Viðskipti erlent

Þjóðverjar að eignast kauphöllina í New York

Fyrsta þröskuldinum fyrir eignarhaldi Þjóðverja á kauphöllinni í New York (NYSE) hefur verið rutt úr veginum. Hluthafar í NYSE Euronext hafa samþykkt að selja meirihlutaeign í kauphöllinni til Deutsche Börse sem hefur höfuðstöðvar í fjármálahverfi Frankfurt í Þýskalandi.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar ört

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar ört þessa stundina. Brentolían hefur hækkað úr 114 dollurum á tunnuna og upp í rúma 116 dollara á síðustu tveimur tímum og bandaríska léttolían nálgast 99 dollara á tunnuna eftir að hafa byrjað daginn í rúmum 96 dollurum.

Viðskipti erlent

Spenna á markaði vegna vaxtaákvörðunar ECB

Nokkur spenna ríkir á markaði yfir morgundeginum, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur Evrópska Seðlabankans (ECB). Almennt er reiknað með því að stýrivextir bankans verði hækkaðar á morgun og samkvæmt fréttaveitunni Reuters hefur hækkunin þegar verið verðlögð inn í gengi evrunnar.

Viðskipti erlent

Þrefalt sölumet hjá Mercedes Benz

Árið í ár hefur verið gjöful fyrir framleiðendur Mercedes Benz bifreiða. Þrefalt sölumet hefur verið slegið. Um er að ræða mestu sölu í einstökum mánuði, það er júní s.l., mestu sölu á einum ársfjórðungi og mestu sölu á hálfu ári.

Viðskipti erlent

Olíuverðið hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi og er tunnan af Brentolíunni komin yfir 114 dollara sem er hæsta verðið undanfarnar tvær vikur. Bandaríska léttolían fylgir lit og er komin í tæpa 98 dollara á tunnuna.

Viðskipti erlent

Mark Zuckerberg vinsælastur á Google+

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, státar af töluvert fleiri "fylgjendum" á Google+ en báðir stofendur Google, en Google+ er nýr samskiptavefur sem fyrirtækið opnaði þann 28. júní síðastliðinn.

Viðskipti erlent

Vinnsla á stærsta kolasvæði heims að hefjast

Yfirvöld í Mongólíu hafa ákveðið að bjóða þremur námufélögum að vinna kol á því sem talið er stærsta kolasvæði heimsins. Félögin sem hér um ræðir eru Shenhua í Kína, Peabody Energy í Bandaríkjunum og samsteypa rússneskra og mongólskra félaga.

Viðskipti erlent

Fyrsta Dreamliner þotan lendir í Japan

Fyrsta Dreamliner 787 farþegaþotan sem lendir í Japan kom þangað eftir flug frá verksmiðjum Boeing í Seattle á sunnudagmorgun. Þotan er máluð í litum All Nippon Airways flugfélagsins og var mikil viðhöfn á flugvellinum í Tokyo við komu hennar.

Viðskipti erlent

S&P ógnar Grikklandi með gjaldþrotseinkunn

Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) hefur lækkað lánshæfiseinkunn Grikklands enn frekar niður í ruslið eða úr B og niður í CCC. Jafnframt segir S&P að fyrirtækið muni líta á endurskipulagningu á skuldum Grikklands sem ígildi greiðslufalls og lækka einkunn sína í samræmi við það.

Viðskipti erlent

Sænski seðlabankinn í slæmum málum

Sænski seðlabankinn og fjármálaeftirlit landsins eru í slæmum málum eftir að embætti sænska ríkisendurskoðunar hefur sent ríkisstjórninni þar í landi skýrslu um hlutverk seðlabankans og fjármálaeftirlitsins varðandi starfsemi sænskra viðskiptabanka í Eystarslatsríkjunum á árunum 2005-2007.

Viðskipti erlent

Mesta verðhrun á korni í 15 ár

Mesta verðhrun á korni á síðustu fimmtán árum varð í gærdag þegar landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna sendi frá sér skýrslu um að kornbændur þar í landi hefðu sáð óvenjumiklu magni af korni í akra sína í ár og von væri á metuppskeru í haust.

Viðskipti erlent

Verðið þykir í hærri kantinum

Bandaríska netleikjafyrirtækið Zynga stígur fyrstu skrefin að skráningu á hlutabréfamarkað vestanhafs í vikunni. Fyrirtækið á og rekur netleikina Farmville og Mafia Wars, vinsælustu leikina á samskiptasíðunni Facebook.

Viðskipti erlent