Hvern má ég kynna? 8. september 2004 00:01 Stuð milli stríða Súsanna Svavarsdóttir ætlar að verða upplýsingafulltrúi þegar hún verður stór Það eru ekki svo margir mánuðir (miðað við lengd jarðsögunnar) síðan það uppgötvaðist að upplýsingafulltrúar væru hverju fyrirtæki þarfaþing. Á langri (stuttri miðað við jarðsöguna) ævi hef ég, rétt eins og aðrir, þurft að fá upplýsingar frá ýmsum stjórum hér og þar - en eins og menn þekkja er nokkuð vonlaust að komast að þeim. Þeir eru varðir af símaþjónum og riturum sem bíta af þeim allan óþarfa ágang. Auðvitað hefur þetta verið illa séð. Við lifum í upplýsingaheimi og hér um árið var stjórum almennt bent á að þeim bæri skylda til að upplýsa okkur, sauðsvartan almúgann, um eitt og annað sem fram fer innan þeirra fyrirtækja. Lausnin var upplýsingafulltrúar. Hlutverk þeirra er að vera tengiliður fyrirtækisins við almenning og fjölmiðla og veita upplýsingar sem beðið er um (stundum). En það er nú einu sinni svo að þú ert ekki neitt ef allir eiga aðgang að þér. Það vita landssamtök upplýsingafulltrúa. Þess vegna hefur starf þeirra þróast hratt frá því að það var skáldað upp sem þarfaþing á við heftara í öllum almennilegum fyrirtækjum. Í dag er nánast útilokað að ná í upplýsingafulltrúa í nokkru fyrirtæki, eða stofnun, án þess að vera spurður: "Hvern má ég kynna?" Hvern máttu kynna? Hvaða fjandans máli skiptir það? Hættu þessari varðhundapólitík og gefðu mér bara samband við upplýsingafulltrúann til þess að hann geti sinnt því starfi sínu að veita upplýsingar. Það er ekki eins og ég sé að biðja um samband við forstjórann! Þetta á ekki bara við um upplýsingafulltrúa í fyrirtækjum úti í bæ, heldur líka hjá opinberum stofnunum, jafnvel menningarstofnunum. Hvaða merkilegheit eru þetta eiginlega? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Stuð milli stríða Súsanna Svavarsdóttir ætlar að verða upplýsingafulltrúi þegar hún verður stór Það eru ekki svo margir mánuðir (miðað við lengd jarðsögunnar) síðan það uppgötvaðist að upplýsingafulltrúar væru hverju fyrirtæki þarfaþing. Á langri (stuttri miðað við jarðsöguna) ævi hef ég, rétt eins og aðrir, þurft að fá upplýsingar frá ýmsum stjórum hér og þar - en eins og menn þekkja er nokkuð vonlaust að komast að þeim. Þeir eru varðir af símaþjónum og riturum sem bíta af þeim allan óþarfa ágang. Auðvitað hefur þetta verið illa séð. Við lifum í upplýsingaheimi og hér um árið var stjórum almennt bent á að þeim bæri skylda til að upplýsa okkur, sauðsvartan almúgann, um eitt og annað sem fram fer innan þeirra fyrirtækja. Lausnin var upplýsingafulltrúar. Hlutverk þeirra er að vera tengiliður fyrirtækisins við almenning og fjölmiðla og veita upplýsingar sem beðið er um (stundum). En það er nú einu sinni svo að þú ert ekki neitt ef allir eiga aðgang að þér. Það vita landssamtök upplýsingafulltrúa. Þess vegna hefur starf þeirra þróast hratt frá því að það var skáldað upp sem þarfaþing á við heftara í öllum almennilegum fyrirtækjum. Í dag er nánast útilokað að ná í upplýsingafulltrúa í nokkru fyrirtæki, eða stofnun, án þess að vera spurður: "Hvern má ég kynna?" Hvern máttu kynna? Hvaða fjandans máli skiptir það? Hættu þessari varðhundapólitík og gefðu mér bara samband við upplýsingafulltrúann til þess að hann geti sinnt því starfi sínu að veita upplýsingar. Það er ekki eins og ég sé að biðja um samband við forstjórann! Þetta á ekki bara við um upplýsingafulltrúa í fyrirtækjum úti í bæ, heldur líka hjá opinberum stofnunum, jafnvel menningarstofnunum. Hvaða merkilegheit eru þetta eiginlega?