Vísir í samstarf við ÍKSA um Eddu 19. október 2004 00:01 Björn Br. Björnsson, stjórnarmaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) og Ásmundur Helgason, markaðsstjóri Fréttablaðsins, skrifuðu í gær undir samning um samstarf Fréttablaðsins og Vísis við Edduverðlaunin til þriggja ára. "Fréttablaðið er með mikla útbreiðslu, er mikið lesið og nær vel til ungs fólks," segir Björn þegar hann var spurður hvernig honum litist á samstarfið. "Við erum mjög ánægð með samstarfið," segir Ásmundur. "Með þessu lítum við svo á að það sé verið að styðja við listir í landinu." Mánudaginn 25. október verða tilnefningar til Edduverðlaunanna í 14 flokkum birtar hér á Vísi og í Fréttablaðinu. Þá getur fólk einnig byrjað að kjósa á Vísi, þar sem allar upplýsingar um verðlaunin verður að finna. Auk þess verður hægt að horfa á sjónvarpsmyndir af öllum tilnefningum í öllum flokkum og margt fleira. Í hverjum flokki gefst fólki kostur á að velja á milli þriggja til fimm tilnefninga. Val almennings hefur 30% vægi á móti vali þúsund meðlima akademíunnar. "Það hefur oftar en einu sinni gerst að atkvæði almennings ráði hver verður sigurvegari," segir Björn. "Það er af því val almennings er oft afdráttarlausara en val akademíunnar." Í einum flokki, Sjónvarpsmaður ársins, verða engar tilnefningar, heldur verður hægt að kjósa einhvern af öllu því sjónvarpsfólki sem prýðir skjáinn. Auk þess að kjósa um Sjónvarpsmann ársins á Vísi mun Gallup spyrja um hug almennings í skoðanakönnun. Edduverðlaunin verða afhent í beinni útsendingu þann 14 nóvember í Sjónvarpinu og hér á Vísi. Áhorfendur heima munu þá velja á milli fimm vinsælustu tilnefninganna úr þessum tveimur könnunum í símakosningu eða með SMS-sendingum. Eddan Menning Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Björn Br. Björnsson, stjórnarmaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) og Ásmundur Helgason, markaðsstjóri Fréttablaðsins, skrifuðu í gær undir samning um samstarf Fréttablaðsins og Vísis við Edduverðlaunin til þriggja ára. "Fréttablaðið er með mikla útbreiðslu, er mikið lesið og nær vel til ungs fólks," segir Björn þegar hann var spurður hvernig honum litist á samstarfið. "Við erum mjög ánægð með samstarfið," segir Ásmundur. "Með þessu lítum við svo á að það sé verið að styðja við listir í landinu." Mánudaginn 25. október verða tilnefningar til Edduverðlaunanna í 14 flokkum birtar hér á Vísi og í Fréttablaðinu. Þá getur fólk einnig byrjað að kjósa á Vísi, þar sem allar upplýsingar um verðlaunin verður að finna. Auk þess verður hægt að horfa á sjónvarpsmyndir af öllum tilnefningum í öllum flokkum og margt fleira. Í hverjum flokki gefst fólki kostur á að velja á milli þriggja til fimm tilnefninga. Val almennings hefur 30% vægi á móti vali þúsund meðlima akademíunnar. "Það hefur oftar en einu sinni gerst að atkvæði almennings ráði hver verður sigurvegari," segir Björn. "Það er af því val almennings er oft afdráttarlausara en val akademíunnar." Í einum flokki, Sjónvarpsmaður ársins, verða engar tilnefningar, heldur verður hægt að kjósa einhvern af öllu því sjónvarpsfólki sem prýðir skjáinn. Auk þess að kjósa um Sjónvarpsmann ársins á Vísi mun Gallup spyrja um hug almennings í skoðanakönnun. Edduverðlaunin verða afhent í beinni útsendingu þann 14 nóvember í Sjónvarpinu og hér á Vísi. Áhorfendur heima munu þá velja á milli fimm vinsælustu tilnefninganna úr þessum tveimur könnunum í símakosningu eða með SMS-sendingum.
Eddan Menning Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein