Viðskipti erlent

Álverð heldur áfram að hækka í London

Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka á markaðinum í London á fyrstu dögum þessa árs. Í morgun stóð verðið í 2.258 dollurum fyrir tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hafði hækkað um 16 dollara frá því í gærdag.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu yfir 80 dollara á tunnuna

Heimsmarkaðsverð á olíu fór yfir 80 dollara á tunnuna á markaðinum í New York í dag sem er hækkun um 2% frá því fyrir helgina. Brent-olían í London hefur einnig hækkað um 2% í morgun og stendur í 79,55 dollurum. Olíuverðið hefur ekki verið hærra frá því í nóvember s.l.

Viðskipti erlent

Wikileaks lokað tímabundið vegna fjárhagsvanda

Stjórnendur Wikileaks vefjarins heyja harða baráttu þessa dagana til þess að halda vefnum gangandi áfram. Þeir hafa því ákveðið að birta ekki neinar færslur á vefnum til 6. janúar næstkomandi. Eftir því sem fram kemur á forsíðu vefsins munu þeir einbeita sér að því næstu dagana að fjármagna rekstur vefjarins.

Viðskipti erlent

Fullyrt að Sullivan og Gold kaupi 50% í West Ham

Breska blaðið Sunday Mirror fullyrðir að kaupsýslumennirnir David Sullivan og David Gold muni kaupa 50% hlut í West Ham af CB Holding, dótturfélagi Straums. Kaupsamningurinn nemi 50 milljónum punda, eða 10 milljörðum króna. Hugsanlega verði gengið frá kaupunum innan sjö daga.

Viðskipti erlent

Elín ráðin forstjóri Bankasýslunnar

Stjórn Bankasýslu ríkisins hefur ráðið Elínu Jónsdóttur sem forstjóra stofnunarinnar frá og með 1. janúar 2010. Elín hefur starfað fyrir rannsóknarnefnd Alþingis frá því í sumar en hún var auk þess skipaður umsjónarmaður lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í júní.

Viðskipti erlent

Ár fokdýrra björgunaraðgerða

Árið 2009 einkenndist öðru fremur af erfiðri glímu við heimskreppuna miklu. Fyrstu raunverulegu batamerkin sáust kannski í ágúst þegar Frakkland, Þýskaland og Japan skriðu út úr samdráttarskeiði og gátu státað af svolitlum hagvexti.

Viðskipti erlent

Barbie fór í lýtaaðgerð og hefur aldrei selst jafn illa

Hin síunga Barbie á heldur betur undir högg að sækja þessa daganna en samkvæmt The Guardian þá hefur sala á goðsagnakenndu dúkkunni í Bretlandi dregist saman um 42 prósent. Þess í stað hefur Lego, Playmobil og fleiri leikföng í svipuðum dúr aukið sölu sína um 20 til 40 prósent.

Viðskipti erlent

West Ham: Straumi liggur ekkert á að selja

Stjórn enska úrvalsdeildarliðsins West Ham hefur sett yfirlýsingu inn á heimasíðu West Ham. Þar segir að CB Holding, eigenda liðsins sem er að mestu í eigu Straums, liggi ekkert á að selja West Ham. Í yfirlýsingunni segir að hún sé sett á heimasíðuna vegna mikilla vangaveltna í fjölmiðlum um framtíð West Ham.

Viðskipti erlent

Vilja rannsókn á 110 milljarða yfirfærslu til Kaupþings

Kröfuhafar í dótturfélag Kaupþings á eyjunni Mön, Kaupthing Singer & Friedlander Isle of Man (KSFIOM), vilja að rannsókn fari fram á 550 milljón punda eða rúmlega 110 milljarða kr. yfirfærslu frá KSFIOM til Singer & Friedlander banka Kaupþins í London korteri fyrir hrun bankans í fyrra.

Viðskipti erlent

Dómarar meta sérfróð vitni vegna Actavis Totowa

Fjórir dómarar frá þremur ríkjum Bandaríkjanna munu koma saman í Charleston í Vestur-Virgínu til þess að aðstoða við að meta sérfróð vitni máli hundruð manna gegn lyfjafyrirtækinu Actavis Totowa, sem er dótturfélag Actavis, og Mylan Pharmaceuticals, vegna hjartalyfsins Digitek, en lyfið er talið hafa valdið fjölda fólks heilsutjóni.

Viðskipti erlent

Vilja selja Volvo til Kína

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford stefnir á að selja sænska bílaframleiðandann Volvo til kínversks fyrirtækis. Skrifað hefur verið undir bráðabirgðasamkomulag við Geely bílaverksmiðjurnar og er búist við að skrifað verði undir snemma á nýju ári. Verðmiðinn hefur ekki verið gerður opinber en búist er við því að Kínverjarnir þurfi að borga allt að tveimur milljörðum bandaríkjadala fyrir hið sögufræga merki.

Viðskipti erlent

Hagnaður Ratiopharm umfram væntingar

Hagnaður þýska samheitalyfjafyrirtækisins Ratiopharm verður töluvert umfram eigin væntingar í ár. Ratiopharm reiknaði með að brúttóhagnaðurinn, það er hagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármálaliði, yrði 200 milljónir evra en hann stefni í að verða 300 milljónir evra eða um 55 milljarðar kr.

Viðskipti erlent

Danmörk siglir út úr kreppunni

Eftir nokkra ársfjórðunga í röð með neikvæðum hagvexti mældist loksins jákvæður hagvöxtur í Danmörku á þriðja ársfjórðungi ársins. Þetta eru óvæntar fréttir fyrir sérfræðinga sem töldu að hagvöxturinn myndi standa í stað á fjórðungnum.

Viðskipti erlent

Dauður banki greiðir starfsmönnum stóra bónusa

Fjárfestingarbankinn Lehman Brothers er dauður fyrir löngu síðan en það kemur ekki í veg fyrir að bankinn greiði starfsmönnum sínum stóra bónusa. Lehman Brothers varð gjaldþrota með miklum hvelli í fyrrahaust og miða margir upphaf fjármálakreppunnar við hrun bankans.

Viðskipti erlent