Fastir pennar

Sjálfsfróun er eðlileg líkamsrækt

Sigga Dögg skrifar

Ég er í óðaönn að undirbúa fyrirlestur um sjálfsfróun og forleik. Áheyrendur mínir verða læknanemar sem sinna kynfræðslu fyrir framhalds-og grunnskólanemendur landsins.

Fastir pennar

Heilagar ær og kýr

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Viðbrögð Landssamtaka sauðfjárbænda við skrifum Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors hér í blaðið undanfarnar vikur eru dálítið yfirdrifin. Þórólfur hefur í greinum sínum gagnrýnt óskilvirkt og dýrt landbúnaðarkerfi, lélega afkomu og litla verðmætasköpun í sauðfjárbúskap, ásamt þeirri sérkennilegu staðreynd að lambakjöt er flutt út með ríkisstyrk á sama tíma og það vantar í búðir á Íslandi.

Fastir pennar

Að taka ábyrgð á eigin rekstri

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Opinbert menntakerfi frá leikskóla til háskóla er einn af hornsteinum íslensks samfélags. Þessir skólar veita góða og víðtæka menntun og þorri nemenda sækir nám sitt í þá. Auk opinberu skólanna eru reknir margvíslegir einkaskólar á öllum skólastigum, sumir veita sértæka menntun svo sem í tónlist en aðrir eru almennir skólar, leik- og grunnskólar, framhalds- og háskólar. Starfsemi einkaskóla er misumfangsmikil milli skólastiga. Í sumum þeirra er kennt í samræmi við skólastefnur ýmsar sem að öllum líkindum myndu ekki þrífast sérstaklega vel innan opinbera kerfisins.

Fastir pennar

Tyrklandi fleygir fram

Þorvaldur Gylfason skrifar

Tyrkir eru nú 79 milljónir að tölu. Tyrkland er þriðja fjölmennasta ríki Evrópu á eftir Rússlandi með sínar 139 milljónir manns og Þýzkalandi með 81 milljón. Lífskjör Tyrkja voru nálægt meðallagi arabalanda 1960-1995, en eftir það hófu Tyrkir sig til flugs og státa nú af tvisvar sinnum meiri kaupmætti þjóðartekna en arabalöndin að jafnaði þrátt fyrir skæða fjármálakreppu 2001.

Fastir pennar

Gatið á miðjunni

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Stjórnmálaflokkarnir berjast ekki beint um miðjufylgið þessa dagana, þótt eðli málsins samkvæmt sé býsna marga kjósendur að finna á miðjunni. Vinstri grænir eru þar sem þeir eru, lengst til vinstri. Þeir hafa aldrei haft áhuga á miðjufylginu.

Fastir pennar

Óvissa í bland við sigurgleði

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Sigur uppreisnarmanna í Líbíu á einræðisherranum Gaddafí og sveitum hans virðist nú nokkuð öruggur. Innreið uppreisnarherjanna í Trípólí hefur verið fagnað víða um heim. Sá fögnuður er þó blandaður óvissu um hvað tekur við í landinu.

Fastir pennar

Vönduð vinnubrögð

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ekki er ofmælt hjá Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, að þingsályktunartillagan um rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða sé sigur fyrir náttúruvernd í landinu. Tuttugu svæði þar sem orkufyrirtækin hafa haft fullan hug á að virkja og varið hundruðum milljóna eða milljörðum króna til rannsókna og undirbúnings eru samkvæmt tillögunni sett í verndarflokk. Þau verða ósnortin af virkjanaframkvæmdum og nýtast með öðrum hætti, til dæmis útivistar og ferðaþjónustu.

Fastir pennar

Möffins-ógnin

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Eins og meðalmennskan er nú útbreidd hér á landi og sýnist stundum allsráðandi þá má það merkilegt heita að það er stundum eins og vanti alveg meðalhóf í íslenskt samfélag, eitthvert milliregistur sem er að finna meðal fjölmennari þjóða en á erfitt uppdráttar hér: einhverja skynsemi. Íslendingum er stjórnað af fólki sem bannar kökubasara.

Fastir pennar

Byrjað á öfugum enda

Ólafur Stephensen skrifar

Tuttugu þúsund hafa skrifað undir áskorun Hagsmunasamtaka heimilanna um afnám verðtryggingarinnar. Skiljanlega er fólki í nöp við hana; eftir hrun hafa skuldir hækkað um tugi prósenta, greiðslubyrðin þyngzt að sama skapi og lífskjörin versnað sem því nemur.

Fastir pennar

Ríkið mun hjálpa

Pawel Bartoszek skrifar

Sumir leigja þær íbúðir sem þeir búa í. Aðrir eiga þær íbúðir sem þeir búa í. Flestir þeirra sem eiga íbúðirnar eiga þær þó einungis í þeim skilningi að þeir hafa skuldbundið sig til að greiða einhverjum öðrum stóran hluta tekna sinna nær alla starfsævi fyrir að fá að búa þar. Þú átt íbúðina en bankinn á þig. Snilldarfyrirkomulag.

Fastir pennar

Í boði Samkeppniseftirlits

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Á þessum óvissutímum þegar við Íslendingar reynum að byggja úr rústum loftkastala og skýjaborga þjóðfélag sem byggist á raunverulegri verðmætasköpun af raunverulegri starfsemi raunverulegra fyrirtækja þar sem vinnur raunverulegt fólk þá kemur það manni spánskt fyrir sjónir að vinna hjá fyrirtæki sem sætir ofsóknum frá yfirvöldum samkeppnismála fyrir ímyndaðar sakir.

Fastir pennar

Háskattalandið

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ríkisstjórnin stefnir enn að því að loka fjárlagagatinu að hluta til með nýjum sköttum. Fjármálaráðherrann er ekki sammála því að skattlagning sé komin að þolmörkum og að skattar séu háir á Íslandi.

Fastir pennar

Grikkland, Grikkland

Þorvaldur Gylfason skrifar

Kreppan í Grikklandi nú er ekki bankakreppa, heldur ríkisfjármálakreppa. Vandi Grikklands er að þessu leyti gerólíkur efnahagsvanda Íslands. Skoðum það eftir andartak, en fyrst þetta.

Fastir pennar

Þröngir hagsmunir

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í byrjun vikunnar að draga ætti umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka. Yfirlýsingin var ekki nýmæli. Rökstuðningurinn var það hins vegar.

Fastir pennar

Mikilvægar stéttir hafa orðið eftir

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar

Ef fram heldur sem horfir skellur á verkfall meðal leikskólakennara á mánudag. Verkfallið er sagt munu hafa áhrif á fjórtán þúsund fjölskyldur og sextán þúsund börn. Þegar þetta er skrifað bendir fátt til þess að samið verði á næstunni; deilan virðist frekar fara harðnandi.

Fastir pennar

Tekið til í ruslinu

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Sorp er sannarlega ein af umhverfisógnum þróaðra samfélaga. Á þeim áratugum sem liðnir eru síðan menn gerðu sér grein fyrir þessu hefur sem betur fer víða tekist að stemma stigu við og jafnvel snúa við hraðri aukningu sem orðið hefur í magni sorps sem kemur frá nútímaheimilum.

Fastir pennar

Sumargleði og vetrarþankar

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Undurfagra ævintýr, ágústnóttin hljóð. Þetta lag og ljóð þeirra Árna úr Eyjum og Oddgeirs Kristjánssonar sveimar meira og minna um vitundina þegar líða fer á ágúst ár hvert: "Hjá þér ljómar ljúf og hýr, lífsins töfraglóð.”

Fastir pennar

Hvað er fæðuöryggi?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Sú stefna að hafa sem hörðust höft á innflutningi landbúnaðarafurða, leggja ofurtolla á erlenda búvöru og styrkja innlenda framleiðendur um háar fjárhæðir sem koma úr vösum skattgreiðenda er gjarnan réttlætt með því að verið sé að tryggja „fæðuöryggi“. Stefnan ber þessa dagana þann athyglisverða árangur að skortur er á ákveðnum kjöttegundum í búðum, af því að landbúnaðarráðherrann er svo harður á að tryggja fæðuöryggi!

Fastir pennar

Kögun og kúgun

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Deyr fé osfrv… en orðstír deyr aldregi, hveim sér vondan getur. Þannig að þegar menn eru að víla og díla og græða þurfa menn helst að muna eftir því líka. Á því hefur orðið misbrestur.

Fastir pennar

Tollasaga

Ólafur Stephensen skrifar

Þegar innflutningsbann á landbúnaðarafurðum var afnumið árið 1995 var það vegna þess að Ísland hafði gerzt aðili að GATT-samningnum svokallaða, sem Heimsviðskiptastofnunin (WTO) starfar eftir.

Fastir pennar

Stór tíðindi

Þorsteinn Pálsson skrifar

Þau pólitísku kaflaskil urðu í vikunni að fjármálaráðherra viðurkenndi í fyrsta sinn opinberlega að hann hefði gefist upp við að ná þeim markmiðum í ríkisfjármálum sem ákveðin voru í samkomulaginu við AGS. Þetta var þó eini þráðurinn í þeirri endurreisnaráætlun sem ekki hafði verið slitinn.

Fastir pennar

Ökufantagerði

Þeir ökunemar sem ljúka námi í dag þurfa að fá þjálfun í svokölluðum ökugerðum þar sem bílar eru látnir lenda í ýmsum ævintýrum eins og að renna til í hálku. Þetta hljómar skemmtilegt og gagnlegt þótt ekki sé víst að hið síðarnefnda sé rétt. Í handbókinni Handbook of Road Safety Measures sem mælir árangur af ýmsum ráðstöfunum í umferðaröryggismálum er þannig vitnað til tveggja rannsókna á fylgni milli hálkuþjálfunar og slysatíðni. Báðar rannsóknirnar sýndu að slysatíðni ungra ökumanna sem fóru í gegnum slíka þjálfun jókst.

Fastir pennar

Félagsfræðilega umræðan

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Óeiðirnar og gripdeildirnar í Englandi hafa vakið með mörgum óhug. Þær eru langt frá því að vera einangrað tilvik reiði og mótmæla vegna þess að lögregla kynni að hafa farið offari er hún skaut grunaðan fíkniefnasala til bana, þótt það hafi verið upphafið. Útbreiðsla ofbeldisins í borgum landsins sýnir að eitthvað miklu djúpstæðara er að í brezku samfélagi.

Fastir pennar

Hringl, hringl

Ólafur Stephensen skrifar

Forystumenn stjórnarflokkanna hafa tilkynnt að þeir hyggist loka fjárlagagatinu að hálfu leyti með niðurskurði og að hálfu leyti með nýjum sköttum. Gerð verður krafa um flatan niðurskurð hjá ráðuneytum; lækka á útgjöld um þrjú prósent hjá öllum nema velferðarráðuneytinu sem á að skera niður um eitt og hálft prósent.

Fastir pennar

Svindl af ómerkilegustu sort

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Undanfarið hefur verið fjallað um erfiðleika ýmissa fyrirtækja við að ráða fólk í vinnu, ekki sízt iðnmenntaða starfsmenn. Þrátt fyrir að fólk með iðnmenntun sé á atvinnuleysisskrá fæst það ekki til að taka að sér laus störf. Um leið fjölgar vísbendingum um að svört atvinnustarfsemi færist í vöxt.

Fastir pennar

Samtaka nú

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Að minnsta kosti tíu nauðganir urðu um verslunarmannahelgina samkvæmt tölum frá neyðarmóttökum víða um land, þar af voru sex á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, sem almennt mun annars mjög ánægjuleg samkoma. Vitað er að einungis brot slíkra atburða er tilkynnt þannig að reikna má með því að nauðganir þessa helgi hafi verið talsvert fleiri. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa brugðist við þessum fréttum með því að tilkynna um áform sín um að koma upp eftirlitsmyndavélum á næstu Þjóðhátíð í þeirri von að slíkt kunni að fæla ofbeldismennina frá því að láta til skarar skríða. Þess er vonandi líka að vænta að men

Fastir pennar

Stolt af fjölbreytninni

Hinsegin dagar í Reykjavík, sem nú eru orðnir fjögurra daga hátíð, ná hámarki í dag með Gleðigöngu tuga þúsunda í gegnum miðborgina. Hátíðin er skipulögð af samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki til að undirstrika réttindi þeirra, tilveru og sýnileika en er þó fyrir löngu orðin hátíð allra Reykvíkinga, svona rétt eins og sautjándi júní eða Menningarnótt.

Fastir pennar

Lögmál vindhanans

Þorsteinn Pálsson skrifar

Forseti Íslands skýrir reglulega í erlendum fjölmiðlum hvernig Íslendingar voru og eru öðrum snjallari í stjórn peningamála með eigin gjaldmiðil. Þó að þetta rími ekki við hagtölur og lifandi reynslu heimila og fyrirtækja hér á heimavígstöðvunum enduróma helstu andstæðingar Evrópusambandsaðildar þennan boðskap. Peningamálin eru ein af uppistöðunum í andófi þeirra.

Fastir pennar

Lýðræðið ógn við lýðræðið?

Pawel Bartoszek skrifar

Nái tillögur stjórnlagaráðs um kosningakerfi fram að ganga mun kjósandi á kjördag standa frammi fyrir kjörseðli sem er svipaður þeim sem notast er við nú, að öðru leyti en því að fyrir neðan listann með frambjóðendum hvers flokks í kjördæminu verður annar listi, svokallaður landslisti, þar sem verður að finna frambjóðendur flokksins á landsvísu. Þannig munu allir landsmenn geta lýst skoðun sinni á helstu leiðtogum flokkanna og kosið frambjóðendur sem búsettir eru utan þeirra kjördæmis, bjóði þeir sig fram á landslista.

Fastir pennar