Innlent

Allir austur um helgina

Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar hvetur alla landsmenn að ferðast austur í veðurblíðuna um helgina. Á Vestfjörðum og Norðurlandi eru gular veðurviðvaranir, og losnaði bátur frá bryggju á Ísafirði vegna veðurofsans. 

Innlent

„Þetta hefur verið hel­víti“

Tæknitröllið og útvarpsmaðurinn Þráinn Steinsson var mættur á kunnuglegar slóðir í morgun, en nú sem viðmælandi í Bítinu en þar sat hann við takkana árum saman og var í raun þriðji hluti í tvíeyki þeirra Heimis Karlsson og Gulla Helga. Þráinn rakti snarlega ótrúlega sjúkrasögu sína sem er með þeim hætti að hroll setti að hraustustu mönnum meðal hlustenda.

Innlent

Meiri­hluti vill að hið opin­bera nýti vindinn

Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 

Innlent

Grunur um í­búðir í ó­leyfi stoppar frekari fram­kvæmdir

Theódóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kópavogi, segir mikilvægt að byggingafulltrúi fái heimild til að skoða hús að Melgerði á Kársnesi áður en gefið verður leyfi til að byggja við húsið. Eigandi hefur óskað eftir leyfi til að stækka húsið þannig það verði tvær íbúðir. Skipulagsráð frestaði í vikunni afgreiðslu málsins.

Innlent

Líf­eyris­þegar halda at­kvæða­rétti sínum í Blaða­manna­fé­laginu

Tillögur stjórnar Blaðamannafélagsins um að afnema grein í lögum félagsins um birtingu félagatals á opinberum vettvangi og að afnema atkvæðisrétt lífeyrisþega í félaginu voru felldar á framhaldsaðalfundi Blaðamannafélagsins í gærkvöldi. Meirihluti greiddi atkvæði með tillögunum en aukinn meirihluta hefði þurft til að fá þær samþykktar.

Innlent

Á þriðja hundrað kíló tekin á landa­mærunum

Ríflega 230 kíló, tæpir tíu lítrar og 40 þúsund töflur af ólöglegum fíkniefnum hafa verið haldlögð á landamærum Íslands það sem af er þessu ári. Alls hefur verið lagt hald á 21 tegund fíkniefna, þar á meðal rúmlega 22,5 kíló af kókaíni, yfir 140 kíló af marijúana og tæplega nítján þúsund töflur af MDMA. Í heildina er um að ræða nokkuð meira magn fíkniefna en haldlagt var á sama tímabili í fyrra, að undantöldum fíkniefnum í vökvaformi sem haldlögð voru í meira magni á síðasta ári.

Innlent

Undrast klappstýrur nas­ista í um­ræðunni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson undrast þróun umræðunnar á samfélagsmiðlum, ekki síst í Bandaríkjunum. Óhugnanlegt sé að sjá fólk upphefja nasista og mála bandamenn upp sem illmenni Seinni heimsstyrjaldarinnar.

Innlent

Guð­mundur enn undir feldi

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, hef­ur enn ekki tekið ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram til áfram­hald­andi for­manns­setu á lands­fundi Vinstri grænna í októ­ber.

Innlent

Bolli baðst af­sökunar eftir orra­hríð dagsins

Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um stúlkur í Sjálfstæðisflokknum. Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna segir ummælan dæma sig sjálf en tekur afsökunarbeiðninni og býður Bolla aftur velkominn í flokkinn.

Innlent

„Ég held að við höfum öll sofnað á verðinum“

Kennari með áratugareynslu af íslenskukennslu fyrir útlendinga segir þjóðina hafa sofnað á verðinum hvað varðar að kenna innflytjendum málið. Fyrirtækin í landinu þurfi að taka ábyrgð og Íslendingar þurfi líka að sýna útlendingum áhuga.

Innlent

„Hjálpið okkur að hjálpa ykkur“

Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og einn skipuleggjenda menningarhátíðarinnar Ljósanætur segir aukið viðbragð verða á hátíðinni vegna ákalls um aðgerðir til að sporna við ofbeldi meðal ungmenna.

Innlent

Ís­lendingar eiga met í fjölgun inn­flytj­enda

Íslendingar hafa einstakt tækifæri til að koma að koma í veg fyrir menningarárekstra í framtíðinni með því að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Hvergi innan ríkja OECD hefur innflytjendum fjölgað jafn hratt og mikið og á Íslandi.

Innlent

Glöggur Króati sá að týndi síminn væri frá Ís­landi

Sími Bergþórs Guðmundssonar datt í sjóinn við strendur Króatíu í dag og virtist týndur og tröllum gefinn. Skömmu síðar fylltist innhólf hans af skilaboðum eftir að glöggur Króati sá að síminn væri íslenskur og leitaði á náðir Facebook. Ung stúlka hafði fundið símann þegar hún lék sér í sjónum.

Innlent

Aukinn við­búnaður á Ljósanótt og Októ­ber­fest

Skipuleggjendur Ljósanætur og Októberfest SHÍ ætla að auka viðbúnað í kringum hátíðirnar vegna alvarlegra atvika undanfarið í samfélaginu. Þá hefur verið ákveðið að nota málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum á höfðuborgarsvæðinu. Forseti Stúdentaráðs segir mikilvægt að fólk upplifi sig öruggt.

Innlent

Flúðu heimili sitt eftir líkams­á­rás og um­sátur

Nýbakaðir foreldrar þurftu í vikunni að flýja heimili sitt á Akureyri í kjölfar líkamsárásar og umsáturs um helgina. Þau leita vitna að árásinni sem átti sér stað á föstudagskvöld við Íþróttahöllina á Akureyri. Þau hyggjast leggja fram kæru vegna árásarinnar og umsátursins í dag. 

Innlent

Aðgerðarhópur vegna of­beldis í garð og meðal barna tekinn til starfa

Nýskipaður aðgerðahópur vegna ofbeldis í garð og meðal barna hóf störf í dag. Hópnum er falið að hrinda í framkvæmd aðgerðum sem mennta- og barnamálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið kynntu á blaðamannafundi 25. júní síðastliðinn og aðgerðum heilbrigðisráðuneytisins sem lúta að heilbrigði og vellíðan barna.

Innlent

Gjald­töku á bíla­stæðum há­skólans frestað

Gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands hefur verið frestað fram yfir áramót. Ætlað var að almenn gjaldtaka yrði innleidd á háskólasvæðinu með fyrsta september en fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að vinna við innleiðinguna hafi tekið lengri tíma en ætlað var og því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta henni.

Innlent

Hættir sem borgar­full­trúi sósíal­ista

Trausti Breiðfjörð Magnússon er hættur sem borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Hann hefur átt við veikindi að stríða síðasta árið og segist ætla að setja heilsuna í forgang. Andrea Helgadóttir tekur sæti Trausta í borgarstjórn.

Innlent

Eitt versta sumar aldarinnar

Sumarið 2024 var óvenju kalt og blautt, samkvæmt gögnum Veðurstofunnar. Sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum gefur sumrinu slaka einkunn - það hafi verið með þeim verri á þessari öld. Þá fara fyrstu dagar septembermánaðar ekki heldur mjúkum höndum um íbúa víða á landinu.

Innlent

Gekk yfir ný­storknað hraun á leið frá gígnum

Ferðamaðurinn sem sást aðeins nokkra metra frá spúandi eldgíg á Reykjanesi í gær gekk yfir nýstorknað hraun sem gaf sig undan fótum hans á leið sinni til baka. Stutt er niður á glóandi hraun við slíkar aðstæður.

Innlent

„Við vorum eigin­lega bara í þrætum við for­mann nefndarinnar“

Formenn Samtaka leigjenda og húseigenda vísa ummælum fjármálaráðherra um að fullnægjandi samráð hafi verið haft við alla hagaðila á leigumarkaði, við gerð frumvarps um húsaleigulög, alfarið á bug. Formaður Samtaka leigjenda segist hafa fengið boð á einn hálftímalangan fund sem fór allur í þrætur við formann nefndarinnar.

Innlent