Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnandi Spursmála á mbl.is, segir það liggja í augum uppi að það skuli teljast ögrandi að sveifla skotvopnum, árásarrifflum, í myndbandi. Hann telur að þeim sem haga sér með slíkum hætti eigi að vísa úr landi Innlent 18.11.2025 22:32 Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Deildarstjóri á leikskólanum Múlaborg er komin í veikindaleyfi vegna streitu og álags meðal annars í tengslum við meint kynferðisbrot starfsmanns á deildinni. Foreldrar eins barns hafa kært niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi starfsmannsins gegn barninu þeirra. Móðir stúlku sem greindi frá því fyrir rúmu ári að hana grunaði að brotið hefði verið á dóttur sinni segir allt kerfið hafa brugðist. Fjallað var um málið í Kveik á RÚV í kvöld. Innlent 18.11.2025 22:00 Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Ástralskar rannsóknir benda til þess að tilfellum heilabilunar og minnisglapa fari fjölgandi hjá ungu fólki, og hefur aukningin verið rakin til aukinnar notkunar snjalltækja. Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir, segir að ekkert liggi fyrir í þessum efnum og tengslin við skjánotkun sé bara vangavelta á þessu stigi máls, þótt hún sé ekki ólíkleg. Hún segir mikla skjánotkun meðal þekktra áhættuþátta á bak við heilabilun, en aðrir þættir séu til dæmis einmanaleiki, félagsleg einangrun, þunglyndi og heyrnartap. Innlent 18.11.2025 21:56 Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er við vinnu á Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur vegna áreksturs. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra var enginn fluttur slasaður á spítala. Slökkvilið var aðeins fengið á staðinn til að hreinsa. Búast má við einhverjum töfum í umferð á meðan hreinsun fer fram. Innlent 18.11.2025 21:50 Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Lögreglan er með til skoðunar mál þar sem íþróttafélag seldi áfengi beint til stuðningsmanna. Dæmi eru um að fleiri félög hafi gert það sama og jafnvel sent áfengið heim að dyrum. Innlent 18.11.2025 21:01 Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Fjölmargar vefsíður lágu niður klukkutímum saman í dag vegna bilunar hjá einni vefþjónustu. Forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS segir mikilvægt að stofnanir séu með góðar varaleiðir, sem hægt sé að grípa í þegar bilun sem þessi kemur upp, svo nauðsynleg þjónusta liggi ekki niðri. Innlent 18.11.2025 20:30 Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir furðu sæta að umræðan frá ríkisstjórninni í dag hafi verið á þann veg að hlaupa eigi á harðahlaupum í Evrópusambandið, sem hún líkir við glæpamann. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að verndartollar Evrópusambandsins marki vatnaskil í samskiptum EES þjóðanna við ESB. Innlent 18.11.2025 20:29 Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Þrír menn undir og yfir tvítugt voru handteknir um helgina eftir að myndskeið af ungum manni með tvö skotvopn fór í dreifingu á netinu. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir þetta ekki í fyrsta skipti sem lögreglan ræðst í aðgerðir vegna efnis á samfélagsmiðlum. Innlent 18.11.2025 19:09 Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að veita Íslendingum og Norðmönnum ekki undanþágu frá verndaraðgerðum vegna innflutnings á kísiljárn hefur vakið upp hörð viðbrögð. Utanríkisráðherra segir þetta mikil vonbrigði og stjórnarandstaðan vill fresta innleiðingu EES-gerða. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við þingmenn í beinni. Innlent 18.11.2025 18:09 Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Ung Framsókn í Reykjavík skorar á Lilju Dögg Alfreðsdóttur að bjóða sig fram sem formann Framsóknarflokksins. Innlent 18.11.2025 18:01 Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri, vill leiða lista Vinstri grænna á Akureyri í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Jana Salóme leiddi lista flokksins í síðustu kosningum og er eini bæjarfulltrúi flokksins. Innlent 18.11.2025 17:40 Fer ekki í formanninn Einar Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins. Hann sækist eftir oddvitasæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, og segir gríðarlega mikilvægt að koma núverandi meirihluta frá völdum. Innlent 18.11.2025 17:09 Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Framkvæmdastjóri Bergsins headspace óttast að fái þau ekki áframhaldandi samning við íslenska ríkið þurfi þau að loka starfseminni. Um þúsund ungmenni nýta sér starfsemina ár hvert. Innlent 18.11.2025 17:02 Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Golfsumarið 2026 verður það síðasta sem kylfingar í Golfklúbbi Reykjavíkur geta notað eigin golfbíla á völlum klúbbsins. Boðið verður upp á golfbíla til leigu á „hóflegu gjaldi“ sem í dag er 9.350 krónur. Innlent 18.11.2025 16:46 Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Hæstiréttur hefur veitt dóttur látins manns áfrýjunarleyfi í máli þar sem hún krefst opinberra skipta á dánarbúi föður síns og að seturéttur ekkju hans í óskiptu búi verði felldur úr gildi. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu áður dæmt ekkjunni í vil, en Hæstiréttur telur að málið geti haft fordæmisgildi. Innlent 18.11.2025 15:59 Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skóla segir að þau hyggist ekki slíta samstarfi þeirra við gervigreindarfyrirtækið Anthropic. Rithöfundasamband Íslands krafðist þess að samstarfinu yrði slitið. Innlent 18.11.2025 15:23 Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Ökumaður jeppa á leið til Reykjavíkur missti stjórn á honum í gær eftir umferðaróhapp á Suðurlandsvegi með þeim afleiðingum að bíllinn flaug yfir hringtorg og hafnaði í undirgöngum fyrir gangandi vegfarendur í Norðlingaholti. Íbúar hafa áhyggjur af öryggi gangandi í hverfinu. Innlent 18.11.2025 13:57 Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Klukkan 14:00 í dag verða kynntar nýjustu niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar, sem Menntavísindasvið HÍ heldur utan um. Kynningin verður í Veröld – húsi Vigdísar og má fylgjast með henni í beinni á Vísi. Innlent 18.11.2025 13:31 Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Flensan er fyrr á ferðinni í ár en síðustu ár og sífellt fleiri tilfelli eru að greinast. Nokkuð er um veikindi í samfélaginu vegna flensunnar og álagið hefur aukist hjá heilsugæslunni. Innlent 18.11.2025 13:05 Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Fjöldi íslenskra og erlendra vefsíðna lágu niðri vegna bilunar hjá netfyrirtækinu Cloudflare. Vefir Alþingis, Stjórnarráðsins og Ríkisútvarpsins voru meðal þeirra sem urðu fyrir áhrifum vegna bilunarinnar. Innlent 18.11.2025 12:38 Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sérfræðingur hjá Heimili og skóla varar foreldra við að deila myndum af börnunum sínum opinberlega á netinu þar sem aðilar noti þær í slæmum tilgangi, oft með aðstoð gervigreindar. Ákveðin vitundarvakning sé í gangi um notkun barna á samfélagsmiðlum. Innlent 18.11.2025 11:31 Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Í hádegisfréttum fjöllum við um ákvörðun Evrópusambandsins sem ljós varð í Brussel í morgun. Innlent 18.11.2025 11:26 Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi allt tiltækt lið að Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík á ellefta tímanum eftir að eldur kviknaði í rafmagnstöflu í tæknirými. Slökkvistarf gekk vel sem og rýming hússins. Innlent 18.11.2025 11:18 Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í aðgerð um helgina þar sem lagt var hald á það sem virtust vera skotvopn en reyndust eftirlíkingar. Málið kom upp eftir að myndskeið af manni með eftirlíkingarnar fór í dreifingu á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum. Þrír menn voru handteknir í tengslum við málið. Innlent 18.11.2025 11:11 Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Börn frá Grindavík sem flúðu eldgosin þar fyrir tveimur árum eru ekki eins ánægð með líf sitt og jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu og eiga erfiðara uppdráttar í skóla. Þetta er á meðal niðurstaðna fyrstu vísindarannsóknarinnar sem hefur verið gerð á líðan barna frá Grindavík eftir að bærinn var rýmdur. Innlent 18.11.2025 09:34 Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað yfirvinnubann sem hefst á miðnætti þann 25. nóvember næstkomandi. Enn hefur ekki náðst samkomulag í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia. Félagið segir að ef ekki fæst fólk til að vinna yfirvinnu þurfi að skerða þjónustu og beina fleiri flugvélum fram hjá íslensku flugstjórnarsvæði. Innlent 18.11.2025 07:49 Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Búið er að opna Hvalfjarðargöng á ný eftir að hafa verið lokuð til norðurs um tíma vegna bilaðs bíls sem teppti umferð. Innlent 18.11.2025 07:11 Áhugi á Valhöll Sjálfstæðismenn hafa fengið góð viðbrögð frá áhugasömum kaupendum vegna sölunnar á Valhöll. Ekki er hægt að upplýsa um stöðuna á söluferlinu að öðru leyti. Innlent 18.11.2025 06:47 Tveir ekki í öryggisbelti Ökumaður og fjórir farþegar voru fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Öxi í gærkvöldi. Aðeins þrír voru í öryggisbeltum og einn farþegi festist undir bílnum þegar hann valt. Innlent 18.11.2025 00:08 Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra telur af og frá að fyrirhugaðar skattahækkanir á leigutekjur hafi í för með sér hækkun á leiguverði. Í frumvarpi þar sem mælt er fyrir um hækkanirnar segir þó berum orðum að líklegt sé að leiguverð hækki sökum þeirra. Innlent 17.11.2025 23:12 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 334 ›
„Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnandi Spursmála á mbl.is, segir það liggja í augum uppi að það skuli teljast ögrandi að sveifla skotvopnum, árásarrifflum, í myndbandi. Hann telur að þeim sem haga sér með slíkum hætti eigi að vísa úr landi Innlent 18.11.2025 22:32
Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Deildarstjóri á leikskólanum Múlaborg er komin í veikindaleyfi vegna streitu og álags meðal annars í tengslum við meint kynferðisbrot starfsmanns á deildinni. Foreldrar eins barns hafa kært niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi starfsmannsins gegn barninu þeirra. Móðir stúlku sem greindi frá því fyrir rúmu ári að hana grunaði að brotið hefði verið á dóttur sinni segir allt kerfið hafa brugðist. Fjallað var um málið í Kveik á RÚV í kvöld. Innlent 18.11.2025 22:00
Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Ástralskar rannsóknir benda til þess að tilfellum heilabilunar og minnisglapa fari fjölgandi hjá ungu fólki, og hefur aukningin verið rakin til aukinnar notkunar snjalltækja. Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir, segir að ekkert liggi fyrir í þessum efnum og tengslin við skjánotkun sé bara vangavelta á þessu stigi máls, þótt hún sé ekki ólíkleg. Hún segir mikla skjánotkun meðal þekktra áhættuþátta á bak við heilabilun, en aðrir þættir séu til dæmis einmanaleiki, félagsleg einangrun, þunglyndi og heyrnartap. Innlent 18.11.2025 21:56
Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er við vinnu á Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur vegna áreksturs. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra var enginn fluttur slasaður á spítala. Slökkvilið var aðeins fengið á staðinn til að hreinsa. Búast má við einhverjum töfum í umferð á meðan hreinsun fer fram. Innlent 18.11.2025 21:50
Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Lögreglan er með til skoðunar mál þar sem íþróttafélag seldi áfengi beint til stuðningsmanna. Dæmi eru um að fleiri félög hafi gert það sama og jafnvel sent áfengið heim að dyrum. Innlent 18.11.2025 21:01
Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Fjölmargar vefsíður lágu niður klukkutímum saman í dag vegna bilunar hjá einni vefþjónustu. Forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS segir mikilvægt að stofnanir séu með góðar varaleiðir, sem hægt sé að grípa í þegar bilun sem þessi kemur upp, svo nauðsynleg þjónusta liggi ekki niðri. Innlent 18.11.2025 20:30
Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir furðu sæta að umræðan frá ríkisstjórninni í dag hafi verið á þann veg að hlaupa eigi á harðahlaupum í Evrópusambandið, sem hún líkir við glæpamann. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að verndartollar Evrópusambandsins marki vatnaskil í samskiptum EES þjóðanna við ESB. Innlent 18.11.2025 20:29
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Þrír menn undir og yfir tvítugt voru handteknir um helgina eftir að myndskeið af ungum manni með tvö skotvopn fór í dreifingu á netinu. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir þetta ekki í fyrsta skipti sem lögreglan ræðst í aðgerðir vegna efnis á samfélagsmiðlum. Innlent 18.11.2025 19:09
Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að veita Íslendingum og Norðmönnum ekki undanþágu frá verndaraðgerðum vegna innflutnings á kísiljárn hefur vakið upp hörð viðbrögð. Utanríkisráðherra segir þetta mikil vonbrigði og stjórnarandstaðan vill fresta innleiðingu EES-gerða. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við þingmenn í beinni. Innlent 18.11.2025 18:09
Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Ung Framsókn í Reykjavík skorar á Lilju Dögg Alfreðsdóttur að bjóða sig fram sem formann Framsóknarflokksins. Innlent 18.11.2025 18:01
Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri, vill leiða lista Vinstri grænna á Akureyri í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Jana Salóme leiddi lista flokksins í síðustu kosningum og er eini bæjarfulltrúi flokksins. Innlent 18.11.2025 17:40
Fer ekki í formanninn Einar Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins. Hann sækist eftir oddvitasæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, og segir gríðarlega mikilvægt að koma núverandi meirihluta frá völdum. Innlent 18.11.2025 17:09
Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Framkvæmdastjóri Bergsins headspace óttast að fái þau ekki áframhaldandi samning við íslenska ríkið þurfi þau að loka starfseminni. Um þúsund ungmenni nýta sér starfsemina ár hvert. Innlent 18.11.2025 17:02
Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Golfsumarið 2026 verður það síðasta sem kylfingar í Golfklúbbi Reykjavíkur geta notað eigin golfbíla á völlum klúbbsins. Boðið verður upp á golfbíla til leigu á „hóflegu gjaldi“ sem í dag er 9.350 krónur. Innlent 18.11.2025 16:46
Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Hæstiréttur hefur veitt dóttur látins manns áfrýjunarleyfi í máli þar sem hún krefst opinberra skipta á dánarbúi föður síns og að seturéttur ekkju hans í óskiptu búi verði felldur úr gildi. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu áður dæmt ekkjunni í vil, en Hæstiréttur telur að málið geti haft fordæmisgildi. Innlent 18.11.2025 15:59
Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skóla segir að þau hyggist ekki slíta samstarfi þeirra við gervigreindarfyrirtækið Anthropic. Rithöfundasamband Íslands krafðist þess að samstarfinu yrði slitið. Innlent 18.11.2025 15:23
Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Ökumaður jeppa á leið til Reykjavíkur missti stjórn á honum í gær eftir umferðaróhapp á Suðurlandsvegi með þeim afleiðingum að bíllinn flaug yfir hringtorg og hafnaði í undirgöngum fyrir gangandi vegfarendur í Norðlingaholti. Íbúar hafa áhyggjur af öryggi gangandi í hverfinu. Innlent 18.11.2025 13:57
Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Klukkan 14:00 í dag verða kynntar nýjustu niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar, sem Menntavísindasvið HÍ heldur utan um. Kynningin verður í Veröld – húsi Vigdísar og má fylgjast með henni í beinni á Vísi. Innlent 18.11.2025 13:31
Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Flensan er fyrr á ferðinni í ár en síðustu ár og sífellt fleiri tilfelli eru að greinast. Nokkuð er um veikindi í samfélaginu vegna flensunnar og álagið hefur aukist hjá heilsugæslunni. Innlent 18.11.2025 13:05
Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Fjöldi íslenskra og erlendra vefsíðna lágu niðri vegna bilunar hjá netfyrirtækinu Cloudflare. Vefir Alþingis, Stjórnarráðsins og Ríkisútvarpsins voru meðal þeirra sem urðu fyrir áhrifum vegna bilunarinnar. Innlent 18.11.2025 12:38
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sérfræðingur hjá Heimili og skóla varar foreldra við að deila myndum af börnunum sínum opinberlega á netinu þar sem aðilar noti þær í slæmum tilgangi, oft með aðstoð gervigreindar. Ákveðin vitundarvakning sé í gangi um notkun barna á samfélagsmiðlum. Innlent 18.11.2025 11:31
Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Í hádegisfréttum fjöllum við um ákvörðun Evrópusambandsins sem ljós varð í Brussel í morgun. Innlent 18.11.2025 11:26
Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi allt tiltækt lið að Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík á ellefta tímanum eftir að eldur kviknaði í rafmagnstöflu í tæknirými. Slökkvistarf gekk vel sem og rýming hússins. Innlent 18.11.2025 11:18
Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í aðgerð um helgina þar sem lagt var hald á það sem virtust vera skotvopn en reyndust eftirlíkingar. Málið kom upp eftir að myndskeið af manni með eftirlíkingarnar fór í dreifingu á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum. Þrír menn voru handteknir í tengslum við málið. Innlent 18.11.2025 11:11
Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Börn frá Grindavík sem flúðu eldgosin þar fyrir tveimur árum eru ekki eins ánægð með líf sitt og jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu og eiga erfiðara uppdráttar í skóla. Þetta er á meðal niðurstaðna fyrstu vísindarannsóknarinnar sem hefur verið gerð á líðan barna frá Grindavík eftir að bærinn var rýmdur. Innlent 18.11.2025 09:34
Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað yfirvinnubann sem hefst á miðnætti þann 25. nóvember næstkomandi. Enn hefur ekki náðst samkomulag í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia. Félagið segir að ef ekki fæst fólk til að vinna yfirvinnu þurfi að skerða þjónustu og beina fleiri flugvélum fram hjá íslensku flugstjórnarsvæði. Innlent 18.11.2025 07:49
Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Búið er að opna Hvalfjarðargöng á ný eftir að hafa verið lokuð til norðurs um tíma vegna bilaðs bíls sem teppti umferð. Innlent 18.11.2025 07:11
Áhugi á Valhöll Sjálfstæðismenn hafa fengið góð viðbrögð frá áhugasömum kaupendum vegna sölunnar á Valhöll. Ekki er hægt að upplýsa um stöðuna á söluferlinu að öðru leyti. Innlent 18.11.2025 06:47
Tveir ekki í öryggisbelti Ökumaður og fjórir farþegar voru fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Öxi í gærkvöldi. Aðeins þrír voru í öryggisbeltum og einn farþegi festist undir bílnum þegar hann valt. Innlent 18.11.2025 00:08
Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra telur af og frá að fyrirhugaðar skattahækkanir á leigutekjur hafi í för með sér hækkun á leiguverði. Í frumvarpi þar sem mælt er fyrir um hækkanirnar segir þó berum orðum að líklegt sé að leiguverð hækki sökum þeirra. Innlent 17.11.2025 23:12
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent