Þriðja sinn á sama reit Gunnar Smári Egilsson skrifar 16. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Ég veit ekki hvað hann heitir -- reiturinn sem ríkisstjórnin er komin á -- en þetta er í þriðja sinn í hörmungasögu fjölmiðlamáls Davíðs Oddssonar sem við fylgjum ráðherrunum á þennan reit. Undir lok maí lentu þeir á reitnum eftir reiðilestur Davíðs yfir forseta Íslands í sjónvarpsfréttum eitt föstudagskvöldið. Þá misstu framsóknarmenn alla lyst á að fylgja Davíð í þessum herleiðangri, sem áður hafði verið á hendur Norðurljósum og eigendum þess, en virtist þá einnig beinast að forseta lýðveldisins. Á mánudeginum hoppuðu ráðherrarnir af þessum reit þegar Davíð brá sér til Bessastaða áður en hann hitti Halldór Ásgrímsson og samþykkti þriðju breytingu á fjölmiðlafrumvarpi sínu. Hún fólst í því að áður veitt útvarpsleyfi skyldu fá að renna út í stað þess að vera afturkölluð þegar lögin tækju gildi. Eftir þetta sagðist Halldór vera öruggari um að frumvarpið stangaðist ekki á við stjórnarskrá. Lausnin virtist fundin, forsetinn sáttur og fjölmiðlalögin hans Davíðs í höfn. Svo fór ekki. Forsetinn staðfesti ekki lögin. Flokksformennirnir sættu sig við þjóðaratkvæðagreiðslu og þing var kallað saman í byrjun júlí til að ganga frá henni. Þegar aðeins voru tveir dagar til þings lentu ráðherrarnir öðru sinni á umræddum reit. Nú vegna þess að sjálfstæðismenn vildu setja girðingar í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að ekki dyggði meirihluti til að fella frumvarpið en framsóknarmenn engar hindranir eða sem lægstar. Ráðherrarnir hoppuðu af þessum reit með bragði sem þeir sögðu bæði óvenjulegt og snilldarlegt en stjórnarandstaðan og fleiri kölluðu brellibragð. Það óvenjulega var að fella gömlu lögin úr gildi en setja þau jafnharðan aftur. Og snilldin lá í því að ef forsetinn staðfesti ekki fjölmiðlalög II og þau yrðu felld í þjóðaratkvæðagreiðslu myndu fjölmiðlalög I öðlast gildi og nauðsynlegt væri að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Og síðan endalaust ef ráðherrunum þóknaðist. Með þessu töldu ráðherrarnir að fjölmiðlalögin hans Davíðs væru í höfn. Gallinn var sá að þetta bragð stóðst illa nánari skoðun. Aðeins lögfræðisveit ríkisstjórnarinnar gat mælt með brellunni -- sömu menn og hafa blessað lagafrumvörp sem Hæstiréttur hefur síðar úrskurðað að stæðust ekki stjórnarskrá. Aðrir lögfræðingar andmæltu þessari leið sem útúrsnúningi á stjórnskipan okkar og stjórnarskrá. Og aftur vildu framsóknarmenn beygja sig fyrir ráðum vísra manna og undirstöðuleikreglum lýðræðisins -- en sjálfstæðismenn ekki. Og ráðherrarnir eru komnir á sama reit í þriðja sinn. Eftir því sem þeir lenda oftar á þessum reit versnar staða þeirra. Í fyrstu virtust þeir aðeins vera í andstöðu við fjölmiðla, stéttarfélög, lögspekinga, Samkeppnisstofnun, viðskiptalífið og meirihluta almennings en síðan hafa forsetinn, stjórnarskráin, stjórnskipanin og gervöll lögfræðideild Háskóla Íslands bæst við -- að viðbættum almennum flokksmönnum stjórnarflokkanna sem fyrir löngu eru búnir að fá nóg af klúðurslegum málatilbúnaði ráðherranna, orðnir dauðþreyttir á að verja gerðir þeirra og muna ekki hvert þessi leiðangur átti að stefna. Um eða eftir helgina mun koma í ljós með hvaða brögðum ráðherrarnir ætla að hoppa af reitnum í þetta sinn. Miðða við reynsluna þurfa þeir að taka undir sig gott stökk ef þeir vilja ekki lenda á þessum reit í fjórða sinn innan skamms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Ég veit ekki hvað hann heitir -- reiturinn sem ríkisstjórnin er komin á -- en þetta er í þriðja sinn í hörmungasögu fjölmiðlamáls Davíðs Oddssonar sem við fylgjum ráðherrunum á þennan reit. Undir lok maí lentu þeir á reitnum eftir reiðilestur Davíðs yfir forseta Íslands í sjónvarpsfréttum eitt föstudagskvöldið. Þá misstu framsóknarmenn alla lyst á að fylgja Davíð í þessum herleiðangri, sem áður hafði verið á hendur Norðurljósum og eigendum þess, en virtist þá einnig beinast að forseta lýðveldisins. Á mánudeginum hoppuðu ráðherrarnir af þessum reit þegar Davíð brá sér til Bessastaða áður en hann hitti Halldór Ásgrímsson og samþykkti þriðju breytingu á fjölmiðlafrumvarpi sínu. Hún fólst í því að áður veitt útvarpsleyfi skyldu fá að renna út í stað þess að vera afturkölluð þegar lögin tækju gildi. Eftir þetta sagðist Halldór vera öruggari um að frumvarpið stangaðist ekki á við stjórnarskrá. Lausnin virtist fundin, forsetinn sáttur og fjölmiðlalögin hans Davíðs í höfn. Svo fór ekki. Forsetinn staðfesti ekki lögin. Flokksformennirnir sættu sig við þjóðaratkvæðagreiðslu og þing var kallað saman í byrjun júlí til að ganga frá henni. Þegar aðeins voru tveir dagar til þings lentu ráðherrarnir öðru sinni á umræddum reit. Nú vegna þess að sjálfstæðismenn vildu setja girðingar í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að ekki dyggði meirihluti til að fella frumvarpið en framsóknarmenn engar hindranir eða sem lægstar. Ráðherrarnir hoppuðu af þessum reit með bragði sem þeir sögðu bæði óvenjulegt og snilldarlegt en stjórnarandstaðan og fleiri kölluðu brellibragð. Það óvenjulega var að fella gömlu lögin úr gildi en setja þau jafnharðan aftur. Og snilldin lá í því að ef forsetinn staðfesti ekki fjölmiðlalög II og þau yrðu felld í þjóðaratkvæðagreiðslu myndu fjölmiðlalög I öðlast gildi og nauðsynlegt væri að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Og síðan endalaust ef ráðherrunum þóknaðist. Með þessu töldu ráðherrarnir að fjölmiðlalögin hans Davíðs væru í höfn. Gallinn var sá að þetta bragð stóðst illa nánari skoðun. Aðeins lögfræðisveit ríkisstjórnarinnar gat mælt með brellunni -- sömu menn og hafa blessað lagafrumvörp sem Hæstiréttur hefur síðar úrskurðað að stæðust ekki stjórnarskrá. Aðrir lögfræðingar andmæltu þessari leið sem útúrsnúningi á stjórnskipan okkar og stjórnarskrá. Og aftur vildu framsóknarmenn beygja sig fyrir ráðum vísra manna og undirstöðuleikreglum lýðræðisins -- en sjálfstæðismenn ekki. Og ráðherrarnir eru komnir á sama reit í þriðja sinn. Eftir því sem þeir lenda oftar á þessum reit versnar staða þeirra. Í fyrstu virtust þeir aðeins vera í andstöðu við fjölmiðla, stéttarfélög, lögspekinga, Samkeppnisstofnun, viðskiptalífið og meirihluta almennings en síðan hafa forsetinn, stjórnarskráin, stjórnskipanin og gervöll lögfræðideild Háskóla Íslands bæst við -- að viðbættum almennum flokksmönnum stjórnarflokkanna sem fyrir löngu eru búnir að fá nóg af klúðurslegum málatilbúnaði ráðherranna, orðnir dauðþreyttir á að verja gerðir þeirra og muna ekki hvert þessi leiðangur átti að stefna. Um eða eftir helgina mun koma í ljós með hvaða brögðum ráðherrarnir ætla að hoppa af reitnum í þetta sinn. Miðða við reynsluna þurfa þeir að taka undir sig gott stökk ef þeir vilja ekki lenda á þessum reit í fjórða sinn innan skamms.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun