Erlent Saka Indverja um banatilræði í Bandaríkjunum Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa stöðvað banatilræði gegn síka-aðgerðasinna í Bandaríkjunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa rætt við ráðamenn í Indlandi um að þeir síðarnefndu hafi komið að tilræðinu. Stutt er síðan ríkisstjórn Kanada sakaði Indverja um að hafa komið að morði á leiðtoga aðskilnaðarsinna síka þar í landi. Erlent 23.11.2023 14:27 Musk kallar verkfallsaðgerðir í Svíþjóð „geðveiki“ „Þetta er geðveiki,“ segir Elon Musk, stofnandi Tesla, á X/Twitter um verkfallsaðgerðir sem standa yfir í Svíþjóð og beinast gegn starfsstöðvum fyrirtækisins þar í landi. Erlent 23.11.2023 12:41 Hélt fyrst að bíllinn væri flugvél Sprenging varð á landamærum Bandaríkjanna og Kanada við Niagarafossa í gærkvöldi. Það gerðist þegar bíll sem ekið var á miklum hraða að landamærunum, Bandaríkjamegin, tókst á loft og sprakk. Hjón létu lífið og einn landamæravörður slasaðist en enn liggur ekki fyrir af hverju bílnum var ekið á svo miklum hraða. Erlent 23.11.2023 10:36 Óska eftir upplýsingum um lungnabólgufaraldur meðal barna Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur óskað eftir upplýsingum frá Kína um ógreindar lungnabólgusýkingar sem virðast hrjá börn í norðurhluta landsins. Erlent 23.11.2023 10:29 Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. Erlent 23.11.2023 08:41 Stúlkubarn frá Úkraínu endaði hjá pólitískum stuðningsmanni Pútín Blaðamenn á vegum BBC hafa komist að því að stúlkubarn sem fæddist í Kherson í Úkraínu var flutt til Rússlands að undirlagi konu sem nú er gift einum helsta pólitíska stuðningsmanni Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Erlent 23.11.2023 07:33 Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. Erlent 23.11.2023 06:57 Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Finnsk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni loka öllum landamærastöðvum utan einnar við landamæri landsins að Rússlandi. Er um að ræða aðgerð til að stemma stigu við komu hælisleitenda. Erlent 22.11.2023 23:38 Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. Erlent 22.11.2023 21:47 Tveir látnir eftir að bíll sprakk við landamæri Bandaríkjanna og Kanada Tveir eru látnir eftir að bíll sprakk á regnbogabrúnni svökölluðu á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Bandaríska alríkislögreglan hefur málið til rannsóknar. Erlent 22.11.2023 19:08 Dæmdur fyrir að afhöfða mann með flugvél Franskur flugmaður hefur verið sakfelldur fyrir að afhöfða fallhlífarstökkvara með flugvélarvæng árið 2018. Flugmaðurinn flaug á fallhlífarstökkvarann, sem hafði skömmu áður stokkið úr þessari sömu flugvél, í um fjögur þúsund metra hæð. Erlent 22.11.2023 14:11 Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. Erlent 22.11.2023 13:37 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við höfum ekki næg skotfæri en þeir hafa nóg af fólki“ Harðir bardagar eiga sér enn stað á víglínunum í Úkraínu, þó byrjað sé að hægja á þeim vegna blautveðurs í aðdraganda vetrar. Í austri gera Rússar enn umfangsmiklar árásir á þreytta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og líkja Úkraínumenn Rússum við uppvakninga sem sækja fram í bylgjum. Erlent 22.11.2023 11:04 Þeim fjölgar sem finnast löngu eftir andlát Þeim fjölgar ört sem látast á Englandi og í Wales en finnast ekki fyrr en löngu seinna, þannig að líkin eru farin að brotna niður. Vísindamenn segja þáttum á borð við aukna félagslega einangrun um að kenna. Erlent 22.11.2023 07:09 Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. Erlent 22.11.2023 06:25 Þingkona sakar kollega um byrlun Sandrine Josso, þingkona á franska þinginu hefur sakað öldungardeildarþingmanninn Joël Guerriau um að hafa byrlað sér þar sem hún var gestur á heimili hans í síðustu viku. Erlent 21.11.2023 22:16 Stríðinu muni ekki ljúka þótt gíslarnir komi heim Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir stríðið milli Ísraelsmanna og Hamas munu halda áfram, þrátt fyrir að gíslunum sem teknir voru í síðasta mánuði verði sleppt. Ísrael muni halda áfram að berjast þar til „öllum markmiðum hefur verið náð“. Erlent 21.11.2023 21:06 Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þar til vopnahlé verður samþykkt Löggjafarþing Suður-Afríku hefur samþykkt tillögu þess efnis að sendiráði Ísraels í landinu verði lokað og stjórnmálasambandi ríkjanna tveggja slitið, uns Ísrael samþykkir vopnahlé á Gasa. Erlent 21.11.2023 17:53 Hafa fundið lík strákanna sem hurfu Lögreglan í Wales hefur fundið lík fjögurra táninga sem leitað hafði verið að í norðurhluta landsins síðan á sunnudaginn. Erlent 21.11.2023 17:29 Pútín náðaði djöfladýrkanda sem myrti fjóra táninga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur náðað djöfladýrkanda sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi árið 2010 fyrir að myrða og búta niður fjóra táninga. Maðurinn, sem heitir Nikolaí Oglobljak, var náðaður eftir að hafa verið í svokölluðum fangasveitum Rússa í Úkraínu í hálft ár. Erlent 21.11.2023 16:46 Samkomulag um vopnahlé í sjónmáli Ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael munu koma saman á fundi seinni partinn, þar sem þeir munu ræða samkomulag um að skipta á föngum fyrir gísla í haldi Hamas og mögulegt vopnahlé á Gasaströndinni. Samkomulag er sagt vera næstum því í höfn. Erlent 21.11.2023 14:58 Dauðsfall konu í rassastækkun orðið milliríkjamál Embættismenn frá Bretlandseyjum munu funda með kollegum sínum í Tyrklandi eftir að bresk kona lést þegar hún gekkst undir rassastækkun á einkaspítala í Istanbúl. Erlent 21.11.2023 11:33 Pistorius fær annan séns vegna mistaka Oscar Pistorius fær annað tækifæri til að sleppa snemma úr fangelsi á föstudaginn þegar fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku taka fyrir aðra umsókn fyrrverandi Ólympíugullverðlaunahafans. Honum var hafnað um reynslulausn í mars en önnur umsókn er til íhugunar í þessari viku. Erlent 21.11.2023 10:41 Forsetatíð George Weah senn á enda Joseph Boakai vann nauman sigur á forsetanum og knattspyrnumanninum fyrrverandi, George Weah, í síðari umferð forsetakosninganna í Líberíu sem fram fóru þarsíðustu helgi. Samkvæmt tölum frá landskjörstjórn hlaut Boakai 20.567 fleiri atkvæði en Weah. Erlent 21.11.2023 09:02 Hitametin falla í Brasilíu Hitamet var slegið í Brasilíu á sunnudaginn var þegar hitamælar í bænum Araçuaí í suð-austurhluta landsins sýndu 44.8 gráður á selsíuskvarðanum. Erlent 21.11.2023 07:29 Stjórnarandstaðan sprengdi reyksprengjur og kveikti eld í þingsal Stjórnarandstöðuþingmenn í Albaníu sprengdu reyksprengjur og kveiktu eld í miðjum þingsal í gær til að freista þess að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlög 2024. Erlent 21.11.2023 07:10 Leiðtogi Hamas segir samkomulag um vopnahlé á lokametrunum Aðstoðarmaður Ismail Haniyeh, leiðtoga Hamas, sendi Reuters yfirlýsingu í morgun þar sem hann sagði samtökin nálægt því að ná samkomulagi við Ísrael um vopnahlé. Erlent 21.11.2023 06:45 Birtu myndband af göngum undir al-Shifa sjúkrahúsinu Ísraelar birtu um helgina myndefni frá al-Shifa sjúkrahúsinu sem á að sýna að Hamas-liðar voru þar og að finna megi göng undir sjúkrahúsinu. Meðal annars sýnir myndefnið Hamas-liða flytja gísla til sjúkrahússins þann 7. október. Erlent 20.11.2023 16:03 „Hinn klikkaði“ tantra-sérfræðingur nýr forseti Argentínu Javier Milei, nýr forseti Argentínu, hefur heitið umfangsmiklum breytingum á ríkinu eftir kosningabaráttu sem hefur einkennst af miklum öfgum og heift. Forsetinn nýi hefur heitið því að grípa hratt til umfangsmikilla aðgerða. Erlent 20.11.2023 13:35 Shakira semur um skattalagabrotin Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast. Erlent 20.11.2023 10:41 « ‹ 106 107 108 109 110 111 112 113 114 … 334 ›
Saka Indverja um banatilræði í Bandaríkjunum Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa stöðvað banatilræði gegn síka-aðgerðasinna í Bandaríkjunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa rætt við ráðamenn í Indlandi um að þeir síðarnefndu hafi komið að tilræðinu. Stutt er síðan ríkisstjórn Kanada sakaði Indverja um að hafa komið að morði á leiðtoga aðskilnaðarsinna síka þar í landi. Erlent 23.11.2023 14:27
Musk kallar verkfallsaðgerðir í Svíþjóð „geðveiki“ „Þetta er geðveiki,“ segir Elon Musk, stofnandi Tesla, á X/Twitter um verkfallsaðgerðir sem standa yfir í Svíþjóð og beinast gegn starfsstöðvum fyrirtækisins þar í landi. Erlent 23.11.2023 12:41
Hélt fyrst að bíllinn væri flugvél Sprenging varð á landamærum Bandaríkjanna og Kanada við Niagarafossa í gærkvöldi. Það gerðist þegar bíll sem ekið var á miklum hraða að landamærunum, Bandaríkjamegin, tókst á loft og sprakk. Hjón létu lífið og einn landamæravörður slasaðist en enn liggur ekki fyrir af hverju bílnum var ekið á svo miklum hraða. Erlent 23.11.2023 10:36
Óska eftir upplýsingum um lungnabólgufaraldur meðal barna Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur óskað eftir upplýsingum frá Kína um ógreindar lungnabólgusýkingar sem virðast hrjá börn í norðurhluta landsins. Erlent 23.11.2023 10:29
Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. Erlent 23.11.2023 08:41
Stúlkubarn frá Úkraínu endaði hjá pólitískum stuðningsmanni Pútín Blaðamenn á vegum BBC hafa komist að því að stúlkubarn sem fæddist í Kherson í Úkraínu var flutt til Rússlands að undirlagi konu sem nú er gift einum helsta pólitíska stuðningsmanni Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Erlent 23.11.2023 07:33
Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. Erlent 23.11.2023 06:57
Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Finnsk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni loka öllum landamærastöðvum utan einnar við landamæri landsins að Rússlandi. Er um að ræða aðgerð til að stemma stigu við komu hælisleitenda. Erlent 22.11.2023 23:38
Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. Erlent 22.11.2023 21:47
Tveir látnir eftir að bíll sprakk við landamæri Bandaríkjanna og Kanada Tveir eru látnir eftir að bíll sprakk á regnbogabrúnni svökölluðu á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Bandaríska alríkislögreglan hefur málið til rannsóknar. Erlent 22.11.2023 19:08
Dæmdur fyrir að afhöfða mann með flugvél Franskur flugmaður hefur verið sakfelldur fyrir að afhöfða fallhlífarstökkvara með flugvélarvæng árið 2018. Flugmaðurinn flaug á fallhlífarstökkvarann, sem hafði skömmu áður stokkið úr þessari sömu flugvél, í um fjögur þúsund metra hæð. Erlent 22.11.2023 14:11
Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. Erlent 22.11.2023 13:37
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við höfum ekki næg skotfæri en þeir hafa nóg af fólki“ Harðir bardagar eiga sér enn stað á víglínunum í Úkraínu, þó byrjað sé að hægja á þeim vegna blautveðurs í aðdraganda vetrar. Í austri gera Rússar enn umfangsmiklar árásir á þreytta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og líkja Úkraínumenn Rússum við uppvakninga sem sækja fram í bylgjum. Erlent 22.11.2023 11:04
Þeim fjölgar sem finnast löngu eftir andlát Þeim fjölgar ört sem látast á Englandi og í Wales en finnast ekki fyrr en löngu seinna, þannig að líkin eru farin að brotna niður. Vísindamenn segja þáttum á borð við aukna félagslega einangrun um að kenna. Erlent 22.11.2023 07:09
Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. Erlent 22.11.2023 06:25
Þingkona sakar kollega um byrlun Sandrine Josso, þingkona á franska þinginu hefur sakað öldungardeildarþingmanninn Joël Guerriau um að hafa byrlað sér þar sem hún var gestur á heimili hans í síðustu viku. Erlent 21.11.2023 22:16
Stríðinu muni ekki ljúka þótt gíslarnir komi heim Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir stríðið milli Ísraelsmanna og Hamas munu halda áfram, þrátt fyrir að gíslunum sem teknir voru í síðasta mánuði verði sleppt. Ísrael muni halda áfram að berjast þar til „öllum markmiðum hefur verið náð“. Erlent 21.11.2023 21:06
Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þar til vopnahlé verður samþykkt Löggjafarþing Suður-Afríku hefur samþykkt tillögu þess efnis að sendiráði Ísraels í landinu verði lokað og stjórnmálasambandi ríkjanna tveggja slitið, uns Ísrael samþykkir vopnahlé á Gasa. Erlent 21.11.2023 17:53
Hafa fundið lík strákanna sem hurfu Lögreglan í Wales hefur fundið lík fjögurra táninga sem leitað hafði verið að í norðurhluta landsins síðan á sunnudaginn. Erlent 21.11.2023 17:29
Pútín náðaði djöfladýrkanda sem myrti fjóra táninga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur náðað djöfladýrkanda sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi árið 2010 fyrir að myrða og búta niður fjóra táninga. Maðurinn, sem heitir Nikolaí Oglobljak, var náðaður eftir að hafa verið í svokölluðum fangasveitum Rússa í Úkraínu í hálft ár. Erlent 21.11.2023 16:46
Samkomulag um vopnahlé í sjónmáli Ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael munu koma saman á fundi seinni partinn, þar sem þeir munu ræða samkomulag um að skipta á föngum fyrir gísla í haldi Hamas og mögulegt vopnahlé á Gasaströndinni. Samkomulag er sagt vera næstum því í höfn. Erlent 21.11.2023 14:58
Dauðsfall konu í rassastækkun orðið milliríkjamál Embættismenn frá Bretlandseyjum munu funda með kollegum sínum í Tyrklandi eftir að bresk kona lést þegar hún gekkst undir rassastækkun á einkaspítala í Istanbúl. Erlent 21.11.2023 11:33
Pistorius fær annan séns vegna mistaka Oscar Pistorius fær annað tækifæri til að sleppa snemma úr fangelsi á föstudaginn þegar fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku taka fyrir aðra umsókn fyrrverandi Ólympíugullverðlaunahafans. Honum var hafnað um reynslulausn í mars en önnur umsókn er til íhugunar í þessari viku. Erlent 21.11.2023 10:41
Forsetatíð George Weah senn á enda Joseph Boakai vann nauman sigur á forsetanum og knattspyrnumanninum fyrrverandi, George Weah, í síðari umferð forsetakosninganna í Líberíu sem fram fóru þarsíðustu helgi. Samkvæmt tölum frá landskjörstjórn hlaut Boakai 20.567 fleiri atkvæði en Weah. Erlent 21.11.2023 09:02
Hitametin falla í Brasilíu Hitamet var slegið í Brasilíu á sunnudaginn var þegar hitamælar í bænum Araçuaí í suð-austurhluta landsins sýndu 44.8 gráður á selsíuskvarðanum. Erlent 21.11.2023 07:29
Stjórnarandstaðan sprengdi reyksprengjur og kveikti eld í þingsal Stjórnarandstöðuþingmenn í Albaníu sprengdu reyksprengjur og kveiktu eld í miðjum þingsal í gær til að freista þess að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlög 2024. Erlent 21.11.2023 07:10
Leiðtogi Hamas segir samkomulag um vopnahlé á lokametrunum Aðstoðarmaður Ismail Haniyeh, leiðtoga Hamas, sendi Reuters yfirlýsingu í morgun þar sem hann sagði samtökin nálægt því að ná samkomulagi við Ísrael um vopnahlé. Erlent 21.11.2023 06:45
Birtu myndband af göngum undir al-Shifa sjúkrahúsinu Ísraelar birtu um helgina myndefni frá al-Shifa sjúkrahúsinu sem á að sýna að Hamas-liðar voru þar og að finna megi göng undir sjúkrahúsinu. Meðal annars sýnir myndefnið Hamas-liða flytja gísla til sjúkrahússins þann 7. október. Erlent 20.11.2023 16:03
„Hinn klikkaði“ tantra-sérfræðingur nýr forseti Argentínu Javier Milei, nýr forseti Argentínu, hefur heitið umfangsmiklum breytingum á ríkinu eftir kosningabaráttu sem hefur einkennst af miklum öfgum og heift. Forsetinn nýi hefur heitið því að grípa hratt til umfangsmikilla aðgerða. Erlent 20.11.2023 13:35
Shakira semur um skattalagabrotin Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast. Erlent 20.11.2023 10:41