Latir svanir í sólinni 15. júní 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson fjallar um plötu Sufjan Stevens, Seven Swans Þó svo að Bandaríkjamaðurinn Sufjan Stevens sé búinn að gefa út heilar þrjár breiðskífur á undan þessari hafði hann aldrei fangað athygli mína fyrr en nú. Þetta er angurvær, órafmögnuð tónlist með rætur í nýbylgju- og sveitatónlistinni. Sufjan syngur vel og tjáning er falleg. Lögin eru flest byggð upp á einföldum stefjum sem leikin eru hvert ofan á annað, ýmist með kassagíturum eða banjóum. Söngurinn flýtur svo fallega ofan á stefjunum, og stundum er einfaldur bassaleikur stoð undir lögunum. Sufjan leyfir sér svo að skapa hljóðskúlptúra hér og þar í lögunum með sveiflukenndum analóg-hljómborðum eða öðru. Allt er þó lífrænt og spilað, og hér er engin stafræna á ferð. Vinaleg kvenrödd raddar svo stundum við einmanalega rödd Sufjans á hárréttum stöðum. Þetta er ótrúlega falleg tónlist í svipuðum anda og Bonnie "Prince" Billy, þó rödd Sufjan hljómi hvergi nærri eins viðkvæm og sá meistari myrkursins. Annar munur er að Sufjan er ekki að tappa af sorgum sínum, heldur frekar að deila rólegum og hamingjusömum augnablikum með hlustandanum. Hér er engin sjálfsvorkunn í gangi, bara óður til lífsins. Öll þessi plata gæti hafa verið samin á verönd sumarbústaðar með steikjandi sólina eina sem áheyranda. Kannski skellti Sufjan sér svo í pottinn á milli laga? Ef það er heitt úti, logn, fuglarnir að syngja og ekkert annað hægt að gera en að liggja í sólinni og vera latur... þá er þetta hárrétt plata til þess að henda í gyn geislaspilarans. Svo sá ég tvo svani elskast á tjörninni um daginn... þó að það hafi bara tekið þá um 20 sekúndur að njóta hvers annars, þá var það falleg sjón. Við hæfi hefði verið að hafa þessa tónlist í eyrunum þá. Tónlist Mest lesið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Fleiri fréttir Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson fjallar um plötu Sufjan Stevens, Seven Swans Þó svo að Bandaríkjamaðurinn Sufjan Stevens sé búinn að gefa út heilar þrjár breiðskífur á undan þessari hafði hann aldrei fangað athygli mína fyrr en nú. Þetta er angurvær, órafmögnuð tónlist með rætur í nýbylgju- og sveitatónlistinni. Sufjan syngur vel og tjáning er falleg. Lögin eru flest byggð upp á einföldum stefjum sem leikin eru hvert ofan á annað, ýmist með kassagíturum eða banjóum. Söngurinn flýtur svo fallega ofan á stefjunum, og stundum er einfaldur bassaleikur stoð undir lögunum. Sufjan leyfir sér svo að skapa hljóðskúlptúra hér og þar í lögunum með sveiflukenndum analóg-hljómborðum eða öðru. Allt er þó lífrænt og spilað, og hér er engin stafræna á ferð. Vinaleg kvenrödd raddar svo stundum við einmanalega rödd Sufjans á hárréttum stöðum. Þetta er ótrúlega falleg tónlist í svipuðum anda og Bonnie "Prince" Billy, þó rödd Sufjan hljómi hvergi nærri eins viðkvæm og sá meistari myrkursins. Annar munur er að Sufjan er ekki að tappa af sorgum sínum, heldur frekar að deila rólegum og hamingjusömum augnablikum með hlustandanum. Hér er engin sjálfsvorkunn í gangi, bara óður til lífsins. Öll þessi plata gæti hafa verið samin á verönd sumarbústaðar með steikjandi sólina eina sem áheyranda. Kannski skellti Sufjan sér svo í pottinn á milli laga? Ef það er heitt úti, logn, fuglarnir að syngja og ekkert annað hægt að gera en að liggja í sólinni og vera latur... þá er þetta hárrétt plata til þess að henda í gyn geislaspilarans. Svo sá ég tvo svani elskast á tjörninni um daginn... þó að það hafi bara tekið þá um 20 sekúndur að njóta hvers annars, þá var það falleg sjón. Við hæfi hefði verið að hafa þessa tónlist í eyrunum þá.
Tónlist Mest lesið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Fleiri fréttir Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira