Fjölgun ferðamanna 15. ágúst 2004 00:01 Nokkur orð - Jón Kaldal Þau voru gleðileg tíðindin sem bárust fyrr í vikunni af mikilli fjölgun ferðamanna til Íslands. Erlendir ferðamenn voru 201.871 fyrstu sjö mánuði ársins í samanburði við 172.140 á sama tíma í fyrra. Aukningin nam tæpum 30 þúsund ferðamönnum eða 17,3 prósentum. Það sem gerir þessar fréttir sérstaklega merkilegar er að árið 2003 var metár í íslenskri ferðamennsku. Þá sóttu yfir 300 þúsund erlendir gestir landið heim en aðeins einu sinni áður, árið 2000, hafði fjöldi ferðamanna náð að fara fram úr íbúatölu Íslands. Það er á engan hallað þegar Flugleiðum er hrósað fyrir vel lukkað markaðsstarfi fyrir Íslands hönd í útlöndum. Félagið og dótturfélög þess bera hitann og þungann af kynningu á landi og þjóð og hafa meðal annars notið góðs styrks úr ríkissjóði í þeim efnum. Það vakti töluverða athygli síðastliðið haust þegar Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, tilkynnti að félagið hygðist á næstu sex árum vera í fararbroddi fyrir því að tvöfalda ferðamannafjöldann sem kemur árlega til Íslands. Ef áætlanir Flugleiða ganga eftir mun árið 2010 koma hingað 600 þúsund ferðamenn, tæplega tvöfalt fleiri en íbúar landsins verða þá. Þetta er óneitanlega mjög metnaðarfullt markmið en Flugleiðir hafa hins vegar sýnt undanfarin ár að þar er full innistæða fyrir því að setja markið hátt. Félagið hefur allt frá stofnun, árið 1973, verið leiðandi afl í íslenskri ferðaþjónustu en mikil umskipti urðu þó í starfi þess þegar það ákvað fyrir tæpum áratug að skilgreina sig sem ferðaþjónustufyrirtæki en ekki aðeins sem flugfélag. Flugleiðir samanstanda í dag af ellefu félögum sem ná yfir flesta þætti tengda íslenskri ferðaþjónustu, allt frá bílaleigu og skoðunarferðum til gistinga og hestaferða. Sumum minni samkeppnisaðilum hefur reynst erfitt að sætta sig við þessa sterku stöðu félagsins á innanlandsmarkaði en þó má segja, með sterkum rökum, að sú staða er einmitt einn helsti hvati Flugleiða fyrir því að fá hingað fleiri ferðamenn, sem aftur gjörvöll ferðaþjónustan nýtur sannarlega góðs af, líka samkeppnisaðilarnir innanlands. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með Flugleiðum undanfarin misseri þegar hvert áfallið á fætur öðru hefur riðið yfir ferðaþjónustuna á heimsvísu. Fyrir utan dapurt efnahagsástand almennt, hefur stríðið í Írak og bráðalungnabólgan í Asíu gert flugfélögum og ferðafyrirtækjum mjög erfitt fyrir. Flugleiðir hafa fundið fyrir afleiðingunum á Norður-Atlantshafsleiðinni, þar sem farþegum fækkaði á síðasta ári, en með öflugri varnarbaráttu hefur félaginu tekist að fjölga ferðamönnum til Íslands, sem eru einmitt dýrmætustu ferðamennirnir fyrir félagið og þjóðarbúið í heild. Hér eru miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskt þjóðarbú því ef frá er talinn fiskurinn, sem við Íslendingar drögum á land og flytjum svo út um allan heim, eru erlendir ferðamenn mikilvægasta tekjulind þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun
Nokkur orð - Jón Kaldal Þau voru gleðileg tíðindin sem bárust fyrr í vikunni af mikilli fjölgun ferðamanna til Íslands. Erlendir ferðamenn voru 201.871 fyrstu sjö mánuði ársins í samanburði við 172.140 á sama tíma í fyrra. Aukningin nam tæpum 30 þúsund ferðamönnum eða 17,3 prósentum. Það sem gerir þessar fréttir sérstaklega merkilegar er að árið 2003 var metár í íslenskri ferðamennsku. Þá sóttu yfir 300 þúsund erlendir gestir landið heim en aðeins einu sinni áður, árið 2000, hafði fjöldi ferðamanna náð að fara fram úr íbúatölu Íslands. Það er á engan hallað þegar Flugleiðum er hrósað fyrir vel lukkað markaðsstarfi fyrir Íslands hönd í útlöndum. Félagið og dótturfélög þess bera hitann og þungann af kynningu á landi og þjóð og hafa meðal annars notið góðs styrks úr ríkissjóði í þeim efnum. Það vakti töluverða athygli síðastliðið haust þegar Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, tilkynnti að félagið hygðist á næstu sex árum vera í fararbroddi fyrir því að tvöfalda ferðamannafjöldann sem kemur árlega til Íslands. Ef áætlanir Flugleiða ganga eftir mun árið 2010 koma hingað 600 þúsund ferðamenn, tæplega tvöfalt fleiri en íbúar landsins verða þá. Þetta er óneitanlega mjög metnaðarfullt markmið en Flugleiðir hafa hins vegar sýnt undanfarin ár að þar er full innistæða fyrir því að setja markið hátt. Félagið hefur allt frá stofnun, árið 1973, verið leiðandi afl í íslenskri ferðaþjónustu en mikil umskipti urðu þó í starfi þess þegar það ákvað fyrir tæpum áratug að skilgreina sig sem ferðaþjónustufyrirtæki en ekki aðeins sem flugfélag. Flugleiðir samanstanda í dag af ellefu félögum sem ná yfir flesta þætti tengda íslenskri ferðaþjónustu, allt frá bílaleigu og skoðunarferðum til gistinga og hestaferða. Sumum minni samkeppnisaðilum hefur reynst erfitt að sætta sig við þessa sterku stöðu félagsins á innanlandsmarkaði en þó má segja, með sterkum rökum, að sú staða er einmitt einn helsti hvati Flugleiða fyrir því að fá hingað fleiri ferðamenn, sem aftur gjörvöll ferðaþjónustan nýtur sannarlega góðs af, líka samkeppnisaðilarnir innanlands. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með Flugleiðum undanfarin misseri þegar hvert áfallið á fætur öðru hefur riðið yfir ferðaþjónustuna á heimsvísu. Fyrir utan dapurt efnahagsástand almennt, hefur stríðið í Írak og bráðalungnabólgan í Asíu gert flugfélögum og ferðafyrirtækjum mjög erfitt fyrir. Flugleiðir hafa fundið fyrir afleiðingunum á Norður-Atlantshafsleiðinni, þar sem farþegum fækkaði á síðasta ári, en með öflugri varnarbaráttu hefur félaginu tekist að fjölga ferðamönnum til Íslands, sem eru einmitt dýrmætustu ferðamennirnir fyrir félagið og þjóðarbúið í heild. Hér eru miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskt þjóðarbú því ef frá er talinn fiskurinn, sem við Íslendingar drögum á land og flytjum svo út um allan heim, eru erlendir ferðamenn mikilvægasta tekjulind þjóðarinnar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun