Fastir pennar

Gagnkvæmur ávinningur

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Hópur flóttafólks er nú væntanlegur til Íslands en fjögur ár eru síðan síðast kom skipulagður hópur flóttafólks til landsins. Þá komu hingað átta palestínskar konur ásamt börnum sínum og settust að á Akranesi.

Fastir pennar

Málefnalínurnar skýrast

Þorsteinn Pálsson skrifar

Stefnuræða forsætisráðherra í vikunni og umræður um hana skýrðu býsna vel málefnalínurnar í pólitíkinni. Hitt verður að draga í efa að umræðan hafi skilið eftir hjá mörgum skýra framtíðarmynd um endurreisnina og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna.

Fastir pennar

Kæru landsmenn

Svava Brooks skrifar

Það fer um mig hrollur þegar ég sé heiftarleg viðbrögð við auglýsingunum okkar. Ég anda djúpt, tel upp að 100 og minni mig á þá óþrjótandi samúð sem ég hef með okkur öllum og þá sérstaklega börnum sem eru að glíma við þögnina, óttann og afneitunina sem ríkir í kringum kynferðislegt ofbeldi á börnum. Blátt áfram er að bera á borð staðreyndir málsins. Það er staðreynd að 93% barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi þekkja gerendurna, einstaklinga úr öllum stéttum, gjarnan í hlutverkum sem við hin fullorðnu treystum og í því skjóli skáka gerendur, bæði konur og karlar. Við erum ekki að ásaka neina sérstaka starfsstétt um að beita börn ofbeldi frekar en aðra. Við erum að benda fólki á að í þeim hópum fólks sem vinna með börnum og eru langflestir traustsins vert, leynast oft einstaklingar sem eru að gera slæma hluti en ekki góða. Í stað þess að ráðast á sendiboðann bið ég alla að staldra við og hugsa málið til enda. Ef þú ert einn af þeim fjölmörgu sem starfa með börnum, biðjum við þig að koma til samstarfs við okkur til að tryggja öryggi þeirra. Hvað get ég gert, spyrð þú ef til vill. Þú getur viðurkennt þá erfiðu staðreynd að inni á milli eru einstaklingar sem grafa undan því trausti sem þú hefur áunnið þér í þínu starfi vegna þess að því fylgir traust og vald yfir börnum. Þú getur lært hvað þú átt að gera til að standa undir því trausti sem til þín er borið og hvernig þú getur verið á varðbergi gagnvart þeim sem gera það ekki.

Fastir pennar

Draumur um margs konar mjólk

Pawel Bartoszek skrifar

Um daginn las ég frétt um að "mjólkin“ seldist óvenju vel. Það er kannski dálítið táknrænt að hér á landi megi með góðri samvisku setja ákveðinn greini á mjólkina, því það er eiginlega bara ein ákveðin til.

Fastir pennar

Besti tíminn

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Íslensk umræða um Evrópusambandið (ESB) snýst að mestu um hversu mikil upplausn ríkir innan sambandsins. Stóryrtir andstæðingar þess að aðildarferli Ísland fái að klárast með þjóðaratkvæðagreiðslu leggja línurnar með einföldunum, dómsdagsvísum og þjóðrembu. Þeim tókst meira að segja að láta kosningar um forseta Íslands snúast um ESB. Sigurstranglegur frambjóðandi þurfti meira að segja að þvo af sér aðildarsinna-stimpil sem sitjandi forseti klíndi á hann með því að líkja inngöngu í sambandið við það að leigja herbergi í brennandi húsi.

Fastir pennar

Bjarg­vætturinn og lög­brotin

Magnús Halldórsson skrifar

Ein af röksemdum dómara Hæstaréttar, fyrir fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi sem Ragnar Z. Guðjónsson og Jón Þorsteinn Jónsson hlutu fyrir umboðssvik, hefur fengið marga þá sem nú eru til rannsóknar hjá yfirvöldum til þess að skjálfa á beinunum, eða þannig túlka ég í það minnsta nokkur samtöl sem ég hef átt við lögmenn um þennan dóm.

Fastir pennar

Upp brekku á baki skattgreiðenda

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra fylgdi fjárlagafrumvarpi sínu úr hlaði með grein í Fréttablaðinu í gær. Hún rifjaði þar upp að hún hefði áður sagt í grein hér í blaðinu að þótt mörgum hefði þótt ókleift fjall blasa við eftir hrun, miðaði vel í fjallgöngunni. Enn væri þó brekka eftir í ríkisfjármálunum. Ráðherrann lætur í það skína að nú sé brekkan að verða búin.

Fastir pennar

Forstjórinn ÞÚ í fyrirtækinu "ÉG“

Rúna Magnúsdóttir skrifar

Það var árið 1997 sem Tom Peters, einn dálkahöfunda hjá Fast Company, skrifaði grein undir yfirskriftinni "THE BRAND CALLED YOU!" eða "Vörumerkið þú!" Greinin vakti viðbrögð um allan heim og opnaði augu fólks fyrir því að verða meðvitaðra um fyrir hvað það

Fastir pennar

Súpukjötshagkerfið

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Langtímahagvöxtur á Íslandi mun ekki byggjast aðallega á enn frekari nýtingu náttúruauðlinda landsins, heldur á nýtingu þeirrar auðlindar sem býr í kollinum á Íslendingum sjálfum, þekkingar og tæknikunnáttu.

Fastir pennar

Öll með tölu Kvennaathvarfsins

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Rúm þrjátíu ár eru síðan hópur kvenna tók sig saman og boðaði til stofnfundar Samtaka um kvennaathvarf. Rétt um hálfu ári síðar var búið að gera húsnæði klárt til þess að taka á móti fyrstu dvalarkonunum.

Fastir pennar

Hungurleikarnir á Miklubraut

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Við vorum á Spáni fjölskyldan í sumar og meðal þess sem var svo ánægjulegt að upplifa var sá siður ökumanna að staðnæmast nær undantekningarlaust fyrir gangandi vegfarendum. Þetta er víst mikið gert í útlöndum, heyrir maður. Annað sem var beinlínis hrífandi að fylgjast með í fari hinna erlendu ökumanna var sá siður þeirra að gefa

Fastir pennar

Vandinn liggur í kjörunum

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Ef fram heldur sem horfir verður lagaákvæði um að tveir þriðju hlutar starfsmanna leikskóla skuli vera með leikskólakennarapróf ekki uppfyllt fyrr en árið 2041 í allra fyrsta lagi. Sá útreikningur miðast þó við að hvert þeirra 180 námsplássa sem til boða standa ár hvert séu fullnýtt og að ekkert brottfall berði úr námi og allir útskrifaðir skili sér til starfa.

Fastir pennar

Peningaheimspeki

Magnús Halldórsson skrifar

Ástralski heimspekingurinn John Armstrong, kennari við Melbourne Business School í Ástralíu til margra ára, er einn þeirra sem hefur velt peningum mikið fyrir sér. Líklega hafa nú allir gert það, en hann hefur hugsað dýpra um peninga en flestir, held ég að sé óhætt að segja. Ekki svo að skilja að hann hafi fjallað um hagfræði, peningastefnu og fjármálaþjónustu, eða eitthvað þess háttar, í sínum fyrirlestrum.

Fastir pennar

Hvenær á ráðherra að segja af sér?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Formaður þingflokks VG og prófessor í stjórnmálafræðum við Háskóla Íslands hafa af tveimur ólíkum tilefnum sett fram sjónarmið um afsögn Ögmundar Jónassonar. Við venjulegar aðstæður fylgir bæði þungi og ábyrgð orðum þeirra sem slíkum stöðum gegna. Þau ættu því að hafa veruleg áhrif. En í reynd sýnast bæði stjórnmálamenn og fjölmiðlar vega orð þeirra eins og fis sem hverfur með golunni. Það ætti að vera þeim nokkurt umhugsunarefni.

Fastir pennar

Meinlokur

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Stundum er það svo að hugmyndir og jafnvel ranghugmyndir skjóta svo föstum rótum í hugum fólks að engar fortölur duga til að því snúist hugur. Er þá stundum vaðið áfram með arfavitlausar hugmyndir og þær látnar verða að veruleika, hverjar svo sem afleiðingarnar kunna að verða, og sama hversu mikið hagkvæmari og betri aðrar leiðir kynnu annars að vera.

Fastir pennar

Gaufið við Geysi á enda?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Alltof lengi hafa mál hins heimsfræga hverasvæðis í Haukadal verið í ólestri. Átroðningur ferðamanna eykst þar stöðugt og nú er talið að um hálf milljón manna heimsæki svæðið árlega. Ekki hafa verið til peningar til að bæta aðgang, merkingar og þjónustu við ferðamenn og þess vegna liggur þessi náttúruperla undir skemmdum eins og svo margar aðrar víða um land. Skorti á skiltum, merktum stígum og landvörzlu fylgir aukinheldur slysahætta.

Fastir pennar

Gráðuga dagmamman

Pawel Bartoszek skrifar

Í fréttum vikunnar var þetta helst: Til eru foreldrar sem vilja borga mikið fyrir að vera með barnið hjá dagmömmu. Fyrir vikið fá sumar dagmömmur mikið borgað. Hjá Kópavogsbæ er leitað leiða til tækla þetta vandamál.

Fastir pennar

Falin skuld er samt skuld

Þorður snær júlíusson skrifar

Ísland og Grikkland eru, með réttu eða röngu, holdgervingar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Ástæður hamfara þeirra eru þó afar ólíkar. Ísland féll vegna þess að ofurskuldsettur einkageiri dró þjóðríkið með sér niður en Grikkland felldi sig sjálft með gegndarlausri ríkisskuldabréfaútgáfu og hömlulausu útgjaldafylleríi.

Fastir pennar

Ágætir unglingar

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Miklu lengur en elztu menn muna hefur hver kynslóð hneykslazt á þeirri næstu á eftir, gjarnan undir slagorðinu vinsæla "heimur versnandi fer". Þeim eldri finnst siðgæði, vinnusemi og mannkostum gjarnan fara hnignandi hjá kynslóð afkomendanna.

Fastir pennar

Ungar konur og leghálsinn

Teitur Guðmundsson skrifar

Það er merkilegt að hlusta á og fylgjast með fréttum af þeirri staðreynd að konur virðast í minni mæli fara í skoðun með tilliti til forvarna gegn leghálskrabbameini. Þá kemur einnig fram að konur sem greinast nú séu með lengra genginn sjúkdóm en áður og því erfiðara um vik að meðhöndla þær. Kvenlæknar kalla eftir vitundarvakningu og hafa áhyggjur af þróun mála. Um langt árabil hefur Krabbameinsfélagið og kvenlæknar auk heimilis- og heilsugæslulækna á landsbyggðinni framkvæmt svokallaða leghálsskoðun með sýnatöku í því tilliti að sjá hvort forstigsbreytingar krabbameins séu til staðar. Slík skoðun er ein fárra sem er viðurkennt að eigi rétt á sér í forvarnaskyni. Undirritaður hefur áður ritað greinar um krabbamein og forvarnir gegn þeim, mest varðandi ristilkrabbamein, sem er eitt hið algengasta hjá báðum kynjum og mikilvægi forvarna þar ótvírætt.

Fastir pennar

Harpa og hin húsin

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Þegar Björn S. Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra réttlætti hér í blaðinu síðastliðinn mánudag hin glórulausu fasteignagjöld sem Hörpu er gert að greiða – milljón á dag – sagði hann orðrétt: ?Það gengur eitt yfir alla. Harpa er mjög stórt hús sem borgar fasteignagjöld í samræmi við það.? Og stór er Harpa, það er alveg rétt, tæpir 29.000 m², en þó er hún ekki jafn stór og Kringlan sem er tæplega 41.000 m². Hún er heldur ekki jafn stór og Smáralind sem er rúmlega 62.000 m².

Fastir pennar

Orðið gott

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Íbúðalánasjóður skilaði enn einu vondu uppgjöri fyrir helgina. Tap sjóðsins á fyrri helmingi ársins var 3,1 milljarður króna og eigið fé er komið niður fyrir lögbundin mörk. Því stefnir í að skattgreiðendur þurfi að leggja sjóðnum til 11 til 12 milljarða króna, til viðbótar við þá 33 sem Alþingi hafði þegar samþykkt að borga til að hífa upp eiginfjárhlutfallið.

Fastir pennar

Siðaðra manna samfélag

Þúsundir ólögráða unglinga hefja þessa dagana nám í nýjum framhaldsskóla. Það er ákaflega mismunandi hvernig samnemendur þeirra taka á móti þeim, eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í sumum framhaldsskólum tíðkast enn „busavígslur" þar sem fólk er útatað í einhverju ógeði, látið innbyrða skemmdan eða óætan mat og atyrt og niðurlægt á ýmsan hátt. Annars staðar er tekið á móti krökkunum með kaffi eða kvöldvöku.

Fastir pennar

Höftin fá nýtt nafn

Þorsteinn Pálsson skrifar

Í vikunni birti Seðlabankinn skýrslu til efnahagsráðherra um varúðarreglur eftir fjármagnshöft. Hún er áhugavert framlag til hagfræðilegrar umræðu um peningamálastjórnun. En hitt er þó ekki síðra að hún varpar ljósi á ýmsar pólitískar hliðar á þessu mikla viðfangsefni sem þarfnast skýringa.

Fastir pennar

Tornæmt íhald?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Innanríkisráðherrann, Ögmundur Jónasson, er annar ráðherrann í vinstristjórninni sem kærunefnd jafnréttismála úrskurðar að hafi brotið jafnréttislögin með því að ráða karl fremur en konu í opinbert embætti. Héraðsdómur hefur svo staðfest þá niðurstöðu hvað varðar ráðningu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu.

Fastir pennar

Efnahagurinn, bjáni!

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Vorið 2009 hefðu alþingiskosningarnar átt að snúast um nokkur lykilatriði í endurreisn fallins efnahags Íslands. Þess í stað lagði fyrsta vinstrisinnaða meirihlutastjórnin upp með stærsta stjórnarsáttmála Íslandssögunnar. Hann innihélt víðtækar breytingar á mörgum sviðum samfélagsins. Því fer fjarri að eining og sátt ríki hjá þjóðinni um þær breytingar. Á tímum þegar samstaða var nauðsynleg hefur sundrung og tortryggni aukist frekar en hitt. Það er eins og stjórnarflokkarnir hafi séð yfirstandandi kjörtímabil sem sitt eina tækifæri til að ýta í gegn öllum sínum hugðarefnum.

Fastir pennar

Þolendum og gerendum hjálpað

Fréttablaðið hefur undanfarna daga sagt fremur ömurlegar fréttir af heimilisofbeldi á Íslandi. Samkvæmt tölum frá ríkislögreglustjóra er lögreglan kölluð út tvisvar til þrisvar dag hvern vegna heimilisófriðar, alls yfir sjö þúsund sinnum undanfarin fimm ár. Í yfir fimmtán hundruð tilfellum var ofbeldi beitt. Þrír fjórðu hlutar ofbeldisfólksins voru karlar og fjórðungur konur. Áfengi og fíkniefni komu við sögu í stórum hluta tilvika.

Fastir pennar

Hæstiréttur og Mannréttindadómstóll Evrópu

Róbert Ragnar Spanó skrifar

Hinn 10. júlí sl. kvað Mannréttindadómstóll Evrópu upp dóma í málum tveggja íslenskra blaðamanna sem höfðu fyrir dómstólum hér á landi sætt ómerkingu ummæla og verið gert að greiða miskabætur vegna greinarskrifa í DV annars vegar og í Vikunni hins vegar.

Fastir pennar