Tónlist

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Breyta japönskum dúett í ís­lenskt jóla­lag

Einn þekktasti leikari og grínisti landsins Vilhelm Neto hefur breytt einu af sínu uppáhalds popplögum frá Japan í íslenskt jólalag ásamt söngkonunni og leikkonunni Vigdísi Hafliðadóttur. Vilhelm sem alltaf er kallaður Villi segist sitja á fleiri erlendum lögum sem hann er handviss um að myndu sóma sér vel sem jólalög.

Tónlist
Fréttamynd

Lands­lið tón­listar­manna mætti þegar Maggi Ei­ríks var hylltur

Þakkarorða íslenskrar tónlistar var afhent þann 1. desember á Degi íslenskrar tónlistar á sérstökum hátíðartónleikum til heiðurs tónlistarmanninum Magnúsi Eiríkssyni. Tónleikarnir fóru fram fyrir fullum Eldborgarsal í Hörpu og var þjóðinni boðið að sækja sér miða sem ruku út á nokkrum mínútum. Tónleikarnir voru einnig teknir upp og verða sýndir á RÚV 26. desember.

Tónlist
Fréttamynd

Upp­á­halds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sam­bands­slit

Desember er genginn í garð og því samfélagslega samþykkt að byrja að hlusta á jólalög. Lífið á Vísi tekur því fagnandi en í offramboði fjölbreyttra jólalaga, eða öllu heldur fjölbreyttra útgáfna af ákveðnum jólalögum, fengum við álit frá nokkrum rithöfundum um þeirra uppáhalds jólalög.

Tónlist
Fréttamynd

Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björg­vins

Þrátt fyrir að vera ekki einu sinni ársgömul á tvíeykið í hljómsveit HúbbaBúbba mörg af vinsælustu lögum ársins. Þeir láta ekki deigan síga og hafa nú gefið út enn fleiri lög, nefnilega þrjú jólalög þar sem þeim til halds og trausts er engin önnur en Svala Björgvins og Karlakór Kjalnesinga.

Tónlist
Fréttamynd

Auður ein­hleypur og skýtur á yfir­völd vegna Yazans

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, er einhleypur. Þrátt fyrir að vera einn eftir í kotinu hefur hann haft nóg að gera í tónlistinni. Fyrr í dag gaf hann út lagið Peningar, peningar, peningar þar sem hann skýtur meðal annars föstum skotum að yfirvöldum um mál Yazans Tamimi, fjölfatlaðs drengs frá Palestínu.

Tónlist
Fréttamynd

Frum­sýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi

Tónlistar- og knattspyrnumaðurinn Logi Tómasson betur þekktur sem Luigi gefur í dag út nýtt tónlistarmyndband við lag sitt Virðingu á nafnið. Landsliðsmaðurinn er upptekinn í Noregi og því hleypur enginn annar en stjörnulögmaðurinn Villi Vill í skarðið í myndbandinu. Lagið er af nýútkominni plötu Loga sem er stórhuga og blæs til útgáfutónleika 22. desember.

Tónlist
Fréttamynd

Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiska­búrinu

Biggi Maus er annar gestur í fiskabúri X-ins 977 í nýrri þáttaröð sem birtist á Vísi og ber heitið LIVE IN A FISHBOWL. Þetta er tónleikaröð sem tekin er upp í hljóðveri X-ins 977, því sem undanfarin ár hefur verið kallað fiskabúrið en það er vel við hæfi að Biggi haldi þar nú tónleika enda er nafnið skírskotun í goðsagnakennt lag Maus.

Tónlist
Fréttamynd

Daði Freyr tekur stefnuna til Ís­lands eftir ára­tug úti

„Ég var meira jólabarn þegar ég var barn. Nú á ég tvö börn og þá snúast jólin eiginlega bara um þau,“ segir tónlistarmaðurinn og Eurovision stjarnan Daði Freyr. Daði virðist þó kominn í jólagírinn þar sem hann var að senda frá sér nokkrar jólaábreiður og stendur fyrir jólatónleikum í Gamla bíói í desember. Samhliða því stefnir fjölskyldan á að flytja aftur til Íslands.

Tónlist
Fréttamynd

Fred again í sal en ekki á sviði: „Orð­rómur sem við höfðum enga stjórn á“

Skipuleggjendur tónleika rafdúósins í Joy anonymous sem komu fram með vinum í Hvalasafninu á laugardagskvöld segjast enga stjórn hafa haft á orðrómi þess efnis að breski plötusnúðurinn Fred again myndi koma fram á tónleikunum. Dæmi er um að miðar á tónleikana hafi gengið kaupum og sölum fyrir tugi þúsunda en plötusnúðurinn var í salnum án þess þó að fara upp á svið.

Tónlist
Fréttamynd

„Það er enginn séns að reyna alltaf að út­skýra sig“

„Ég held ég hafi bara aldrei tekið lífinu of alvarlega. Maður þarf að minna sig á að þetta er ekki svona alvarlegt. Inni í öllum sársauka er fegurð, það er staðreynd. Ég hef upplifað það frá mjög ungum aldri. Maður verður að nýta öll tólin til að styrkja sig og læra af. Annars er maður bara að byggja fangelsi í kringum sig,“ segir tónlistarkonan og íslenska stórstjarnan Bríet. Blaðamaður ræddi við hana um farsælan feril, tilveruna, hæðir og lægðir og margt fleira.

Tónlist
Fréttamynd

HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977

Fyrstu tónleikarnir í fiskabúri X-ins 977 eru komnir í loftið en um er að ræða nýja þáttaröð sem birtist á Vísi og ber heitið LIVE IN A FISHBOWL. Félagarnir í HAM stíga fyrstir á stokk í tónleikaröð sem tekin er upp í hljóðveri X-ins 977, því sem undanfarin ár hefur verið kallað fiskabúrið og er skírskotun í goðsagnakennt lag Maus.

Tónlist
Fréttamynd

Létu ævin­týrið loksins rætast í fiska­búrinu á X-inu

Fyrstu tónleikarnir í fiskabúri X-ins 977 fara í loftið á morgun en um er að ræða nýja þáttaröð sem birtist á Vísi og ber heitið LIVE IN A FISHBOWL. Þetta er tónleikaröð sem tekin er upp í hljóðveri X-ins 977, því sem undanfarin ár hefur verið kallað fiskabúrið og er skírskotun í goðsagnakennt lag Maus.

Tónlist
Fréttamynd

„Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera til­búið“

„Fólk er búið að taka mjög vel í þetta,“ segir rapparinn og listamaðurinn Brynjar Logi, betur þekktur sem Yung Nigo Drippin. Hann skaust fram á sjónarsviðið árið 2017 og hefur heldur betur verið virkur í íslensku tónlistarlífi allar götur síðan. Blaðamaður ræddi við Brynjar um nýja EP plötu og stór framtíðarplön.

Tónlist
Fréttamynd

Rétta harmonikkan er í harmonikku­verk­smiðju í harmonikkuþorpi

Margrét Arnar harmonikkuspilari með meiru hefur sett af stað söfnun svo hún geti keypt sér harmonikku sem hún fann eftir rúmlega tíu ára leit í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi á Ítalíu í fyrra. Margrét hefur spilað á harmonikku síðan hún var sjö ára og segir hljóðfærið algjörlega einstakt.

Tónlist