Dauðinn skekur undirheima 12. júlí 2004 00:01 Frank Castle, betur þekktur sem The Punisher, sker sig heldur betur úr í persónugalleríi Marvel. Hann er fullkomlega mannlegur og býr ekki yfir neinum yfirnáttúrlegum eiginleikum á borð við Köngulóarmanninn, Daredevil og Wolverine. Það eina sem hann hefur til brunns að bera er gríðarlegur líkamsstyrkur og stíf herþjálfun og reynsla af í meðferð skotvopna af öllum stærðum og gerðum. Þar fyrir utan hefur hann gengt herþjónustu í Víetnam og víðar og munar ekkert um að kála fólki með berum höndum. Þessa hæfileika notar hann nú til þess að drepa glæpahyski af miklum móð. Samkvæmt upprunalegu sögunni klikkaðist Frank eftir að eiginkona hans og börn féllu fyrir hendi mafíósa. Hann varð í kjölfarið Refsarinn en lét sér ekki nægja að drepa bara þá sem báru ábyrgð á dauða fjölskyldu hans. Hann drepur einfaldlega bara alla sem hafa gerst brotlegir við lögin. Garth Ennis hefur blásið nýju lífi í The Punisher á síðum myndasögublaðanna en hann gengur út frá því að Frank hafi alltaf verið geðsjúklingur og atvikið með fjölskyldu hans hafi einungis verið dropinn sem fyllti mælinn. Þetta er smart pæling og gerir persónuna miklu áhugaverðari. Í þessari bók snýr Frank aftur eftir langa fjarveru og tekur strax til óspilltra málanna og gengur milli bols og höfuðs á glæpaklíku sem hinn mesti kvenvargur fer fyrir. Sagan var að hluta til notuð í handrit bíómyndarinnar um The Punisher sem er í sýningu um þessar mundir og það er engin spurning að ef menn hefðu fylgt þræði Ennis betur eftir hefðu aðdáendur Refsarans fengið miklu betri mynd enda er Welcome Back Frank prýðisskemmtun. Vel teiknuð, ofbeldisfull og krassandi. Frank byrjar á því að taka í lurginn á Daredevil í býsna hressilegum kafla en öll viðskipti Franks við aðrar Marvel-ofurhetjur eru þrælskondin og andúð Ennis á ofurhetjum skín vel í gegn. Annars er ekkert annað um þessa bók að segja en að Frank er alltaf velkominn og að lestri loknum vill maður strax fá meira. The Punisher: Welcome Back Frank Garth Ennis Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Frank Castle, betur þekktur sem The Punisher, sker sig heldur betur úr í persónugalleríi Marvel. Hann er fullkomlega mannlegur og býr ekki yfir neinum yfirnáttúrlegum eiginleikum á borð við Köngulóarmanninn, Daredevil og Wolverine. Það eina sem hann hefur til brunns að bera er gríðarlegur líkamsstyrkur og stíf herþjálfun og reynsla af í meðferð skotvopna af öllum stærðum og gerðum. Þar fyrir utan hefur hann gengt herþjónustu í Víetnam og víðar og munar ekkert um að kála fólki með berum höndum. Þessa hæfileika notar hann nú til þess að drepa glæpahyski af miklum móð. Samkvæmt upprunalegu sögunni klikkaðist Frank eftir að eiginkona hans og börn féllu fyrir hendi mafíósa. Hann varð í kjölfarið Refsarinn en lét sér ekki nægja að drepa bara þá sem báru ábyrgð á dauða fjölskyldu hans. Hann drepur einfaldlega bara alla sem hafa gerst brotlegir við lögin. Garth Ennis hefur blásið nýju lífi í The Punisher á síðum myndasögublaðanna en hann gengur út frá því að Frank hafi alltaf verið geðsjúklingur og atvikið með fjölskyldu hans hafi einungis verið dropinn sem fyllti mælinn. Þetta er smart pæling og gerir persónuna miklu áhugaverðari. Í þessari bók snýr Frank aftur eftir langa fjarveru og tekur strax til óspilltra málanna og gengur milli bols og höfuðs á glæpaklíku sem hinn mesti kvenvargur fer fyrir. Sagan var að hluta til notuð í handrit bíómyndarinnar um The Punisher sem er í sýningu um þessar mundir og það er engin spurning að ef menn hefðu fylgt þræði Ennis betur eftir hefðu aðdáendur Refsarans fengið miklu betri mynd enda er Welcome Back Frank prýðisskemmtun. Vel teiknuð, ofbeldisfull og krassandi. Frank byrjar á því að taka í lurginn á Daredevil í býsna hressilegum kafla en öll viðskipti Franks við aðrar Marvel-ofurhetjur eru þrælskondin og andúð Ennis á ofurhetjum skín vel í gegn. Annars er ekkert annað um þessa bók að segja en að Frank er alltaf velkominn og að lestri loknum vill maður strax fá meira. The Punisher: Welcome Back Frank Garth Ennis Þórarinn Þórarinsson
Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira