Lögreglumál

Fréttamynd

Áfram í varðhaldi vegna árásar á Akureyri

Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um tilraun til manndráps eftir að hafa stungið annan karlmann með hnífsblaði í krepptum hnefa á Akureyri í byrjun nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Sakaður um kynferðisbrot gegn tveimur börnum

Karlmaður sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn tveimur ungum börnum á síðasta ári. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavík en karlinn neitar sök.

Innlent
Fréttamynd

Eltu uppi innbrotsþjóf með merki frá spjaldtölvu að vopni

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um fjölmörg innbrot og aðra glæpi. Maðurinn er grunaður um nánast samfellda brotastarfsemi frá því í febrúar á þessu ári frá því að hann var handtekinn þann 21. nóvember síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Mikil aukning á slysum vegna lyfjaaksturs

Á sjöunda tug hafa látist eða slasast í slysum sem má rekja til fíkniefnaaksturs fyrstu átta mánuði ársins. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir þetta knýjandi verkefni sem samfélagið þurfi að taka á.

Innlent
Fréttamynd

Hótaði lögreglu öllu illu í Eyjum

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 23 ára karlmanni fyrir brot gegn valdstjórninni þegar hann var handtekinn í Vestmannaeyjum í febrúar síðastliðnum.

Innlent