Iðrunarför ritstjóra til Liverpool 19. október 2004 00:01 Boris Johnson, ritstjóri The Spectator, þykir skemmtilegur náungi. Hann er frekar lítill vexti, getur varla talist fríður - stundum hefur honum jafnvel verið líkt við hirðfífl eða trúð. Þetta er maður sem er ábyggilega gaman að detta í það með. Auk þess að vera ritstjóri þessa aldna tímarits er hann þingmaður fyrir Íhaldsflokkinn í Henley og ráðherra menningarmála í skuggaráðuneyti flokksins. Síðustu vikuna hefur staðið mikill styrr um Johnson sem hefur endað með því að hann þarf - að skipan Michaels Howard, formanns Íhaldsflokksins - að fara sérstaka ferð til Liverpool til að gera yfirbót og biðja íbúana þar afsökunar. Hlutirnir gerast hratt. Stuttu fyrir helgina kom nýtt tölublað af Spectator á göturnar með forystugrein, ómerktri en líklega eftir Johnson. Þar skrifaði hann um vælukjóahátt og yfirdrifna tilfinningasemi sem hefði lagt undir sig England. Boris, sem er báðflinkur penni, var að fjalla um viðbrögðin við dauða Kenneths Bigleys sem var myrtur af hryðjuverkamönnum í Írak eins og frægt er. Breska stjórnin hafði meðal annars mælst til að höfð yrði mínútu þögn á undan landsleik Englendinga og Walesverja í fótbolta í síðustu viku til að minnast Bigleys. Í leiðaranum spurði Johnson hvers hugrakkir breskir hermenn í Írak eigi að gjalda - hví ekki séu jafn ofboðsleg viðbrögð þegar þeir falla. Bigley hafi vitað að hann var að leggja sig í mikla hættu þegar hann fór til Írak. Síðan beindi Johnson sjónum sínum að Liverpool og þá náði hann sér verulega á flug. Hann fullyrti að ein af ástæðunum fyrir fárinu vegna dauða Bigleys sé að hann sé frá Liverpool. Efnahagsleg hnignun borgarinnar og það hversu borgarbúar séu háðir velferðarkerfinu hafi hafi valdið því að sálarlíf íbúanna í Liverpool sé heldur ókræsilegt núorðið. Hvenær sem þeir hafi tækifæri til líti borgarbúar á sig sem fórnarlömb; þeir vilji alls ekki skilja að þeir eiga þátt í sinni eigin ógæfu, heldur reyni sífellt að kenna öðrum um. Johnson nefndi sem dæmi harmleikinn á Hillsborough fótboltavellinum 1989 þar sem fjöldi manns tróðst undir. Hann segir að Liverpoolbúar hafi aldrei viljað horfast í augu við þennan atburð og orsök hans - þá staðreynd að drukknar fótboltabullur frá borginni hafi staðið fyrir uppþotum á áhorfendapöllunum. Í staðinn hafi lögreglunni verið kennt um og fjölmiðlum úthúðað sem reyndu að segja sannleikann um atburðinn. Johnson segir í leiðaranum að öll þessi tilfinningasemi boði illt fyrir England. Hún beri vott um hnignandi greind og skert tengsl við veruleikann. Það er kannski engin furða að hann klykkir út með að rekja þessa hegðun til dauða Díönu prinsessu af Wales - og óstjórnlegrar tilfinningavellunnar sem þá flæddi út um allar gáttir. Þetta er semsagt hneyksli vikunnar í breskri pólitík. Bæjarráðsmenn í Liverpool og þingmenn frá svæðinu hafa brugðist ókvæða við. Það bætir ekki úr skák að Michael Howard er yfirlýstur aðdáandi Liverpoolliðsins í fótbolta - það er sagt að honum sé meiri eftirsjá að Michael Owen en nokkurn tíma Boris Johnson. Það er svo á morgun sem Johnson á að fara til Liverpool, iðrandi syndari sem er kominn til að biðjast afsökunar í eigin persónu. Það er spurning hvort felld verða tár yfir niðurlægingu slíks manns - kannski er líklegra að hún veki illkvittnislegan hlátur. En auðvitað er þetta Spectator, tímarit sem er lesið vegna þess að það hefur krassandi skoðanir - stundum brjálæðislegar. Höfundarnir þar hafa sjálfsagt ýmislegt til að biðjast afsökunar á í hverri viku. Hins vegar er Boris Johnson líka að reyna að klifra upp metorðastiga stjórnmálanna - og það setur hann í þessa vandræðalegu stöðu. Fyrir áhugasama þá er hér slóðin á einhvers konar aðdéndaklúbb Boris Johnson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun
Boris Johnson, ritstjóri The Spectator, þykir skemmtilegur náungi. Hann er frekar lítill vexti, getur varla talist fríður - stundum hefur honum jafnvel verið líkt við hirðfífl eða trúð. Þetta er maður sem er ábyggilega gaman að detta í það með. Auk þess að vera ritstjóri þessa aldna tímarits er hann þingmaður fyrir Íhaldsflokkinn í Henley og ráðherra menningarmála í skuggaráðuneyti flokksins. Síðustu vikuna hefur staðið mikill styrr um Johnson sem hefur endað með því að hann þarf - að skipan Michaels Howard, formanns Íhaldsflokksins - að fara sérstaka ferð til Liverpool til að gera yfirbót og biðja íbúana þar afsökunar. Hlutirnir gerast hratt. Stuttu fyrir helgina kom nýtt tölublað af Spectator á göturnar með forystugrein, ómerktri en líklega eftir Johnson. Þar skrifaði hann um vælukjóahátt og yfirdrifna tilfinningasemi sem hefði lagt undir sig England. Boris, sem er báðflinkur penni, var að fjalla um viðbrögðin við dauða Kenneths Bigleys sem var myrtur af hryðjuverkamönnum í Írak eins og frægt er. Breska stjórnin hafði meðal annars mælst til að höfð yrði mínútu þögn á undan landsleik Englendinga og Walesverja í fótbolta í síðustu viku til að minnast Bigleys. Í leiðaranum spurði Johnson hvers hugrakkir breskir hermenn í Írak eigi að gjalda - hví ekki séu jafn ofboðsleg viðbrögð þegar þeir falla. Bigley hafi vitað að hann var að leggja sig í mikla hættu þegar hann fór til Írak. Síðan beindi Johnson sjónum sínum að Liverpool og þá náði hann sér verulega á flug. Hann fullyrti að ein af ástæðunum fyrir fárinu vegna dauða Bigleys sé að hann sé frá Liverpool. Efnahagsleg hnignun borgarinnar og það hversu borgarbúar séu háðir velferðarkerfinu hafi hafi valdið því að sálarlíf íbúanna í Liverpool sé heldur ókræsilegt núorðið. Hvenær sem þeir hafi tækifæri til líti borgarbúar á sig sem fórnarlömb; þeir vilji alls ekki skilja að þeir eiga þátt í sinni eigin ógæfu, heldur reyni sífellt að kenna öðrum um. Johnson nefndi sem dæmi harmleikinn á Hillsborough fótboltavellinum 1989 þar sem fjöldi manns tróðst undir. Hann segir að Liverpoolbúar hafi aldrei viljað horfast í augu við þennan atburð og orsök hans - þá staðreynd að drukknar fótboltabullur frá borginni hafi staðið fyrir uppþotum á áhorfendapöllunum. Í staðinn hafi lögreglunni verið kennt um og fjölmiðlum úthúðað sem reyndu að segja sannleikann um atburðinn. Johnson segir í leiðaranum að öll þessi tilfinningasemi boði illt fyrir England. Hún beri vott um hnignandi greind og skert tengsl við veruleikann. Það er kannski engin furða að hann klykkir út með að rekja þessa hegðun til dauða Díönu prinsessu af Wales - og óstjórnlegrar tilfinningavellunnar sem þá flæddi út um allar gáttir. Þetta er semsagt hneyksli vikunnar í breskri pólitík. Bæjarráðsmenn í Liverpool og þingmenn frá svæðinu hafa brugðist ókvæða við. Það bætir ekki úr skák að Michael Howard er yfirlýstur aðdáandi Liverpoolliðsins í fótbolta - það er sagt að honum sé meiri eftirsjá að Michael Owen en nokkurn tíma Boris Johnson. Það er svo á morgun sem Johnson á að fara til Liverpool, iðrandi syndari sem er kominn til að biðjast afsökunar í eigin persónu. Það er spurning hvort felld verða tár yfir niðurlægingu slíks manns - kannski er líklegra að hún veki illkvittnislegan hlátur. En auðvitað er þetta Spectator, tímarit sem er lesið vegna þess að það hefur krassandi skoðanir - stundum brjálæðislegar. Höfundarnir þar hafa sjálfsagt ýmislegt til að biðjast afsökunar á í hverri viku. Hins vegar er Boris Johnson líka að reyna að klifra upp metorðastiga stjórnmálanna - og það setur hann í þessa vandræðalegu stöðu. Fyrir áhugasama þá er hér slóðin á einhvers konar aðdéndaklúbb Boris Johnson.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun