Veiði Stórlaxarnir láta á sér kræla fyrir norðan Í fyrradag 24 punda lax á Nesveiðum í Aðaldal. Talsvert er af laxi en hann er ákaflega tregur til töku og virðist köld norðanáttin hamla því að meira veiðist. Veiði 20.7.2011 14:45 Mokveiði í Mývatnssveit Þrátt fyrir norðanátt er mokveiði í Laxá í Laxárdal og í Mývatnssveit. Meðalþungi silungsins er einnig með besta móti. Veiði 20.7.2011 14:43 Flottur lax úr Svartá "Það var með eftirvæntingu sem ég fór í Svartá þar sem ég tók Maríulaxin minn á flugu fyrir hartnær 10 árum. Þessi á sem er svo falleg og krefjandi en alltaf skemmtileg og gefandi tók á móti okkur í glaða sólskyni og fallegu veðri en fáum fiskum hafði hugnast að ganga ennþá. Veiði 20.7.2011 11:15 Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Langá á Mýrum er hrokkin í gang og hefur veiðst mjög vel þar síðustu daga. Í gærmorgun kom 31 lax á land þar og var það besti morgunn í ánni í sumar. Nítján laxar náðust á miðsvæðinu, tíu á neðsta svæðinu og tveir á fjallinu. Þar með var Langáin komin í 410 laxa það sem af er sumri. Staðarhaldarinn Ólafur Finnbogason segir fiskinn í góðu ástandi, miklar göngur og vatnið í ánni mjög gott. Veiði 19.7.2011 15:37 Ytri Rangá að detta í gang Það var fínn dagur í Ytri Rangá í gær en 30 löxum var landað. Helgin var í meðallagi en hún gaf 31 lax þar sem flestir komu á sunnudeginum, eða 23. Lax var að veiðast á nær öllum svæðum í gær en sterkustu staðirnir síðustu daga hafa verið Staurinn, Borg, Klöppin og Rángarflúðirnar. Veiði 19.7.2011 14:07 Góður dagur í Eystri Rangá Besti dagur sumarsins var í gær í Eystri Rangá enda í fyrsta sinn í sumar sem áin er veiðanlega allan daginn. Morgunvaktin gaf 18 laxa og kvöldvaktin 26, alls 44 laxar á land. Veiði 19.7.2011 14:05 Góð vika í veiðivötnum og veiðin að aukast Aðstæður í Veiðivötnum hafa lagast mikið síðustu vikuna, vötnin að hitna og flugan að minnka. Veiðin hefur tekið kipp upp á við samhliða því. Í 4. viku komu 2743 fiskar á land, sem er mjög gott miðað við sama tíma undanfarin ár. Veiði 19.7.2011 12:00 Kröfurnar miklar eftir góðærið Það eru stórlaxar að skjóta upp kollinum út um allt, nú síðast höfðum við spurnir af einum 101 cm í Hofsá, þar sem veiði hefur gengið alveg bærilega. Veiði 19.7.2011 10:14 Hvar er laxinn sem á að vera mættur í Leirvogsá Það er ótrúlegt þegar maður ber saman veiðina í nágrenni Reykjavíkur að sjá hvað vel gengur í Elliðaánum, sjá þó eitthvað af laxi í Korpu en að Leirvogsá sé ennþá ekki svipur hjá sjón miðað við "venjuleg" ár í ánni. Veiði 18.7.2011 13:50 Góð veiði á Arnarvatns- og Skagaheiði Við heyrðum í nokkrum félögum sem voru að koma úr helgarferð þar sem einn dagur var tekinn á Arnarvatnsheiði og annar á Skagaheiði. Þeir lögðu af stað eldsnemma frá Blönduós á laugardagsmorgninum og byrjuðu á Arnarvatnsheiðinni. Veiði 18.7.2011 10:27 Fréttir úr Krossá á Bitru Þau hjá Lax-á heyrðu í Jóhannesi Bárðarssyni og fjölskyldu sem var við veiðar í Krossá í Bitru fyrir helgi. Veðrið var gott og frekar lítið vatn í ánni en tveir laxar náðust á land, níu og tíu pund. Veiði 18.7.2011 10:25 Fnjóská að detta í þriggja stafa tölu Fnjóská hefur verið mjög vatnsmikil það sem af er veiðisumrinu. Talsverður lax hefur verið að ganga undanfarið og hefur að mestu safnast fyrir á svæði 1. Veiði 18.7.2011 09:19 Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiðin bara eykst í Breiðdalsá og í gær komu 25 laxar á land og mikið af laxi að ganga, megnið stórlax en þó eitthvað af vænum smálaxi með. Veiði 18.7.2011 09:15 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Það hefur verið kalt í veðri á urriðasvæðunum fyrir norðan nú að undanförnu. VoV talaði við Bjarna Höskuldsson umsjónarmann veiðanna þar og sagði hann hitann vera í eins stafs tölu. Veiði 18.7.2011 09:09 Hreindýraveiðar hófust í dag Veiðar á hreindýrum hófust í dag en eingöngu á tarfa. Veiðin á kúnum hefst 1. ágúst og í ár eins og í fyrra eru kálfarnir friðaðir. Frést hefur af einum felldum tarf á svæði 7 í Búlandsdal en erfitt hefur verið að finna dýrin sökum lélegra veiðiskilyrða. Veiði 15.7.2011 15:24 Góður kippur í veiðina í Ytri Rangá Ytri Rangá er í ágætis málum þessa daganna. 23 laxar komu á land í gær sem er með betri dögum sumarsins en 5 laxar komnir á land í morgun. Stefán sölustjóri hjá Laxá var við veiðar í gærkvöldi og sagði ánna líta vel út og sá nokkuð af laxi að ganga í gegnum í ánna. Veiði 15.7.2011 15:02 Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Það voru góðar féttir sem bárust af svæði 1-2 í Stóru lax-á í Hreppum seint í gærkveldi en veiðimaður sem þar var að landaði 3 grálúsugum smálöxum á um 20 mínútna kafla. Taldi hann sig hafa séð nokkuð af laxi straua upp eftir ánni en hann var við veiðar á neðri svæðunum. Veiði 15.7.2011 11:08 54 laxar úr síðasta holli í Víðidalsá Víðidalsá er í góðum málum þessa daganna en laxinn virðist vera að láta sjá sig af meira mæli. Síðasta holl kláraði í 54 löxum en það er talsvert meira en hollið á undan sem kláraði í 3 löxum. Veiði 14.7.2011 16:18 Mjög gott í Straumunum og Norðurá Síðasta tveggja daga holl í Straumunum fékk 37 laxa á tvær stangir. Þeir sem tóku við létu sitt ekki eftir liggja og voru komnir með sextán laxa í morgun. Veiði 14.7.2011 14:58 Mikið líf í Elliðaánum Líflegt er við Elliðaárnar þessa dagana en áin er komin í 317 laxa og tala bara hækkar á hverjum degi. Mikið líf er á flestum stöðum neðan stíflu og eitthvað af laxi farið að veiðast fyrir ofan stífluna líka. Hefðbundnir veiðistaðir uppfrá eins og Hraun og Hundasteinar skila gjarnan góðri veiði á þessum tíma en eins er töluvert að laxi í Breiðholtsstrengjunum. Veiði 14.7.2011 14:33 Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Af þeim veiðimönnum sem Veiðivísir hefur haft spurnir af á hálendinu eru menn sammála um að veiðin sé núna loksins að fara almennilega af stað. Um síðustu helgi fréttum við af mönnum við Baulárvatn, Hraunsfjarðarvatn og Hraunsfjarðarlón sem voru búnir að veiða ágætlega þrátt fyrir glampandi sól, en mesta veiðin var þó á morgnana og seinni partinn. Veiði 14.7.2011 13:43 Norðurá efst með 810 laxa Á vef LV www.angling.is má sjá nýjar uppfærðar veiðitölur úr ám landsins. Þar er Norðurá efst á listanum með 810 laxa sem er í alla staði prýðisgóð veiði. Blanda er í öðru sæti komin með 569 laxa og veiðin þar síðustu daga hefur verið góð og er að glæðast mikið á efri svæðunum. Veiði 14.7.2011 11:52 Fluguveiðinámskeið á Þingvöllum Veiðikortið, Veiðiheimur og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum standa að fluguveiðinámskeiði á Þingvöllum 17. júlí næstkomandi á milli kl. 9-14. Að auki er boðið upp á leiðsögn um vatnið. Veiði 14.7.2011 09:11 Blanda að ná 400 löxum Frá Blöndubökkum og Lax-Á mönnum er það að frétta að þeir heyrðu í Þórði leiðsögumanni í Blöndu núna rétt fyrir tíu í morgun. Hans veiðimenn voru búnir að landa sjö löxum á flugu á Breiðunni á svæði 1 og taldi hann aðra sem voru við veiðar í morgun með aðra eins tölu. Laxarnir voru allir í góðri stærð en þeir stærstu 91 cm, annar 88 cm og 83 cm. Greinilega líf að færast yfir Blöndu í dag. Veiði 13.7.2011 14:37 Góður gangur í Korpu Ottó Markússon og félagar voru við veiðar í Korpu í blíðunni föstudaginn 8. Júlí. Fengu þeir kvótann eða 8 laxa, fjóra á maðk og fjóra á flugu. Laxana fengu þeir í Holunni, Efri rennum, Blika, Breiðunni og Símastreng. Að sögn Ottós eru fiskar komir upp ánna og í stíflunni hafa sést fiskar. Veiði 13.7.2011 13:06 Mikið af 2 ára laxi í Eystri Rangá Nú eru rúmlega 100 laxar komnir á land úr Eystri Rangá sem er meira en hefur verið á svipuðum tíma undanfarin ár. En það sem vekur sérstaka athygli er að hlutfall 2 ára laxa er alveg með ólíkindum! Af þessum 100 löxum er 6 laxar sem má flokka sem dæmigerða 1 árs laxa. Allt hitt er stórlax. Veiði 13.7.2011 09:51 Veiðisaga úr Hólsá Af Agn.is fengum við þessa frétt: Við fengum þennan skemmtilega póst ásamt myndum frá Tomma í Veiðiportinu en hann gerði athyglisverða veiði í Hólsánni um helgina. Rétt að taka strax fram að Tommi kvartaði einnig undan umgengni þeirra sem höfðu verið í veiðihúsinu á undan honum. Veiði 13.7.2011 09:20 Ytri að bæta sig á hverjum degi Ytri Rangá er að skila sínu þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Í morgun voru tíu laxar komnir á land í sterkri austanátt en allt veiddist á efri svæðunum, en við þessar aðstæður er erfitt að veiða á neðri hluta árinnar. Veiði 13.7.2011 09:16 Langá loksins að fá stóru göngurnar? Um 250 laxar hafa veiðst í Langá það sem af er. Svo virðist sem að auknar göngur séu þessa stundina og veiðitölur hafa tekið kipp. Veiði 13.7.2011 09:13 Rólegt í Veiðivötnum Áfram var frekar rólegt í 3. viku. Aðeins komu 2042 fiskar á land. Það þarf að fara fjögur ár aftur í tímann til að sjá álíka veiði. Mest veiddist í Litlasjó, 340 fiskar. Smábleikjuvötnin Langavatn, Eskivatn, Kvíslarvatn og Nýjavatn gáfu góða veiði. Hástökkvari vikunnar var Litla Skálavatn. Þar veiddust 226 urriðar, allt að 8,5 pd þungir. Veiði 12.7.2011 15:38 « ‹ 123 124 125 126 127 128 129 130 131 … 133 ›
Stórlaxarnir láta á sér kræla fyrir norðan Í fyrradag 24 punda lax á Nesveiðum í Aðaldal. Talsvert er af laxi en hann er ákaflega tregur til töku og virðist köld norðanáttin hamla því að meira veiðist. Veiði 20.7.2011 14:45
Mokveiði í Mývatnssveit Þrátt fyrir norðanátt er mokveiði í Laxá í Laxárdal og í Mývatnssveit. Meðalþungi silungsins er einnig með besta móti. Veiði 20.7.2011 14:43
Flottur lax úr Svartá "Það var með eftirvæntingu sem ég fór í Svartá þar sem ég tók Maríulaxin minn á flugu fyrir hartnær 10 árum. Þessi á sem er svo falleg og krefjandi en alltaf skemmtileg og gefandi tók á móti okkur í glaða sólskyni og fallegu veðri en fáum fiskum hafði hugnast að ganga ennþá. Veiði 20.7.2011 11:15
Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Langá á Mýrum er hrokkin í gang og hefur veiðst mjög vel þar síðustu daga. Í gærmorgun kom 31 lax á land þar og var það besti morgunn í ánni í sumar. Nítján laxar náðust á miðsvæðinu, tíu á neðsta svæðinu og tveir á fjallinu. Þar með var Langáin komin í 410 laxa það sem af er sumri. Staðarhaldarinn Ólafur Finnbogason segir fiskinn í góðu ástandi, miklar göngur og vatnið í ánni mjög gott. Veiði 19.7.2011 15:37
Ytri Rangá að detta í gang Það var fínn dagur í Ytri Rangá í gær en 30 löxum var landað. Helgin var í meðallagi en hún gaf 31 lax þar sem flestir komu á sunnudeginum, eða 23. Lax var að veiðast á nær öllum svæðum í gær en sterkustu staðirnir síðustu daga hafa verið Staurinn, Borg, Klöppin og Rángarflúðirnar. Veiði 19.7.2011 14:07
Góður dagur í Eystri Rangá Besti dagur sumarsins var í gær í Eystri Rangá enda í fyrsta sinn í sumar sem áin er veiðanlega allan daginn. Morgunvaktin gaf 18 laxa og kvöldvaktin 26, alls 44 laxar á land. Veiði 19.7.2011 14:05
Góð vika í veiðivötnum og veiðin að aukast Aðstæður í Veiðivötnum hafa lagast mikið síðustu vikuna, vötnin að hitna og flugan að minnka. Veiðin hefur tekið kipp upp á við samhliða því. Í 4. viku komu 2743 fiskar á land, sem er mjög gott miðað við sama tíma undanfarin ár. Veiði 19.7.2011 12:00
Kröfurnar miklar eftir góðærið Það eru stórlaxar að skjóta upp kollinum út um allt, nú síðast höfðum við spurnir af einum 101 cm í Hofsá, þar sem veiði hefur gengið alveg bærilega. Veiði 19.7.2011 10:14
Hvar er laxinn sem á að vera mættur í Leirvogsá Það er ótrúlegt þegar maður ber saman veiðina í nágrenni Reykjavíkur að sjá hvað vel gengur í Elliðaánum, sjá þó eitthvað af laxi í Korpu en að Leirvogsá sé ennþá ekki svipur hjá sjón miðað við "venjuleg" ár í ánni. Veiði 18.7.2011 13:50
Góð veiði á Arnarvatns- og Skagaheiði Við heyrðum í nokkrum félögum sem voru að koma úr helgarferð þar sem einn dagur var tekinn á Arnarvatnsheiði og annar á Skagaheiði. Þeir lögðu af stað eldsnemma frá Blönduós á laugardagsmorgninum og byrjuðu á Arnarvatnsheiðinni. Veiði 18.7.2011 10:27
Fréttir úr Krossá á Bitru Þau hjá Lax-á heyrðu í Jóhannesi Bárðarssyni og fjölskyldu sem var við veiðar í Krossá í Bitru fyrir helgi. Veðrið var gott og frekar lítið vatn í ánni en tveir laxar náðust á land, níu og tíu pund. Veiði 18.7.2011 10:25
Fnjóská að detta í þriggja stafa tölu Fnjóská hefur verið mjög vatnsmikil það sem af er veiðisumrinu. Talsverður lax hefur verið að ganga undanfarið og hefur að mestu safnast fyrir á svæði 1. Veiði 18.7.2011 09:19
Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiðin bara eykst í Breiðdalsá og í gær komu 25 laxar á land og mikið af laxi að ganga, megnið stórlax en þó eitthvað af vænum smálaxi með. Veiði 18.7.2011 09:15
11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Það hefur verið kalt í veðri á urriðasvæðunum fyrir norðan nú að undanförnu. VoV talaði við Bjarna Höskuldsson umsjónarmann veiðanna þar og sagði hann hitann vera í eins stafs tölu. Veiði 18.7.2011 09:09
Hreindýraveiðar hófust í dag Veiðar á hreindýrum hófust í dag en eingöngu á tarfa. Veiðin á kúnum hefst 1. ágúst og í ár eins og í fyrra eru kálfarnir friðaðir. Frést hefur af einum felldum tarf á svæði 7 í Búlandsdal en erfitt hefur verið að finna dýrin sökum lélegra veiðiskilyrða. Veiði 15.7.2011 15:24
Góður kippur í veiðina í Ytri Rangá Ytri Rangá er í ágætis málum þessa daganna. 23 laxar komu á land í gær sem er með betri dögum sumarsins en 5 laxar komnir á land í morgun. Stefán sölustjóri hjá Laxá var við veiðar í gærkvöldi og sagði ánna líta vel út og sá nokkuð af laxi að ganga í gegnum í ánna. Veiði 15.7.2011 15:02
Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Það voru góðar féttir sem bárust af svæði 1-2 í Stóru lax-á í Hreppum seint í gærkveldi en veiðimaður sem þar var að landaði 3 grálúsugum smálöxum á um 20 mínútna kafla. Taldi hann sig hafa séð nokkuð af laxi straua upp eftir ánni en hann var við veiðar á neðri svæðunum. Veiði 15.7.2011 11:08
54 laxar úr síðasta holli í Víðidalsá Víðidalsá er í góðum málum þessa daganna en laxinn virðist vera að láta sjá sig af meira mæli. Síðasta holl kláraði í 54 löxum en það er talsvert meira en hollið á undan sem kláraði í 3 löxum. Veiði 14.7.2011 16:18
Mjög gott í Straumunum og Norðurá Síðasta tveggja daga holl í Straumunum fékk 37 laxa á tvær stangir. Þeir sem tóku við létu sitt ekki eftir liggja og voru komnir með sextán laxa í morgun. Veiði 14.7.2011 14:58
Mikið líf í Elliðaánum Líflegt er við Elliðaárnar þessa dagana en áin er komin í 317 laxa og tala bara hækkar á hverjum degi. Mikið líf er á flestum stöðum neðan stíflu og eitthvað af laxi farið að veiðast fyrir ofan stífluna líka. Hefðbundnir veiðistaðir uppfrá eins og Hraun og Hundasteinar skila gjarnan góðri veiði á þessum tíma en eins er töluvert að laxi í Breiðholtsstrengjunum. Veiði 14.7.2011 14:33
Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Af þeim veiðimönnum sem Veiðivísir hefur haft spurnir af á hálendinu eru menn sammála um að veiðin sé núna loksins að fara almennilega af stað. Um síðustu helgi fréttum við af mönnum við Baulárvatn, Hraunsfjarðarvatn og Hraunsfjarðarlón sem voru búnir að veiða ágætlega þrátt fyrir glampandi sól, en mesta veiðin var þó á morgnana og seinni partinn. Veiði 14.7.2011 13:43
Norðurá efst með 810 laxa Á vef LV www.angling.is má sjá nýjar uppfærðar veiðitölur úr ám landsins. Þar er Norðurá efst á listanum með 810 laxa sem er í alla staði prýðisgóð veiði. Blanda er í öðru sæti komin með 569 laxa og veiðin þar síðustu daga hefur verið góð og er að glæðast mikið á efri svæðunum. Veiði 14.7.2011 11:52
Fluguveiðinámskeið á Þingvöllum Veiðikortið, Veiðiheimur og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum standa að fluguveiðinámskeiði á Þingvöllum 17. júlí næstkomandi á milli kl. 9-14. Að auki er boðið upp á leiðsögn um vatnið. Veiði 14.7.2011 09:11
Blanda að ná 400 löxum Frá Blöndubökkum og Lax-Á mönnum er það að frétta að þeir heyrðu í Þórði leiðsögumanni í Blöndu núna rétt fyrir tíu í morgun. Hans veiðimenn voru búnir að landa sjö löxum á flugu á Breiðunni á svæði 1 og taldi hann aðra sem voru við veiðar í morgun með aðra eins tölu. Laxarnir voru allir í góðri stærð en þeir stærstu 91 cm, annar 88 cm og 83 cm. Greinilega líf að færast yfir Blöndu í dag. Veiði 13.7.2011 14:37
Góður gangur í Korpu Ottó Markússon og félagar voru við veiðar í Korpu í blíðunni föstudaginn 8. Júlí. Fengu þeir kvótann eða 8 laxa, fjóra á maðk og fjóra á flugu. Laxana fengu þeir í Holunni, Efri rennum, Blika, Breiðunni og Símastreng. Að sögn Ottós eru fiskar komir upp ánna og í stíflunni hafa sést fiskar. Veiði 13.7.2011 13:06
Mikið af 2 ára laxi í Eystri Rangá Nú eru rúmlega 100 laxar komnir á land úr Eystri Rangá sem er meira en hefur verið á svipuðum tíma undanfarin ár. En það sem vekur sérstaka athygli er að hlutfall 2 ára laxa er alveg með ólíkindum! Af þessum 100 löxum er 6 laxar sem má flokka sem dæmigerða 1 árs laxa. Allt hitt er stórlax. Veiði 13.7.2011 09:51
Veiðisaga úr Hólsá Af Agn.is fengum við þessa frétt: Við fengum þennan skemmtilega póst ásamt myndum frá Tomma í Veiðiportinu en hann gerði athyglisverða veiði í Hólsánni um helgina. Rétt að taka strax fram að Tommi kvartaði einnig undan umgengni þeirra sem höfðu verið í veiðihúsinu á undan honum. Veiði 13.7.2011 09:20
Ytri að bæta sig á hverjum degi Ytri Rangá er að skila sínu þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Í morgun voru tíu laxar komnir á land í sterkri austanátt en allt veiddist á efri svæðunum, en við þessar aðstæður er erfitt að veiða á neðri hluta árinnar. Veiði 13.7.2011 09:16
Langá loksins að fá stóru göngurnar? Um 250 laxar hafa veiðst í Langá það sem af er. Svo virðist sem að auknar göngur séu þessa stundina og veiðitölur hafa tekið kipp. Veiði 13.7.2011 09:13
Rólegt í Veiðivötnum Áfram var frekar rólegt í 3. viku. Aðeins komu 2042 fiskar á land. Það þarf að fara fjögur ár aftur í tímann til að sjá álíka veiði. Mest veiddist í Litlasjó, 340 fiskar. Smábleikjuvötnin Langavatn, Eskivatn, Kvíslarvatn og Nýjavatn gáfu góða veiði. Hástökkvari vikunnar var Litla Skálavatn. Þar veiddust 226 urriðar, allt að 8,5 pd þungir. Veiði 12.7.2011 15:38