Innlent

Gögnin lágu fyrir

Viðeigandi gögn lágu fyrir þegar Kópavogsbær úthlutaði byggingarfélaginu Viðari ehf. byggingarrétt fyrir fjölbýlishús við Ásakór í Kópavogi í febrúar síðastliðnum, að mati Gunnars I. Birgissonar, formanns bæjarráðs. Hann tók fram að úthlutanir til einstakra fyrirtækja í Kópavogi væru trúnaðarmál sem ekki yrðu rædd í fjölmiðlum. "Við ræðum ekki rök okkar fyrir úthlutunum heldur," sagði hann, en bætti þó við að fyrirtækið Viðar hf. hafi byggt í Kópavogi frá því árið 1991. "Eigandi fyrirtækisins hefur staðið sig mjög vel og við ekki í neinum vandræðum með að úthluta til þess fyrirtækis," sagði hann og játti því að fyrir hafi legið gögn á borð við ársreikninga sem úthlutunarreglur gera ráð fyrir að séu fyrir hendi þegar byggingarréttur er veittur fyrirtæki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×