Ólafur Stephensen Er fiskurinn að koma eða fara? Makríldeila Íslands og Færeyja annars vegar og Evrópusambandsins og Noregs hins vegar snýst um mikla hagsmuni. Makrílveiðarnar hafa verið gríðarleg búbót fyrir íslenzkan sjávarútveg og Ísland stendur skiljanlega á rétti sínum að nytja stofn, sem hefur fært sig inn í lögsöguna, að því er menn telja vegna hlýnunar sjávar. Að sama skapi er skiljanlegt að útgerðar- og sjómenn í ESB-ríkjunum og Noregi séu súrir að missa spón úr sínum aski. Fastir pennar 13.11.2012 21:43 Óræktarlegt skattkerfi Skattahækkanir voru óumflýjanlegar til að ná endum saman í ríkisrekstrinum eftir hrun, um það eru flestir sammála. Um hitt greinir menn á, hvort gengið hafi verið of langt í skattahækkunum og þá of skammt í lækkun kostnaðar hins opinbera. Sömuleiðis er deilt um hvort viðleitni til að ná fram jöfnuði í gegnum skattkerfið hafi skilað tilætluðum árangri eða hvort hún sé beinlínis farin að draga úr hvata fólks til að vinna og skapa verðmæti. Um eitt þarf hins vegar ekki að deila; breytingar á skattkerfinu eftir hrun hafa gert það flóknara, ógegnsærra og torskildara. Fastir pennar 12.11.2012 21:52 Fossdsráðhirra Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?“ spurði elskuleg búðarkona fjögurra ára viðskiptavin sem var að verzla með pabba sínum. "Fossdsráðhirra“, svaraði sú stutta. "Já þú ætlar að verða fóstra, elskan,“ sagði afgreiðslukonan. "Ég sagði foss-ædis-ráð-hirra!“ hvæsti hin á móti. Fastir pennar 9.11.2012 17:29 Góð stefna verði ekki vond kredda Ríkjandi stefna menntamálayfirvalda um skóla án aðgreiningar er enn á ný í brennidepli, að þessu sinni vegna staðfestingar menntamálaráðuneytisins á ákvörðun skólastjórnenda í Klettaskóla í Reykjavík um að synja þroskahömluðum dreng úr Kópavogi um skólavist. Fastir pennar 8.11.2012 22:29 Burt með fjárfesta og ferðamenn Núverandi ríkisstjórn gaf í upphafi fögur fyrirheit um að efla erlenda fjárfestingu í atvinnulífinu. Flestir vita hvernig það hefur farið; erlenda fjárfestingin hefur orðið mun minni en hún gæti verið, meðal annars vegna stöðugra breytinga á rekstrarumhverfi og regluverki, fjandsamlegra yfirlýsinga ráðamanna í garð fjárfesta, tilhneigingar til að breyta reglum eftir á, hótana um eignaupptöku og þannig mætti áfram telja. Skoðun 7.11.2012 17:17 Skjólið á Höfðatorgi Hluti af arfleifð góðærisins í aldarbyrjun er gler- og stálturnar hingað og þangað um höfuðborgina. Þetta eru misljót minnismerki um tímann þegar öll umsvif fóru út úr eðlilegum skala, hvort sem það voru heimsveldisbyggingar í viðskiptum, stíflu- eða húsbyggingar. Fastir pennar 5.11.2012 22:09 Vöknuð, en heldur seint Skýrsla óháðrar rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar á Íslandi um viðbrögð hennar við ásökunum um kynferðisbrot og annað ofbeldi innan kirkjunnar er á köflum skelfileg lesning. Fastir pennar 4.11.2012 22:18 Bannað en þó ekki Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að áfengisauglýsingar frá íslenzkum áfengisframleiðendum og -birgjum færðust í vaxandi mæli inn á Facebook og aðra samfélagsmiðla. Ólíkt því sem tíðkast í blaða- og sjónvarpsauglýsingum fyrir léttöl frá sömu framleiðendum og innflytjendum er ekki endilega tekið fram í þessum auglýsingum að verið sé að auglýsa léttöl. Fastir pennar 2.11.2012 21:34 Lítið skref, stór ákvörðun Fyrir ekki svo löngu, á tíma kalda stríðsins, voru varnar- og öryggismál bannorð á þingum Norðurlandaráðs. Þess vegna eru yfirlýsingar stjórnvalda í Svíþjóð og Finnlandi um að ríkin muni taka þátt í loftrýmisgæzlu Atlantshafsbandalagsins (NATO) við Ísland stórmerkileg tíðindi. Fastir pennar 1.11.2012 22:07 Þrællinn í næsta húsi Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um rannsókn lögreglu á grun um mansal tengt rekstri nuddstofa á höfuðborgarsvæðinu. Kínversk kona sem starfaði þar segist um fjögurra ára skeið hafa verið látin vinna í 12-14 klukkustundir á dag fyrir um 6.500 króna mánaðarlaun, meðal annars við blaðburð og viðhald fasteigna eigandans. Hún sakar eigandann sömuleiðis um að hafa tekið vegabréfið af öðrum útlendum starfsmanni, bannað honum að hafa samband við umheiminn og ekki greitt honum laun. Fastir pennar 26.10.2012 21:46 Tækifæri til sátta Sáttatónn var í talsmönnum jafnt stjórnar sem stjórnarandstöðu þegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um síðustu helgi voru ræddar á Alþingi í gær, þótt talsverður munur sé á því hvernig menn túlka þær. Báðar fylkingar á þinginu töluðu fyrir vandaðri málsmeðferð og að leitazt yrði við að afgreiða tillögur til breytinga á stjórnarskrá í eins mikilli sátt og unnt væri. Fastir pennar 23.10.2012 21:21 Skilnaður fremur en girðingar Ráðgjafahópur atvinnuvega- og fjármálaráðherra skilaði í síðustu viku tillögum um heildarumgjörð um fjármálastöðugleika á Íslandi. Þeirra á meðal eru margar tillögur um hvernig takmarka megi eða koma í veg fyrir áhættusækni í endurreistu bankakerfi, til þess auðvitað að mistökin sem leiddu til hrunsins fyrir fjórum árum endurtaki sig ekki. Fastir pennar 22.10.2012 21:35 Spurningarnar sem vantar Í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn mun þjóðin ekki kjósa um nýja stjórnarskrá, sem hefur verið lögð fyrir hana í fullbúinni mynd. Atkvæðagreiðslan er eingöngu leiðbeinandi fyrir Alþingi, sem mun óhjákvæmilega þurfa að gera breytingar á þeim drögum stjórnlagaráðs sem nú liggja fyrir, sama hvernig atkvæðagreiðslan fer. Fastir pennar 17.10.2012 21:42 Áminning um lærdóm sögunnar Veiting friðarverðlauna Nóbels er oftast nær umdeild – og á að vera það. Norska Nóbelsnefndin hefur oft komið á óvart og oft verið gagnrýnd fyrir val sitt á verðlaunahafa. Ein forsenda þess að Nóbelsverðlaunin eru þau friðarverðlaun sem vekja mesta athygli á heimsvísu er einmitt að valið er ekki alltaf fyrirsjáanlegt. Fastir pennar 15.10.2012 21:37 Út með pólitíkina Meginniðurstöður úttektarnefndar á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur koma ekki stórlega á óvart; þær staðfesta margt sem áður var vitað. Þær setja hins vegar ýmsa þætti málsins í skýrara ljós. Fastir pennar 10.10.2012 21:48 Sparlega farið með dagsektirnar Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að dagsektir vegna trassaskapar húseigenda í Reykjavíkurborg næmu nú tugum milljóna, nánar tiltekið 32 milljónum, vegna sex húsa víða um borgina. Þar er um ólík tilvik að ræða, bæði gömul hús sem trassað hefur verið að halda við (til dæmis gamla Borgarbókasafnið við Þingholtsstræti), hús í ágætu viðhaldi sem óleyfilegar breytingar hafa verið gerðar á og nýbyggingar sem ekki hefur verið gengið frá sem skyldi. Fastir pennar 8.10.2012 22:06 Af hverju "ótækt“? Undarleg deila um skólastarf á Tálknafirði komst í hámæli í síðustu viku. Þar var síðastliðið sumar ákveðið að semja við Hjallastefnuna, sem hefur rekið leik- og grunnskóla í nokkrum sveitarfélögum með góðum árangri, um að fyrirtækið tæki að sér rekstur grunnskóla sveitarfélagsins. Þessu var yfirgnæfandi meirihluti foreldra grunnskólabarna á staðnum samþykkur. Fastir pennar 7.10.2012 22:12 Upprætum ógeðið Umfangsmikil aðgerð lögreglu og tollgæzlu gegn glæpasamtökunum Outlaws á miðvikudagskvöldið ber vott um að löggæzluyfirvöld hyggist ekki sýna þessum félagsskap neina linkind. Fastir pennar 5.10.2012 21:28 Gegnsærri stjórnsýsla á netinu Í Fréttablaðinu í fyrradag voru tvær fréttir, sem snúa að rafrænni stjórnsýslu sveitarfélaga. Annars vegar hefur Hafnarfjarðarbær ákveðið að í stað þess að setja eingöngu fundargerðir bæjarstjórnar og nefnda og ráða bæjarins á vef bæjarins verði skjöl sem tengjast ákvörðunum á fundum gerð aðgengileg almenningi á netinu. Hins vegar var sagt frá því að borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að upplýsingar um allar kostnaðargreiðslur borgarinnar verði gerðar almenningi aðgengilegar á netinu. Fastir pennar 4.10.2012 19:44 Talað inn í tómarúmið á miðjunni Breytt framtíðarsýn fyrir unga Íslendinga er útgangspunktur þess breiða hóps, sem í fyrradag hittist á Hótel Nordica og samþykkti ályktun undir fyrirsögninni "samstaða um þjóðarhagsmuni“. Fastir pennar 27.11.2007 16:53 Enginn áhugi á umbótum Íslenzkir skattgreiðendur greiða um helmingi hærri styrki til landbúnaðarins en ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) gera að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar, sem Fréttablaðið sagði frá í gær. Á Íslandi nemur stuðningur við landbúnaðinn um 17 milljörðum króna á ári, sem er annars vegar í formi styrkja á fjárlögum og hins vegar tollverndar. Stuðningurinn nemur um 47% af tekjum bænda, en OECD-meðaltalið er um 20%, svipað og í Evrópusambandinu. Fastir pennar 2.10.2012 21:44 Sáttafarvegurinn virkjaður á ný Þegar verkefnisstjórn rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma skilaði af sér skýrslu í fyrrasumar var full ástæða til að binda miklar vonir við að hún myndi stuðla að sæmilega víðtækri sátt um málaflokkinn. Fastir pennar 1.10.2012 20:50 Keppt á grundvelli gæða Fjármögnun háskólanáms og rannsókna við háskóla á Íslandi er að mörgu leyti í uppnámi. Aldrei hefur verið meiri aðsókn að háskólanámi. Mikill metnaður er í vísindarannsóknum háskólanna, íslenzkir vísindamenn sækja í sig veðrið á alþjóðlegum vettvangi og rannsóknaniðurstöðurnar nýtast bæði til að bæta almannaþjónustu og skapa ný tækifæri í viðskiptalífinu. Fastir pennar 30.9.2012 23:23 Tími Jóhönnu Með boðuðu brotthvarfi Jóhönnu Sigurðardóttur úr stjórnmálum næsta vor lýkur merkilegum pólitískum ferli. Jóhanna hefur setið á þingi í 34 ár og á meira en fjörutíu ár að baki í stjórnmálum og starfi stéttarfélaga. Fastir pennar 28.9.2012 21:15 Sendiboðaskyttirí Það er vinsæl íþrótt að skjóta boðbera vondra tíðinda, fremur en að horfast í augu við fréttirnar sem þeir flytja. Ríkisendurskoðun tekur fullan þátt í þessum leik með viðbrögðum sínum við umfjöllun Kastljóss Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld. Fastir pennar 25.9.2012 21:59 Stóra borgin með litla hjartað Mörður Árnason alþingismaður skrifaði grein hér í blaðið í gær til að vekja athygli á þingsályktunartillögu sinni og fleiri þingmanna, um að ríkið og Reykjavíkurborg geri með sér samning þar sem fram komi skyldur og réttindi höfuðborgar Íslands. Fastir pennar 24.9.2012 22:01 Alþjóðlegur agi Tilhneiging stjórnmálamanna til að lofa auknum útgjöldum upp í ermina á sér og taka bætt lífskjör að láni hjá framtíðarkynslóðum er alþjóðlegt vandamál. Sem slíkt kallar það á alþjóðlegar lausnir. Þau drög að ríkisfjármálasambandi Evrópusambandsins, með reglum sem eiga að koma í veg fyrir hallarekstur og skuldasöfnun aðildarríkjanna, eru raunveruleg viðleitni til að finna slíka lausn. Fastir pennar 23.9.2012 22:30 Einkavæðing banka, taka tvö Ríkisstjórnin stefnir að því að selja hlut ríkisins í bönkum og sparisjóðum. Salan á einstökum hlutum hefur ekki verið tímasett, en gert er ráð fyrir að söluhagnaðurinn nemi 31 milljarði króna næstu fjögur árin. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi öðru sinni frumvarp til laga, sem á að afla ríkinu heimildar til að selja hluti í fjármálastofnunum og setja ramma um söluna. Fastir pennar 20.9.2012 21:29 Óverjandi skattur Fréttablaðið sagði frá því í gær að íslenzk stjórnvöld væru búin að skuldbinda sig gagnvart Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) til að gera breytingar á stimpilgjöldum þannig að dregið verði úr kostnaði og hindrunum ef viðskiptavinir fjármálafyrirtækja vilja færa lánin sín á milli banka. Fastir pennar 19.9.2012 20:24 Villuljósin slökkt Skýrsla Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er mikilvægt innlegg í umræðuna og til þess fallin að skýra línur og eyða ranghugmyndum. Þar er til að mynda nokkuð kerfisbundið slökkt á ýmsum villuljósum um möguleika á einhliða eða tvíhliða upptöku hinna ýmsu gjaldmiðla ríkja, sem Ísland á hlutfallslega lítil viðskipti við og hafa engan áhuga á að vera í myntbandalagi með Íslandi. Þetta ætti að stuðla að því að beina umræðunni frá patentlausnum og að aðalatriðum málsins. Fastir pennar 18.9.2012 22:19 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 31 ›
Er fiskurinn að koma eða fara? Makríldeila Íslands og Færeyja annars vegar og Evrópusambandsins og Noregs hins vegar snýst um mikla hagsmuni. Makrílveiðarnar hafa verið gríðarleg búbót fyrir íslenzkan sjávarútveg og Ísland stendur skiljanlega á rétti sínum að nytja stofn, sem hefur fært sig inn í lögsöguna, að því er menn telja vegna hlýnunar sjávar. Að sama skapi er skiljanlegt að útgerðar- og sjómenn í ESB-ríkjunum og Noregi séu súrir að missa spón úr sínum aski. Fastir pennar 13.11.2012 21:43
Óræktarlegt skattkerfi Skattahækkanir voru óumflýjanlegar til að ná endum saman í ríkisrekstrinum eftir hrun, um það eru flestir sammála. Um hitt greinir menn á, hvort gengið hafi verið of langt í skattahækkunum og þá of skammt í lækkun kostnaðar hins opinbera. Sömuleiðis er deilt um hvort viðleitni til að ná fram jöfnuði í gegnum skattkerfið hafi skilað tilætluðum árangri eða hvort hún sé beinlínis farin að draga úr hvata fólks til að vinna og skapa verðmæti. Um eitt þarf hins vegar ekki að deila; breytingar á skattkerfinu eftir hrun hafa gert það flóknara, ógegnsærra og torskildara. Fastir pennar 12.11.2012 21:52
Fossdsráðhirra Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?“ spurði elskuleg búðarkona fjögurra ára viðskiptavin sem var að verzla með pabba sínum. "Fossdsráðhirra“, svaraði sú stutta. "Já þú ætlar að verða fóstra, elskan,“ sagði afgreiðslukonan. "Ég sagði foss-ædis-ráð-hirra!“ hvæsti hin á móti. Fastir pennar 9.11.2012 17:29
Góð stefna verði ekki vond kredda Ríkjandi stefna menntamálayfirvalda um skóla án aðgreiningar er enn á ný í brennidepli, að þessu sinni vegna staðfestingar menntamálaráðuneytisins á ákvörðun skólastjórnenda í Klettaskóla í Reykjavík um að synja þroskahömluðum dreng úr Kópavogi um skólavist. Fastir pennar 8.11.2012 22:29
Burt með fjárfesta og ferðamenn Núverandi ríkisstjórn gaf í upphafi fögur fyrirheit um að efla erlenda fjárfestingu í atvinnulífinu. Flestir vita hvernig það hefur farið; erlenda fjárfestingin hefur orðið mun minni en hún gæti verið, meðal annars vegna stöðugra breytinga á rekstrarumhverfi og regluverki, fjandsamlegra yfirlýsinga ráðamanna í garð fjárfesta, tilhneigingar til að breyta reglum eftir á, hótana um eignaupptöku og þannig mætti áfram telja. Skoðun 7.11.2012 17:17
Skjólið á Höfðatorgi Hluti af arfleifð góðærisins í aldarbyrjun er gler- og stálturnar hingað og þangað um höfuðborgina. Þetta eru misljót minnismerki um tímann þegar öll umsvif fóru út úr eðlilegum skala, hvort sem það voru heimsveldisbyggingar í viðskiptum, stíflu- eða húsbyggingar. Fastir pennar 5.11.2012 22:09
Vöknuð, en heldur seint Skýrsla óháðrar rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar á Íslandi um viðbrögð hennar við ásökunum um kynferðisbrot og annað ofbeldi innan kirkjunnar er á köflum skelfileg lesning. Fastir pennar 4.11.2012 22:18
Bannað en þó ekki Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að áfengisauglýsingar frá íslenzkum áfengisframleiðendum og -birgjum færðust í vaxandi mæli inn á Facebook og aðra samfélagsmiðla. Ólíkt því sem tíðkast í blaða- og sjónvarpsauglýsingum fyrir léttöl frá sömu framleiðendum og innflytjendum er ekki endilega tekið fram í þessum auglýsingum að verið sé að auglýsa léttöl. Fastir pennar 2.11.2012 21:34
Lítið skref, stór ákvörðun Fyrir ekki svo löngu, á tíma kalda stríðsins, voru varnar- og öryggismál bannorð á þingum Norðurlandaráðs. Þess vegna eru yfirlýsingar stjórnvalda í Svíþjóð og Finnlandi um að ríkin muni taka þátt í loftrýmisgæzlu Atlantshafsbandalagsins (NATO) við Ísland stórmerkileg tíðindi. Fastir pennar 1.11.2012 22:07
Þrællinn í næsta húsi Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um rannsókn lögreglu á grun um mansal tengt rekstri nuddstofa á höfuðborgarsvæðinu. Kínversk kona sem starfaði þar segist um fjögurra ára skeið hafa verið látin vinna í 12-14 klukkustundir á dag fyrir um 6.500 króna mánaðarlaun, meðal annars við blaðburð og viðhald fasteigna eigandans. Hún sakar eigandann sömuleiðis um að hafa tekið vegabréfið af öðrum útlendum starfsmanni, bannað honum að hafa samband við umheiminn og ekki greitt honum laun. Fastir pennar 26.10.2012 21:46
Tækifæri til sátta Sáttatónn var í talsmönnum jafnt stjórnar sem stjórnarandstöðu þegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um síðustu helgi voru ræddar á Alþingi í gær, þótt talsverður munur sé á því hvernig menn túlka þær. Báðar fylkingar á þinginu töluðu fyrir vandaðri málsmeðferð og að leitazt yrði við að afgreiða tillögur til breytinga á stjórnarskrá í eins mikilli sátt og unnt væri. Fastir pennar 23.10.2012 21:21
Skilnaður fremur en girðingar Ráðgjafahópur atvinnuvega- og fjármálaráðherra skilaði í síðustu viku tillögum um heildarumgjörð um fjármálastöðugleika á Íslandi. Þeirra á meðal eru margar tillögur um hvernig takmarka megi eða koma í veg fyrir áhættusækni í endurreistu bankakerfi, til þess auðvitað að mistökin sem leiddu til hrunsins fyrir fjórum árum endurtaki sig ekki. Fastir pennar 22.10.2012 21:35
Spurningarnar sem vantar Í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn mun þjóðin ekki kjósa um nýja stjórnarskrá, sem hefur verið lögð fyrir hana í fullbúinni mynd. Atkvæðagreiðslan er eingöngu leiðbeinandi fyrir Alþingi, sem mun óhjákvæmilega þurfa að gera breytingar á þeim drögum stjórnlagaráðs sem nú liggja fyrir, sama hvernig atkvæðagreiðslan fer. Fastir pennar 17.10.2012 21:42
Áminning um lærdóm sögunnar Veiting friðarverðlauna Nóbels er oftast nær umdeild – og á að vera það. Norska Nóbelsnefndin hefur oft komið á óvart og oft verið gagnrýnd fyrir val sitt á verðlaunahafa. Ein forsenda þess að Nóbelsverðlaunin eru þau friðarverðlaun sem vekja mesta athygli á heimsvísu er einmitt að valið er ekki alltaf fyrirsjáanlegt. Fastir pennar 15.10.2012 21:37
Út með pólitíkina Meginniðurstöður úttektarnefndar á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur koma ekki stórlega á óvart; þær staðfesta margt sem áður var vitað. Þær setja hins vegar ýmsa þætti málsins í skýrara ljós. Fastir pennar 10.10.2012 21:48
Sparlega farið með dagsektirnar Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að dagsektir vegna trassaskapar húseigenda í Reykjavíkurborg næmu nú tugum milljóna, nánar tiltekið 32 milljónum, vegna sex húsa víða um borgina. Þar er um ólík tilvik að ræða, bæði gömul hús sem trassað hefur verið að halda við (til dæmis gamla Borgarbókasafnið við Þingholtsstræti), hús í ágætu viðhaldi sem óleyfilegar breytingar hafa verið gerðar á og nýbyggingar sem ekki hefur verið gengið frá sem skyldi. Fastir pennar 8.10.2012 22:06
Af hverju "ótækt“? Undarleg deila um skólastarf á Tálknafirði komst í hámæli í síðustu viku. Þar var síðastliðið sumar ákveðið að semja við Hjallastefnuna, sem hefur rekið leik- og grunnskóla í nokkrum sveitarfélögum með góðum árangri, um að fyrirtækið tæki að sér rekstur grunnskóla sveitarfélagsins. Þessu var yfirgnæfandi meirihluti foreldra grunnskólabarna á staðnum samþykkur. Fastir pennar 7.10.2012 22:12
Upprætum ógeðið Umfangsmikil aðgerð lögreglu og tollgæzlu gegn glæpasamtökunum Outlaws á miðvikudagskvöldið ber vott um að löggæzluyfirvöld hyggist ekki sýna þessum félagsskap neina linkind. Fastir pennar 5.10.2012 21:28
Gegnsærri stjórnsýsla á netinu Í Fréttablaðinu í fyrradag voru tvær fréttir, sem snúa að rafrænni stjórnsýslu sveitarfélaga. Annars vegar hefur Hafnarfjarðarbær ákveðið að í stað þess að setja eingöngu fundargerðir bæjarstjórnar og nefnda og ráða bæjarins á vef bæjarins verði skjöl sem tengjast ákvörðunum á fundum gerð aðgengileg almenningi á netinu. Hins vegar var sagt frá því að borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að upplýsingar um allar kostnaðargreiðslur borgarinnar verði gerðar almenningi aðgengilegar á netinu. Fastir pennar 4.10.2012 19:44
Talað inn í tómarúmið á miðjunni Breytt framtíðarsýn fyrir unga Íslendinga er útgangspunktur þess breiða hóps, sem í fyrradag hittist á Hótel Nordica og samþykkti ályktun undir fyrirsögninni "samstaða um þjóðarhagsmuni“. Fastir pennar 27.11.2007 16:53
Enginn áhugi á umbótum Íslenzkir skattgreiðendur greiða um helmingi hærri styrki til landbúnaðarins en ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) gera að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar, sem Fréttablaðið sagði frá í gær. Á Íslandi nemur stuðningur við landbúnaðinn um 17 milljörðum króna á ári, sem er annars vegar í formi styrkja á fjárlögum og hins vegar tollverndar. Stuðningurinn nemur um 47% af tekjum bænda, en OECD-meðaltalið er um 20%, svipað og í Evrópusambandinu. Fastir pennar 2.10.2012 21:44
Sáttafarvegurinn virkjaður á ný Þegar verkefnisstjórn rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma skilaði af sér skýrslu í fyrrasumar var full ástæða til að binda miklar vonir við að hún myndi stuðla að sæmilega víðtækri sátt um málaflokkinn. Fastir pennar 1.10.2012 20:50
Keppt á grundvelli gæða Fjármögnun háskólanáms og rannsókna við háskóla á Íslandi er að mörgu leyti í uppnámi. Aldrei hefur verið meiri aðsókn að háskólanámi. Mikill metnaður er í vísindarannsóknum háskólanna, íslenzkir vísindamenn sækja í sig veðrið á alþjóðlegum vettvangi og rannsóknaniðurstöðurnar nýtast bæði til að bæta almannaþjónustu og skapa ný tækifæri í viðskiptalífinu. Fastir pennar 30.9.2012 23:23
Tími Jóhönnu Með boðuðu brotthvarfi Jóhönnu Sigurðardóttur úr stjórnmálum næsta vor lýkur merkilegum pólitískum ferli. Jóhanna hefur setið á þingi í 34 ár og á meira en fjörutíu ár að baki í stjórnmálum og starfi stéttarfélaga. Fastir pennar 28.9.2012 21:15
Sendiboðaskyttirí Það er vinsæl íþrótt að skjóta boðbera vondra tíðinda, fremur en að horfast í augu við fréttirnar sem þeir flytja. Ríkisendurskoðun tekur fullan þátt í þessum leik með viðbrögðum sínum við umfjöllun Kastljóss Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld. Fastir pennar 25.9.2012 21:59
Stóra borgin með litla hjartað Mörður Árnason alþingismaður skrifaði grein hér í blaðið í gær til að vekja athygli á þingsályktunartillögu sinni og fleiri þingmanna, um að ríkið og Reykjavíkurborg geri með sér samning þar sem fram komi skyldur og réttindi höfuðborgar Íslands. Fastir pennar 24.9.2012 22:01
Alþjóðlegur agi Tilhneiging stjórnmálamanna til að lofa auknum útgjöldum upp í ermina á sér og taka bætt lífskjör að láni hjá framtíðarkynslóðum er alþjóðlegt vandamál. Sem slíkt kallar það á alþjóðlegar lausnir. Þau drög að ríkisfjármálasambandi Evrópusambandsins, með reglum sem eiga að koma í veg fyrir hallarekstur og skuldasöfnun aðildarríkjanna, eru raunveruleg viðleitni til að finna slíka lausn. Fastir pennar 23.9.2012 22:30
Einkavæðing banka, taka tvö Ríkisstjórnin stefnir að því að selja hlut ríkisins í bönkum og sparisjóðum. Salan á einstökum hlutum hefur ekki verið tímasett, en gert er ráð fyrir að söluhagnaðurinn nemi 31 milljarði króna næstu fjögur árin. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi öðru sinni frumvarp til laga, sem á að afla ríkinu heimildar til að selja hluti í fjármálastofnunum og setja ramma um söluna. Fastir pennar 20.9.2012 21:29
Óverjandi skattur Fréttablaðið sagði frá því í gær að íslenzk stjórnvöld væru búin að skuldbinda sig gagnvart Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) til að gera breytingar á stimpilgjöldum þannig að dregið verði úr kostnaði og hindrunum ef viðskiptavinir fjármálafyrirtækja vilja færa lánin sín á milli banka. Fastir pennar 19.9.2012 20:24
Villuljósin slökkt Skýrsla Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er mikilvægt innlegg í umræðuna og til þess fallin að skýra línur og eyða ranghugmyndum. Þar er til að mynda nokkuð kerfisbundið slökkt á ýmsum villuljósum um möguleika á einhliða eða tvíhliða upptöku hinna ýmsu gjaldmiðla ríkja, sem Ísland á hlutfallslega lítil viðskipti við og hafa engan áhuga á að vera í myntbandalagi með Íslandi. Þetta ætti að stuðla að því að beina umræðunni frá patentlausnum og að aðalatriðum málsins. Fastir pennar 18.9.2012 22:19