Innlent

Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð

Tími stórframkvæmda er hafinn að nýju. Þetta segir forsætisráðherra sem greindi frá nokkrum atriðum nýrrar atvinnustefnu. Ríkisstjórnin hyggst beita sér sérstaklega fyrir svæðisbundnum hagvexti út á landi. Þá verði ráðist í einföldun leyfisveitingaferlis og byggingareglugerðar.

Innlent

„Við viljum að fjöl­skyldan fari saman heim“

Hátíðin Ljósanótt var sett í Reykjanesbæ í morgun í tuttugasta og fjórða sinn. Hátíðin nær hápunkti á laugardagskvöld með stórum tónleiknum. Lögð er áhersla á að um fjölskylduhátíð sé að ræða og reyna á sérstaklega að sporna gegn áfengisdrykkju ungmenna. 

Innlent

„Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“

Sigríður Á. Andersen, þingkona Miðflokksins, segir mikilvægt að fá að ræða málefni trans fólks. Hún fari þegar fram í skólum og fólk verði að fá að ræða til dæmis meðferð sem sé í boði við ódæmigerðum kyneinkennum. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt í þessari umræðu að tala ekki um trans fólk og börn sem skoðun, afstöðu eða hugmyndafræði. Tilvist þeirra sé raunveruleg og það þurfi að viðurkenna það.

Innlent

Bein út­sending: Bruna­varnir og öryggi til fram­tíðar

Fimm ár eru liðin frá eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg þar sem veikleikar í kerfum og regluverki komu skýrt í ljós. Í kjölfarið hófst víðtæk umbótavinna þar sem stofnanir og atvinnulíf tóku höndum saman með það markmið að efla öryggi og bæta eftirlit.

Innlent

„Okkur er ekkert mann­legt ó­við­komandi“

Nýjustu munir í eigu Þjóðminjasafnsins eru nú til sýnis og geta verið allt að þúsund ára gamlir. Sumir munir hafa komist í vörslu safnsins á einkennilegan máta og sitthvað fundist á víðavangi fyrir tilvilijun.

Innlent

Hitamet féll á Egils­stöðum í ágúst

Hiti mældist hæstur á landinu 29,8 stig við Egilstaðaflugvöll þann 16. ágúst og er það mesti hiti sem mælst hefur í ágústmánuði á Íslandi. Eldra met var 29,4 stig á Hallormsstað í lok ágúst 2021. Þetta er jafnframt mesti hiti sem mælst hefur á sjálfvirkri veðurstöð á Íslandi og hæsti hiti sem skráður hefur verið í landinu frá árinu 1946, þegar hitinn fór í 30,0 stig á Hallormsstað.

Innlent

Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitar­fé­lagi

Grindvíkingar gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi í sveitarstjórnarkosningum í vor þrátt fyrir að hafa flutt lögheimili sitt annað. Stjórnmálafræðingur segir að mögulegar lagabreytingar yrðu að vera skýrar en skiptar skoðanir eru um málið í Grindavík.

Innlent

„Við hvað ertu hræddur?“

Forseti Trans Íslands segir umræðu um málefni hinsegin fólks hafa legið mög þungt á mörgum síðustu daga. Fólk er hvatt til að leita í félagsleg úrræði sem samtökin bjóða uppá. Hún segir hinsegin fólk hafa þjappað sér saman og vonar að sá stuðningur sem hafi komið fram víða í samfélaginu haldi áfram.

Innlent

Nálgunarbannið of tor­sótt og mátt­laust án ökklabands

Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins fagnar fyrirætlunum dómsmálaráðherra um að skylda þá sem brjóta gegn nálgunarbanni til að bera ökklaband. Án rafræns eftirlits sé nálgunarbannið allt of máttlaust enda sé ítrekað brotið gegn því. Skjólstæðingar hennar í Kvennaathvarfinu þekki það of vel á eigin skinni.

Innlent

Trump til­nefnir sendi­herrann nýja

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi nýjan sendiherra á Íslandi í gær en það hefur legið fyrir í mánuð hver það verði. Sá heitir Billy Long og var ríkisskattstjóri í tvo mánuði, var rekinn þaðan og sendur til Íslands.

Innlent

SHÍ gagn­rýnir fækkun heilbrigðiseftirlita

Fulltrúar stjórnar Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi segjast óánægðir með áætlanir umhverfisráðherra og atvinnnuvegaráðherra að fækka eftirlitsaðilum úr ellefu í tvö. Þau segja að með samræmingu eftirlitanna og stofnanna sé hægt að vinna úr athugasemdum eftirlitsstofnun ESB. Lausnin sé ekki að fækka eftirlitsaðilum.

Innlent

„Það skiptir máli að vera í réttu banda­lagi“

Það þarf að finna nýjar leiðir til að fá Bandaríkjamenn að borðinu hvað varðar friðarumleitanir í Úkraínu að sögn forsætisráðherra. Einnig hvað snýr að viðskiptaþvingunum. Rússar skutu yfir fimm hundruð drónum og tuttugu skotflaugum að Úkraínu í nótt en Volódimír Selenskí Úkraínuforseti segir ekki hægt að trúa öðru en að Pútín vilji halda stríði sínu áfram.

Innlent

Stuðningurinn við Úkraínu bein­tengdur öryggi Ís­lands

Forsætisráðherra segir stuðning Íslands við varnarbaráttu Úkraínu beintengdan öryggishagsmunum landsins vegna viðvarandi ógnar af Rússlandi. Alger samstaða sé á meðal leiðtoga Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóða sem funduðu með Úkraínuforseta í Danmörku í dag.

Innlent

Gervigreindin taki undir rang­hug­myndir og skorti næmni

Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir það geta verið varasamt að leitast eftir sálfræðiþjónustu hjá gervigreind. Forritin segi notendum það sem þeir vilja heyra í stað þess sem þeir þurfa að heyra. Gervigreindinni skorti innsæi og næmni.

Innlent