Án gagnrýni væri ekkert frumvarp 18. júlí 2004 00:01 Mál manna - Sigurjón M. Egilsson Fólkið í landinu hefur fengið nóg. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar verða að gera svo vel og ljúka þeirri deilu sem er í gangi og færa þjóðinni hvíld frá því ráðaleysi og því öngþveiti sem þeir hafa þrengt yfir hana. Fólk á ekki skilið að vera dregið inn í skærur og átök stjórnmálamanna, átök sem hafa orðið til af nánast ástæðulausu. Áður en nefnd um starfshætti og eignarhald á fjölmiðlum skilaði af sér var ágæt sátt meðal þjóðarinnar. Aðeins örfáir menn fundu fyrir ugg og ótta. Aðeins vegna þess að þeir fjölmiðlar sem þeim voru kærastir voru ekki lengur eins afgerandi og áður. Landslagið hafði breyst. Nær öllum öðrum til gleði. Þegar skýrsla fjölmiðlanefndarinnar var gerð opinber birti forsætisráðherra vilja sinn. Hann vildi ganga langt til að stoppa þá fjölmiðla sem voru honum ekki þóknanlegir. Frá þeim degi hefur allt verið upp í loft í umræðunni. Það situr eftir að ráðherrann vildi að útgefendur dagblaða þyrftu leyfi frá ríkinu til að gefa út dagblöð. Framsóknarmönnum tókst að koma í veg fyrir að svo róttækar breytingar yrðu lagðar fyrir Alþingi. Fleiri breytingar hafa verið gerðar frá villtasta vilja forsætisráðherra. Samt er langt í land. Viljalausir, eða í besta falli viljalitlir, þingmenn stjórnarflokkanna hafa látið teyma sig áfram með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Er til dæmis mögulegt að Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokks, losni nokkurn tíma undan eigin fagnaðarlátum þegar hann reyndi að lýsa einlægri gleði sinni með brellufrumvarp forsætisráðherra. Brella sem sennilega verður ekki annað en óþægilegar minningar fyrir þá sem sögðust henni fylgjandi og fyrir þá sem lögðu hana fram. Hún var ágæt konan á fundi framsóknarmanna sem sagði að flokkurinn yxi við það eitt að láta þjóðina kjósa um fjölmiðlafrumvarpið fyrra. Og láta af öllum brellum. Betra væri að taka ósigri í þeim kosningum en að láta eins og nú er látið. Þeir eru fleiri en Hjálmar Árnason sem eiga eftir að bíta úr nálinni í þessu máli. Verst eru þeir settir ungu mennirnir í Sjálfstæðisflokki. Þeir sem boðuðu frelsi og dug og voru kjörnir til þingstarfa. Fulltrúar nýrrar kynslóðar. Þvílík brotlending. Það verður ekki auðvelt verk fyrir þá að laga eigin ímynd og fá kjósendur til að gleyma þeirri aumýkingu sem þeir hafa mátt þola fyrir opnum tjöldum. Fjölmiðlafrumvörp Davíðs Oddssonar hafa opinberað svo margt. Tangarhald forystumanna á þingmönnum og ráðherrum er greinilega meira og óbilgjarnara en nokkurn óraði fyrir. Frjálsir fjölmiðlar hafa gert skyldu sína. Þeir hafa greint frá ástandinu í þjóðmálunum og gert þjóðinni þar með kleift að fylgjast með því sem ráðamenn eru að gera, eða hafa ætlað að gera. Það er skylda og helsta verk fjölmiðla. Getur verið að það eigi hluta í þeim sjálfskaparvanda sem helstu stjórnmálaleiðtogar þjóðarinnar glíma nú við. Væru engir gagnrýnir fjölmiðlar þá væru heldur engin fjölmiðlafrumvörp, engir vitlausir lögfræðingar og enginn vissi um getuleysi þingmanna gagnvart foringjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann Skoðun
Mál manna - Sigurjón M. Egilsson Fólkið í landinu hefur fengið nóg. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar verða að gera svo vel og ljúka þeirri deilu sem er í gangi og færa þjóðinni hvíld frá því ráðaleysi og því öngþveiti sem þeir hafa þrengt yfir hana. Fólk á ekki skilið að vera dregið inn í skærur og átök stjórnmálamanna, átök sem hafa orðið til af nánast ástæðulausu. Áður en nefnd um starfshætti og eignarhald á fjölmiðlum skilaði af sér var ágæt sátt meðal þjóðarinnar. Aðeins örfáir menn fundu fyrir ugg og ótta. Aðeins vegna þess að þeir fjölmiðlar sem þeim voru kærastir voru ekki lengur eins afgerandi og áður. Landslagið hafði breyst. Nær öllum öðrum til gleði. Þegar skýrsla fjölmiðlanefndarinnar var gerð opinber birti forsætisráðherra vilja sinn. Hann vildi ganga langt til að stoppa þá fjölmiðla sem voru honum ekki þóknanlegir. Frá þeim degi hefur allt verið upp í loft í umræðunni. Það situr eftir að ráðherrann vildi að útgefendur dagblaða þyrftu leyfi frá ríkinu til að gefa út dagblöð. Framsóknarmönnum tókst að koma í veg fyrir að svo róttækar breytingar yrðu lagðar fyrir Alþingi. Fleiri breytingar hafa verið gerðar frá villtasta vilja forsætisráðherra. Samt er langt í land. Viljalausir, eða í besta falli viljalitlir, þingmenn stjórnarflokkanna hafa látið teyma sig áfram með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Er til dæmis mögulegt að Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokks, losni nokkurn tíma undan eigin fagnaðarlátum þegar hann reyndi að lýsa einlægri gleði sinni með brellufrumvarp forsætisráðherra. Brella sem sennilega verður ekki annað en óþægilegar minningar fyrir þá sem sögðust henni fylgjandi og fyrir þá sem lögðu hana fram. Hún var ágæt konan á fundi framsóknarmanna sem sagði að flokkurinn yxi við það eitt að láta þjóðina kjósa um fjölmiðlafrumvarpið fyrra. Og láta af öllum brellum. Betra væri að taka ósigri í þeim kosningum en að láta eins og nú er látið. Þeir eru fleiri en Hjálmar Árnason sem eiga eftir að bíta úr nálinni í þessu máli. Verst eru þeir settir ungu mennirnir í Sjálfstæðisflokki. Þeir sem boðuðu frelsi og dug og voru kjörnir til þingstarfa. Fulltrúar nýrrar kynslóðar. Þvílík brotlending. Það verður ekki auðvelt verk fyrir þá að laga eigin ímynd og fá kjósendur til að gleyma þeirri aumýkingu sem þeir hafa mátt þola fyrir opnum tjöldum. Fjölmiðlafrumvörp Davíðs Oddssonar hafa opinberað svo margt. Tangarhald forystumanna á þingmönnum og ráðherrum er greinilega meira og óbilgjarnara en nokkurn óraði fyrir. Frjálsir fjölmiðlar hafa gert skyldu sína. Þeir hafa greint frá ástandinu í þjóðmálunum og gert þjóðinni þar með kleift að fylgjast með því sem ráðamenn eru að gera, eða hafa ætlað að gera. Það er skylda og helsta verk fjölmiðla. Getur verið að það eigi hluta í þeim sjálfskaparvanda sem helstu stjórnmálaleiðtogar þjóðarinnar glíma nú við. Væru engir gagnrýnir fjölmiðlar þá væru heldur engin fjölmiðlafrumvörp, engir vitlausir lögfræðingar og enginn vissi um getuleysi þingmanna gagnvart foringjunum.