Stj.mál

Fréttamynd

Júlíus Vífill stefnir líka hátt

Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segir kominn tíma á kynslóðaskipti í hugmyndum sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hann ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri flokksins í borginni og segist sækjast eftir sæti ofarlega á lista. Gísli er ekki einn um að daðra við forystuhlutverk í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna því Júlíus Vífiill Ingvarsson segist vera að kanna bakland sitt í flokknum.

Innlent
Fréttamynd

Ný forystusveit í Samfylkingunni

Nánast algerlega ný forystusveit tekur nú við stjórnartaumunum í Samfylkingunni eftir úrslit kosninga á landsfundi flokksins í gær. Auk nýs formanns, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, og nýs varaformanns, Ágústs Ólafs Ágústssonar, var Ari Skúlason kjörinn gjaldkeri.

Innlent
Fréttamynd

Ný framkvæmdastjórn kjörin

Ný framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar var kjörin síðdegis á landsfundinum sem fram fer í Egilshöll. Þau sem náðu kjöri eru Sigríður Jóhannesdóttir, Sigrún Grendal, Tryggvi Felixson, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Karl V. Matthíasson og Ingileif Ástvaldsdóttir.

Innlent
Fréttamynd

Samfélagið þolir ekki meiri bið

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í lokaávarpi landsfundar Samfylkingarinnar að íslenskt samfélag þyldi ekki lengur meiri bið eftir breytingum. Fundinum var slitið með húrrahrópum.

Innlent
Fréttamynd

Kona vék vegna kynjakvóta

Landsfundi Samfylkingarinnar var slitið nú síðdegis með ferföldu húrrahrópi. Þetta var langfjölmennasti landsfundur í sögu flokksins og þátttaka í formannskjörinu var meiri en dæmi eru um í íslenskum stjórnmálaflokki. Ýmsum þótti reyndar nóg um þær breytingar sem hafa orðið á forystunni í þágu kvenna og barna.

Innlent
Fréttamynd

Bíðum ekki lengur eftir breytingum

Klíkuskapur er samtrygging þröngra hópa um eigin hagsmuni án tillits til hagsmuna heildarinnar sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar þegar hún sleit landsfundi flokksins í gær. Hún kvað Samfylkinguna hafa tekið afstöðu gegn klíkum í formannskjöri flokksins.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Úr takti við almenna flokksmenn?

Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og dósent við Háskóla Íslands, segir úrslitin í kjöri í embætti innan Samfylkingarinnar í gær benda til þess að forystusveit flokksins og þingmenn hafi verið úr takti við hinn almenna flokksmann. Það hljóti að mega túlka niðurstöðurnar sem kröfu um breyttan stjórnunarstíl og vinnubrögð innan flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Kanslaraembættið í hættu

Samkvæmt nýjustu útgangsspám bíður þýski Jafnaðarmannaflokkurinn, undir forystu Gerhards Schröders kanslara, afhroð í kosningum sem fram fara í dag í þýska sambandsríkinu Nordrhein-Westfalen. Ef fer sem horfir verður það gríðarlegt áfall fyrir Schröder og gæti orðið til þess að hann nái ekki endurkjöri í þingkosningunum á næsta ári. </font />

Erlent
Fréttamynd

Ágúst Ólafur varaformaður

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sigraði í varaformannskjöri flokksins í gær. 839 landsfundarfulltrúar kusu. Þar af hlaut Ágúst Ólafur 519 atkvæði, um 62 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Helena kjörin ritari

Helena Karlsdóttir var kjörin ritari Samfylkingarinnar á landsfundinum nú síðdegis. Hún bar sigurorð af Stefáni Jón Hafstein og Valgerði Bjarnadóttur.

Innlent
Fréttamynd

Atkvæði hafa verið talin

Atkvæði í formannskjörinu á landsfundi Samfylkingarinnar hafa verið talin. Úrslitin verða tilkynnt á hádegi og er Stöð 2 með sérstakan aukafréttatíma vegna þessa klukkan tólf þar sem sýnt verður beint frá fundinum.

Innlent
Fréttamynd

Úrslitin ekki aðalatriðið

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, nýkjörin formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni eftir að úrslitin í formannskjörinu voru kunngjörð að úrslitin væru ekki aðalatriðið því hugur flokksins stefndi annað og lengra; það væri verkefni Samfylkingarinnar í næstu þingkosningum sem skipti máli.

Innlent
Fréttamynd

Þrír í kjöri til varaformanns

Þrír munu verða í framboði til varaformanns Samfylkingar í dag. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Flugumferðarstjórnar, tilkynnti framboð sitt fyrir stundu. Áður höfðu Ágúst Ólafur Ágústsson og Lúðvík Bergvinsson, þingmenn flokksins, boðið sig fram.

Innlent
Fréttamynd

Titringur vegna varaformanns

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fagnar nýkjörnum varaformanni Samfylkingarinnar. "Ágúst Ólafur Ágústsson stimplar sig mjög sterkt inn í pólítíkina með framboði sínu til varaformannsembættisins. Hann fékk afgerandi stuðning og það skiptir máli," segir Ingibjörg.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að vera lengi í stjórnmálum

Össur Skarphéðinsson sagði meðal annars í ræðu sinni eftir að úrslitin í formannskjöri Samfylkingarinnar lágu fyrir að úrslitin væru afgerandi og sterk, bæði fyrir flokkinn en þó sérstaklega fyrir Ingibjörgu Sólrúnu sem leiðtoga samfylkingarfólks. Hennar biði nú það verk að koma flokknum alla leið.

Innlent
Fréttamynd

Ágúst Ólafur kjörinn varaformaður

Ágúst Ólafur Ágústsson var afgerandi kjörinn varaformaður Samfylkingarinnar á þriðja tímanum. Af 839 greiddum atkvæðum hlaut Ágúst 519 atkvæði, eða 61,4%. Lúðvík Bergvinsson fékk 297 atkvæði, eða 35,4% atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Úrslitin komu ekki á óvart

Ólafur Þ. Harðarsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir úrslitin í formannskjöri Samfylkingarinnar ekki koma á óvart, þótt afgerandi séu. Hann hefði búist við að Ingibjörg Sólrún fengi á bilinu sextíu til áttatíu prósent atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Ingibjörg Sólrún kjörin formaður

Tilkynnt var um það á landsfundi Samfylkingarinnar rétt í þessu að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yrði næsti formaður flokksins. Alls bárust 12.015 atkvæði í póstkosningu Samfylkingarinnar um formann flokksins og fékk Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 7997 atkvæði, eða tæp 67%, en sitjandi formaður, Össur Skarphéðinsson, hlaut 3970 atkvæði, eða 33% atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Forysta er hópstarf

Liðlega tólf þúsund eða um 60 prósent af um tuttugu þúsund flokksmönnum greiddu atkvæði í formannskjöri Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlaut 7.997 gildra atkvæða en Össur Skarphéðinsson 3.970. Ingibjörg Sólrún hlaut því tvö af hverjum þremur atkvæðum.

Innlent
Fréttamynd

Mikil endurnýjun í forystu

Mikil endurnýjun varð í forystu Samfylkingarinnar á landsfundinum í gær. Gunnar Svavarsson forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar var kjörinn formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir á stórsókn á miðjunni

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er talin líklegust til þess að leiða Samfylkinguna til sigurs í næstu þingkosningum. Hún er sögð stefna á stórsókn á miðjunni og ætla sér að verða næsti forsætisráðherra þjóðarinnar. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Ari gjaldkeri Samfylkingarinnar

Ari Skúlason hefur verið kosinn gjaldkeri Samfylkingarinnar. Greint var frá því á landsfundinnum í Egilshöll fyrir stundu. Aðrir í framboði voru Kristinn Bárðason, Kristinn Karlsson og Sigríður Ríkharðsdóttir.

Innlent
Fréttamynd

Samgönguráðherra í veikindaleyfi

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gekkst í gær undir uppskurð vegna brjóskloss í baki á Landspítala - Háskólasjúkrahúsi. Í kjölfar aðgerðarinnar verður ráðherrann í veikindaleyfi um óákveðinn tíma.

Innlent
Fréttamynd

Sterk úrslit fyrir Samfylkinguna

Össur hlaut um þriðjung gildra atkvæða í formannskjörinu."Við höfum vissulega gefið hvort öðru olbogaskot. En það er rétt sem Ingibjörg sagði, að þráðurinn hefur aldrei slitnað millum okkar," sagði Össur jafnframt.

Innlent
Fréttamynd

Ætlum alla leið

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlaut tvö af hverjum þremur atkvæðum í formannskjöri Samfylkingarinnar. Henni var ákaft fagnað á hádegi í gær þegar úrslit kosninganna voru kunngerð á landsfundi Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri kosið

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er nýr formaður Samfylkingarinnar. Hún hlaut tvo þriðju allra atkvæða í póstkosningu meðal tólf þúsund félaga flokksins. Aldrei hafa fleiri kosið í formannskosningum hjá íslenskum stjórnmálaflokki.

Innlent
Fréttamynd

Endalok stjórnarskrár ESB?

Forseti Evrópusambandsins segir að hafni Frakkar stjórnarskrá Evrópusambandsins þýði það endalok hennar. Tuttugu og fimm háttsettir stjórnmálamenn frá allri Evrópu hafa verið fengnir til Frakklands til þess að hjálpa stjórnvöldum í landinu við að telja almenningi trú um ágæti stjórnarskrárinnar.

Erlent
Fréttamynd

Tveir samningar undirritaðir

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, hefur undirritað tvo samstarfssamninga á sviði umhverfismála við kínversk yfirvöld. Samningarnir eru á sviði jarðskjálftavár og umhverfisverndar og koma í kjölfar tveggja funda sem Sigríður átti í Kína.

Innlent
Fréttamynd

Afmælis kosningaréttar minnst

„Konur viðurkenndar löglegir borgarar þjóðfélagsins.“ Þetta var fyrirsögnin á grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í <em>Kvennablaðinu</em> um þær gleðifregnir sem bárust frá Kaupmannahöfn sumarið 1915 að konum hefði verið veittur kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis. Í ár eru liðin níutíu ár frá þessum tímamótum og því er fagnað með ýmsum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Landbúnaðarráðherra til Noregs

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra verður í opinberri heimsókn í boði norska landbúnaðarráðherrans, Lars Sponheims, dagana 22.-24. maí í Hörðalandi í Noregi. Í ferðinni verður lögð áhersla á að kynna nýsköpun í landbúnaði en norska ríkisstjórnin hefur nú um nokkurt skeið verið með sérstakt átaksverkefni til að efla atvinnu og byggð í sveitahéruðum.

Innlent