EDDA 2004: Netkosning hafin á Vísi 26. október 2004 00:01 Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) kynnti í gær tilnefningar til Edduverðlaunanna 2004. Þá hófst einnig Netkosning hér á Vísi en almenningi gefst eingöngu kostur á að kjósa á Vísi. Á sérstöku vefsvæði sem opnað hefur verið á Vísi er að finna upplýsingar um tilnefningar í ár, sigurvegara fyrri ára og aðrar upplýsingar sem tengjast Edduverðlaununum. Þá verður á Vísi hægt að horfa á beina útsendingu kynningarþátta um Edduverðlaunin. Þættirnir eru fimm og verða þeir sýndir dagana 8. – 12. nóvember. Í hverjum flokki gefst fólki kostur á að velja á milli þriggja til fimm tilnefninga. Val almennings hefur 30% vægi á móti vali þúsund meðlima akademíunnar. Í einum flokki, Sjónvarpsmaður ársins, verða engar tilnefningar, heldur verður hægt að kjósa einn úr 33 manna hópi. Auk þess að kjósa um Sjónvarpsmann ársins á Vísi mun Gallup spyrja um hug almennings í skoðanakönnun. Atkvæðagreiðslan á Vísi stendur til klukkan 14:00 laugardaginn 13. nóvember en Edduverðlaunin verða afhent í beinni útsendingu sunnudaginn 14. nóvember í Sjónvarpinu og á Vísi. Áhorfendur heima munu þá velja á milli fimm vinsælustu tilnefninganna úr þessum tveimur könnunum í símakosningu eða með SMS-sendingum.Fara á EDDU-vef Vísis Eddan Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) kynnti í gær tilnefningar til Edduverðlaunanna 2004. Þá hófst einnig Netkosning hér á Vísi en almenningi gefst eingöngu kostur á að kjósa á Vísi. Á sérstöku vefsvæði sem opnað hefur verið á Vísi er að finna upplýsingar um tilnefningar í ár, sigurvegara fyrri ára og aðrar upplýsingar sem tengjast Edduverðlaununum. Þá verður á Vísi hægt að horfa á beina útsendingu kynningarþátta um Edduverðlaunin. Þættirnir eru fimm og verða þeir sýndir dagana 8. – 12. nóvember. Í hverjum flokki gefst fólki kostur á að velja á milli þriggja til fimm tilnefninga. Val almennings hefur 30% vægi á móti vali þúsund meðlima akademíunnar. Í einum flokki, Sjónvarpsmaður ársins, verða engar tilnefningar, heldur verður hægt að kjósa einn úr 33 manna hópi. Auk þess að kjósa um Sjónvarpsmann ársins á Vísi mun Gallup spyrja um hug almennings í skoðanakönnun. Atkvæðagreiðslan á Vísi stendur til klukkan 14:00 laugardaginn 13. nóvember en Edduverðlaunin verða afhent í beinni útsendingu sunnudaginn 14. nóvember í Sjónvarpinu og á Vísi. Áhorfendur heima munu þá velja á milli fimm vinsælustu tilnefninganna úr þessum tveimur könnunum í símakosningu eða með SMS-sendingum.Fara á EDDU-vef Vísis
Eddan Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira