Skrattakollurinn góði 29. júní 2004 00:01 Hellboy: Seed of Destruction Mike Mignola, John Byrne Þessi bók kynnir til sögunnar rauða tröllið með afsöguðu hornin sem kallar sig Hellboy. Nafnið er býsna viðeigandi þar sem allt bendir til þess að hann komi einmitt beint upp úr neðra með horn, hala og tilheyrandi, auk ógurlegrar grjótkrumlu sem ekkert bítur á. Ólíkt Andskotanum er Hellboy hins vegar drengur góður sem berst við hið illa og rannsakar yfirnáttúruleg fyrirbæri, svolítið eins og Fox Mulder - bara ljótari. Það má auðvitað teljast mesta mildi að skrattakollurinn sé í góða liðinu þar sem það var ekki minni eðalskúrkur en sjálfur Raspútín sem kallaði hann upp úr myrkrinu til þess að vinna illvirki fyrir verst þokkaða óþokka mannkynssögunnar, sjálfan Adolf Hitler. Að sköpunarsögu Hellboy lokinni stökkvum við með honum yfir í samtímann og fylgjumst með honum hafa uppi á Raspútín og gera upp við hann og illa anda sem eru eldri en risaeðlurnar. Það er því nóg að gerast, sagan er skemmtilegt og teikningarnar kúl. Bíómyndin um Hellboy, sem var frumsýnd ytra á dögunum, byggir að mestu leyti á þessari bók og miðað við dóma og fréttir af aðsókn hefur yfirfærsla myndasögunnar á hvíta tjaldið heppnast með miklum ágætum. Ég bíð í það minnsta spenntur og Hellboy æðið er þegar farið að gera vart við sig þar sem bækurnar um kappann eru komnar í stöflum í Nexus og nördarnir eru byrjaðir að hita upp. Ekki eru ráð nema í tíma séu tekin. Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Hellboy: Seed of Destruction Mike Mignola, John Byrne Þessi bók kynnir til sögunnar rauða tröllið með afsöguðu hornin sem kallar sig Hellboy. Nafnið er býsna viðeigandi þar sem allt bendir til þess að hann komi einmitt beint upp úr neðra með horn, hala og tilheyrandi, auk ógurlegrar grjótkrumlu sem ekkert bítur á. Ólíkt Andskotanum er Hellboy hins vegar drengur góður sem berst við hið illa og rannsakar yfirnáttúruleg fyrirbæri, svolítið eins og Fox Mulder - bara ljótari. Það má auðvitað teljast mesta mildi að skrattakollurinn sé í góða liðinu þar sem það var ekki minni eðalskúrkur en sjálfur Raspútín sem kallaði hann upp úr myrkrinu til þess að vinna illvirki fyrir verst þokkaða óþokka mannkynssögunnar, sjálfan Adolf Hitler. Að sköpunarsögu Hellboy lokinni stökkvum við með honum yfir í samtímann og fylgjumst með honum hafa uppi á Raspútín og gera upp við hann og illa anda sem eru eldri en risaeðlurnar. Það er því nóg að gerast, sagan er skemmtilegt og teikningarnar kúl. Bíómyndin um Hellboy, sem var frumsýnd ytra á dögunum, byggir að mestu leyti á þessari bók og miðað við dóma og fréttir af aðsókn hefur yfirfærsla myndasögunnar á hvíta tjaldið heppnast með miklum ágætum. Ég bíð í það minnsta spenntur og Hellboy æðið er þegar farið að gera vart við sig þar sem bækurnar um kappann eru komnar í stöflum í Nexus og nördarnir eru byrjaðir að hita upp. Ekki eru ráð nema í tíma séu tekin. Þórarinn Þórarinsson
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira