Lögreglumál

Fréttamynd

Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku

Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns.

Innlent
Fréttamynd

Sagðir hafa rætt um að drepa sósíal­ista­leið­toga

Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins.

Innlent
Fréttamynd

Hinir grunuðu og konan þekktust

Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri.

Innlent
Fréttamynd

Komu í veg fyrir tjón á Djúpa­vogi

Lögreglan á Austurlandi og björgunarsveitir fóru í útkall á Djúpavogi í gær þar sem stefndi í skemmdir á íbúðarhúsnæði sökum foks. Málið var afgreitt hratt og vel og náðist að koma í veg fyrir tjón.

Innlent
Fréttamynd

Líkfundur á Gróttu

Lík fannst í fjörunni við Gróttu á Seltjarnarnesi á ellefta tímanum í dag. Vakthafandi lögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Gangandi vegfarendur sem komu auga á líkið höfðu samband við lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Vaknaði við inn­brots­þjófa sem hlupu á brott

Íbúi í Hafnarfirði vaknaði við innbrotsþjófa í morgun en þeir höfðu farið inn um ólæstar dyr á húsi hans. Íbúinn kallaði að þjófunum tveimur sem hlupu út og skildu eftir hluti sem þeir eru taldir hafa ætlað að stela úr íbúðinni. Mennirnir voru á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Róleg nótt að baki hjá lögreglunni

Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má dagbók hennar í morgun. Þegar dagbókarfærslan barst klukkan fimm höfðu aðeins þrjátíu og þrjú mál verið skráð frá miðnætti en níutíu í heildina frá klukkan fimm síðdegis í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Til­kynntu tölvu­leikja­spilara til lög­reglu

Í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um öskur og læti frá íbúð í Kópavogi. Lögregla mætti á vettvang en í ljós kom að öskrin komu frá manni sem var að spila tölvuleiki. Hann lofaði lögreglu að róa sig niður.

Innlent
Fréttamynd

Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus

Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum.

Innlent
Fréttamynd

Fallist á kröfu um einangrun yfir hinum manninum líka

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nú síðdegis á kröfu héraðssaksóknara um tveggja vikna áframhaldandi einangrun í tilfelli karlmanns á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um skipulagningu hryðjuverkaárásar. Héraðssaksóknari segir rannsókn miða ágætlega.

Innlent
Fréttamynd

Fallist á kröfu um áframhaldandi einangrun

Karlmaður á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi var á tólfta tímanum úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun til tveggja vikna.

Innlent
Fréttamynd

Vildi fá greitt fyrir ó­um­beðna heim­sókn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna manns sem var að sparka í rúður og hurðir í miðborg Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu, þar sem fjallað er um verkefni lögreglu í gærkvöldi og í nótt, segir að hann hafi verið handtekinn fyrir eignarspjöll og vistaður í fangageymslu lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður vegna skotárásarinnar við Miðvang

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna skotárásar við Miðvang í Hafnarfirði í lok júní. Tveir brotaþolar í málinu krefjast átta milljóna króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Lá á dyra­bjöllunum í vit­lausu húsi

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt og var meðal annars kölluð út vegna tveggja manna á hóteli í miðborg Reykjavíkur sem neitaðu að yfirgefa hótelið. Lögreglan fylgdi þeim út eftir að hún mætti á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Stormasamt samband litað af neyslu fíkniefna

Kona á fertugsaldri er meðal þriggja sem sæta gæsluvarðhaldi grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags. Hinn látni, karlmaður á fimmtugsaldri, er eiginmaður konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu þau átt í stormasömu sambandi.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt bílslys á Suður­lands­braut

Alvarlegt bílslys varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Reykjavegar ofan við Laugardalinn í Reykjavík um klukkan hálf eitt í dag. Tveir voru inni í fólksbíl sem virðist hafa verið ekið upp á kant, á gönguljós og oltið með þeim afleiðingum að bíllinn er mikið skemmdur.

Innlent