Fastir pennar

Blendnar tilfinningar á þjóðhátíðardegi

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Þjóðhátíðardagurinn er í dag og bærst sjálfsagt víða blendnar tilfinningar í brjósti fólks. Þjóðin hefur orðið fyrir gífurlegu áfalli eftir hrun bæði gjaldmiðils og fjármálakerfis og sjálfstraustið er skert. Ekki er því útilokað að einhverjir sveifli fána með hálfum hug í rigningarsudda á Austurvelli í dag.

Fastir pennar

Skuldir

Sverrir Jakobsson skrifar

Skuldir heimilanna hafa verið eitt af meginviðfangsefnum stjórnmálanna undanfarinn vetur en ekki verður sagt að þær hafi áður talist til stórverkefna íslenskra stjórnmálamanna. Það er að mörgu leyti athyglisverð staðreynd því að mikil skuldasöfnun íslenskra heimila er alls ekki nýtilkomin. Undanfarna þrjá áratugi hafa skuldir heimilanna við lánakerfið stöðugt verið að aukast. Þær voru 20% af ráðstöfunartekjum árið 1980, 80% árið 1990, 140% árið 1998 og rúmlega 200% árið 2005. Á þessum tíma voru það þó einungis fáeinir stjórnmálamenn (einkum Steingrímur J. Sigfússon) og fáeinir fræðimenn (einkum Stefán Ólafsson) sem lýstu verulegum áhyggjum af þróuninni. Mikill meirihluti stjórnmálamanna og gervallt hagfræðingastóð landsins áleit þessa þróun hins vegar ekkert sérstakt vandamál. Lengi vel hélst skuldasöfnunin líka í hendur við vaxandi meðaltekjur og virðast flestir stjórnmálamenn hafa séð fyrir sér að sú þróun gæti einungis stefnt í eina átt.

Fastir pennar

Peningar sem vaxa á trjám

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Ástæða er til þess að fagna ítarlegri úttekt nefndar sérfræðinga um möguleika þjóðarinnar til þess að úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda í mismunandi geirum samfélagsins. Niðurstöður nefndarinnar, sem starfað hefur á vegum umhverfisráðuneytisins frá því á vordögum 2007, voru kynntar síðastliðinn föstudag.

Fastir pennar

Tveir sköllóttir

Einar Már Jónsson skrifar

Fyrri hluta dags þegar Evrópukosningarnar svokölluðu stóðu yfir leit ég inn í kjördeild í París, og var þar eyðilegt um að lítast. Þegar mjög illa er mætt á einhverjum stað segja Frakkar gjarnan í niðrandi tón að þangað hafi ekki komið nema „tveir sköllóttir og þrír snoðaðir"; það eru þó allavega fimm manns samtals, en í kjördeildinni voru ekki nema þessir tveir sköllóttu komnir til að kjósa, annar á leiðinni út og hinn á leiðinni inn. Þá þótti mér sýnt að þátttakan í þessum kosningum myndi ekki verða yfirmáta mikil, og þó höfðu franskir fjölmiðlar ekkert til þess sparað dagana og vikurnar á undan til að koma þeirri hugmynd inn hjá kjósendum að Evrópuþingið væri lífsnauðsynleg stofnun, þar réðust örlög alheims og veraldarheill væri undir því komin að allir greiddu atkvæði.

Fastir pennar

Djúp þörf fyrir kaflaskil

Jón Kaldal skrifar

Miklu skiptir fyrir íslenskt samfélag að kaflaskil fáist í þrjú stór mál, sem allra fyrst. Það þarf að koma Icesave-samningum frá, sækja um aðild að Evrópusambandinu og ljúka rannsóknum á aðdraganda og eftirköstum bankahrunsins.

Fastir pennar

Hugsanlega

Þorsteinn Pálsson skrifar

Pólitískar vísbendingar um möguleika á þjóðstjórn eru ekki sýnilegar eins og sakir standa. Þörfin fyrir skýra framtíðarsýn, vissu um hvað til bragðs skuli taka og breiðari samstöðu um framkvæmd einstakra mála er þó smám saman að verða augljósari og brýnni en áður.

Fastir pennar

Reynslusögur frá Rússlandi

Þorvaldur Gylfason skrifar

Þetta var nokkru eftir 1980. Ég var staddur í Leníngrað, hún hét því nafni þá þessi sögufræga og fallega borg austast við Eystrasalt, ég bjó á Hótel Pribaltiskaya, útlendingar voru yfirleitt hafðir þar í hæfilegri fjarlægð frá miðborginni. Ég fór ferða minna með leigubílum og spurði einn bílstjórann hvað ný Lada kostaði út úr búð. Hann sleppti stýrinu og slengdi tíu fingrum tvisvar upp í loftið.

Fastir pennar

Að axla ábyrgð

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Samkomulag við Breta um lausn Icesave-deilunnar er fagnaðarefni og hluti af úrlausn þeirra mörgu vandamála sem við blasa í endurreisn landsins eftir efnahagshörmungar.

Fastir pennar

Tragikómískar u-beygjur

Jón Kaldal skrifar

Umræðan á Alþingi um Iesave-samninginn hefur verið lærdómsríkt hraðnámskeið fyrir fólkið í landinu, á að minnsta kosti tvo vegu. Fyrri hlutinn snýr að því hversu rígfastir margir þingmannanna okkar eru í þeim gömlu stellingum að freista þess að bregða fæti fyrir pólitíska andstæðinga með öllum tiltækum ráðum.

Fastir pennar

Ósagða ræðan

Á sjómannadaginn töluðu flestir eðli máls samkvæmt um nýju stjórnarstefnuna um sviptingu veiðiheimilda. Þar á var þó ein undantekning: Ræða sjávarútvegsráðherrans um það efni er enn ósögð. Hvernig má það vera?

Fastir pennar

Börn og annað fólk

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Árla dags í október 1997 sat ég í skólastofu í úthverfi Hamborgar í Þýskalandi og fylgdist með Olgu Guðrúnu Árnadóttur spjalla við börnin í bekknum, sem voru á fermingaraldri, og lesa fyrir þau úr bók sinni „Peð á plánetunni Jörð". Tíminn hófst með því að kennari unglinganna kynnti góðan gest, rithöfund frá Íslandi, sem hefði skrifað vinsæla unglingabók og ætlaði að lesa úr henni fyrir þau. Síðan settist hann hjá mér, en Olga Guðrún tók sér stöðu framan við kennaraborðið og ávarpaði bekkinn. Nokkrir strákar áttu erfitt með að sitja kyrrir og voru bersýnilega að spegla sig hver í öðrum, flissuðu, iðuðu í sætunum og skimuðu látlaust í kringum sig, en að öðru leyti virtust þessir krakkar forvitnir fremur en áhugasamir um þessa óvæntu heimsókn.

Fastir pennar

Hin tæra snilld

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Tær snilld voru þau orð sem fyrrverandi bankastjóri Landsbankans notaði um Icesave-innlánsreikningana sem þá voru farnir að afla milljóna og milljarða í innlán til Landsbankans. En Adam var ekki lengi í Paradís og einungis liðu fáeinir mánuðir þar til þessi tæra snilld hafði kallað hryðjuverkalög yfir starfsemi þessa sama banka í Bretlandi.

Fastir pennar

Hin hliðin

Ríkisstjórn Íslands átti í meiri vandræðum með heimsókn Dalai Lama en nágrannaþjóðirnar eins og Danmörk til að mynda. Ástæðan er ekki ósnoturt hjartalag ráðherranna. Þvert á móti má vitna til margra yfirlýsinga þeirra frá stjórnarandstöðutímanum sem bera vott um sterka samstöðu með undirokuðum minnihlutahópum.

Fastir pennar

Afar ánægjuleg máltíð

Þorvaldur Gylfason skrifar

Við vorum hálfnaðir með vindlana og höfðum drukkið ein fimm koníaksglös þegar þjónninn kom og Viktor afhenti honum blaðið sem hann hafði hripað eitthvað á og leit út eins og útfyllt ávísun. Þjónninn tók blaðið upp eins og hann byggist við að sjá ávísun. Svo sá ég að hann stirðnaði og augu hans hringsnerust. [...] Á blaðið hafði Viktor skrifað: „Við erum allir vistmenn á Kleppi. Verið svo vinsamlegir að hringja á lögregluna strax. Þetta var afar ánægjuleg máltíð."" Þannig lyktaði frægu bæjarleyfi í bók Einars Más Guðmundssonar, Englar alheimsins, og samnefndri kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar.

Fastir pennar

Að trúa á góðvild

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Það er sterk upplifun að vera í návígi við mann sem þekktur er í gegnum fjölmiðla og hefur á þann hátt verið hluti af lífi manns í áratugi. Það reyndu nokkur þúsund Íslendingar sem hlýddu á Dalai Lama í Laugardalshöll á þriðjudag og væntanlega ekki síður þeir sem tóku þátt í samtrúarlegri friðarstund í Hallgrímskirkju á öðrum degi hvítasunnu.

Fastir pennar

Upplýsandi ákvörðun

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Á morgun kynnir peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvörðun sína um stýrivexti. Ákvörðunin er um margt söguleg. Vöxtum var síðast breytt fyrir mánuði síðan og peningastefnunefndin gaf út þá fyrirætlan sína að vextir yrðu lækkaðir umtalsvert við næstu ákvörðun, sem er á morgun, og í minni skrefum eftir það.

Fastir pennar

Hænufetið

Þorsteinn Pálsson skrifar

Fjármálaráðherrann hefur sætt nokkuð harðri gagnrýni vegna nýrra skatta á bensín og áfengi. Fæstum kemur það á óvart. Þessa ákvörðun verður hins vegar að skoða í ljósi aðstæðna.

Fastir pennar

Þeir klárustu klikkuðu

Jón Kaldal skrifar

Víðar en á Íslandi þykir snerpa stjórnmálamanna hafa mátt vera meiri í aðdraganda og kjölfar hruns fjármálamarkaða. Þetta sjónarmið kemur til dæmis fram í merkilegri forsíðugrein júníheftis timaritsins The New York Review of Books. Greinin er endurrit af pallboðsumræðum nokkurra helstu þungavigtarmanna heims á sviði hagsögu, hagfræði og viðskipta, þar á meðal Nialls Ferguson, Pauls Krugman, George Soros og Nouriels Roubini.

Fastir pennar

Endurmat í skugga kreppu

Sverrir Jakobsson skrifar

Haustið 2008, skömmu eftir að kreppan kom til Íslands af fullum þunga, kom út bók eftir Guðmund Magnússon, sem kallaðist Nýja Ísland. Í því riti, sem væntanlega var að stórum hluta ritað áður en áhrif kreppunnar komu fram, kemur fram hörð gagnrýni á hugmyndafræði „útrásarinnar" og misskiptingu auðs á Íslandi undir stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Einnig tekst höfundur á við klisjuna um að íslenskt samfélag hafi losnað úr einhverjum læðingi undanfarna áratugi. Fyrir 1990 hafi allt verið hér í niðurníðslu en síðan höfum við orðið frjáls í skjóli duglegra athafnamanna sem hafi sett punktinn yfir i-ið með hinni margmærðu útrás. Gagnrýni Guðmundar var athyglisverð fyrir þær sakir að hún var sett fram frá sjónarhóli hægrimanns, en vinstrimenn höfðu þá um nokkurt skeið sagt það sama. Undirritaður ritaði m.a. á vefritið Múrinn við áramót og 2005 og sagði þá: „Vel má vera að þessi klisja fái snöggan endi ef braskið á hinum erlendu mörkuðum ber ekki þann árangur sem að er stemmt." Það þurfti svo sem ekki mikla athyglisgáfu til að geta haft áhyggjur af því hvert stefndi. Þar nægði að vísa til reynslunnar af verðbréfaloftbólunni sem náði hámarki á árunum 1999-2000 og hruninu í kjölfarið.

Fastir pennar

Mannréttindamál mega ekki týnast

Efnahagskreppan sem nú skekur heiminn allan setur víða mark sitt. Í ársskýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International sem kynnt var í vikunni kemur fram að í efnahagsþrengingum eins og nú ríkja sé hætta á að mannréttindabrotum fjölgi. Á sama tíma sé mannréttindamálum nú skipað aftar á forgangslista og hljóti jafnvel minni athygli en áður vegna hinnar miklu athygli sem beinist að efnahagsmálum.

Fastir pennar

Grundvallarspurningu svarað

svanborg Sigmarsdóttir skrifar

Þetta er sögulegur dagur, sagði Össur Skarphéðinsson þegar hann kynnti Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að sækja bæri um aðild að Evrópusambandinu. Þetta var jú í fyrsta sinn sem slík tillaga er lögð fram af ríkisstjórn og eðlilegt framhald af kosningaumræðunni, þegar í fyrsta sinn var rætt af einhverri alvöru um að ganga til aðildarviðræðna við ESB. Nú stefnir í að til viðræðnanna verði gengið og mun þá fást niðurstaða í það hvaða möguleikar eru fyrir hendi í samningum til að verja helstu hagsmuni þjóðarinnar.

Fastir pennar

Myntbandalög nær og fjær

Þorvaldur Gylfason skrifar

Alþingi mun bráðlega fjalla um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um, að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og búist til að taka upp evruna sem lögeyri á Íslandi. Margt bendir til, að meiri hluti Alþingis sé hlynntur tillögunni. Reynist það rétt, hafa mikil umskipti átt sér stað. Allar götur síðan mælingar hófust fyrir um tuttugu árum hafa skoðanakannanir yfirleitt bent til, að meiri hluti þjóðarinnar væri hlynntur aðild Íslands að ESB, en Alþingi var andvígt aðild.

Fastir pennar

Dómur sögunnar

Jón Kaldal skrifar

Í þessari viku hafa tveir menn gert að umtalsefni þátt einkavæðingar bankanna í hruni efnahagslífsins. Annar er innanbúðarmaður í íslensku efnahagslífi í áratugi, hinn erlendur sérfræðingur og gestur í landinu. Báðir komast að sömu niðurstöðu. Margt af því sem helst fór úrskeiðis í viðskiptalífinu tengist með beinum hætti einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans á sínum tíma.

Fastir pennar

Grípum ekki til skammgóðs vermis

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Í byrjun vikunnar voru lagðar fram til kynningar ráðherrum ríkisstjórnarinnar og stjórnendum háskóla landsins tillögur erlendra sérfræðinga í menntamálum um gagngera endurskipulagningu og áherslubreytingar í menntakerfinu. Vinna sérfræðinganna er hluti af endurmati sem sett var í gang eftir hrun efnahagslífsins og fall fjármálakerfisins snemma vetrar.

Fastir pennar

Verja verður grunnskólann

Viðtekið er að menntun sé besta leiðin til að breyta heiminum,“ segir Christoffer Taxell sem fer fyrir nefnd alþjóðlegra sérfræðinga sem skipuð var í ársbyrjun um framtíð menntunar, rannsókna og nýsköpunar. Í tillögum nefndarinnar er hvatt til þess að viðhaldið verði fjárfestingum í menntun á öllum skólastigum, ekki síst á grunnskólastigi þar sem grunnur er lagður að allri annarri menntun.

Fastir pennar

Harmar hlutinn sinn

Páll Baldvin Baldvinsson skrifar

Mikill jarmur er nú í útgerðarmönnum um land allt og eru fylgispakar sveitarstjórnir á útgerðarstöðum kallaðar til í kórinn. Tilefnið eru fyrirhugaðar breytingar á lögum um kvóta og svokölluð fyrningarleið. Hafa útgerðarmenn samræmt nafngift sína um fyrningarleið sem þeir kalla „galna“ en ríflegur þingmeirihluti á löggjafarþinginu var kosinn í lýðræðislegum kosningum meðal annars út á fyrirheit um að taka til endurskoðunar lög um fiskveiðistjórnun. Sú stefna hefur lengi verið undirliggjandi í stjórnmálaumræðu hér á landi og er studd meirihlutaskoðun í viðamiklum skoðanakönnunum mörg undangengin ár, ekki einni heldur mörgum. Hefur ekkert mál á síðari hluta lýðveldis­tímans verið svo umdeilt og lengi lengi hafa stuðningsmenn kvótakerfisins verið í litlum minnihluta í fullum stuðningi við það. Stjórnmálamenn hafa fátt lagt til málanna um lausn á þessu ágreiningsefni. Þar til nú.

Fastir pennar

Þáttaskil

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Í vikunni urðu þáttaskil í umgengni valdhafa við íslenska peningafursta þegar gjört var heyrinkunnugt að tiltekinn fjöldi þeirra hefði fengið réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn á svokölluðum kaupum Mohammeds Bin Khalifa Al-Thani á 25 milljarða króna hlut í Kaupþingi.

Fastir pennar

Viðskiptasiðferðið

Jón Kaldal skrifar

Hvaða fyrirtæki munu deyja og hver fá að lifa? Hvernig verða örlög þeirra ákveðin? Þessar spurningar voru á meðal þeirra allra fyrstu sem vöknuðu þegar stærstu viðskiptabankar landsins færðust undir stjórn ríkisins fyrir ríflega sjö mánuðum.

Fastir pennar

Dansmærin og súlan

Þorvaldur Gylfason. skrifar

Þau ár, þegar Norðurleiðarrútan var átta eða tíu tíma á leiðinni frá Reykjavík norður í Skagafjörð með skylduviðkomu í Fornahvammi á Holtavörðuheiði, og enn lengur til Akureyrar, þau ár eru liðin og koma aldrei aftur. Þegar hraundrangarnir yfir Öxnadal brostu við farþegunum inn um bílgluggana, heyrðist gamall maður segja upp úr eins manns hljóði: Hér fæddist Jónas. Þá gall í ungri stúlku í bílnum: Guð, er þetta Hrifla?

Fastir pennar

Vonin

Þorsteinn Pálsson skrifar

Stefnuræða forsætisráðherra í byrjun þessarar viku gaf fáum tilefni til bjartsýni um vorkomu og gróanda í þjóðarbúskapnum. Samtöl forystumanna vinnumarkaðarins við ríkisstjórnina voru annars eðlis. Þau eru vísir að nýrri von.

Fastir pennar