Gúrkutíð og áhugaverð netverslun 29. október 2004 00:01 Einhverja áhugaverðustu netverslun sem ég hef séð lengi er að finna á vef Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Þarna er að getur að líta ýmislegan varning sem hentar vel til gjafa - ef maður tímir þá að gefa svona fínerí. Þar má benda á flestalla sjónvarpsþætti sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur gert, boli með mynd af Thatcher, leðurmöppur, könnur, íþróttatöskur og derhúfur með merki Sjálfstæðisflokksins, Top Flite golfkúlur einnig með merki flokksins, úrval úr ræðum Ólafs Thors og svo hið sígilda rit Uppreisn frjálshyggjunnar. Það er greinilega kraftur í starfinu hjá SUS-urum. --- --- --- Er ekki hálfgerð gúrka þessa dagana? Ég skrifaði einhvern tíma grein um þetta fyrirbæri, gúrkutíð. Orðið er náttúrlega komið úr dönsku - "gurketid". Þangað úr þýsku - þar mun einhvern tíma hafa verið talað um "Sauere-Gurkenzeit". Ég hef reyndar spurt Þjóðverja hvort þeir kannist við það - en þeir hafa ekki hugmynd. Á Íslandi væri líklega réttara að tala um bláberjatíðina - þann tíma þegar fjölmiðlarnir fara að birta fréttir um berjasprettu. En það er fremur dauft um að litast í fréttunum. Þingmenn eru enn einu sinni komnir í frí og svo eru margir þeirra á leið á þing Norðurlandaráðs. Ég geri ekki ráð fyrir miklum tíðindum þaðan. Það hefur svo til ekkert komið út úr þinginu í haust. Ekkert heldur að frétta af kennaraverkfalli næstu vikuna. Kannski er allt svona rólegt eftir að nýji forsætisráðherrann tók við. Hann er ekki týpan sem vill rugga bátnum. Davíð er í veikindafríi - og það er eins og mann vanti einhverja spennu. Jú, hlutabréfamarkaðurinn pompaði aðeins. En það vissu allir að það myndi gerast, svo kannski voru það ekki svo mikil tíðindi. Svo keypti Og Vodafone Norðurljós (sem eiginlega voru hætt að heita Norðurljós), en áður höfðu Norðurljós keypt Og Vodafone. Varla furða þó maður skilji ekki neitt í neinu. Maður horfir náttúrlega vestur til Bandaríkjanna, til kosninganna þar. Það er háð hörð barátta um lykilríkin sem sveiflast milli flokkanna. Hér er ansi góð lítil grein um kosningabaráttuna í Ohio. Höfundurinn, Örn Arnarson, spáir Kerry sigri af því hann býður upp Bruce Springsteen og Natural Lite bjór í tonnatali. Ég skrifaði grein um kosningarnar sem birtist í DV á morgun. Fjallaði aðallega um tengsl Kerrys við Frakkland og náfrænda hans þar, græningjann og fyrrum 68-róttæklinginn Brice Lalonde. Þetta er náungi sem ég hitti fyrir tíu árum í París. --- --- --- Bendi svo á tvær áhugaverðar greinar sem birtast hér neðst á síðunni. Önnur er eftir Gauta Kristmannsson, athugasemd við skrif mín um Hannes og Halldór Laxness. Hin er eftir Hallgrím Helgason og er athugasemd við athugasemd sem Ólafur Teitur Guðnason gerði við orð sem Hallgrímur lét falla í Silfri Egils. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun
Einhverja áhugaverðustu netverslun sem ég hef séð lengi er að finna á vef Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Þarna er að getur að líta ýmislegan varning sem hentar vel til gjafa - ef maður tímir þá að gefa svona fínerí. Þar má benda á flestalla sjónvarpsþætti sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur gert, boli með mynd af Thatcher, leðurmöppur, könnur, íþróttatöskur og derhúfur með merki Sjálfstæðisflokksins, Top Flite golfkúlur einnig með merki flokksins, úrval úr ræðum Ólafs Thors og svo hið sígilda rit Uppreisn frjálshyggjunnar. Það er greinilega kraftur í starfinu hjá SUS-urum. --- --- --- Er ekki hálfgerð gúrka þessa dagana? Ég skrifaði einhvern tíma grein um þetta fyrirbæri, gúrkutíð. Orðið er náttúrlega komið úr dönsku - "gurketid". Þangað úr þýsku - þar mun einhvern tíma hafa verið talað um "Sauere-Gurkenzeit". Ég hef reyndar spurt Þjóðverja hvort þeir kannist við það - en þeir hafa ekki hugmynd. Á Íslandi væri líklega réttara að tala um bláberjatíðina - þann tíma þegar fjölmiðlarnir fara að birta fréttir um berjasprettu. En það er fremur dauft um að litast í fréttunum. Þingmenn eru enn einu sinni komnir í frí og svo eru margir þeirra á leið á þing Norðurlandaráðs. Ég geri ekki ráð fyrir miklum tíðindum þaðan. Það hefur svo til ekkert komið út úr þinginu í haust. Ekkert heldur að frétta af kennaraverkfalli næstu vikuna. Kannski er allt svona rólegt eftir að nýji forsætisráðherrann tók við. Hann er ekki týpan sem vill rugga bátnum. Davíð er í veikindafríi - og það er eins og mann vanti einhverja spennu. Jú, hlutabréfamarkaðurinn pompaði aðeins. En það vissu allir að það myndi gerast, svo kannski voru það ekki svo mikil tíðindi. Svo keypti Og Vodafone Norðurljós (sem eiginlega voru hætt að heita Norðurljós), en áður höfðu Norðurljós keypt Og Vodafone. Varla furða þó maður skilji ekki neitt í neinu. Maður horfir náttúrlega vestur til Bandaríkjanna, til kosninganna þar. Það er háð hörð barátta um lykilríkin sem sveiflast milli flokkanna. Hér er ansi góð lítil grein um kosningabaráttuna í Ohio. Höfundurinn, Örn Arnarson, spáir Kerry sigri af því hann býður upp Bruce Springsteen og Natural Lite bjór í tonnatali. Ég skrifaði grein um kosningarnar sem birtist í DV á morgun. Fjallaði aðallega um tengsl Kerrys við Frakkland og náfrænda hans þar, græningjann og fyrrum 68-róttæklinginn Brice Lalonde. Þetta er náungi sem ég hitti fyrir tíu árum í París. --- --- --- Bendi svo á tvær áhugaverðar greinar sem birtast hér neðst á síðunni. Önnur er eftir Gauta Kristmannsson, athugasemd við skrif mín um Hannes og Halldór Laxness. Hin er eftir Hallgrím Helgason og er athugasemd við athugasemd sem Ólafur Teitur Guðnason gerði við orð sem Hallgrímur lét falla í Silfri Egils.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun