Stj.mál

Fréttamynd

Húsfyllir á fundi Framtíðarlandsins í Austurbæ

Um 600 manns sóttu stofnfund Framtíðarlandsins, félags áhugafólks um framtíð Íslands. Fundurinn var haldinn í Austurbæ í hádeginu. Aðstandendur félagsins telja að framtíð landsins ráðist á næstu mánuðum eða misserum.

Innlent
Fréttamynd

Skilmálar ekki í samræmi við lög

Skilmálar borgarinnar vegna útboðs um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar eru ekki í samræmi við lög segir kærunefnd útboðsmála. Þetta kemur fram á forsíðu Morgunblaðsins í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vill að lífeyriskjör verði reiknuð upp til launa

Formaður VR vill að lífeyriskjör æðstu embættismanna verði með sambærilegum hætti og almennra launþega en að núverandi lífeyriskjör þeirra verði reiknuð upp til launa. Hann skorar á stjórnvöld að lýsa yfir vilja til breytinga á kerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Halldór ekki á leið í Seðlabankann

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra segist ekki á leið í Seðlabankann nú þegar hann segir skilið við stjórnmálin. Halldór lét af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag og hyggst segja af sér þingmennsku að loknu flokksþingi Framsóknarflokksins í ágúst. Halldór segir óráðið hvað taki við eftir það.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherraskipti í dag

Í dag lætur Halldór Ásgrímsson af störfum sem forsætisráðherra og ríkisstjórn Geirs H. Haarde tekur við. Ríkisráðsfundur hófst kl. 12 á hádegi og eftir það verður gengið til hádegisverðar í boði forseta Íslands. Þá sest ný ríkisstjórn á ríkisráðsfund þar sem Geir H. Haarde tekur við forsætisráðherraembættinu.

Innlent
Fréttamynd

Býst ekki við áframhaldi á risarækjueldi

Guðlaugur Þór Þórðarsson, nýr stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, á ekki von á því að mikill áhugi verði hjá nýjum meirihluta borgarstjórnar að halda áfram risarækjueldi á vegum fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Drífa Snædal ráðin framkvæmdastýra VG

Drífa Snædal hefur verið ráðin framkvæmdastýra Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Hún tekur til starfa hjá flokknum í haust en þá lætur Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri - grænna í borgarstjórn, af störfum sem framkvæmdastýra.

Innlent
Fréttamynd

Kanna áfram möguleika á framleiðslu bóluefnis

Heilbrigðisráðherrar Norðurlandanna ætla áfram að kanna möguleika á samstarfi norrænu ríkjanna um að framleiða bóluefni gegn fuglaflensu ef heimsfaraldur heimur upp. Þetta kemur fram í frétt á vef Norðurlandaráðs.

Erlent
Fréttamynd

Heimilar veiðar á 50 hrefnum á árinu

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið leyfi til veiða á fimmtíu hrefnum í vísindaskyni og hefjast veiðarnar væntanlega á næstu dögum. Veiðarnar undanfarin ár virðast ekki hafa haft merkjanleg áhrif á ferðamannastraum hingað til lands.

Innlent
Fréttamynd

Borgarbúar muni finna þegar nýr meirihluti tekur við

Sjálfstæðismenn eru fullir tilhlökkunar yfir meirihlutassamstarfi sínu við Framsóknarmenn í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir að borgarbúar muni stax á næstu dögum sjá að nýr meirihluti sé tekinn við borginni.

Innlent
Fréttamynd

Nýr meirihluti í Dalabyggð

H-listi og N-listi í Dalabyggð hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhorns. Samkvæmt heimildum miðilsins verður skrifað undir málefnasamning á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Framsóknarkonur fagna ráðherraskipan

Framkvæmdastjórn Landssambands Framsóknarkvenna fagnar því að jafn margar konur og karlar skipa ráðherraembætti á vegum flokksins. Í ályktun sem framkvæmdastjórnin sendi frá sér í dag segir að þetta sé í samræmi við lög, reglur og stefnu flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherraskipti einstök vegna fjölda

Ráðherraskipti ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili eru einstök vegna fjölda stólaskipta og þeirra sem draga sig út úr stjórnmálum. Þá þykir einstakt að formaður flokks skuli axla ábyrgð, eins og Halldór Ásgrímsson gerir, á slöku gengi í kosningum þar sem hann var þó ekki sjálfur í framboði.

Innlent
Fréttamynd

272 milljóna króna tap af rekstri Byggðastofnunar

Tvö hundruð sjötíu og tveggja milljóna króna tap varð af rekstri Byggðastofnunar á síðasta ári og minnkaði um rúmar hundrað milljónir frá árinu 2004. Þetta kemur fram í nýrri árssýrslu stofnunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Þarf að hreinsa andrúmsloftið í kringum orkusamninga

Það þarf að hreinsa andrúmsloftið í kringum fjárfestingar við Kárahnjúkavirkjun og því er mikilvægt að aflétta trúnaði af orkusölusamningi við Alcoa. Þetta segir Helgi Hjörvar, þingmaður og stjórnarmaður í Landsvirkjun, sem ætlar að leggja fram tillögu þar að lútandi á næsta stjórnarfundi Landsvirkjunar.

Innlent
Fréttamynd

Sátt felur ekki í sér afsögn Guðna

Sátt sem formaður og varaformaður Framsóknarflokksins gerðu í gærkvöld felur ekki í sér að Guðni Ágústsson segi af sér æðstu embættum í flokknum. Flokksþing verður í þriðju viku ágústmánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Segir fullum sáttum náð í deilu innan Framsóknar

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir í samtali við NFS að þeir Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, hafi náð fullum sáttum á fundi þeirra í gærkvöld; handtakið sem sjá má á forsíðu Morgunblaðsins hafi verið traust.

Innlent
Fréttamynd

Sættir hjá Guðna og Hallóri

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðhera og varaformaður flokksins, náðu fullum sáttum á heimili Halldórs í gærkvöldi, að því er Morgunblaðið greinir frá.

Innlent
Fréttamynd

J og B meirihluti í Dalvíkurbyggð

Nýr meirihluti er kominn fram í Dalvíkurbyggð. J-listi óháðra og B-listi Framsóknarmanna hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar. Svanfríður Jónasdóttir verður bæjarstjóri fyrri hluta kjörtímabilsins en auglýst verður eftir bæjarstjóra fyrir seinna tímabilið í samræmi við stefnuskrá Framsóknarflokksins. Ráðið verður í starfið samkvæmt tilnefningu B-listans.

Innlent
Fréttamynd

Ný sveitarstjórn þarf að ákveða nafn

Ný sveitarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi í Borgarfirði mun taka ákvörðun um nafn á sveitarfélagið eftir að kosning á sameiginilegum fundi fráfarandi sveitarstjórna féll á jöfnu.

Innlent
Fréttamynd

Litlar breytingar á fylgi stjórnmálaflokkanna

Mjög litlar breytingar hafa orðið á fylgi stjórnmálaflokka í landinu milli mánaða samkvæmt nýjum Þjóðarpúsli Gallups. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 40 prósent, Samfylkingarinnar 29 prósent og Vinstri - grænna 17 prósent. Tíundi hver maður kysi Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú og Frjálslyndir njóta stuðnings fjögurra prósenta landsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa líklega að brenna matvæli frá herstöð

Líkur eru á að varnarliðinu verði gert að brenna tugi tonna af fyrsta flokks matvælum, sem nú eru í stórmörkuðum og frystigeymslum á Keflavíkurflugvelli, í stað þess að fá að gefa þau íslenskum sjálfseignarstofnunum sem vinna að líknarmálum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki farið út í ævintýrafjárfestingar í OR

Verðandi borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, segir að ekki verði farið út í neinar ævintýrafjárfestingar í Orkuveitunni. Eitt fyrsta verk nýs borgarstjórnarmeirihluta verði að fara rækilega ofan í áform um kaup hennar á grunnneti Símans.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa að endurskoða frístundabyggð við Úlfljótsvatn

Orkuveita Reykjavíkur og fasteignafélagið Klasi þurfa að endurskoða hugmyndir sínar um frístundabyggð við Úlfljótsvatn vegna óskar borgarstjórnar Reykjavíkur þar um. Endurskoðunin hefst þó væntanlega ekki fyrr en ný stjórn Orkuveitunnar hefur verið kosin.

Innlent
Fréttamynd

Orri verður framkvæmdastjóri Frumherja

Orri Hlöðversson, fráfarandi bæjarstjóri í Hveragerði, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Frumherja í Reykjavík frá og með 1. ágúst. Á fréttavefnum suðurland.is kemur fram að Orra hafi verið boðin staða bæjarstjóra í mörgum nýmynduðum meirihlutum á landinu, meðal annars Árborg, Mosfellsbæ og Fjarðarbyggð.

Innlent