Lifi kóngurinn! 14. september 2004 00:01 Loksins tók Nick Cave út slátrið aftur og hristi það! Ég gaf síðustu plötu, Nocturama frá því í fyrra, ágætis dóma hér í Fréttablaðinu en eftir það rataði platan aldrei í tækið mitt aftur af einhverjum ástæðum. Hún var ekki slæm, en samt voru buxur meistarans komnar óþægilega nálægt rassskorunni. Ef hann hefði fylgt þeirri plötu eftir með svipaðri hefðu þær endað á gólfinu. Næst hætti gítarleikarinn Blixa Bargeld eftir 20 ára veru í The Bad Seeds og útlitið var ekki gott. Hvað gerir Cave þá? Skilar af sér tvöfaldri 17 laga geislaplötu sem er einfaldlega hans besta verk frá því að The Boatman´s Call kom út árið 1997. Hér fer hann í svala rokkgírinn, þar sem bassalínurnar eru í aðalhlutverki, sem hann sagði nánast skilið við eftir útgáfu Let Love In árið ´95. Öll platan er í svipuðum gír og hið eitursvala lag Red Right Hand af þeirri plötu. Hér er nánast ekkert lag sem hægt væri að kalla hreina ballöðu. Eitthvað hefur komið fyrir Cave á liðnu ári, því lagasmíðar hans hafa ekki verið svona hressandi í langan tíma. Það er nánast eins og kallinn hafi komist í einhverja vatnslind sem afturkallar öldrunarferlið. Cave hefur ekki hljómað þetta ferskur í tæp tíu ár. Hann leyfir sér meira að segja að nota samplera í nokkrum lögum, án þess að nokkuð sé forritað... auðvitað. Þó að platan sé tvöföld, og hver plata heiti sínu nafni, er þetta mjög heilsteypt verk. Meistaraverk sem grípur við fyrstu hlustun og vex svo bara og vex. Þeir eru ekki margir sem hafa nægilegan sköpunarmátt í það að gefa út 17 laga plötu þar sem ekkert þeirra er slæmt. Lifi kóngurinn, húrra, húrra, húrra, húrra! Birgir Örn Steinarsson Nick Cave: Abattoir Blues / The Lyre of Orpheus Tónlist Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Loksins tók Nick Cave út slátrið aftur og hristi það! Ég gaf síðustu plötu, Nocturama frá því í fyrra, ágætis dóma hér í Fréttablaðinu en eftir það rataði platan aldrei í tækið mitt aftur af einhverjum ástæðum. Hún var ekki slæm, en samt voru buxur meistarans komnar óþægilega nálægt rassskorunni. Ef hann hefði fylgt þeirri plötu eftir með svipaðri hefðu þær endað á gólfinu. Næst hætti gítarleikarinn Blixa Bargeld eftir 20 ára veru í The Bad Seeds og útlitið var ekki gott. Hvað gerir Cave þá? Skilar af sér tvöfaldri 17 laga geislaplötu sem er einfaldlega hans besta verk frá því að The Boatman´s Call kom út árið 1997. Hér fer hann í svala rokkgírinn, þar sem bassalínurnar eru í aðalhlutverki, sem hann sagði nánast skilið við eftir útgáfu Let Love In árið ´95. Öll platan er í svipuðum gír og hið eitursvala lag Red Right Hand af þeirri plötu. Hér er nánast ekkert lag sem hægt væri að kalla hreina ballöðu. Eitthvað hefur komið fyrir Cave á liðnu ári, því lagasmíðar hans hafa ekki verið svona hressandi í langan tíma. Það er nánast eins og kallinn hafi komist í einhverja vatnslind sem afturkallar öldrunarferlið. Cave hefur ekki hljómað þetta ferskur í tæp tíu ár. Hann leyfir sér meira að segja að nota samplera í nokkrum lögum, án þess að nokkuð sé forritað... auðvitað. Þó að platan sé tvöföld, og hver plata heiti sínu nafni, er þetta mjög heilsteypt verk. Meistaraverk sem grípur við fyrstu hlustun og vex svo bara og vex. Þeir eru ekki margir sem hafa nægilegan sköpunarmátt í það að gefa út 17 laga plötu þar sem ekkert þeirra er slæmt. Lifi kóngurinn, húrra, húrra, húrra, húrra! Birgir Örn Steinarsson Nick Cave: Abattoir Blues / The Lyre of Orpheus
Tónlist Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira