Innlent

Erfitt að flytja tíma­bundið heim í tóm hús

Grindvíkingar, sem ætla að búa í bænum í sumar segja tilraunaverkefni um búsetu þar jákvætt. Mörgum gæti þó reynst erfitt að snúa aftur vegna töluverðar óvissu og kostnaðar, þar sem margir þyrftu þá að reka tvö heimili.

Innlent

Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun

Til stendur að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, boðaði þetta á Alþingi í dag en það gerði hún eftir að Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega.

Innlent

Í annar­legu á­standi með tvo hnífa

Lögregluþjónar tóku í dag tvo hnífa af manni í Reykjavík, sem mun hafa verið í annarlegu ástandi. Hald var lagt á hnífana og manninn sleppt í kjölfarið, miðað við það sem fram kemur í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki fylgir sögunni hvað maðurinn var að gera þegar afskipti voru höfð af honum.

Innlent

Hundrað milljónum stolið af lands­mönnum

Óprúttnir aðilar hafa haft um hundrað milljónir króna af fólki og fyrirtækjum hér á landi undanfarnar tíu vikur. Lögregla hvetur fólk sérstaklega til að hafa varann á ákveðnum forritum, að deila skjá sínum með einhverjum auk þess sem glæpamenn reyni að hafa fé af fólki undir því yfirskyni að verið sé að safna fyrir fólki í neyð á Gasa.

Innlent

Hnúfu­bakur í bana­stuði í Hval­firði

Þeir félagar, frændur og nágrannar, Baldur Ketilsson kerfisstjóri hjá Vegagerðinni og Eyjólfur Matthíasson ljósmyndari náðu einstöku myndefni af hnúfubak sem var að leika listir sínar rétt við land í Hvalfirðinum.

Innlent

Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi

Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum.

Innlent

„Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungu­mál“

Skortur á íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga hér á landi bitnar á þjónustu við sjúklinga og veldur því að hjúkrunarfræðingum er mismunað á vinnumarkaði. Þetta segir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem kallar eftir því að stjórnvöld bjóði upp á íslenskukennslu.

Innlent

Göngu­brúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan

Vegna vinnu við göngubrú yfir Sæbraut í Reykjavík verður lokað fyrir umferð á Sæbraut, milli Skeiðarvogs/Kleppsmýrarvegar og Súðarvogs, í kvöld frá klukkan 22 og til klukkan 6 í fyrramálið. Hjáleiðir verða merktar á staðnum og eru vegfarendur beðnir um að sína aðgát og virða merkingar.

Innlent

Hárs­breidd frá hitameti í borginni

Minnstu munaði að hitamet fyrir maímánuð í Reykjavík hefði verið slegið í blíðviðrinu í gær, nánar tiltekið munaði það aðeins hálfri gráðu. Áfram verður hlýtt, þurrt og tiltölulega bjart í dag og á morgun en það dregur síðan til tíðinda á fimmtudag.

Innlent

„Vinnu­brögð sem maður er ekki vanur“

Róbert Wessman vill lítið tjá sig um meintar njósnir manna á snærum Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem beindust meðal annars að Róberti. „Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur,“ segir hann þó.

Innlent

Dæmi um að tvær fjöl­skyldur deili einni au pair

Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur á vinnumarkaðssviði hjá ASÍ, segir nauðsynlegt að stjórnvöld endurskoði vistráðningakerfið og sérstök dvalarleyfi fyrir au pair á Íslandi. Stjórnvöld verði að tryggja að kerfið sé notað eins og á að gera það.

Innlent

Af­drif Hörpunnar enn á huldu

Mótorbáturinn Harpa tengist einu alvarlegasta bátaslysi síðustu áratuga á Íslandi. En saga bátsins á sér líka undarlegan eftirleik. Aðstandandi annars þeirra sem lést í slysinu segir fulla ástæðu til endurupptöku á málinu.

Innlent

Sér­stakar hleranir og sím­tölin sem gætu alltaf orðið til

Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það.

Innlent

Verði að kunna ís­lensku til að geta hjúkrað

Félag íslenska hjúkrunarfræðinga hefur skorað á stjórnvöld að krefjast þess að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni fái ekki starfsleyfi nema íslenskukunnátta sé til staðar. Félagið samþykkti ályktun þess efnis á aðalfundi félagsins sem haldinn var í síðasta fimmtudag.

Innlent