Sóknarfæri fyrir Samfylkinguna 18. október 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Staða Samfylkingarinnar nú minnir um margt á Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1988 til 1991. Flokkurinn var þá utan ríkisstjórnar, togstreita var innan hans um forystuna, en hann reyndi að skapa sér sóknarfæri með áherslu á málefnavinnu og harðri stjórnarandstöðu á Alþingi. Málefnastarfið kom sér vel fyrir flokkinn í kosningabaráttunni vorið 1991 og ekki síður þegar ríkisstjórnir, sem sjálfstæðismenn veittu forystu, hófust handa um miklar breytingar á ýmsum sviðum þjóðfélagsins á tíunda áratugnum. Líklega áttu formannsskipti í flokknum vorið 1991 einnig drjúgan þátt í velgengni flokksins. Það er skynsamleg ákvörðun hjá forystumönnum Samfylkingarinnar að nota tímann í stjórnarandstöðu til að skýra og skerpa stefnuna og skapa vettvang til rökræðna um markmið og leiðir í stjórnmálum eins og gert hefur verið með framtíðarnefnd flokksins. Afrakstur starfsins er að birtast í ýmsum athyglisverðum hugmyndum og áherslum sem kynntar voru á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar nú um helgina. Enn er þó mörgum spurningum ósvarað um raunverulega hugmyndafræði flokksins. Enn hangir yfir Samfylkingunni efinn um hvor gömlu flokkanna, Alþýðubandalagið eða Alþýðuflokkurinn, ráði ferðinni í nýja flokknum. Mikilvægt er fyrir framtíðarþróun Samfylkingarinnar að sýna fram á að sú spurning sé úrelt. Líklegt er þó að Samfylkingin muni ekki ná sér á strik fyrr en ljóst er hver verður framtíðarforingi hennar. Togstreita Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur veikir flokkinn og skaðar. Til samanburðar má benda á hvernig traust og fumlaus forysta Steingríms J. Sigfússonar fyrir flokki Vinstri grænna hefur skapað flokknum miklu meira fylgi og sterkari stöðu en stefnumál hans skýra. Munurinn á stöðu Samfylkingarinnar nú og Sjálfstæðisflokksins 1988 til 1991 er sá að efnahagslífið var í ólestri í lok níunda áratugarins og kjör almennings höfðu stórversnað. Þetta styrkti sókn sjálfstæðismanna. Nú eru allar hagtölur þjóðarbúskaparins réttu megin striksins og ríkisstjórnin nýtur alþjóðlegs álits fyrir árangur sinn og fyrir skynsamlega efnahagsstefnu. Það gerir stjórnarandstöðunni erfiðara fyrir. Vinstri stjórnin, sem sjálfstæðismenn börðust gegn 1988 til 1991, var veik og sundurþykkja einkenndi samstarf stjórnarflokkanna. Almenningsálitið var ríkisstjórninni neikvætt. Núverandi ríkisstjórni er að sönnu með tæpan þingmeirihluta en svo vel er haldið um taumana að það væru ýkjur að segja að meirihluti hennar á þingi væri valtur. Þá er samstaða á milli stjórnarflokkanna í öllum höfuðmálum. Aftur á móti hefur ríkisstjórninni tekist illa upp í mörgum stórmálum frá því að hún var mynduð og skaðað orðstír sinn. Hún hefur skapað sér slæma ímynd sem sumir kenna við valdþótta og foringjastjórnmál. Andúð almennings á þessum þáttum ristir djúpt. Sóknarfæri Samfylkingarinnar - og annarra stjórnarandstöðuflokka - nú um stundir liggja ekki síst í því að berjast gegn þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Staða Samfylkingarinnar nú minnir um margt á Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1988 til 1991. Flokkurinn var þá utan ríkisstjórnar, togstreita var innan hans um forystuna, en hann reyndi að skapa sér sóknarfæri með áherslu á málefnavinnu og harðri stjórnarandstöðu á Alþingi. Málefnastarfið kom sér vel fyrir flokkinn í kosningabaráttunni vorið 1991 og ekki síður þegar ríkisstjórnir, sem sjálfstæðismenn veittu forystu, hófust handa um miklar breytingar á ýmsum sviðum þjóðfélagsins á tíunda áratugnum. Líklega áttu formannsskipti í flokknum vorið 1991 einnig drjúgan þátt í velgengni flokksins. Það er skynsamleg ákvörðun hjá forystumönnum Samfylkingarinnar að nota tímann í stjórnarandstöðu til að skýra og skerpa stefnuna og skapa vettvang til rökræðna um markmið og leiðir í stjórnmálum eins og gert hefur verið með framtíðarnefnd flokksins. Afrakstur starfsins er að birtast í ýmsum athyglisverðum hugmyndum og áherslum sem kynntar voru á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar nú um helgina. Enn er þó mörgum spurningum ósvarað um raunverulega hugmyndafræði flokksins. Enn hangir yfir Samfylkingunni efinn um hvor gömlu flokkanna, Alþýðubandalagið eða Alþýðuflokkurinn, ráði ferðinni í nýja flokknum. Mikilvægt er fyrir framtíðarþróun Samfylkingarinnar að sýna fram á að sú spurning sé úrelt. Líklegt er þó að Samfylkingin muni ekki ná sér á strik fyrr en ljóst er hver verður framtíðarforingi hennar. Togstreita Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur veikir flokkinn og skaðar. Til samanburðar má benda á hvernig traust og fumlaus forysta Steingríms J. Sigfússonar fyrir flokki Vinstri grænna hefur skapað flokknum miklu meira fylgi og sterkari stöðu en stefnumál hans skýra. Munurinn á stöðu Samfylkingarinnar nú og Sjálfstæðisflokksins 1988 til 1991 er sá að efnahagslífið var í ólestri í lok níunda áratugarins og kjör almennings höfðu stórversnað. Þetta styrkti sókn sjálfstæðismanna. Nú eru allar hagtölur þjóðarbúskaparins réttu megin striksins og ríkisstjórnin nýtur alþjóðlegs álits fyrir árangur sinn og fyrir skynsamlega efnahagsstefnu. Það gerir stjórnarandstöðunni erfiðara fyrir. Vinstri stjórnin, sem sjálfstæðismenn börðust gegn 1988 til 1991, var veik og sundurþykkja einkenndi samstarf stjórnarflokkanna. Almenningsálitið var ríkisstjórninni neikvætt. Núverandi ríkisstjórni er að sönnu með tæpan þingmeirihluta en svo vel er haldið um taumana að það væru ýkjur að segja að meirihluti hennar á þingi væri valtur. Þá er samstaða á milli stjórnarflokkanna í öllum höfuðmálum. Aftur á móti hefur ríkisstjórninni tekist illa upp í mörgum stórmálum frá því að hún var mynduð og skaðað orðstír sinn. Hún hefur skapað sér slæma ímynd sem sumir kenna við valdþótta og foringjastjórnmál. Andúð almennings á þessum þáttum ristir djúpt. Sóknarfæri Samfylkingarinnar - og annarra stjórnarandstöðuflokka - nú um stundir liggja ekki síst í því að berjast gegn þeim.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun