Körfubolti

Fréttamynd

Fyrsti leikurinn á föstudaginn

Fyrsti úrslitaleikur Keflavíkur og Snæfells um Íslandsmeistaratitlinn í körfubolta karla fer fram á föstudaginn 1. apríl í Keflavík og hefst klukkan 19.15. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn eins og allir úrslitaleikirnir en þeir geta mest orðið fimm talsins.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar með yfirburði

Keflvíkingar eru með mikla yfirburði gegn ÍR-ingum í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik. Keflvíkingar leiða í leikhléi með 27 stiga mun, 51-24. Fari svo að Keflvíkingar sigri í kvöld, vinna þeir einvígið 3-1 og mæta Snæfelli í úrslitum.

Sport
Fréttamynd

Atkvæðamikill gegn Dynamo Moskvu

Jón Arnór Stefánsson skoraði 17 stig fyrir Dynamo í Sankti Pétursborg þegar liðið beið lægri hlut fyrir Dynamo Moskvu, 81-79, í rússneku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Dynamo Moskva í öðru sæti í deildinni en Jón Arnór og félagar í því sjöunda.

Sport
Fréttamynd

Kobe er framkvæmdastjórinn

Einhver kergja er að myndast innan raða Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum en liðið tapaði áttunda leik sínum í röð í fyrrinótt er Allen Iverson og félagar í Philadelphia 76ers voru í heimsókn í Staples Center.

Sport
Fréttamynd

ÍR einu tapi frá sumarfríi

Það var lítið í boði fyrir augað í Keflavík á laugardaginn þegar heimamenn tóku á móti ÍR í þriðja leik undanúrslitanna í Intersportdeildinni í körfuknattleik.

Sport
Fréttamynd

Níunda tapið í röð hjá Lakers

Los Angeles Lakers tapaði í nótt níunda leiknum í röð í NBA-körfuboltanum þegar liðið beið lægri hlut fyrir Philadelphia á heimavelli, 96-89. Kobe Bryant skoraði 34 stig fyrir Lakers og Allen Iverson 20 fyrir Philadelphia. Þá sigraði San Antonio Houston 83-70, Minnesota lagði LA Clippers 89-85 og Washington vann Seattle naumlega 95-94.

Sport
Fréttamynd

Ellefu leikir í NBA í nótt

Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA-körfuboltanum í nótt. Minnesota vann m.a. New Jersey, 96-75, Toronto lagði Atlanta, 109-104 og Phoenix sigraði Orlando í framlengdum leik, 118-116,

Sport
Fréttamynd

Íslensk lið í undanúrslit Scania

Unglingaflokkur kvenna hjá Haukum og 9. flokkur karla hjá KR komust í dag í undanúrslit sinna aldursflokka á Norðurlandamóti félagsliða, Scania Cup, sem eins og hingað til fer fram í Svíþjóð um páskanna. Haukastelpurnar eru þessa stundina að spila til úrslita en KR-strákarnir keppa um sæti í úrslitaleiknum á sama tíma.

Sport
Fréttamynd

Snæfell áfram og Keflavík vann

Snæfell varð fyrst til þess að tryggja sér farseðilinn í úrslit Íslandsmóts karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Fjölni, 80:77, og vann þar með 3-0 í rimmu liðanna í undanúrslitunum. Keflavík leiðir 2-1 gegn ÍR eftir 97:79 sigur á Breiðhyltingum í Keflavík í dag.

Sport
Fréttamynd

Körfuboltamenn í eldlínunni

Körfuboltamenn verða í eldlínunni í dag í undanúrslitum á Íslandsmótinu. Snæfell og Fjölnir eigast við í Stykkishólmi en vinni Snæfellingar sigur í leiknum í dag tryggja þeir sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins annað árið í röð en þeir eru 2-0 yfir í einvígi liðanna.

Sport
Fréttamynd

Miami sigurvegari Austurdeildar

Dwayne Wade skoraði 35 stig þegar Miami sigraði Phoenix, 125-115, í NBA-körfuboltanum í nótt. Með sigrinum tryggði Miami sér sigur í Austurdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Helena fyrsta Scania-drottningin

Helena Sverrisdóttir, 17 ára körfuknattsleikkona úr Haukum, varð í kvöld fyrst íslenskra körfuknattleikskvenna til þess að vera valin Scania-drottning, það er besti leikmaður síns árgangs í óopinberu Norðurlandamóti félagsliða, Scania Cup. Það dugði þó ekki Haukum sem töpuðu úrslitaleiknum fyrir heimamönnum í SBBK, 55-62.

Sport
Fréttamynd

Sjöunda tap Lakers í röð

Sjö leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt sem leið. Orlando Magic tapaði á heimvelli fyrir Charlotte með 94 stigum gegn 108. Los Angeles Lakers töpuðu sjöunda leiknum í röð og eru í tíunda sæti Vesturdeildar.

Sport
Fréttamynd

Miller yfir 25 þúsund stig

Reggie Miler varð í nótt 13. leikmaðurinn í NBA-körfuboltanum til að skora 25 þúsund stig í deildinni þegar hann hann skoraði 21 stig fyrir Indiana í sigri liðsins á San Antonio, 100-93. Þá sigraði Phoenix Charlotte 120-105 og Chicago vann Toronto 94-85.

Sport
Fréttamynd

Enn tapa Lakers

Lið Los Angeles Lakers á í miklum erfiðleikum þessa dagana og í nótt hjálpaði liðið Utah Jazz að afstýra fyrstu 10 leikja taphrinu félagsins í yfir 20 ár.

Sport
Fréttamynd

Valur og Höttur unnu oddaleikina

Það verða Valur og Höttur sem spila til úrslita um laust sæti í Intersportdeildinni í körfuknattleik að ári en liðin unnu í kvöld oddaleiki sína í undanúrslitum 1. deildar.

Sport
Fréttamynd

Úrslitakeppni 1. deildar í kvöld

Oddaleikir í undanúrslitum 1. deildar karla í körfuknattleik fara fram í kvöld. Á Hlíðarenda taka Valsmenn á móti Blikum klukkan 19:30 og á Egilstöðum mætir Höttur Stjörnunni klukkan 20:00.

Sport
Fréttamynd

Petersburg vill fá undanúrslitin

Dynamo St. Petersburg, félag Jóns Arnór Stefánssonar, landsliðsmanns í körfuknattleik, hefur formlega sótt um að halda fjögurra liða úrslitakeppni FIBA-Europe League, en keppnin verður haldin 27.-28. apríl nk.

Sport
Fréttamynd

Sigurganga Miami á enda

Átta leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt sem leið. Miami sem hafði unnið tólf leiki í röð tapaði fyrir Houston, 84-82, og Los Angeles Lakers tapaði sínum sjötta leik í röð þegar liðið beið lægri hlut fyrir Utah, 115-107. Lakers er í níunda sæti Vesturdeildar og ólílklegt að liðið komist í úrslitakeppnina um NBA-meistaratitilinn.

Sport
Fréttamynd

Keflavík í úrslit gegn Grindavík

Það verða Keflavík og Grindavík sem leika til úrslita á Íslandsmóti kvenna í körfuknattleik, en Keflavík sigraði ÍS í oddaleik í Keflavík í gærkvöld, 79-73. Staðan í hálflkeik var 39-27 Keflavík í vil. Alex Stewart var stigahæst í liði Keflavíkur með 23 stig og Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 21.

Sport
Fréttamynd

Samtök körfuknattleiksmanna

Fregnir herma að til standi að setja samtök íslenskra körfuknattleiksleikmanna á laggirnar. Nokkrir aðilar úr íslenska landsliðinu hafa viðrað þessa hugmynd sín á milli og eru menn sammála um nauðsyn þess að ýta slíkum samtökum úr vör.

Sport
Fréttamynd

Snæfell 14 stigum yfir

Snæfell frá Stykkishólmi eru 14 stigum yfir gegn Fjölni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik sem nú stendur yfir í íþróttamiðstöðinni í Grafavogi. Michael Ames átti mjög góðan fyrri hálfleik og setti niður 15 stig og var mjög góður að koma sér í skotstöðu. Hjá heimamönnum er Nemanja Sovic stigahæstur með 13 stig.

Sport
Fréttamynd

Fjölnir og Snæfell leika í kvöld

Fjölnir í Grafarvogi tekur á móti Snæfelli úr Stykkishólmi í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik.

Sport
Fréttamynd

NBA í nótt

Fimm leikir voru á dagskrá NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós.

Sport
Fréttamynd

Snæfell komið í 2-0

Snæfell sigraði Fjölni með 83 stigum gegn 69 í undanúrslitum íslandsmótsins í körfuknattleik karla í kvöld, en leikið var í íþróttamiðstöðinni í Grafavogi.

Sport
Fréttamynd

Duncan meiddist aftur

Tim Duncan, framherji San Antonio Spurs í NBA deildinni, er meiddur á sama ökkla og hélt honum frá keppni fyrir nokkrum vikum og nú gæti farið svo að kappinn yrði frá keppni það sem eftir lifir tímabils.

Sport
Fréttamynd

Dómari lét Iverson heyra það

Bakvörðurinn skotglaði, Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers gæti verið í vondum málum eftir að hann reifst við dómara eftir tap fyrir Chicago Bulls á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Verða þeir aftur endurræstir af ÍR

Þeir sem urðu vitni af frábærum 26 stiga sigri Keflvíkinga í Seljaskólanum í undanúrslitum úrslitakeppni Intersportdeildarinnar á mánudagskvöldið eru örugglega margir á því að þar fari verðandi Íslandsmeistarar mæti Keflavíkurliðið jafneinbeitt og ákveðið til leiks það sem eftir líður úrslitakeppni.

Sport
Fréttamynd

Keflavík fór létt með ÍR

Keflvíkingar tóku sig aldeilis saman í andlitinu og jöfnuðu einvígið, 1-1, gegn ÍR í kvöld þegar þeir völtuðu yfir Breiðhyltinga í Seljaskóla, 72-97, í öðrum leik liðanna í undanrúslitaeinvígi Intersportdeildarinnar í körfuknattleik. Staðan í hálfleik var 52-28 fyrir Keflavík.

Sport
Fréttamynd

Cavaliers rak Silas

Forráðamenn Cleveland Cavaliers í NBA-körfuboltanum ráku þjálfarann Paul Silas fyrr í dag eftir slakt gengi upp á síðkastið.

Sport