Ábyrgðarfullt yfirbragð 14. september 2004 00:01 Stuð milli stríða Súsanna Svavarsdóttir segir ekki nauðsynlegt að vera leiðinlegur til að virka ábyrgur. Ef ég væri ráðherra mundi ég byrja alla daga á að taka inn Husk, danskt náttúrulyf til þess að örva latan ristil. Þannig kæmist ég hjá þeim örlögum að fá harðlífismunnsvipinn sem hrjáir flesta ráðamenn landsins. Fallegustu munnsvipir og getnaðarlegustu varir hafa orðið fórnarlömb kröfunnar um ábyrgðarfullt yfirbragð og eru í dag bara örmjóar þverrifur. Um leið hefur lífsblikið horfið úr augum sama fólks, skemmtilegustu karakterar verða leiðinlegir, leiðinlegir, leiðinlegir! Það virðist útbreiddur misskilningur í ráðamannastéttinni að nauðsynlegt sé að vera leiðinlegur til þess að virka ábyrgur. Enda er það svo að þegar ráðamaður hér segir eitthvað í ljósvakamiðlum hefur hann varla ropað út nema tveimur til þremur setningum þegar hugur manns reikar annað. Á ritvellinum eru þeir ekkert skárri. Eftir fimm dálksentimetra fer maður að leita að skemmtilegri texta, að minnsta kosti einhverju sem hægt er að halda sér vakandi yfir - jafnvel þótt málefnið sem ráðamaðurinn er að tjá sig um komi manni við. Þá sjaldan að íslenskur ráðherra brosir byrja vangaveltur í fjölmiðlum um það hvort hann sé búinn að ákveða að hætta í pólitík og þungu fýlufargani sé af honum létt. Ef ég væri ráðherra mundi ég vera skemmtileg til þess að fólkið mitt langaði til að hlusta á mig. Ef einhverjum forpokuðum foringjum þætti það óábyrgt væri það þeirra vandamál, enda bara vottur um pólitískt öryggis- og þroskaleysi að treysta aldrei á gleðina. Auðvitað er lýðveldið bara 60 ára, en við eigum þó elsta alþingi í heimi. Mæli með að ráðherrar hætti að taka sjálfa sig svona dauðans hátíðlega. Stuð milli stríða Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Stuð milli stríða Súsanna Svavarsdóttir segir ekki nauðsynlegt að vera leiðinlegur til að virka ábyrgur. Ef ég væri ráðherra mundi ég byrja alla daga á að taka inn Husk, danskt náttúrulyf til þess að örva latan ristil. Þannig kæmist ég hjá þeim örlögum að fá harðlífismunnsvipinn sem hrjáir flesta ráðamenn landsins. Fallegustu munnsvipir og getnaðarlegustu varir hafa orðið fórnarlömb kröfunnar um ábyrgðarfullt yfirbragð og eru í dag bara örmjóar þverrifur. Um leið hefur lífsblikið horfið úr augum sama fólks, skemmtilegustu karakterar verða leiðinlegir, leiðinlegir, leiðinlegir! Það virðist útbreiddur misskilningur í ráðamannastéttinni að nauðsynlegt sé að vera leiðinlegur til þess að virka ábyrgur. Enda er það svo að þegar ráðamaður hér segir eitthvað í ljósvakamiðlum hefur hann varla ropað út nema tveimur til þremur setningum þegar hugur manns reikar annað. Á ritvellinum eru þeir ekkert skárri. Eftir fimm dálksentimetra fer maður að leita að skemmtilegri texta, að minnsta kosti einhverju sem hægt er að halda sér vakandi yfir - jafnvel þótt málefnið sem ráðamaðurinn er að tjá sig um komi manni við. Þá sjaldan að íslenskur ráðherra brosir byrja vangaveltur í fjölmiðlum um það hvort hann sé búinn að ákveða að hætta í pólitík og þungu fýlufargani sé af honum létt. Ef ég væri ráðherra mundi ég vera skemmtileg til þess að fólkið mitt langaði til að hlusta á mig. Ef einhverjum forpokuðum foringjum þætti það óábyrgt væri það þeirra vandamál, enda bara vottur um pólitískt öryggis- og þroskaleysi að treysta aldrei á gleðina. Auðvitað er lýðveldið bara 60 ára, en við eigum þó elsta alþingi í heimi. Mæli með að ráðherrar hætti að taka sjálfa sig svona dauðans hátíðlega.
Stuð milli stríða Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira