Skipta kosningarnar máli? 13. október 2004 00:01 Það efast víst enginn um að þorri mannkyns vildi frekar sjá John Kerry en George Bush í embætti forseta Bandaríkjanna. Líklega hefur enginn forseti í sögu þessa mikla ríkis mætt eins djúpri andúð og almennri fyrirlitningu um alla heimsbyggðina og George Bush. Bandaríska þjóðin virðist hins vegar klofin í jafnar fylkingar í afstöðu til forsetans. Um tvennt virðast þó heimamenn og útlendingar sammála. Annað er að kosningarnar í nóvember séu einhverjar hinar mikilvægustu í nýlegri sögu Bandaríkjanna og hitt að sjaldan hafi kjósendur staðið frammi fyrir eins skýru vali og nú. Margir segja að kjósendur hafi ekki fengið að velja á milli jafn ólíkra kosta síðan Nixon vann sinn yfirburðasigur á McGovern 1972. Þetta kann að vera rétt en það segir þá í leiðinni heilmikla sögu um bandarískt lýðræði. Andúð manna á Bush um víða veröld virðist gera þessar kosningar að skýrari átökum í hugum fólks en málflutningur forsetaefnanna gefur tilefni til. Ef litið er til stefnu frambjóðendanna tveggja í helstu málaflokkum er erfitt að forðast þá niðurstöðu að ef Kerry og Bush væru í stjórnmálabaráttu í Evrópu en ekki Bandaríkjunum væru þeir í sama flokki. Sá flokkur væri heldur ekki einn af þessum breiðu evrópsku hægriflokkum, heldur lítill flokkur úti á kanti evrópskra stjórnmála. Þessi niðurstaða af athugun á stefnumálum Bush og Kerrys er hins vegar gersamlega á snið við tilfinningu manna um allan heim fyrir kosningunum í nóvember. Í Evrópu virðist það vera nokkuð almenn, en sennilega röng trú, að ef Kerry sigrar þá muni utanríkisstefna Bandaríkjanna breytast í veigamiklum atriðum og verða miklu líkari stefnu Evrópuríkja. Hér í álfu virðist menn líka almennt trúa því að sigur Kerrys myndi hafa í för með sér breytingar í innanlandsmálum í Bandaríkjunum sem myndu draga úr þeim mikla mun sem er á þjóðfélögum Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar. Menn geta hins vegar ekki bæðið trúað þessu og trúað því sem Kerry segir sjálfur um sína stefnu. Annað hvort er skoðun Evrópu á Kerry röng eða Kerry er að ljúga að bandarísku þjóðinni. Lítum fyrst á utanríkismál. Í engu máli er gjáin á milli Bandaríkjanna og Evrópu dýpri en í Palestínumálinu. Þar hefur Kerry sömu stefnu og Bush. Hann styður stefnu Ísraelsmanna og vill ekki beita bandarískum þrýstingi til að milda hernám þeirra og hernað gegn Palestínumönnum. Gjáin í afstöðu Evrópu og Bandaríkjanna til Írak er litlu grynnri. Kerry studdi innrásina, vill vinna hernaðarsigur í landinu og hafa bandaríska hermenn þar næstu árin. Hann sagði fyrst að hann hefði stutt innrásina þótt hann hefði vitað að hún var gerð á fölskum forsendum en breytti þeirri afstöðu þegar hernámið fór að vera óvinsælla í Bandaríkjunum. Þriðja málið sem skilur á milli Evrópu og Ameríku er stofnun Alþjóða stríðsglæpadómstólsins sem hefur verið baráttumál Evrópuríkja og allra áhugamanna um mannréttindi og viðnám gegn stríðsglæpum. Líkt og Bush er Kerry á móti því að dómstóllinn hafi lögsögu yfir Bandaríkjamönnum sem einir allra manna í veröldinni eiga að vera friðhelgir gagnvart dómstólnum að kröfu Bush og Kerrys. Afstaða þeirra til Sameinuðu þjóðanna er heldur ekki ólík. Kerry er á móti því meginatriði í stofnskrá SÞ að ríki megi einungis beita hervaldi ef á þau er ráðist eða árás er yfirvofandi nema öryggisráð SÞ veiti til þess heimild. Hann vill þó teygja sig lengra til að fá alþjóðlegan stuðning. Í innanlandsmálum hafa Bush og Kerry ólíkar áherslur án þess að róttækur munur sé á stefnu þeirra. Bandaríkin eru eina iðnvædda land veraldar þar sem hið opinbera sér ekki öllum borgurum fyrir heilbrigðisþjónustu. Ein afleiðing þess er að barnadauði er hærri víða í Bandaríkjunum en á hinni örsnauðu Kúbu. Kerry vill gera eitthvað meira en Bush í þessu máli og þar er að finna stærsta muninn á stefnu þeirra en jafnvel evrópskum hægrimönnum þættu þær umbætur fátæklegar. Ójöfnuður í lífskjörum hefur vaxið stórkostlega á síðustu áratugum í Bandaríkjunum en stefna Kerrys er ekki líkleg til að draga verulega úr honum enda miðast stefnumál hans yfirleitt við þarfir miðstétta frekar en þarfir þeirra tuga milljóna Bandaríkjamanna sem búa við öryggisleysi og djúpa fátækt. Í utanríkis- sem og innanríkismálum virðist stefna Kerrys snúast um að hægja á ferð Bandaríkjanna í burtu frá evrópskum gildum og viðmiðum en ekki um breyttan kúrs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Það efast víst enginn um að þorri mannkyns vildi frekar sjá John Kerry en George Bush í embætti forseta Bandaríkjanna. Líklega hefur enginn forseti í sögu þessa mikla ríkis mætt eins djúpri andúð og almennri fyrirlitningu um alla heimsbyggðina og George Bush. Bandaríska þjóðin virðist hins vegar klofin í jafnar fylkingar í afstöðu til forsetans. Um tvennt virðast þó heimamenn og útlendingar sammála. Annað er að kosningarnar í nóvember séu einhverjar hinar mikilvægustu í nýlegri sögu Bandaríkjanna og hitt að sjaldan hafi kjósendur staðið frammi fyrir eins skýru vali og nú. Margir segja að kjósendur hafi ekki fengið að velja á milli jafn ólíkra kosta síðan Nixon vann sinn yfirburðasigur á McGovern 1972. Þetta kann að vera rétt en það segir þá í leiðinni heilmikla sögu um bandarískt lýðræði. Andúð manna á Bush um víða veröld virðist gera þessar kosningar að skýrari átökum í hugum fólks en málflutningur forsetaefnanna gefur tilefni til. Ef litið er til stefnu frambjóðendanna tveggja í helstu málaflokkum er erfitt að forðast þá niðurstöðu að ef Kerry og Bush væru í stjórnmálabaráttu í Evrópu en ekki Bandaríkjunum væru þeir í sama flokki. Sá flokkur væri heldur ekki einn af þessum breiðu evrópsku hægriflokkum, heldur lítill flokkur úti á kanti evrópskra stjórnmála. Þessi niðurstaða af athugun á stefnumálum Bush og Kerrys er hins vegar gersamlega á snið við tilfinningu manna um allan heim fyrir kosningunum í nóvember. Í Evrópu virðist það vera nokkuð almenn, en sennilega röng trú, að ef Kerry sigrar þá muni utanríkisstefna Bandaríkjanna breytast í veigamiklum atriðum og verða miklu líkari stefnu Evrópuríkja. Hér í álfu virðist menn líka almennt trúa því að sigur Kerrys myndi hafa í för með sér breytingar í innanlandsmálum í Bandaríkjunum sem myndu draga úr þeim mikla mun sem er á þjóðfélögum Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar. Menn geta hins vegar ekki bæðið trúað þessu og trúað því sem Kerry segir sjálfur um sína stefnu. Annað hvort er skoðun Evrópu á Kerry röng eða Kerry er að ljúga að bandarísku þjóðinni. Lítum fyrst á utanríkismál. Í engu máli er gjáin á milli Bandaríkjanna og Evrópu dýpri en í Palestínumálinu. Þar hefur Kerry sömu stefnu og Bush. Hann styður stefnu Ísraelsmanna og vill ekki beita bandarískum þrýstingi til að milda hernám þeirra og hernað gegn Palestínumönnum. Gjáin í afstöðu Evrópu og Bandaríkjanna til Írak er litlu grynnri. Kerry studdi innrásina, vill vinna hernaðarsigur í landinu og hafa bandaríska hermenn þar næstu árin. Hann sagði fyrst að hann hefði stutt innrásina þótt hann hefði vitað að hún var gerð á fölskum forsendum en breytti þeirri afstöðu þegar hernámið fór að vera óvinsælla í Bandaríkjunum. Þriðja málið sem skilur á milli Evrópu og Ameríku er stofnun Alþjóða stríðsglæpadómstólsins sem hefur verið baráttumál Evrópuríkja og allra áhugamanna um mannréttindi og viðnám gegn stríðsglæpum. Líkt og Bush er Kerry á móti því að dómstóllinn hafi lögsögu yfir Bandaríkjamönnum sem einir allra manna í veröldinni eiga að vera friðhelgir gagnvart dómstólnum að kröfu Bush og Kerrys. Afstaða þeirra til Sameinuðu þjóðanna er heldur ekki ólík. Kerry er á móti því meginatriði í stofnskrá SÞ að ríki megi einungis beita hervaldi ef á þau er ráðist eða árás er yfirvofandi nema öryggisráð SÞ veiti til þess heimild. Hann vill þó teygja sig lengra til að fá alþjóðlegan stuðning. Í innanlandsmálum hafa Bush og Kerry ólíkar áherslur án þess að róttækur munur sé á stefnu þeirra. Bandaríkin eru eina iðnvædda land veraldar þar sem hið opinbera sér ekki öllum borgurum fyrir heilbrigðisþjónustu. Ein afleiðing þess er að barnadauði er hærri víða í Bandaríkjunum en á hinni örsnauðu Kúbu. Kerry vill gera eitthvað meira en Bush í þessu máli og þar er að finna stærsta muninn á stefnu þeirra en jafnvel evrópskum hægrimönnum þættu þær umbætur fátæklegar. Ójöfnuður í lífskjörum hefur vaxið stórkostlega á síðustu áratugum í Bandaríkjunum en stefna Kerrys er ekki líkleg til að draga verulega úr honum enda miðast stefnumál hans yfirleitt við þarfir miðstétta frekar en þarfir þeirra tuga milljóna Bandaríkjamanna sem búa við öryggisleysi og djúpa fátækt. Í utanríkis- sem og innanríkismálum virðist stefna Kerrys snúast um að hægja á ferð Bandaríkjanna í burtu frá evrópskum gildum og viðmiðum en ekki um breyttan kúrs.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun