskiptum borgara innan Norðurlandanna en þar hefur Poul Schlüter, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, tekið að sér sérstakt verkefni. Við höfum líka náð að styrkja samstarf Vestur-Norðurlanda. Þá hefur verið lagt í vinnu á sviði lýðræðisþróunar sem ég tel mjög gagnlega." Þing Norðurlandaráðs hefst í dag og lýkur á miðvikudag. Helstu mál á dagskrá þingsins eru einmitt hindranir í samskiptum innan Norðurlanda, vandi lýðræðis, sjálfbær þróun, samskipti við Eystrasaltsríki og Rússland og jafnréttismál svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma og Íslendingar láta af formennsku í samstarfi norrænna ráðherra, taka þeir við forystu í Norðurlandaráði og verður Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingu, næsti forseti.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Sjá meira