Innlent Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Atvinnuvegaráðherra segist ekki hafa fundið neina lausn til þess að lengja strandveiðitímabilið en frumvarp hans náði ekki fram að ganga á vorþingi. Málaflokkurinn hefur verið færður um ráðuneyti. Innlent 17.7.2025 15:09 Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Maður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsisvist fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa flutt tæplega þrjú kíló af kókaíni til Íslands í apríl. Innlent 17.7.2025 14:06 Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Englendingur sem nýlega fékk íslenskan ríkisborgararétt eftir að hafa búið á Íslandi í tíu ár fagnar breytingunni. Hann les fólki með útlendingaandúð pistilinn og segist ætla að taka þátt í því að byggja upp betra Ísland. Innlent 17.7.2025 14:01 Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. Innlent 17.7.2025 13:35 Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fóru víða og virðast hafa skemmt sér vel í þyrluflugi um landið með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar. Innlent 17.7.2025 13:07 Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. Innlent 17.7.2025 12:55 „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ Strandveiðimaður segir stéttina upplifa sig svikna og krefur ríkisstjórnina um að efna loforð sín um 48 daga strandveiðitímabil, sem virðist nú runnið í sandinn þar sem strandveiðafrumvarp ríkisstjórnarinnar var ekki afgreitt áður en þingi lauk. Strandveiðitímabilinu er að óbreyttu lokið og sjómaðurinn er ekki bjartsýnn. Innlent 17.7.2025 12:35 „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Seinna í dag kemur í ljós hvort strandveiðum verður fram haldið í sumar en þær voru stöðvaðar eftir að núverandi kvóti kláraðist í gær. Vinna stendur yfir í ráðuneytinu en framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda vonast eftir fimm þúsund tonnum til viðbótar. Innlent 17.7.2025 12:15 Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Slökkviliðið slökkti eld í heimahúsi á sunnudagsmorgun við Grænásbraut í Ásbrú í Reykjanesbæ. Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunur á um að maður hafi kveikt í húsinu. Íbúi í nágrenninu segir að maður á fimmtugsaldri hafi verið handtekinn á vettvangi. Innlent 17.7.2025 11:41 Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á eldgosinu sem hófst enn eina ferðina á Sundhnúksgígaröðinni í gærnótt. Innlent 17.7.2025 11:40 Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Gistihúsaeigandi í Grindavík hefur efnt til mótmæla við lokunarpóstinn hjá Grindavík. Tilefni mótmælanna segir hún mismunun stjórnvalda á hendur ferðaþjónustunni í Grindavík. Innlent 17.7.2025 11:34 Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir að göngustígur sem nú er unnið að við Árskóga hafi verið á skipulagi alveg frá upphafi. Innlent 17.7.2025 11:00 Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eru í útsýnisflugi um Ísland með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar. Innlent 17.7.2025 10:29 Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Landlæknir segir vel koma til greina að banna ljósabekki. Skaðsemi tengd notkun þeirra hefur verið til umræðu undanfarna daga og húðlæknar hafa lagt til blátt bann við notkun ljósabekkja. Innlent 17.7.2025 09:15 Loftgæði mælast óholl á Akureyri Mikil loftmengun mælist á nærri öllum loftgæðamælum á Akureyri, en er ótengd eldgosinu á Reykjanesskaga. Styrkur svifryks hefur mælst yfir mörkum frá því í nótt. Innlent 17.7.2025 07:53 Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum „Það er svolítið erfitt að sjá heildarmyndina,“ segir Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, um þróun gossins á Reykjanesskaga í nótt. Ekkert hafi verið flogið yfir gosið og þá setji leiðinlegt veður strik í reikninginn. Innlent 17.7.2025 06:59 Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Einungis 20 prósent tekjuhæstu einstaklingarnir hafa efni á að kaupa einir íbúðir sem kosta 60 milljónir króna eða meira, ef gert er ráð fyrir 80 prósent veðsetningarhlutfalli. Innlent 17.7.2025 06:40 Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, á í hörðum deilum í kommentakerfinu um strandveiðar. Hún segir við minnihlutann að sakast að strandveiðifrumvarpið hafi ekki fengið afgreiðslu fyrir þinglok en Fiskistofa hefur stöðvað strandveiðar í sumar. Innlent 16.7.2025 23:31 Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Listmálari sem fagnar 100 ára afmæli í vikunni opnaði málverkasýningu í Kópavogi í dag. Hann hefur málað myndir í níutíu ár og segist taka svo miklu ástfóstri við myndir sínar að sumar þeirra vilji hann alls ekki selja. Innlent 16.7.2025 22:56 Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Mengun frá eldgosinu sem stendur yfir á Reykjanesskaga hefur náð alla leið til Vestfjarða og hugsanlega líka í Skagafjörð. Myndir þaðan sýna hvernig dökkblátt mengunarský vofir yfir landslaginu. Innlent 16.7.2025 22:47 Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Fragtskipið Dettifoss er komið úr viðferð eftir að það varð vélarvana á Ballarhafi í síðustu viku og þurfti varðskip Landhelgisgæslunnar að koma því til bjargar. Því seinkar aðeins um tæpan sólarhring. Innlent 16.7.2025 21:50 Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Opnað hefur verið fyrir aðgang íbúa Grindavíkur að bænum. Gróðureldar eru nú mesta hættan í byggð. Unnið er að hækkun varnargarða. Innlent 16.7.2025 21:00 Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Íbúar í Árskógum í Breiðholti festa ekki svefn vegna áhyggja af framkvæmdum á nýjum skjólvegg og göngustíg beint fyrir framan hús þeirra. Hús í sömu götu hefur verið í fréttum vegna græna gímaldsins svokallaða. Innlent 16.7.2025 20:06 „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands segir að stofnunin þurfi að fara vel yfir það hvers vegna eldgos hófst talsvert fyrr en Veðurstofan hafði gert ráð fyrir. Innlent 16.7.2025 19:44 Kort: Sprungan lengist til norðurs Sprungan á gossvæðinu við Grndavík hefur lengst til norður og hefur sprugna í raun aldrei náð eins langt í eldgosahrinunni sem hófst við Sundhnúk um lok árs 2023. Aftur á móti er tekið að draga úr virkni gossins. Innlent 16.7.2025 19:20 Strandveiðar bannaðar á morgun Strandveiðum er að óbreyttu lokið í ár. Fiskistofa mun stöðva strandveiðar á morgun þar sem ekki verður bætt við aflaheimildir strandveiðibáta í sumar. Innlent 16.7.2025 18:26 Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Enn gýs úr tveimur sprungum við Sundhnúksgígaröðina þar sem eldgos hófst um klukkan fjögur í nótt eftir mikla skjálftavirkni. Töluverður kraftur er í gosinu sem þykir fallegt að sjá. Í kvöldfréttum Sýnar verðum við í beinni útsendingu frá gosstöðvum og sjáum magnaðar myndir. Innlent 16.7.2025 18:01 Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um alvarlega líkamsárás þar sem maður var sleginn í andlit með „einhverskonar áhaldi“, en rannsókn leiddi í ljós að áhaldið væri hamar. Innlent 16.7.2025 17:15 Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað karlmann af ákæru um nauðgun. Manninum var gefið að sök að nauðga konu í febrúar í fyrra, í sumarbústað þar sem konan var að halda upp á afmæli sitt. Innlent 16.7.2025 16:02 Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Lyfjastofnun varar við fölsuðum OxyContin-töflum sem eru í umferð. Við efnagreiningu kom í ljós að töflurnar innihéldu ekkert oxýkódón, sem er virka efnið í Oxycontin, heldur blöndu annarra efna. Innlent 16.7.2025 15:11 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 334 ›
Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Atvinnuvegaráðherra segist ekki hafa fundið neina lausn til þess að lengja strandveiðitímabilið en frumvarp hans náði ekki fram að ganga á vorþingi. Málaflokkurinn hefur verið færður um ráðuneyti. Innlent 17.7.2025 15:09
Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Maður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsisvist fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa flutt tæplega þrjú kíló af kókaíni til Íslands í apríl. Innlent 17.7.2025 14:06
Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Englendingur sem nýlega fékk íslenskan ríkisborgararétt eftir að hafa búið á Íslandi í tíu ár fagnar breytingunni. Hann les fólki með útlendingaandúð pistilinn og segist ætla að taka þátt í því að byggja upp betra Ísland. Innlent 17.7.2025 14:01
Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. Innlent 17.7.2025 13:35
Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fóru víða og virðast hafa skemmt sér vel í þyrluflugi um landið með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar. Innlent 17.7.2025 13:07
Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. Innlent 17.7.2025 12:55
„Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ Strandveiðimaður segir stéttina upplifa sig svikna og krefur ríkisstjórnina um að efna loforð sín um 48 daga strandveiðitímabil, sem virðist nú runnið í sandinn þar sem strandveiðafrumvarp ríkisstjórnarinnar var ekki afgreitt áður en þingi lauk. Strandveiðitímabilinu er að óbreyttu lokið og sjómaðurinn er ekki bjartsýnn. Innlent 17.7.2025 12:35
„Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Seinna í dag kemur í ljós hvort strandveiðum verður fram haldið í sumar en þær voru stöðvaðar eftir að núverandi kvóti kláraðist í gær. Vinna stendur yfir í ráðuneytinu en framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda vonast eftir fimm þúsund tonnum til viðbótar. Innlent 17.7.2025 12:15
Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Slökkviliðið slökkti eld í heimahúsi á sunnudagsmorgun við Grænásbraut í Ásbrú í Reykjanesbæ. Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur grunur á um að maður hafi kveikt í húsinu. Íbúi í nágrenninu segir að maður á fimmtugsaldri hafi verið handtekinn á vettvangi. Innlent 17.7.2025 11:41
Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á eldgosinu sem hófst enn eina ferðina á Sundhnúksgígaröðinni í gærnótt. Innlent 17.7.2025 11:40
Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Gistihúsaeigandi í Grindavík hefur efnt til mótmæla við lokunarpóstinn hjá Grindavík. Tilefni mótmælanna segir hún mismunun stjórnvalda á hendur ferðaþjónustunni í Grindavík. Innlent 17.7.2025 11:34
Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir að göngustígur sem nú er unnið að við Árskóga hafi verið á skipulagi alveg frá upphafi. Innlent 17.7.2025 11:00
Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eru í útsýnisflugi um Ísland með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar. Innlent 17.7.2025 10:29
Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Landlæknir segir vel koma til greina að banna ljósabekki. Skaðsemi tengd notkun þeirra hefur verið til umræðu undanfarna daga og húðlæknar hafa lagt til blátt bann við notkun ljósabekkja. Innlent 17.7.2025 09:15
Loftgæði mælast óholl á Akureyri Mikil loftmengun mælist á nærri öllum loftgæðamælum á Akureyri, en er ótengd eldgosinu á Reykjanesskaga. Styrkur svifryks hefur mælst yfir mörkum frá því í nótt. Innlent 17.7.2025 07:53
Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum „Það er svolítið erfitt að sjá heildarmyndina,“ segir Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, um þróun gossins á Reykjanesskaga í nótt. Ekkert hafi verið flogið yfir gosið og þá setji leiðinlegt veður strik í reikninginn. Innlent 17.7.2025 06:59
Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Einungis 20 prósent tekjuhæstu einstaklingarnir hafa efni á að kaupa einir íbúðir sem kosta 60 milljónir króna eða meira, ef gert er ráð fyrir 80 prósent veðsetningarhlutfalli. Innlent 17.7.2025 06:40
Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, á í hörðum deilum í kommentakerfinu um strandveiðar. Hún segir við minnihlutann að sakast að strandveiðifrumvarpið hafi ekki fengið afgreiðslu fyrir þinglok en Fiskistofa hefur stöðvað strandveiðar í sumar. Innlent 16.7.2025 23:31
Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Listmálari sem fagnar 100 ára afmæli í vikunni opnaði málverkasýningu í Kópavogi í dag. Hann hefur málað myndir í níutíu ár og segist taka svo miklu ástfóstri við myndir sínar að sumar þeirra vilji hann alls ekki selja. Innlent 16.7.2025 22:56
Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Mengun frá eldgosinu sem stendur yfir á Reykjanesskaga hefur náð alla leið til Vestfjarða og hugsanlega líka í Skagafjörð. Myndir þaðan sýna hvernig dökkblátt mengunarský vofir yfir landslaginu. Innlent 16.7.2025 22:47
Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Fragtskipið Dettifoss er komið úr viðferð eftir að það varð vélarvana á Ballarhafi í síðustu viku og þurfti varðskip Landhelgisgæslunnar að koma því til bjargar. Því seinkar aðeins um tæpan sólarhring. Innlent 16.7.2025 21:50
Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Opnað hefur verið fyrir aðgang íbúa Grindavíkur að bænum. Gróðureldar eru nú mesta hættan í byggð. Unnið er að hækkun varnargarða. Innlent 16.7.2025 21:00
Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Íbúar í Árskógum í Breiðholti festa ekki svefn vegna áhyggja af framkvæmdum á nýjum skjólvegg og göngustíg beint fyrir framan hús þeirra. Hús í sömu götu hefur verið í fréttum vegna græna gímaldsins svokallaða. Innlent 16.7.2025 20:06
„Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands segir að stofnunin þurfi að fara vel yfir það hvers vegna eldgos hófst talsvert fyrr en Veðurstofan hafði gert ráð fyrir. Innlent 16.7.2025 19:44
Kort: Sprungan lengist til norðurs Sprungan á gossvæðinu við Grndavík hefur lengst til norður og hefur sprugna í raun aldrei náð eins langt í eldgosahrinunni sem hófst við Sundhnúk um lok árs 2023. Aftur á móti er tekið að draga úr virkni gossins. Innlent 16.7.2025 19:20
Strandveiðar bannaðar á morgun Strandveiðum er að óbreyttu lokið í ár. Fiskistofa mun stöðva strandveiðar á morgun þar sem ekki verður bætt við aflaheimildir strandveiðibáta í sumar. Innlent 16.7.2025 18:26
Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Enn gýs úr tveimur sprungum við Sundhnúksgígaröðina þar sem eldgos hófst um klukkan fjögur í nótt eftir mikla skjálftavirkni. Töluverður kraftur er í gosinu sem þykir fallegt að sjá. Í kvöldfréttum Sýnar verðum við í beinni útsendingu frá gosstöðvum og sjáum magnaðar myndir. Innlent 16.7.2025 18:01
Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um alvarlega líkamsárás þar sem maður var sleginn í andlit með „einhverskonar áhaldi“, en rannsókn leiddi í ljós að áhaldið væri hamar. Innlent 16.7.2025 17:15
Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað karlmann af ákæru um nauðgun. Manninum var gefið að sök að nauðga konu í febrúar í fyrra, í sumarbústað þar sem konan var að halda upp á afmæli sitt. Innlent 16.7.2025 16:02
Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Lyfjastofnun varar við fölsuðum OxyContin-töflum sem eru í umferð. Við efnagreiningu kom í ljós að töflurnar innihéldu ekkert oxýkódón, sem er virka efnið í Oxycontin, heldur blöndu annarra efna. Innlent 16.7.2025 15:11