Hamingjusamastir og ríkastir 12. október 2004 00:01 Hamingjusamasta, frjálsasta og ríkasta fólk í heimi. Þetta er einkuninn sem enski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan gefur Íslendingum. Hannan var hér á ferð fyrr í haust og var gestur hjá mér í Silfri Egils fyrir tveimur vikum. Hann ritar grein í íhaldstímaritið The Spectator undir fyrirsögninni Bláeygðir olíufurstar ("Blueeyed Sheiks"). Íslendingar séu nú ríkasta þjóð í Evrópu, segir hann, og lifi allra þjóða lengst. Hér hafi átt sér stað efnahagslegt kraftaverk, því hafi hann fylgst með á þeim tíu árum sem hann hafi sótt Ísland heim. Íslendingar bókstaflega velti sér upp úr peningum. Þetta segir Hannan að sé vegna þess að Íslendingar skilji að smátt sé fagurt og þeir hafi haft vit á að halda sig fyrir utan Evrópusambandið. Hann vill meina að Bretar geti tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar - það sé með ólíkindum þegar svo voldugri þjóð finnist hún vera of smá til að standa utan ESB. Megi Íslendingar halda áfram að vera ríkir og frjálsir, eru lokaorð Hannans, sem auk þess að vera þingmaður á Evrópuþinginu er fyrrverandi ráðgjafi Michaels Howards, leiðtoga breskra Íhaldsflokksins og einn leiðarahöfunda stórblaðisins Daily Telegraph. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun
Hamingjusamasta, frjálsasta og ríkasta fólk í heimi. Þetta er einkuninn sem enski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan gefur Íslendingum. Hannan var hér á ferð fyrr í haust og var gestur hjá mér í Silfri Egils fyrir tveimur vikum. Hann ritar grein í íhaldstímaritið The Spectator undir fyrirsögninni Bláeygðir olíufurstar ("Blueeyed Sheiks"). Íslendingar séu nú ríkasta þjóð í Evrópu, segir hann, og lifi allra þjóða lengst. Hér hafi átt sér stað efnahagslegt kraftaverk, því hafi hann fylgst með á þeim tíu árum sem hann hafi sótt Ísland heim. Íslendingar bókstaflega velti sér upp úr peningum. Þetta segir Hannan að sé vegna þess að Íslendingar skilji að smátt sé fagurt og þeir hafi haft vit á að halda sig fyrir utan Evrópusambandið. Hann vill meina að Bretar geti tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar - það sé með ólíkindum þegar svo voldugri þjóð finnist hún vera of smá til að standa utan ESB. Megi Íslendingar halda áfram að vera ríkir og frjálsir, eru lokaorð Hannans, sem auk þess að vera þingmaður á Evrópuþinginu er fyrrverandi ráðgjafi Michaels Howards, leiðtoga breskra Íhaldsflokksins og einn leiðarahöfunda stórblaðisins Daily Telegraph.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun