Getur ekki flúið fortíðina 18. september 2004 00:01 Formenn tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna furða sig á þeim orðum forsætisráðherra að hann vilji ekki dvelja við í fortíðinni vegna umræðna um hvort innrásin í Írak hafi verið ólögleg heldur horfa til framtíðar. Þeir segja einnig fulla ástæðu til að rannsaka stuðning Íslands við innrásina og ákvarðanatöku um stuðninginn, ekki síst í ljósi orða forsætisráðherra um að íslensk stjórnvöld hafi fengið rangar upplýsingar fyrir innrás. "Það er fáránlegt og út í hött að halda því fram að fortíðin skipti engu máli í þessu sambandi. Það er ekki hægt að styðja innrás í annað land, með þeim skelfilegu afleiðingum sem sú ákvörðun hefur haft fyrir íbúa Írak, og segja svo að fortíðin skipti engu máli," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar. "Hún skiptir öllu máli varðandi siðferðilega ábyrgð á þeim óskaplegu hörmungum sem rangar ákvarðanir stjórnmálamanna hafa kallað yfir íbúa Írak." Össur segir yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra um rangar upplýsingar þýða að hann hafi verið blekktur til stuðnings við innrás í Írak. Upplýsa þurfi hvernig sú ákvörðun var tekin og hverjir gáfu rangar upplýsingar. "Menn hljóta svo líka að spyrja: Hafi forsætisráðherra verið blekktur til stuðnings með röngum upplýsingum, telur hann þá ekki rökrétt að Ísland verði tekið úr hópi hinna staðföstu þjóða, jafnvel þó það sé líklega aðeins táknræn aðgerð í dag?" "Mér finnst svolítið ódýrt að kasta þessum syndum öllum aftur fyrir sig eins og menn hafi ekki haft neinar ástæður til þess að véfengja þessar upplýsingar eða að minnsta kosti að trúa þeim varlega," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. "Því var nú haldið fram að það væri vart að treysta öllu sem kæmi frá áróðursmaskínum stórveldanna í svona tilvikum." Hann segir fulla þörf á að rannsaka hvernig að ákvarðanatökunni var staðið, líkt og gert hafi verið víða erlendis, svo sem í Bretlandi og Bandaríkjunum. "Það er svo alvarlegur atburður ef brotið er gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna að það þýðir ekkert að tala um að það sé eitthvað sem er liðið og eigi ekkert að gera með. Slíkt fyrnist ekkert á örfáum misserum," segir Steingrímur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Sjá meira
Formenn tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna furða sig á þeim orðum forsætisráðherra að hann vilji ekki dvelja við í fortíðinni vegna umræðna um hvort innrásin í Írak hafi verið ólögleg heldur horfa til framtíðar. Þeir segja einnig fulla ástæðu til að rannsaka stuðning Íslands við innrásina og ákvarðanatöku um stuðninginn, ekki síst í ljósi orða forsætisráðherra um að íslensk stjórnvöld hafi fengið rangar upplýsingar fyrir innrás. "Það er fáránlegt og út í hött að halda því fram að fortíðin skipti engu máli í þessu sambandi. Það er ekki hægt að styðja innrás í annað land, með þeim skelfilegu afleiðingum sem sú ákvörðun hefur haft fyrir íbúa Írak, og segja svo að fortíðin skipti engu máli," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar. "Hún skiptir öllu máli varðandi siðferðilega ábyrgð á þeim óskaplegu hörmungum sem rangar ákvarðanir stjórnmálamanna hafa kallað yfir íbúa Írak." Össur segir yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra um rangar upplýsingar þýða að hann hafi verið blekktur til stuðnings við innrás í Írak. Upplýsa þurfi hvernig sú ákvörðun var tekin og hverjir gáfu rangar upplýsingar. "Menn hljóta svo líka að spyrja: Hafi forsætisráðherra verið blekktur til stuðnings með röngum upplýsingum, telur hann þá ekki rökrétt að Ísland verði tekið úr hópi hinna staðföstu þjóða, jafnvel þó það sé líklega aðeins táknræn aðgerð í dag?" "Mér finnst svolítið ódýrt að kasta þessum syndum öllum aftur fyrir sig eins og menn hafi ekki haft neinar ástæður til þess að véfengja þessar upplýsingar eða að minnsta kosti að trúa þeim varlega," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. "Því var nú haldið fram að það væri vart að treysta öllu sem kæmi frá áróðursmaskínum stórveldanna í svona tilvikum." Hann segir fulla þörf á að rannsaka hvernig að ákvarðanatökunni var staðið, líkt og gert hafi verið víða erlendis, svo sem í Bretlandi og Bandaríkjunum. "Það er svo alvarlegur atburður ef brotið er gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna að það þýðir ekkert að tala um að það sé eitthvað sem er liðið og eigi ekkert að gera með. Slíkt fyrnist ekkert á örfáum misserum," segir Steingrímur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Sjá meira