Apabúningur og fallhlífarstökk 7. júlí 2004 00:01 Þóra Karítas gefur góð ráð við lífsleiða. Með margvíslegum hætti er hægt að hressa sig við af almennum lífsleiða. Stundum verður maður það þungur að maður nennir ekki einu sinni að láta sér detta eitthvað sniðugt í hug til að framkvæma. En ég veit um tvennt sem getur hjálpað: Apabúningur og fallhlífastökk. Þegar sækir að léttur lífsleiði getur apabúningur gert kraftaverk. Gott er að geyma búninginn á góðum stað í vinnunni og á leiðindastundum er best að laumast inn á klósett, smella sér í gervi apans og hlaupa í gegnum vinnurýmið. Þetta vekur furðu samstarfsfélaganna. Enginn veit hver leynist í apabúningnum og apinn er spurður að því hvaða skóli sé að dimmitera? Á endanum, eftir að hafa gengið aðeins of langt í fíflalátunum, er maður rekinn út. Þá smeygir maður sér úr gallanum, sest glaður og reifur í sætið sitt og ferskleikinn geislar af manni. Maður á sitt leyndarmál og þykist hissa þegar vinnufélagarnir deila með manni uppákomunni sem átti sér stað í fjarverunni. Fallhlífastökkið virkar mun betur á dýpra þunglyndi en venjulegan lífsleiða og þó það hljómi kannski öfugsnúið þá getur fallhlífastökk þannig bjargað mannslífum. Það er ekki fræðilegur möguleiki að ímynda sér hvernig fallhlífastökk er fyrr en maður prófar það sjálfur. Hjá mér var það þannig að ég hélt að fallhlífastökk væri bara til í bíómyndum alveg þar til flugvélin var opnuð og mér var kippt út. Við tók frjálst fall þar sem stjórnleysið er algert en þegar fallhlífin er opnuð breytist maður í fugl sem svífur um háloftin. Allt í einu sér maður Reykjavík og lífið í heild frá alveg nýju sjónarhorni og hafi adrenalínið áður verið í sögulegu lágmarki má bóka að nú kikkar það inn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Þóra Karítas gefur góð ráð við lífsleiða. Með margvíslegum hætti er hægt að hressa sig við af almennum lífsleiða. Stundum verður maður það þungur að maður nennir ekki einu sinni að láta sér detta eitthvað sniðugt í hug til að framkvæma. En ég veit um tvennt sem getur hjálpað: Apabúningur og fallhlífastökk. Þegar sækir að léttur lífsleiði getur apabúningur gert kraftaverk. Gott er að geyma búninginn á góðum stað í vinnunni og á leiðindastundum er best að laumast inn á klósett, smella sér í gervi apans og hlaupa í gegnum vinnurýmið. Þetta vekur furðu samstarfsfélaganna. Enginn veit hver leynist í apabúningnum og apinn er spurður að því hvaða skóli sé að dimmitera? Á endanum, eftir að hafa gengið aðeins of langt í fíflalátunum, er maður rekinn út. Þá smeygir maður sér úr gallanum, sest glaður og reifur í sætið sitt og ferskleikinn geislar af manni. Maður á sitt leyndarmál og þykist hissa þegar vinnufélagarnir deila með manni uppákomunni sem átti sér stað í fjarverunni. Fallhlífastökkið virkar mun betur á dýpra þunglyndi en venjulegan lífsleiða og þó það hljómi kannski öfugsnúið þá getur fallhlífastökk þannig bjargað mannslífum. Það er ekki fræðilegur möguleiki að ímynda sér hvernig fallhlífastökk er fyrr en maður prófar það sjálfur. Hjá mér var það þannig að ég hélt að fallhlífastökk væri bara til í bíómyndum alveg þar til flugvélin var opnuð og mér var kippt út. Við tók frjálst fall þar sem stjórnleysið er algert en þegar fallhlífin er opnuð breytist maður í fugl sem svífur um háloftin. Allt í einu sér maður Reykjavík og lífið í heild frá alveg nýju sjónarhorni og hafi adrenalínið áður verið í sögulegu lágmarki má bóka að nú kikkar það inn.