Stj.mál

Fréttamynd

Vilja gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálfun

Vinstri grænir vilja að sálfræðiþjónusta og sjúkraþjálfun verði gjaldfrjáls. Þetta kemur fram í ályktun flokksins um heilbrigðsmál sem samþykkt var á landsfundi Vinstri grænna í gær. Flokkurinn hafnar einkavæðingarstefnu ríkisstjórnarinnar og segist ætla að beita sér af alefli gegn áformum stjórnvalda um frekari einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar.

Innlent
Fréttamynd

VG ekki fyrsti kvenfrelsisflokkurinn

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs misskilur kvenfrelsið ef hann telur flokk sinn geta slegið eignarrétti á hugtakið segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Vill hækka skatt á fjármagnstekjur

Fjármagnstekjuskatt ber að hækka segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir hækkun fjármagnstekjuskatts og lægri skatta á lægstu laun nauðsynleg til að draga úr ójöfnuði og bæta kjör elli- og örorkulífeyrisþega.

Innlent
Fréttamynd

Borgin fær hálfan milljarð

Reykjavíkurborg fær allt að 488 milljónir króna fyrir byggingarétt á lóðum undir atvinnuhúsnæði í Norðlingaholti. Tilboð í lóðirnar voru opnuð fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ókeypis skólagöngu frá vöggu til grafar

Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill leggja af samræmdar námskrár og er andvíg styttingu náms til stúdentsprófs. Skólagangan á að vera ókeypis frá vöggu til grafar. Þetta er meðal þess sem hreyfingin samþykkti á landsfundi sem lauk í dag.

Innlent
Fréttamynd

Engin breyting á forystu VG

Engin breyting varð á forystusveit Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs á landsfundi flokksins í dag. Sjálfkjörið var í helstu embætti.

Innlent
Fréttamynd

Þorgerður Katrín ekki hrifin af VG

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir stefnu Vinstri grænna sem og hinna stjórnarandstöðuflokkana arfavitlausa. Það sé stefna stjórnarflokkanna hins vegar ekki og það sjái hver sem vilji.

Innlent
Fréttamynd

Hnífjafnt í Póllandi

Fylgi frambjóðendanna tveggja í forsetakosningunum í Póllandi er nánast hnífjafnt aðeins tveimur dögum fyrir síðari umferð kosninganna. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum er fylgi Donalds Tusks 48,8 prósent en fylgi Lechs Kaczynskis 50,2 prósent. Stjórnmálaskýrendur segja útilokað að spá fyrir um hvor stendur uppi sem sigurvegari.

Erlent
Fréttamynd

Segir þingmönnum sagt rangt til

Alþingismönnum hefur verið sagt rangt til um stöðu varnarviðræðna, segir Össur Skarphéðinsson, skuggaráðherra utanríkismála hjá Samfylkingunni. Geir H. Haarde utanríkisráðherra vill ekki ræða málið. </font />

Innlent
Fréttamynd

Vill mynda velferðarstjórn

Steingrímur J. Sigfússon ítrekaði tilboð sitt til Samfylkingar um myndun velferðarstjórnar við upphaf landsfundar Vinstri-grænna sem hófst nú síðdegis. Á fjórða hundrað fulltrúar eiga rétt til setu á landsfundinum sem er stærsti landsfundur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til þessa.

Innlent
Fréttamynd

Flokksþing VG hefst í dag

Í drögum að stjórnmálaályktun Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, sem fjallað verður um á flokksþinginu í dag, er þess krafist að þegar í stað verði hafist handa við aðgerðir til að styrkja stöðu útflutningsgreinanna.

Innlent
Fréttamynd

Jafnréttissjóður settur á fót

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að setja á fót rannsóknasjóð sem á að fjármagna kynjarannsóknir. Sjóðurinn nefnist Jafnréttissjóður og verður settur á fót á kvennafrídaginn næsta mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Davíð byrjaður í Seðlabankanum

Davíð Oddsson hóf störf sem seðlabankastjóri í dag. Honum var vel tekið af öðrum stjórnendum bankans en helsti fjandvinur hans úr pólitíkinni, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, notaði daginn til að hætta í bankaráði Seðlabankans.

Innlent
Fréttamynd

Heitur vetur framundan

„Núna þarf að breyta" er yfirskrift landsfundar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs sem hefst á Grand hóteli í dag. Nýjar áherslur eru á kvenfrelsi í tillögum sem fyrir fundinum liggja. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, segir flokkinn betur undir það búinn en nokkru sinni fyrr að fara í ríkisstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Ágreiningur um varnarsamninginn

Utanríkisráðherra segir Íslendinga og Bandaríkjamenn greina á um grundvöll viðræðna um varnarsamninginn. Formaður Vinstri grænna segir stjórnvöld biðja Bandaríkjamenn um tilgangslaus hernaðarumsvif peninganna vegna.

Innlent
Fréttamynd

Full ástæða til að safnast saman

Hjól atvinnulífsins hægja verulega á sér upp úr hádegi á mánudag næstkomandi, þegar konur ganga út af vinnustöðum sínum og þramma niður á Ingólfstorg. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti, segir fulla ástæðu fyrir konur til að safnast saman og berjast fyrir rétti sínum.

Innlent
Fréttamynd

Vonsvikinn með hvernig miðar

Utanríkisráðherrra var krafinn svara á Alþingi í dag um ástæður þess að slitnaði upp úr viðræðum um varnarsamninginn við Bandaríkjamenn og fullyrðingar þess efnis að formlegar viðræður væru ekki hafnar. Hann sagði vonbrigði að ekki hefði miðað meira áfram í viðræðum.

Innlent
Fréttamynd

63 prósent vilja Vilhjálm

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, nýtur mun meira fylgis en Gísli Marteinn Baldursson, mótframbjóðandi hans í fyrsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup.

Innlent
Fréttamynd

Segja hátt gengi ekki skila sér

Forsætisráðherra og þingmenn úr nær öllum flokkum gagnrýndu að hátt gengi íslensku krónunnar hefði ekki haft áhrif til lækkunar á matarverði. Þingmaður Samfylkingarinnar spurði hvort það væri almenn skoðun alþingismanna að íslenskir verslunareigendur væru hyski.

Innlent
Fréttamynd

Björn segist ekki vanhæfur

Dómsmálaráðherra telur sig ekki vanhæfan til að skipa nýjan saksóknara í Baugsmálinu. Lúðvík Bergvinsson þingmaður Samfylkingarinnar spurði dómsmálaráðherra á þingi hvort ekki væri óheppilegt að hann viki ekki sæti þegar kæmi að því að skipa nýjan saksóknara í ljósi yfirlýsinga hans og annarra forystumanna í Sjálfstæðisflokknum um Baugsmálið.

Innlent
Fréttamynd

Skólastefnu og kvenfrelsi ber hæst

Endurskoðun stjórnmálaályktunar þar sem Vinstrihreyfingin - grænt framboð er skilgreind sem flokkur kvenfrelsis og viðamikil menntastefna eru meðal þess sem ber hæst á flokksþingi Vinstri-grænna sem hefst í dag að mati, Steingríms J. Sigfússonar, formanns flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Fundað um varnarsamninginn í dag

Fulltrúar íslenskra stjórnvalda funda með fulltrúum Bandaríkjastjórnar um framtíð varnarsamningsins í Washington í dag. Að sögn aðstoðarmanns Geirs H. Haarde utanríkisráðherra sér ekki fyrir endann á viðræðunum á næstunni en aðalágreiningsefnið er skipting kostnaðar við rekstur herstöðvarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Samkomulag í Kópavogi

Starfsmannafélag Kópavogs og launanefnd sveitarfélaga náðu nú á fjórða tímanum samkomulagi vegna nýrra kjarasamninga bæjarstarfsmanna Kópavogs.

Innlent
Fréttamynd

Skoða ný lög um sölu ríkiseigna

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur að endurskoða þurfi verklagsreglur um einkavæðingu og hugsanlega setja lög um sölu ríkiseigna. Hann hyggst nú skipa starfshóp sem í samráði við framkvæmdanefnd um einkavæðingu á að gera á tillögur um hvort rétt sé að endurskoða verklagsreglurnar. Tillaga Halldórs var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í gær.  

Innlent
Fréttamynd

Á rétt á tæpum 2 milljónum

Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, hefur störf sem seðlabankastjóri í dag. Samkvæmt nýju eftirlaunalögunum hefur Davíð rétt á töku eftirlauna fyrir ráðherratíma sinn auk þess að þiggja laun sem seðlabankastjóri.

Innlent
Fréttamynd

Varðveitum sátt fjölmiðlanefndar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra í upphafi þingfundar í gær hvort til stæði að rjúfa þá sátt sem hún teldi liggja fyrir í fjölmiðlamálinu og lagður hefði verið grunnur að í fjölmiðlanefnd sem skilaði niðurstöðum sínum síðastliðið vor.

Innlent
Fréttamynd

Byggt verði á sögulegri sátt

Forsætisráðherra segir að byggt verði á sögulegri sátt fjölmiðlanefndarinnar svokölluðu í nýju frumvarpi um fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu yfirlýsingar nýrrar forystu Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag um að nauðsynlegt væri að takmarka eignarhald á fjölmiðlum meira en sáttin gerði ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Engin einkavæðing strax

<font size="1"> </font>„Einkavæðing Landsvirkjunar hefur ekki verið rædd í ríkisstjórninni," segir Halldór Ásgrímsson forsætisræðaherra. Halldór segir að verið sé að stíga þar fyrstu skrefin til breytinga á raforkumarkaðnum og menn sjái ekki alveg hvernig það muni ganga.

Innlent
Fréttamynd

Innanlandsflugið fer hvergi

Lítill áhugi er á fyrir því á þingi að flytja innanlandsflugið úr Vatnsmýrinni og enn minni áhugi fyrir því að byggja upp nýjan flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Þetta mátti heyra í utandagskrárumræðum á Alþingi þar sem aðeins þrír af tíu ræðumönnum lýstu trú á að flugið færi úr Vatnsmýrinni.

Innlent
Fréttamynd

Flugbraut á Lönguskerjum fráleit

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir fráleitt að byggja upp flugvöll á Lönguskerjum. Hann segir í pistli í Morgunkornum VG að uppbygging flugvallar á Lönguskerjum þýddi að áður en yfir lyki væri Skerjafjörður malbikaður nánast stranda á milli.

Innlent