Veiði

Elliðaár: Rólegt í kvöld - 68 komnir á land

Eftir fjögurra daga veiði hafa 68 laxar komið á land í Elliðaánum. Aðeins einn veiddist á kvöldvaktinni í dag þrátt fyrir að stór ganga hafi sést á leið upp árnar. Stærsti laxinn veiddist í dag.

Veiði

Góðir vættir við Selá og Hofsá

"Við sóttum í smiðju sérfræðinga Árnastofnunar um að fá góða vætti í veiðihúsin í Vopnafirði og standa við Hofsá og Selá,“ segir Orri Vigfússon, sem opnar nýtt veiðihús á bökkum Selár í Vopnafirði í dag.

Veiði

Veiðitölur úr öllum ám

Alls hafa 124 laxar veiðst í Norðurá það sem af er sumri. Landssamband veiðifélaga hefur birt nýjar tölur um veiði í laxveiðiám.

Veiði

Elliðaárnar: Maríulaxinn tók eftir 48 sekúndur!

Það tók Reykvíking ársins, Theodóru Rafnsdóttur, aðeins 48 sekúndur að setja í fyrsta laxinn, glæsilegan 5 - 6 punda hæng sem var landað stuttu síðar . Að auki hafði Theodóra landað öðrum laxi og á land fyrir stuttu voru komnir sex laxar á land, þannig að veiðin byrjar vel í Elliðaánum þetta sumarið.

Veiði

Fnjóská opnaði um helgina

Þrír laxar, þar af 12 punda nýrunninn hrygna, veiddust í Brúarlagshyl í Fnjóská en hún var opnuð um helgina. Í gær veiddist svo einn lax í Kolbeinspolli en um tíu laxar voru í pollinum. Þetta kemur fram á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur, svfr.is.

Veiði

Fjölskyldan til veiða á sunnudaginn!

Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 24. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið.

Veiði

Laxveiðileyfi undir 20 þúsund krónum

Laxinn togar í marga en það er ekkert leyndarmál að verð á laxveiðileyfum er hátt. Veiðivísir hefur tekið saman nokkur laxveiðisvæði þar sem hægt er fá leyfi undir 20 þúsund krónum og töluvert góð von er á að krækja í lax. Hafa ber í huga að þessi listi er engan veginn tæmandi.

Veiði

Opið hús hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur

Stangaveiðifélag Reykjavíkur verður með opið hús á þriðjudaginn. Tilefnið er tvíþætt, annars vegar að félagið er nýflutt í ný húsakynni í Elliðaárdal og hins vegar að veiði hefst í Elliðaánum á miðvikudaginn.

Veiði

Laxveiði fer hægt af stað

Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxa (NASF), segir erfitt að spá fyrir um laxveiðina hérlendis í sumar. Hann segir veiði í ám umhverfis Atlantshafið hafa farið hægt af stað.

Veiði

Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina

Tölur Þorsteins frá Blöndu og Norðurá eru athyglisverðar. Norðurá er komin með 57 laxa á land en þeir voru 26 á sama tíma í fyrra. Blanda hefur bætt sig verulega frá fyrra ári með 47 laxa á þurru en þeir voru aðeins sextán á sama tíma í fyrra.

Veiði