Innlent Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Dómsmálaráðherra segir ómögulegt að spá fyrir um hversu lengi Helgi Magnús Gunnarsson mun njóta eftirlauna eftir að hann lét af embætti vararíkissaksóknara og því sé ekki hægt að taka saman kostnað vegna starfsloka hans. Innlent 4.9.2025 13:03 Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Jarðskjálfti að stærð 3,7 mældist klukkan tíu í morgun í 0,7 kílómetrum norður af Bárðarbungu. Stórir skjálftar hafa mælst við Bárðarbungu reglulega síðustu mánuði. Innlent 4.9.2025 12:46 Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð Tími stórframkvæmda er hafinn að nýju. Þetta segir forsætisráðherra sem greindi frá nokkrum atriðum nýrrar atvinnustefnu. Ríkisstjórnin hyggst beita sér sérstaklega fyrir svæðisbundnum hagvexti út á landi. Þá verði ráðist í einföldun leyfisveitingaferlis og byggingareglugerðar. Innlent 4.9.2025 12:40 „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn fagnar því að eigendur Ölvers í Glæsibæ ætli að hætta með spilakassa. Hún telur ákvörðunina upphafið á endalokum spilakassareksturs á Íslandi. Innlent 4.9.2025 12:31 „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Hátíðin Ljósanótt var sett í Reykjanesbæ í morgun í tuttugasta og fjórða sinn. Hátíðin nær hápunkti á laugardagskvöld með stórum tónleiknum. Lögð er áhersla á að um fjölskylduhátíð sé að ræða og reyna á sérstaklega að sporna gegn áfengisdrykkju ungmenna. Innlent 4.9.2025 12:18 Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Heilsa ehf. hefur innkallað Ashwagandha sem selt er undir vörumerkinu Guli miðinn, þar sem varan inniheldur mögulega jarðhnetur. Ákvörðunin var tekin í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Innlent 4.9.2025 11:41 Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja atvinnustefnu sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kynnti í morgun. Innlent 4.9.2025 11:40 Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra höfðu eftirlit með heimili Snorra Mássonar alþingismanns í nótt, í kjölfar þess að heimilisfang hans var birt á samfélagsmiðlum. Innlent 4.9.2025 10:54 Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Skipverjum á fiskibát tókst að slökkva eld sem kviknaði í brú hans noður af Tjörnesi snemma í morgun. Björgunarsveitir voru kallaðar út á hæsta forgangi eftir að tilkynning um eldinn barst. Innlent 4.9.2025 09:31 „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Sigríður Á. Andersen, þingkona Miðflokksins, segir mikilvægt að fá að ræða málefni trans fólks. Hún fari þegar fram í skólum og fólk verði að fá að ræða til dæmis meðferð sem sé í boði við ódæmigerðum kyneinkennum. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt í þessari umræðu að tala ekki um trans fólk og börn sem skoðun, afstöðu eða hugmyndafræði. Tilvist þeirra sé raunveruleg og það þurfi að viðurkenna það. Innlent 4.9.2025 09:20 Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Fimm ár eru liðin frá eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg þar sem veikleikar í kerfum og regluverki komu skýrt í ljós. Í kjölfarið hófst víðtæk umbótavinna þar sem stofnanir og atvinnulíf tóku höndum saman með það markmið að efla öryggi og bæta eftirlit. Innlent 4.9.2025 08:32 Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Forsætisráðuneytið stendur fyrir morgunfundi um mótun nýrrar atvinnustefnu sem hefst klukkan 9:00 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. Innlent 4.9.2025 08:32 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Nýjustu munir í eigu Þjóðminjasafnsins eru nú til sýnis og geta verið allt að þúsund ára gamlir. Sumir munir hafa komist í vörslu safnsins á einkennilegan máta og sitthvað fundist á víðavangi fyrir tilvilijun. Innlent 4.9.2025 08:00 Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Hiti mældist hæstur á landinu 29,8 stig við Egilstaðaflugvöll þann 16. ágúst og er það mesti hiti sem mælst hefur í ágústmánuði á Íslandi. Eldra met var 29,4 stig á Hallormsstað í lok ágúst 2021. Þetta er jafnframt mesti hiti sem mælst hefur á sjálfvirkri veðurstöð á Íslandi og hæsti hiti sem skráður hefur verið í landinu frá árinu 1946, þegar hitinn fór í 30,0 stig á Hallormsstað. Innlent 4.9.2025 07:41 Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, er látin, 63 ára að aldri. Innlent 4.9.2025 07:14 Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Lögreglan, að beiðni Þjóðskrár, tók hús á Skorrdælingum að sögn oddvita hreppsins til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Fólk hafi skráð lögheimili sitt í hreppnum vegna kosninga um sameiningu hans og Borgarbyggðar. Innlent 3.9.2025 21:40 Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Grindvíkingar gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi í sveitarstjórnarkosningum í vor þrátt fyrir að hafa flutt lögheimili sitt annað. Stjórnmálafræðingur segir að mögulegar lagabreytingar yrðu að vera skýrar en skiptar skoðanir eru um málið í Grindavík. Innlent 3.9.2025 20:58 „Við hvað ertu hræddur?“ Forseti Trans Íslands segir umræðu um málefni hinsegin fólks hafa legið mög þungt á mörgum síðustu daga. Fólk er hvatt til að leita í félagsleg úrræði sem samtökin bjóða uppá. Hún segir hinsegin fólk hafa þjappað sér saman og vonar að sá stuðningur sem hafi komið fram víða í samfélaginu haldi áfram. Innlent 3.9.2025 19:16 Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins fagnar fyrirætlunum dómsmálaráðherra um að skylda þá sem brjóta gegn nálgunarbanni til að bera ökklaband. Án rafræns eftirlits sé nálgunarbannið allt of máttlaust enda sé ítrekað brotið gegn því. Skjólstæðingar hennar í Kvennaathvarfinu þekki það of vel á eigin skinni. Innlent 3.9.2025 19:09 Trump tilnefnir sendiherrann nýja Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi nýjan sendiherra á Íslandi í gær en það hefur legið fyrir í mánuð hver það verði. Sá heitir Billy Long og var ríkisskattstjóri í tvo mánuði, var rekinn þaðan og sendur til Íslands. Innlent 3.9.2025 18:40 SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Fulltrúar stjórnar Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi segjast óánægðir með áætlanir umhverfisráðherra og atvinnnuvegaráðherra að fækka eftirlitsaðilum úr ellefu í tvö. Þau segja að með samræmingu eftirlitanna og stofnanna sé hægt að vinna úr athugasemdum eftirlitsstofnun ESB. Lausnin sé ekki að fækka eftirlitsaðilum. Innlent 3.9.2025 18:01 Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Forseti Trans Íslands segir umræðu um málefni hinsegin fólks hafa legið mög þungt á mörgum síðustu daga. Fólk er hvatt til að leita í félagsleg úrræði sem samtökin bjóða uppá. Hún segir hinsegin fólk hafa þjappað sér saman og vonar að sá stuðningur sem hafi komið fram víða í samfélaginu haldi áfram. Innlent 3.9.2025 18:01 Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í Kópavogi og lögregla kom auga á tvo einstaklinga sem pössuðu við lýsingu á meintum þjófum. Þegar lögregla gaf sig á tal við parið kom í ljós mikið magn af þýfi úr fleiri innbrotum. Innlent 3.9.2025 17:21 „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Það þarf að finna nýjar leiðir til að fá Bandaríkjamenn að borðinu hvað varðar friðarumleitanir í Úkraínu að sögn forsætisráðherra. Einnig hvað snýr að viðskiptaþvingunum. Rússar skutu yfir fimm hundruð drónum og tuttugu skotflaugum að Úkraínu í nótt en Volódimír Selenskí Úkraínuforseti segir ekki hægt að trúa öðru en að Pútín vilji halda stríði sínu áfram. Innlent 3.9.2025 16:34 Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Maðurinn, sem grunaður er um að hafa villt á sér heimildir sem starfsmaður Microsoft og með því komist yfir umtalsverða fjármuni eldri borgara, var gripinn glóðvolgur á heimili fólksins. Hann er grunaður um allt að tvö önnur slík brot. Innlent 3.9.2025 16:08 Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Lögreglunni í Vestmannaeyjum hefur borist ein tilkynning um meint kynferðisbrot sem átti sér stað í umdæmi hennar á meðan Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum stóð yfir um verslunarmannahelgina. Innlent 3.9.2025 15:38 Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Forsætisráðherra segir stuðning Íslands við varnarbaráttu Úkraínu beintengdan öryggishagsmunum landsins vegna viðvarandi ógnar af Rússlandi. Alger samstaða sé á meðal leiðtoga Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóða sem funduðu með Úkraínuforseta í Danmörku í dag. Innlent 3.9.2025 15:30 Dregið hefur úr skriðuhættu Eftir tvo mjög úrkomusama daga á Austfjörðum stytti að mestu upp í gærkvöldi og nótt og dregið hefur úr skriðuhættu á svæðinu. Innlent 3.9.2025 15:29 Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir það geta verið varasamt að leitast eftir sálfræðiþjónustu hjá gervigreind. Forritin segi notendum það sem þeir vilja heyra í stað þess sem þeir þurfa að heyra. Gervigreindinni skorti innsæi og næmni. Innlent 3.9.2025 15:02 Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú fjársvikamál þar sem íslenskur karlmaður fór á heimili eldri borgara í umdæminu, sagðist vera starfsmaður Microsoft og vera kominn þeim til aðstoðar. Hann hafði með því umtalsverða fjármuni af fólkinu. Innlent 3.9.2025 15:00 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 334 ›
Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Dómsmálaráðherra segir ómögulegt að spá fyrir um hversu lengi Helgi Magnús Gunnarsson mun njóta eftirlauna eftir að hann lét af embætti vararíkissaksóknara og því sé ekki hægt að taka saman kostnað vegna starfsloka hans. Innlent 4.9.2025 13:03
Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Jarðskjálfti að stærð 3,7 mældist klukkan tíu í morgun í 0,7 kílómetrum norður af Bárðarbungu. Stórir skjálftar hafa mælst við Bárðarbungu reglulega síðustu mánuði. Innlent 4.9.2025 12:46
Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð Tími stórframkvæmda er hafinn að nýju. Þetta segir forsætisráðherra sem greindi frá nokkrum atriðum nýrrar atvinnustefnu. Ríkisstjórnin hyggst beita sér sérstaklega fyrir svæðisbundnum hagvexti út á landi. Þá verði ráðist í einföldun leyfisveitingaferlis og byggingareglugerðar. Innlent 4.9.2025 12:40
„Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn fagnar því að eigendur Ölvers í Glæsibæ ætli að hætta með spilakassa. Hún telur ákvörðunina upphafið á endalokum spilakassareksturs á Íslandi. Innlent 4.9.2025 12:31
„Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Hátíðin Ljósanótt var sett í Reykjanesbæ í morgun í tuttugasta og fjórða sinn. Hátíðin nær hápunkti á laugardagskvöld með stórum tónleiknum. Lögð er áhersla á að um fjölskylduhátíð sé að ræða og reyna á sérstaklega að sporna gegn áfengisdrykkju ungmenna. Innlent 4.9.2025 12:18
Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Heilsa ehf. hefur innkallað Ashwagandha sem selt er undir vörumerkinu Guli miðinn, þar sem varan inniheldur mögulega jarðhnetur. Ákvörðunin var tekin í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Innlent 4.9.2025 11:41
Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja atvinnustefnu sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kynnti í morgun. Innlent 4.9.2025 11:40
Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra höfðu eftirlit með heimili Snorra Mássonar alþingismanns í nótt, í kjölfar þess að heimilisfang hans var birt á samfélagsmiðlum. Innlent 4.9.2025 10:54
Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Skipverjum á fiskibát tókst að slökkva eld sem kviknaði í brú hans noður af Tjörnesi snemma í morgun. Björgunarsveitir voru kallaðar út á hæsta forgangi eftir að tilkynning um eldinn barst. Innlent 4.9.2025 09:31
„Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Sigríður Á. Andersen, þingkona Miðflokksins, segir mikilvægt að fá að ræða málefni trans fólks. Hún fari þegar fram í skólum og fólk verði að fá að ræða til dæmis meðferð sem sé í boði við ódæmigerðum kyneinkennum. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt í þessari umræðu að tala ekki um trans fólk og börn sem skoðun, afstöðu eða hugmyndafræði. Tilvist þeirra sé raunveruleg og það þurfi að viðurkenna það. Innlent 4.9.2025 09:20
Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Fimm ár eru liðin frá eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg þar sem veikleikar í kerfum og regluverki komu skýrt í ljós. Í kjölfarið hófst víðtæk umbótavinna þar sem stofnanir og atvinnulíf tóku höndum saman með það markmið að efla öryggi og bæta eftirlit. Innlent 4.9.2025 08:32
Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Forsætisráðuneytið stendur fyrir morgunfundi um mótun nýrrar atvinnustefnu sem hefst klukkan 9:00 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. Innlent 4.9.2025 08:32
„Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Nýjustu munir í eigu Þjóðminjasafnsins eru nú til sýnis og geta verið allt að þúsund ára gamlir. Sumir munir hafa komist í vörslu safnsins á einkennilegan máta og sitthvað fundist á víðavangi fyrir tilvilijun. Innlent 4.9.2025 08:00
Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Hiti mældist hæstur á landinu 29,8 stig við Egilstaðaflugvöll þann 16. ágúst og er það mesti hiti sem mælst hefur í ágústmánuði á Íslandi. Eldra met var 29,4 stig á Hallormsstað í lok ágúst 2021. Þetta er jafnframt mesti hiti sem mælst hefur á sjálfvirkri veðurstöð á Íslandi og hæsti hiti sem skráður hefur verið í landinu frá árinu 1946, þegar hitinn fór í 30,0 stig á Hallormsstað. Innlent 4.9.2025 07:41
Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, er látin, 63 ára að aldri. Innlent 4.9.2025 07:14
Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Lögreglan, að beiðni Þjóðskrár, tók hús á Skorrdælingum að sögn oddvita hreppsins til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Fólk hafi skráð lögheimili sitt í hreppnum vegna kosninga um sameiningu hans og Borgarbyggðar. Innlent 3.9.2025 21:40
Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Grindvíkingar gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi í sveitarstjórnarkosningum í vor þrátt fyrir að hafa flutt lögheimili sitt annað. Stjórnmálafræðingur segir að mögulegar lagabreytingar yrðu að vera skýrar en skiptar skoðanir eru um málið í Grindavík. Innlent 3.9.2025 20:58
„Við hvað ertu hræddur?“ Forseti Trans Íslands segir umræðu um málefni hinsegin fólks hafa legið mög þungt á mörgum síðustu daga. Fólk er hvatt til að leita í félagsleg úrræði sem samtökin bjóða uppá. Hún segir hinsegin fólk hafa þjappað sér saman og vonar að sá stuðningur sem hafi komið fram víða í samfélaginu haldi áfram. Innlent 3.9.2025 19:16
Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins fagnar fyrirætlunum dómsmálaráðherra um að skylda þá sem brjóta gegn nálgunarbanni til að bera ökklaband. Án rafræns eftirlits sé nálgunarbannið allt of máttlaust enda sé ítrekað brotið gegn því. Skjólstæðingar hennar í Kvennaathvarfinu þekki það of vel á eigin skinni. Innlent 3.9.2025 19:09
Trump tilnefnir sendiherrann nýja Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi nýjan sendiherra á Íslandi í gær en það hefur legið fyrir í mánuð hver það verði. Sá heitir Billy Long og var ríkisskattstjóri í tvo mánuði, var rekinn þaðan og sendur til Íslands. Innlent 3.9.2025 18:40
SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Fulltrúar stjórnar Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi segjast óánægðir með áætlanir umhverfisráðherra og atvinnnuvegaráðherra að fækka eftirlitsaðilum úr ellefu í tvö. Þau segja að með samræmingu eftirlitanna og stofnanna sé hægt að vinna úr athugasemdum eftirlitsstofnun ESB. Lausnin sé ekki að fækka eftirlitsaðilum. Innlent 3.9.2025 18:01
Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Forseti Trans Íslands segir umræðu um málefni hinsegin fólks hafa legið mög þungt á mörgum síðustu daga. Fólk er hvatt til að leita í félagsleg úrræði sem samtökin bjóða uppá. Hún segir hinsegin fólk hafa þjappað sér saman og vonar að sá stuðningur sem hafi komið fram víða í samfélaginu haldi áfram. Innlent 3.9.2025 18:01
Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í Kópavogi og lögregla kom auga á tvo einstaklinga sem pössuðu við lýsingu á meintum þjófum. Þegar lögregla gaf sig á tal við parið kom í ljós mikið magn af þýfi úr fleiri innbrotum. Innlent 3.9.2025 17:21
„Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Það þarf að finna nýjar leiðir til að fá Bandaríkjamenn að borðinu hvað varðar friðarumleitanir í Úkraínu að sögn forsætisráðherra. Einnig hvað snýr að viðskiptaþvingunum. Rússar skutu yfir fimm hundruð drónum og tuttugu skotflaugum að Úkraínu í nótt en Volódimír Selenskí Úkraínuforseti segir ekki hægt að trúa öðru en að Pútín vilji halda stríði sínu áfram. Innlent 3.9.2025 16:34
Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Maðurinn, sem grunaður er um að hafa villt á sér heimildir sem starfsmaður Microsoft og með því komist yfir umtalsverða fjármuni eldri borgara, var gripinn glóðvolgur á heimili fólksins. Hann er grunaður um allt að tvö önnur slík brot. Innlent 3.9.2025 16:08
Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Lögreglunni í Vestmannaeyjum hefur borist ein tilkynning um meint kynferðisbrot sem átti sér stað í umdæmi hennar á meðan Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum stóð yfir um verslunarmannahelgina. Innlent 3.9.2025 15:38
Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Forsætisráðherra segir stuðning Íslands við varnarbaráttu Úkraínu beintengdan öryggishagsmunum landsins vegna viðvarandi ógnar af Rússlandi. Alger samstaða sé á meðal leiðtoga Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóða sem funduðu með Úkraínuforseta í Danmörku í dag. Innlent 3.9.2025 15:30
Dregið hefur úr skriðuhættu Eftir tvo mjög úrkomusama daga á Austfjörðum stytti að mestu upp í gærkvöldi og nótt og dregið hefur úr skriðuhættu á svæðinu. Innlent 3.9.2025 15:29
Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir það geta verið varasamt að leitast eftir sálfræðiþjónustu hjá gervigreind. Forritin segi notendum það sem þeir vilja heyra í stað þess sem þeir þurfa að heyra. Gervigreindinni skorti innsæi og næmni. Innlent 3.9.2025 15:02
Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú fjársvikamál þar sem íslenskur karlmaður fór á heimili eldri borgara í umdæminu, sagðist vera starfsmaður Microsoft og vera kominn þeim til aðstoðar. Hann hafði með því umtalsverða fjármuni af fólkinu. Innlent 3.9.2025 15:00