Föstudagsbleikjur með pestó 28. október 2004 00:01 Eftirfarandi uppskrift er létt og leikandi lystisemd sem er auðveld í framreiðslu og rosalega góð. Best notið við kertaljós, inniskó og kannski...John Mayer? 4-5 bleikjuflök 2 msk. pestó 1/2 krukka marineruð þistilhjörtu 1/4 rauð paprika (skorin í strimla) lúkufylli af söxuðum púrrulauk 2 msk. svartar ólífur 7-8 litlar kartöflur (skornar í fjórðunga) 2-3 msk. ólífuolía lúkufylli af rifnum osti Dreifið 1 msk. ólífuolíu um botninn á eldföstu fati og raðið bleikjuflökunum þar á (roðið niður). Smyrjið flökin með pestói og dreifið svo þistilhjörtum, púrrulauk, papriku og ólífum yfir. Skerið kartöflurnar í fjórðunga og setjið í sér skál og veltið þeim vel upp úr 2 msk. af ólífuolíu og 1/2 tsk. grófu salti. Hellið kartöflunum ásamt ólífuolíu út á flökin og í kringum þau líka. Stráið að síðustu lúkufylli af rifnum osti yfir allt. Setjið í 200 gráðu heitan ofn og bakið í 20 mínútur. Berið fram með góðu salati. Bleikja Matur Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur
Eftirfarandi uppskrift er létt og leikandi lystisemd sem er auðveld í framreiðslu og rosalega góð. Best notið við kertaljós, inniskó og kannski...John Mayer? 4-5 bleikjuflök 2 msk. pestó 1/2 krukka marineruð þistilhjörtu 1/4 rauð paprika (skorin í strimla) lúkufylli af söxuðum púrrulauk 2 msk. svartar ólífur 7-8 litlar kartöflur (skornar í fjórðunga) 2-3 msk. ólífuolía lúkufylli af rifnum osti Dreifið 1 msk. ólífuolíu um botninn á eldföstu fati og raðið bleikjuflökunum þar á (roðið niður). Smyrjið flökin með pestói og dreifið svo þistilhjörtum, púrrulauk, papriku og ólífum yfir. Skerið kartöflurnar í fjórðunga og setjið í sér skál og veltið þeim vel upp úr 2 msk. af ólífuolíu og 1/2 tsk. grófu salti. Hellið kartöflunum ásamt ólífuolíu út á flökin og í kringum þau líka. Stráið að síðustu lúkufylli af rifnum osti yfir allt. Setjið í 200 gráðu heitan ofn og bakið í 20 mínútur. Berið fram með góðu salati.
Bleikja Matur Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur