Innlent

Boðar „norsku leiðina“ í út­lendinga­málum

Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli.

Innlent

Mjög lítil virkni en mallar enn

Enn er virkni í einum gíg á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta má sjá á vefmyndavélum. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hefur gosórinn haldist mjög lítill í alla nótt og hraunjaðrar breytast lítið. 

Innlent

Vill að maðurinn viður­kenni að hann sé ekki faðir drengsins

Filippseysk kona í Reykjavík hefur stefnt fyrrverandi eiginmanni sínum til að fá það viðurkennt að hann sé ekki faðir drengs sem hún fæddi árið 2014, þegar þau voru gift. Heldur sé annar filippseyskur maður hinn raunverulegi faðir. Hjónin skildu árið 2018 vegna framhjáhalds af hálfu eiginmannsins.

Innlent

Í­búar á gömlum og fal­legum dráttar­vélum í Hrís­ey

Gamlar dráttarvélar eru aðal ferðamáti íbúa í Hrísey enda ekki um miklar vegalengdir að ræða í eyjunni. Mikið er lagt upp úr fallegu útliti vélanna þannig að þær sómi sér vel á staðnum. Veitingamaður í eyjunni, segir alltaf meira nóg að gera yfir sumartímann.

Innlent

Mikill kraftur í ís­lensku at­vinnu­lífi

„Það er mikill kraftur í fólki og það er mikill kraftur í fyrirtækjum landsins allan hringinn í kringum landið”, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Gott dæmi um það sé sandur, sem er breytt í steinull, sem seld er til Færeyja.

Innlent

Fagna frestun fram­kvæmda í Heið­mörk

Veitur hafa frestað fyrirhuguðum framkvæmdum í Heiðmörk sem áttu að hefjast í sumar. Áformin hafa verið nokkuð umdeild en framkvæmdarstjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur fagnar frestun framkvæmda en félagið gerir athugasemdir við að umrædd framkvæmd fari ekki í gegnum deiliskipulag.

Innlent

Allir blása í Landeyjahöfn

Lögreglan á Suðurlandi fylgist með umferð í Landeyjahöfn en Þjóðhátíðargestir flykkjast nú í land. Enginn bílstjóri kemst af svæðinu án þess að vera athugaður af lögreglu.

Innlent

Ís­lenskar konur gáfu nýjan búning á fjall­konuna í Gimli

Um helgina er haldin Íslendingadagurinn í Gimli í Manitoba. Hátiðin var með stærra sniði en áður  því í ár er fagnað 150 árum frá landtöku Íslendinga við Winnipegvatn. Lögð var sérstök áhersla á þau sterku tengsl sem varað hafa á milli þessara landa í 150 ár, en um leið var lögð áhersla á mikilvægi nýrra tengsla á milli þessara samfélaga.

Innlent

Spennandi traktorstorfæra á Flúðum

Þeir voru ekkert að slaka á eða gefast upp ökumenn átta dráttarvéla, sem tóku þátt í traktorstorfæru á Flúðum um helgina í risa drullupolli. Margir þeirra fóru á bólakaf við aksturinn á meðan það drapst á vélunum hjá öðrum.

Innlent