Sjávarútvegur

Fréttamynd

Hjart­sláttur sjávar­byggðanna

Strandveiðar eru ekki bara kjölfesta í mörgum sjávarbyggðum heldur líka mikil menningarverðmæti sem ber að stórefla fyrir atvinnuöryggi og möguleika komandi kynslóða til að stunda sjósókn á eigin forsendum án þess að gerast leiguliðar stórútgerðarinnar sem hefur yfir að ráða milli 80 til 90% allra aflaheimilda í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Stóri grænþvotturinn

Íslenskur sjávarútvegur er í harðri alþjóðlegri samkeppni. Til þess að ná árangri í þeirri samkeppni er nauðsynlegt að fyrirtækin geti haldið áfram að fjárfesta í nýjum og betri skipum og búnaði. Fjárfesting er þannig forsenda áframhaldandi verðmætasköpunar og jákvæðrar þróunar í loftslagsmálum.

Skoðun
Fréttamynd

Spá auknu at­vinnu­leysi og hag­vexti

Útlit er fyrir að verg landsframleiðsla aukist um 0,1% í ár. Samkvæmt þjóðhagsreikningum dróst verg landsframleiðsla saman um 1,9% á fyrri hluta ársins sem einkenndist af neikvæðum áhrifum utanríkisviðskipta og birgðabreytinga, meðal annars vegna loðnubrests.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Aldrei gott að toppa of snemma“

Halla Hrund Logadóttir fyrrverandi forsetaframbjóðandi og oddviti Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi segir að af eigin reynslu sé ekki gott að toppa of snemma í kosningabaráttu.  Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingar í sama kjördæmi segist ekki sjá merki um gremju í flokknum vegna ummæla formannsins um Dag B. Eggertsson. Þetta er meðal þess sem kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Að leita langt yfir skammt

Það var merkilegt að fylgjast með fréttum um þing ASÍ þar sem norskur hagfræðingur, Karen Ulltveit Moe, flutti erindi um skattheimtu á fiskeldi í Noregi. Í sjálfu sér var ekkert við erindið hennar að athuga, enda margt áhugavert sem þar kom fram. 

Skoðun
Fréttamynd

Un­bro­ken sótti hálfan milljarð og stefnir að skráningu innan fárra ára

Íslenska sjávarlíftæknifélagið Unbroken, sem er meðal annars að stórum hluta í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur, hefur klárað hlutafjáraukningu upp á samtals hálfan milljarð króna í því skyni að efla alþjóðlega markaðssetningu á hinu „byltingarkennda“ fæðubótarefni. Virði félagsins í viðskiptunum er um 7,5 milljarðar en Unbroken fæðubótarefnið er núna selt til tuga landa.

Innherji
Fréttamynd

Skip­verjar urðu varir við eldinn þegar þeir voru í kaffi

Eldur sem kom upp í vinnsluþilfari skipsins Jökuls ÞH 299 þann 17. júlí í fyrra, þegar skipið var statt um sextíu sjómílum norðaustur af Horni, var vegna viðgerðar þar sem verið var að rafsjóða. Glóð fór í svokallaðan burstakamb, og náði að krauma í hálftíma áður en eldurinn braust út. Á meðan voru skipverjar í kaffi.

Innlent
Fréttamynd

Aðal­eig­andi Geo Salmo fer fyrir ellefu milljarða fjár­festinga­fé­lagi

Fjárfestingafélagið Bull Hill Capital, sem hagnaðist verulega fyrir fáeinum árum þegar erlendir fjárfestar keyptu Advania og síðar gagnavershluta fyrirtækisins, ræður yfir samtals um ellefu milljarða króna eignasafni hér á landi og er nánast skuldlaust. Miðað við bókfært virði á litlum eftirstandandi hlut þess í Advania var upplýsingatæknifyrirtækið, sem hefur stækkað hratt undanfarin ár, verðmetið á nærri 300 milljarða um síðustu áramót.

Innherji
Fréttamynd

Helgi hættur á Heimildinni

Helgi Seljan er einhver þekktasti blaðamaður landsins, margverðlaunaður en hann hefur staðið í ströngu nú í tuttugu ár við að fjalla um stærstu mál samtímans. Nú er það búið. Í bili að minnsta kosti. Helgi hefur ákveðið að henda blaðamannahatti sínum inn í skáp og horfir jafnvel til hafs.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“

Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar.

Innlent
Fréttamynd

Jens Garðar vill oddvitasætið

Jens Garðar Helgason hefur tilkynnt framboð sitt til oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Hann er aðstoðarforstjóri laxeldisfyrirtæksisins Kaldvíkur. Njáll Trausti Friðbertsson leiddi lista Sjálfstæðismanna í kjördæminu í síðustu kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Orku­skipti við hafnir á Norður­landi eystra

Stjórnvöld stefna að fullum orkuskiptum og jarðefnalausu Íslandi fyrir árið 2040. Það er ærið verkefni. Orkuskipti í fólksbílaflota landmanna eru þegar á þokkalegu skriði, en orkuskipti í haftengdri starfsemi eru talsvert skemur á veg komin, þó nokkur gróska sé í þeim efnum víða. Þótt stjórnvöld hafi lagt fram heildarmyndina um samdrátt í losun og þar með olíunotkun, vantar talsvert uppá svæðisbundna umræðu um þessi málefni.

Skoðun
Fréttamynd

Seldi nærri þriðjungs­hlut af makríl­kvóta sínum með um 2,5 milljarða hagnaði

Huginn í Vestmannaeyjum, dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, seldi frá sér tæplega þriðjung af öllum aflaheimildum sínum í makríl fyrir samtals um 2,5 milljarða sem skýrði nánast allan hagnað útgerðarfyrirtækisins á liðnu ári. Á meðal þeirra sem keyptu aflaheimildirnar var sjávarútvegsfélagið Brim en verulega hefur dregið úr útbreiðslu makríls í íslenskri landhelgi að undanförnu samkvæmt mælingum.

Innherji
Fréttamynd

Má ekki eyða mynd­böndum sem mátti ekki taka

Fiskistofa braut persónuverndarlög með því að taka upp myndbönd af tveimur veiðiferðum fiskiskips með dróna. Reglur um opinber skjalasöfn koma þó í veg fyrir að Fiskistofa megi eyða myndböndunum.

Innlent
Fréttamynd

Aftur til for­tíðar

Íslenskur sjávarútvegur hefur náð markverðum árangri í að draga úr kolefnisfótspori sínu á undanförnum áratugum. Margir samverkandi þættir skýra þann árangur en einn sá stærsti er raforkuvæðing fiskimjölsverksmiðja.

Skoðun
Fréttamynd

Mál Sam­herja gegn Odee tekið fyrir dóm í vikunni

Réttarhöld í máli Samherja gegn Oddi Eysteini Friðrikssyni, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefjast í London á fimmtudag. Samherji höfðaði málið eftir að Oddur sendi út afsökunarbeiðni í nafni fyrirtækisins vegna framgöngu þess í Namibíu.

Innlent
Fréttamynd

Trú­verðug­leiki til sölu!

Veiðigjald veikir sjávarútveg!!Marga rak í rogastans nú í vikubyrjun er ofangreind fyrirsögn um veiðigjöld blasti við okkur í Morgunblaðinu í kjölfar birtingar nýrrar skýrslu virtra hagfræðinga.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er auð­vitað bara ein­hver bull nálgun“

„Við þurfum að vera með kerfi hér sem að tryggir að við sköpum sem mest verðmæti fyrir þjóðarbúið sem heild. Ef það gerist þannig að hér eru sjávarútvegsfyrirtæki sem að geta með hagnaði sínum fjárfest í öðrum atvinnugreinum. Ég bara lít ekki á það sem vandamál því ég lít á þetta sem hvern annan atvinnurekstur. 

Innlent
Fréttamynd

Björgunar­skip kom fjórum til bjargar

Björgunarskipið Hafbjörg var kallað út um klukkan eitt í dag vegna vélarvana báts 17 mílum norðaustur af Neskaupstað. Báturinn er nú kominn í tog og siglir Hafbjörg með skipverjanna fjóra sem voru um borð í átt að landi.

Innlent
Fréttamynd

Um fyrir­sjáan­leika afla­heimilda og tvö­feldni SFS

Ég hygg að vandfundin sé sú löggjöf, sem skilað hefur meiri efnahagslegum árangri en lögin um stjórn fiskveiða. Samt er það svo að einmitt þessi lög hafa verið endurtekið deiluefni í hverjum kosningum frá því að þau voru sett fyrir 33 árum síðan.

Skoðun
Fréttamynd

40 ára til­raun sem mis­tókst

Nýtt kvótaár hófst í dag og mér varð hugsað til þess, að þegar kvótakerfið var sett á 1984 þá var ég aðeins 19 ára gamall og ekki byrjaður í útgerð og kannski má að mörgu leyti segja að stærsta vandamálið við að breyta þessu fáránlega kvótakerfi sé einmitt unga fólkið í dag sem einfaldlega skilur þetta ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Skrúfan ó­virk eftir að hafa siglt á rekald

Áhöfn björgunarskipsins Bjargar á Snæfellsnesi var kölluð út um 20:30 í gærkvöldi vegna lítils fiskibáts sem var í vandræðum. Báturinn hafi siglt á rekald í sjónum með þeim afleiðingum að skrúfan varð óvirk þó að vélin sjálf gengi.

Innlent
Fréttamynd

Engar fundar­gerðir um tjón á kvíum og einn dagur í starfs­þjálfun

Matvælastofnun fann sjö frávik, þar af fimm alvarleg, í reglubundinni úttekt stofnunarinnar á starfstöð fiskeldisfyrirtækisins Arctic Sea Farm hf. í Dýrafirði í vor. Að mati stofnunarinnar voru alvarleg frávik frá gæðakröfum hvað varðar eldisbúnað, þjálfun starfsfólks, gæðahandbók og innra eftirlit og úttektir. Þá gerir MAST einnig athugasemdir við eftirlit og viðgerðir fyrirtækisins á netapokum og við verklagsreglur.

Innlent