Bakþankar

Fréttamynd

Hreinskilni einhleypa fólksins

Einhleypa fólkið. Hjörð án leiðtoga. Einmana úlfar og úlfynjur sem ráfa um með veiðihárin missýnileg. Þegar einhleypa fólkið brýnir klærnar beitir það oft flóknum brögðum til fella bráð sína. Sumt fólk villir á sér heimildir, lýgur eða spinnur upp sögur sem bráðin fellur kylliflöt fyrir og gerir eftirleikinn auðveldan. Svik hafa hins vegar afleiðingar og oft endar saklaus bráðin með þung lóð í hjarta sínu.

Bakþankar
Fréttamynd

Mamma Bobba starfrækir mig

Allir þekkja þá tilhlökkun sem fylgir því að flytja að heiman. Að skapa sér eigin tilveru og skera á naflastrenginn við ma og pa.

Bakþankar
Fréttamynd

Svo lengi lærir sem lifir

Ég las sögu í háskóla. Hafði gaman af því, svona heilt yfir séð. Þegar árin liðu komst ég í þá aðstöðu að sitja við og kynna mér sögu iðnaðar í þessu landi.

Bakþankar
Fréttamynd

Bleika lýsum grund

Jæja, enn eitt árið er að renna í mark og hægt að fara að hlakka til áramótanna enda kösturinn í garðinum með myndarlegasta móti. Það er eitthvað svo persónulegt, einstakt og ljúft við að sjá sitt gamla ár fuðra upp í eigin garði: öll gömlu Fréttablöðin, pappadiskana frá því í grillveislunni í sumar og gömlu Billy-hillurnar. Stundin er yndisleg rétt fyrir áramót þegar eldarnir kvikna í hverjum garði, allir takast í hendur og rifja upp árið sem er að líða, kveðja það sem brennur á bálinu og taka fagnandi á móti nýju ári sem bera mun með sér efnivið í nýtt bál að ári. Áramótabrennan í garðinum er minn uppáhaldssiður.

Bakþankar
Fréttamynd

Jóladraumur

Jóladraumar eru í mörgum litum. Sumir láta sig dreyma um hvít jól af snjó og frosti, fyrir öðrum eru jólin rauð eins og klæði jólasveina, sumir eiga blá og einmanaleg jól og fyrir ekki svo mörgum árum voru engin jól með jólum nema þau væru svört, jólatréð og allt. Þá eru ótalin bleiku fiðrildajólin sem eflaust glöddu marga þegar þau voru í tísku.

Bakþankar
Fréttamynd

Að gefnu tilefni

Rithöfundar, fræðimenn og blaðamenn tóku höndum saman í gær og sendu frá sér ályktun hvar minnt var á réttinn til þátttöku í opinni samfélagsumræðu. Það er vel; tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum samfélagsins. Ályktun Rithöfundasambands Íslands, Bandalags þýðenda, Reykjavíkurakademíunnar, Blaðamannafélags Íslands og PEN á Íslandi var gefin út „að gefnu tilefni“ en það var ekki skýrt nánar hvað það þýðir.

Bakþankar
Fréttamynd

Organdi blaðabossar

Stök bleyja, svífandi út af fyrir sig á sporbaug um jörðu, þvælist alltaf fyrir vitum mér þegar geimfara ber á góma. Júrí Gagarín sem fór fyrstur út í geiminn, Neil Armstrong, sem steig fyrstur á tunglið og risableyjan sem geimfarinn Lisa Nowak setti á sig fyrir 1.600 kílómetra leið frá Texas til Flórída (til að þurfa ekki að stoppa til að fara á klósettið) drakk í sig hugmynd mína um geimfara. Tilgangur þeirrar ferðar var að ræna keppinaut sínum í ástarmálum og var hún dæmd fyrir tilraun til mannráns. Ég hef aldrei getað horft á geimfara eftir þá uppákomu án þess að spá í því hvort hann sé búinn að gera í bleyjuna sína.

Bakþankar
Fréttamynd

Jólastjörnuholið

Jólin jólin alls staðar, jólin jólin koma brátt, jólasveinninn gefur gott í skó, það heyrast jólabjöllur og börnin fara að hlakka til og jólasveinn birtist hér og unaðsleg jólastund. Það eina sem skiptir máli er að niðurtalningin er hafin og með henni kemst skrið á undirbúninginn sem hjá nokkrum hófst í september með jólasultugerð, hjá sumum í október með upphafi hannyrða til jólagjafa, nokkrir byrjuðu í nóvember að föndra jólakort og skrifa. Einhverjir forsjálir keyptu reyndar jólagjafirnar á útsölunum í ágúst. En hvað um það, þeir dagar eru liðnir og koma ekki aftur. Frá og með gærdeginum fór allt á jólafullt.

Bakþankar
Fréttamynd

Sögulegt samstöðuleysi

Alþingi Íslendinga steig það merkilega spor í gær að viðurkenna fullveldi og sjálfstæði Palestínu. Segja má að með því hafi Ísland loks stigið skrefið til fulls, en Ísland hefur viðurkennt fullveldi og sjálfstæði Ísraelsríkis síðan árið 1947. Hitt ríkið sem átti að stofna, sjálfstætt ríki Palestínu, hefur nú fengið stuðning enn eins ríkisins við sjálfsagða kröfu sína um sanngjarna meðferð.

Bakþankar
Fréttamynd

Aftarlega á merinni

Það var undarlegt að uppgötva ljóta tilfinningu, sem kallast öfund, þegar mongólskir reiðmenn þutu um sléttur lands síns á villtum hestum í sjónvarpinu. „Þið eruð að minnsta kosti ekki með bugles,“ hugsaði ég með mér og prófaði að athuga hvort buglesið passaði til að klóra mér í eyranu.

Bakþankar
Fréttamynd

Annir hjá Vælubílnum

Þegar David Lowe, breskur leikari búsettur í Frakklandi, setti á sig kúluhattinn og hélt til vinnu einn bjartan dag í júní síðastliðnum benti fátt til þess að dagurinn yrði frábrugðinn öðrum. David hafði að atvinnu að leika kómíska útgáfu af hinum "steríótýpíska“ Breta – blöndu af Karli Bretaprins, Mr. Bean og Churchill – Frökkum til kátínu. Þennan tiltekna júnídag var Frökkum hins vegar ekki hlátur í hug.

Bakþankar
Fréttamynd

Auðvelt val

Karpað er um hvort ríkið eigi að lána fyrir framkvæmdum á Vaðlaheiðargöngum. Þór Saari, þingmanni Hreyfingarinnar líst ekkert á, ekki heldur Merði Árnasyni í Samfylkingunni. Menn telja ólíklegt að veggjaldið dugi til að greiða upp göngin og fólk muni velja að aka ókeypis um Víkurskarð. Innanríkisráðherra sagði Vaðlaheiðargöngin sambærileg Hvalfjarðargöngunum, vegfarendur hefðu val í báðum tilfellum. Að fara göngin eða ekki. Sjálfri finnst mér ekkert líkt með Hvalfirði og Víkurskarði því um fjallveg er að ræða í öðru tilvikinu en láglendisveg í hinu.

Bakþankar
Fréttamynd

Öfgar eru nauðsynlegar

Ákveðin lenska er í opinberri umræðu að tala niður til fólks sem ber svo sterkar skoðanir til ákveðins málstaðar að það gæti, samkvæmt hefðbundinni orðræðu, hve skynsamleg sem hún er, kallast öfgar. Að grípa til þeirrar skilgreiningar að um öfgar sé að ræða virðist með öðrum orðum oft nóg til að gera lítið úr málflutningi þeim sem gagnrýndur er hverju sinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tilgangur og meðal

Fíkniefnasala og -neysla er mér og mörgum öðrum mikill þyrnir í augum auk þess að varða við landslög. Ekki er laust við að manni renni til rifja úrræðaleysi og vanmáttur yfirvalda við að ráða bót á þessum mikla og brýna vanda. En nú er ný baráttuaðferð komin fram. Hún er í því fólgin að einkaaðilar fari út á meðal fólks og bjóði því fíkniefni til sölu. Um leið og einhver lætur í ljós áhuga á viðskiptunum og fer að ræða verð og tegundir er viðkomandi umsvifalaust kærður til lögreglu því samtalið var tekið upp.

Bakþankar
Fréttamynd

Starfstilboð frá einræðisherra

Sama dag og heiminum birtust myndir af blóði drifnu líki fallins einræðisherra Líbíu barst mér starfstilboð úr herbúðum annars ónefnds einræðisherra. Við leigupennar erum vanir verkefnum af hinum ýmsu stærðum og gerðum. En hvort sem verklýsingin kveður á um fágað auglýsingaslagorð fyrir hægðalyf eða innblásinn bæklingatexta fyrir bókhaldsfyrirtæki eiga þessi verkefni ávallt eitt sameiginlegt:

Bakþankar
Fréttamynd

Burt með réttindi borgaranna

Tillaga liggur nú fyrir Alþingi um að veita lögreglunni heimildir til að fylgjast með fólki, án þess að nokkur rökstuðningur liggi fyrir um hvort það hefur framið glæp eða ekki. Slíkt athæfi hefur verið klætt í fagmannlegt og ógagnsætt hugtak undir heitinu forvirkar rannsóknarheimildir, en hið ágæta orð njósnir nær því betur.

Bakþankar
Fréttamynd

Íslensk gestrisni

Pönnukökur með sykri og rjóma, göngutúrar og einkakennsla í lopapeysuprjóni er meðal þess sem Íslendingar ætla að bjóða erlendum ferðamönnum upp á ef þeir vilja kíkja við. Mér skilst að Dorrit ætli sjálf að þeyta rjómann á Bessastaðabýlinu og Felix Bergsson ætlar að bjóða heim í ekta íslenskan mat. Það verður líka hægt að fara í notalegt fótabað með iðnaðarráðherra við sjávarsíðuna ef marka má myndbrot á vefsíðunni inspiredbyiceland.com! Sú leiðindaklisja að Íslendingar séu kuldalegir og lokaðir skal nú kveðin niður.

Bakþankar
Fréttamynd

Skúmaskot bókmenntaþjóðarinnar

Þegar ég var tólf fór ég um allt með Stríð og frið á bakinu. Klárlega staurblind á hvað var félagslega svalt meðal jafnaldra minna þóttist ég með puttann á púlsinum þegar kom að vali á bókmenntum sem flott væri að lesa. Einhverju sinni í frímínútum er ég virtist óvenjuniðursokkin í þennan heim rússneskra aðalsmanna rak skólafélagi óvænt nefið ofan í doðrantinn. Í ljós kom að ekki var allt sem sýndist. Inni í fagurlega innbundnu stórvirkinu var opin önnur bók. Tolstoj mátti snúa sér í gröfinni er hann vék fyrir bókmenntaverki sem ég hafði laumast til að fá lánað á skólabókasafninu: Tár, bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson.

Bakþankar
Fréttamynd

Karlavandamálið endalausa

Áfram stelpur standa á fætur, slítum allar gamlar rætur, þúsund ára kvennakúgunar.“ Við þennan og fleiri baráttusöngva kvennabaráttunnar ólst heil kynslóð upp. Baráttuandi var í lofti, konur lögðu niður störf og fylktu liði út á götur til að sýna mikilvægi sitt í samfélaginu. Mikilvægi sem öllum ætti að vera ljóst án beinna aðgerða. Þrjátíu og fimm árum síðar hafði samfélagið náð þeim árangri að konur lögðu niður störf 25 mínútum síðar, þar sem út frá launum metið höfðu þær tosast upp um einhver störf miðað við karlana.

Bakþankar
Fréttamynd

Konan kennd við ryðdallinn

Meistaraverk!“ hugsaði ég með sjálfri mér um leið og ég batt með punkti enda á fræðigrein sem ég vann að. Það skrölti í Rúmfatalagers-skrifborðsstólnum mínum er ég hallaði mér kotroskin aftur og hóf að láta mig dreyma um þá vegsemd sem biði mín í kjölfar vel unnins verks. Í höfði mér glumdi lófatak og fyrir augum mér svifu fálkaorður. Sigurvímunnar fékk ég hins vegar ekki að njóta lengi. Ég komst nefnilega að því að aðeins sjö manns lesa að meðaltali hverja birta fræðigrein. Sjö manns! Ef ég gerði ráð fyrir að pabbi og mamma væru tveir þessara einstaklinga, eiginmaðurinn einn, bræðurnir… ja, þeir myndu líklega bara bíða eftir kvikmyndaútgáfunni… þá voru fjórir eftir.

Bakþankar
Fréttamynd

Jón og Reverend John

Tjáningarfrelsið er á meðal mikilvægustu réttinda sem mannkynið hefur viðurkennt. Það að geta tjáð skoðun sína er einn af hornsteinum siðaðra samfélaga. Víða er tjáningarfrelsinu settar einhverjar skorður er lúta að meiðyrðum eða öðru því sem skerðir rétt annarra, þó þeir séu til sem trúa því að frelsi til að tjá skoðanir sínar eigi að vera öllu öðru æðra.

Bakþankar
Fréttamynd

Hinn óbreytti heimur

Mikið hefur verið rætt og ritað um árás hryðjuverkamanna á skotmörk í Bandaríkjunum 11. september 2001. Skyldi engan undra; um hræðilega atburði var að ræða sem haft hafa mikil áhrif á heimsbyggðina. Nú, tíu árum síðar, er hins vegar grátlegast að líta yfir farinn veg og sjá þau tækifæri sem glatast hafa til að gera heiminn sem við öll búum í að betri stað. Þeim var fórnað á altari eigin hagsmuna, hefndarþorsta og gamaldags heimsmyndar. Leiðtoga heimsins skorti áræði og þor til að breyta til hins betra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sólskin í skúffunum

"Sumarið kom aldrei og nú er komið haust, það er ekki búandi á þessu grjótkalda skeri,“ heyri ég nöldrað í kringum mig. Ég get orðið móðguð yfir þessu tuði og þreytt á staglinu um að allt sé ómögulegt á Íslandi, ekki bara veðrið. En stundum tek ég sjálf undir nöldrið af fullum móð, þegar þannig liggur á mér. Enda var nú óvenju kalt í sumar!

Bakþankar
Fréttamynd

Spilling fyrir opnum tjöldum

Það var af ákafri vandlætingu sem ég hristi höfuðið er kunningi minn frá Íran sagði mér sögu frá heimalandi sínu. Sem nemandi í eðlisfræði við Háskólann í Teheran á níunda áratugnum varð hann var við að framgangur stúdenta við útskrift hélst ekki í hendur við frammistöðu í námi heldur hversu mikinn þátt menn tóku í starfi íslamista. Af gremju fylgdust þeir sem ekki voru í klíkunni með embættismannakerfi borgarinnar fyllast af misvanhæfum flokksgæðingum.

Bakþankar
Fréttamynd

Borg fyrirferðar

Það er orðið algengt að fjölmiðlar geri stöðumælasektir að sérstöku umfjöllunarefni að loknum íþróttakappleikjum, útitónleikum og öðrum uppákomum hér á landi.

Bakþankar
Fréttamynd

Einræðistrúðar

Sennilega má slá því föstu að valdatíð Muammar al-Gaddafi í Líbíu sé á enda runnin. Uppreisnarmönnum hefur að vísu ekki tekist að hafa hendur í hári hans en þess virðist ekki lengi að bíða. Uppreisnarmennirnir í Líbíu hafa náð tökum á húsakynnum hans og birti Sky-fréttastofan á fimmtudag viðtal við skælbrosandi uppreisnarmann sem hafði lagt hald á hatt og veldissprota einræðisherrans. Uppreisnarmaðurinn hugðist gefa föður sínum hattinn. Enn forvitnilegri var þó annar fundur í húsinu; myndaalbúm fullt af myndum af Condoleezzu Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ekki hefur komið fram hvað eiginkonu Gaddafís fannst um albúmið.

Bakþankar
Fréttamynd

Óvænta kreppuráðið

Er hægt að stunda ókeypis sport þar sem hverjum og einum er frjálst að gera nákvæmlega eftir eigin getu og fá um leið dagsskammt af nauðsynlegu, fersku lofti? Svarið er já.

Bakþankar
Fréttamynd

Fyndni fulli kallinn

Á mínum bernskuárum hafði ég óskaplega gaman af fullum körlum. Það var hreinn hvalreki fyrir okkur krakkana í þorpinu þegar við fundum karla sem höfðu slysast til að vera ölvaðir á kristilegum tíma. Vorum við þá ekki lengi að fjölmenna í kringum þessa ólánsömu menn sem létu kjánalega okkur krökkunum til ómældrar kátínu. Samtal þeirra og hátterni allt var svo absúrd að úr varð hin mesta skemmtan.

Bakþankar
Fréttamynd

Stóru draumarnir?

Hvað er á bak við drauma um ríkidæmi, "ógeðslega flott hús“, komast á heimsmeistaramótið í skák eða að taka í höndina á Alex Ferguson og Manchester United-liðinu? Draumar unga fólksins á fermingaraldri voru kortlagðir og niðurstaðan er stórmerkileg.

Bakþankar
Fréttamynd

Ævintýralandið Pólland

Mig mætti mögulega kalla Austur-Evrópu perra því ég er afskaplega hrifin af öllu sem tengist því svæði, sama hvort það er menningin, sagan, fólkið eða maturinn. Samt hafði ég aldrei komið til Austur-Evrópu fyrr en nú í ágúst þegar ég heimsótti Pólland.

Bakþankar